Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 21.11.1985, Blaðsíða 27
KVIKMYNDIR Einlœgur Eastwood Bíóhöllin; Vígamadurinn (Pale Rider): 'k'k'k Bandarísk, árgerd 1985. Framleidandi: Clint Eastwood. Leikstjóri: Clint Eastwood. Handrit: Michael Butler og Dennis Shryacks. Kvikmyndataka: Bruce Surtees. Tónlist: Lennie Niehaus. Adalleikarar: Clint Eastwood, Michael Moriarty, Sydney Penney, Carrie Snodgress, Christopher Penn, Richard Dysart, John Russel. í nýlegu blaðaviðtali var Clint Eastwood spurður út í takmarkaða leikhæfileika sína. Hann var snöggur til svars og sagðist meta heilræði sem gamall leikstjóri gaf honum þegar hann var að hefja kvikmyndaferil sinn, en það var á þessa leið: „Don’t just do something, stand there!“ Og víst er það ábyggilegt, að þessi makalausi maður sýnir ekki mikil tilþrif framan við tökuvélina og enn minni svipbrigði. Sagt er einfaldlega að hann þurfi þess ekki, nóg sé að sjá hann rölta eða ríða hengslalega inn í rammann, færast hægt nær áhorfandanum þangað til hann hvessir augun á hann. Ef Clint-mynd byrji svona, sé hún á góðri leið, lofi góðu. . . Pale Rider er afturhvarf Eastwood til vestr- Huggulegt en Laugarásbíó: Max Dugan Returns (Max Dugan snýr aftur). ★★ Bandarísk. Árgerd 1983. Leikstjóri: Herbert Ross. Handrit: Neil Simon. Adalhlutverk: Marsha Mason, Jason Robards, Donald Sutherland, Matthew Broderick, Dody Goodman og fl. Herbert Ross er líkt og Bob Fosse danshöf- undur sem gerist leikstjóri. Hann er frægari fyrir léttar kómedíur en alvarlegri verk. leiöinlegt (Play It Again, Sam, 1972 (með Woody All- en), The Sunshine Boys, 1975, Funny Girl, 1975, California Suite, 1978, Pennies From Heaven, 1981 og Footloose, 1983.) Ross hef- ur einnig gert ívið dramatískari myndir sem gjarnan tengjast dansi eins og The Turning Point (1977), og Nijinsky (1980). í nýlegri mynd, Max Dugan Returns, rær Ross á göm- ul og örugg mið; í þriðja skipti kvikmyndar hann kómedíu eftir handriti Neil Simon. (Áð- ur The Goodbye Girl og California Suite, sem sýnd var nýlega í sjónvarpinu.) Astin er sterkasta aflið Háskólabíó: Falling in Love (Ástarsaga) ★★★ Bandarísk. Árgerö 1985. Framleiöandi: Marvin Woth. Leikstjóri: Ulu Grosbard. Handrit: Michael Cristofer. Kvikmyndataka: Peter Suchitzky. Tónlist: Dave Grusin. Aðalleikarar: Robert DeNiro, Meryl Streep, Harvey Keitel, Jane Kaczmarek, George Martin, David Clennon og fl. Molly (Streep) er teiknari og útlitshönnuð- ur. Hún er gift en barnlaus og tekur öðru hverju lestina frá Ardsley inn í Manhattan til að heimsækja föður sinn. Frank (DeNiro) er byggingaverkfræðingur, hamingjusamlega giftur og á tvo syni, býr í Dobbs Ferry og tek- ur sömu lest inn í Manhattan á degi hverjum. Einn góðan veðurdag hittast þau Molly og Frank í bókabúð. Skömmu síðar hittast þau eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson anna, hvar hann vann sér þær óhemjumiklu vinsældir sem hann býr ennþá við. Mönnum þótti það vera nokkurt áræði af manninum að leggjast í gerð þessarar myndar, einfald- lega vegna þess að vestrar voru búnir að vera hallærislegir í hugum framleiðenda í allmörg misseri þegar Clint hóf tökur á þessu verki. En Pale Rider er hreint ekki púkó. Þetta er einlægur vestri, unninn af þó nokkr- um metnaði. Afþreyingin er fyrsta flokks. Og þó formúlan sé vitaskuld fyrir hendi, bregð- ur oft fyrir frumlegum lausnum, fínlega skrifuðum senum, svo sem eins og upphafs- skotinu. Max Dugan Returns segir frá samnefndum rosknum manni (Robards) sem snýr til mið- aldra dóttur sinnar (Mason) sem er tauga- trekkt ekkja, kennari og einstæð móðir sem býr með syni sínum á gelgjuskeiði í ódýru hverfi. Max hefur ekki látið sjá sig í tæp 30 ár en á nú nokkra mánuði ólifaða samkvæmt læknisúrskurði og snarar tæpum 700 þúsund dollurum á borðið sem hann hefur þénað með gráum hætti í spilavíti. Hann vill að dóttir sín og dóttursonur eigi skemmtilegar vikur meðan hann dvelst á heimili þeirra og aftur í Manhattanlestinni. Og nú eru örlög þeirra ráðin. Þau verða smám saman yfir sig ástfangin þótt allar ytri aðstæður og skyn- semin segi þeim að halda að sér höndunum. Samband þeirra kostar skilnað í báðum hjónaböndunum. Frank flyst til Texas en Molly býr áfram i úthverfi New York. En til- viljanir eiga eftir að tengja forlög þeirra sam- an á nýjan leik — því að ástin er jú sterkasta aflið. Einfaldleikinn er samt sem áður ofan á, eins og svo oft í fyrri vestrum Eastwood. Hann ríður píreygður og nafnlaus inn í sam- félag frumstæðra gullgrafara sem eiga í barn- ingi við illmenni í næsta gili sem vill ólmur komast yfir landsvæði þeirra og finna þar gull með nútímahætti. Örþrifaráð hans er að kalla til alræmdan morðingjaflokk, til að salla niður liðið, en foringi hans er auðvitað fyrrverandi félagi Clints sem á honum grátt að gjalda. Á endanum er óspart fretað úr hlaupum. Eins og vera ber. -SER. sparar ekkert til þess. Inn í söguna blandast lögreglufulltrúi (Sutherland) sem verður ást- fanginn af kennslukonunni og grunar Max um græsku. Mynd þessi er ósköp sæt og hugguleg en aðalgallinn við hana er að hún er ekki nógu fyndin, ekki nógu spennandi og ekki nógu áhugaverð að neinu leyti. Allir leikararnir eru góðir en ekkert meir. —IM Þessi saga er sögð á nærfærinn og skemmtilegan hátt. Með öruggri leikstjórn Grosbards (sem hefur fáar og fremur óþekkt- ar myndir að baki) og hörkuleik þeirra De- Niro og Streep verður Falling in Love að ljúfri og eftirminnilegri mynd. Það eina sem mætti finna henni til foráttu er handritið sem gerir ráð fyrir fullmörgum tilviljunum í lífi tveggja manneskja. -IM BÓKMENNTIR Af sagnameistara Sturlu og fleiri skáldum eftir Gunnlaug Ástgeirsson Matthías Johannessen: Bókmenntaþœttir. 378 bls. Almenna bókafélagið, 1985. Matthías Johannessen hefur skrifað margt og margvíslegt um dagana, enda verið sí- skrifandi og yrkjandi um margra áratuga skeið. Nú hefur hann tekið saman ýmis skrif um bókmenntir og gefið út á bók. Flest af þessu efni hefur birst áður en margt af því hefur verið endurskoðað fyrir þessa útgáfu en annað hefur ekki áður birst. Bókin skiptist í tvo þætti. Fyrri hlutinn nefnist Úr umhverfi okkar og eru þar ritgerð- ir um eftirtalda höfunda: Grím Thomsen, Sigurð Nordal, Gunnar Gunnarsson, Davíð Stefánsson, Guðmund Hagalín, Tómas Guð- mundsson, Jón úr Vör, Kristján Karlsson og Jóhann Hjálmarsson. Seinni hlutinn, um þriðjungur bókar, nefnist Umhverfis Sturlu Þórðarson og fjallar um þann merka meist- ara fornrar sagnaritunar. Einna mest finnst mér spunnið í ritgerðina um sagnameistarann Sturlu. Ein grunnhug- myndin sem höfundur gengur út frá er sú að fornar frásagnir okkar séu það sem hann kallar „ritstýrð sagnfræði" og vísar hann um þetta hugtak til Halldórs Laxness og ýmissa verka hans svo sem Innansveitarkróniku og íslandsklukkunnar. Þessi hugmynd er reynd- ar ekki óskyld hugmynd Rússans Steblin- Kamenskij um „einþættan sannleik" sem gengur út á að 13. aldar menn hafi ekki gert greinarmun á sagnfræði og skáldskap með þeim hætti sem við gerum heldur litið á frá- sögn sem eina heild. Út frá hugmyndinni um „ritstýrða sagnfræði" skoðar höfundur Sturl- ungu, Konungasögur og Islendingasögur, einkum með tilliti til þess hvaða hlut Sturla getur haft átt í ritun þessara sagna. Megin- efni ritgerðarinnar er að færa rök að því að Sturla sé höfundur Njálu. Reyndar finnst mér leitin að höfundum íslendingasagna vera fremur þreytt og lítt gefandi og tími til kom- inn að fræðimenn beini sjónum sínum að öðrum þáttum sagnanna, en hinu er ekki að leyna að með frumlegu hugmyndaflugi og vandlegum athugunum er hægt að komast að ýmsu athyglisverðu um sögurnar eftir þessari braut. Matthías kemur að þessu við- fangsefni úr mörgum óvæntum áttum og vekur lesandann til umhugsunar um hluti sem flestir hafa talið næstum sjálfgefna. T.d. bendir hann á mjög sannfærandi hátt á að það séu alls engin rök fyrir því að sami höf- undur geti ekki verið höfundur tveggja mjög ólíkra verka. Bendir hann í því sambandi á Halldór Laxness og telur að ef notaðar væru svipaðar aðferðir við höfundargreiningu og sumir rannsakendur íslendingasagna hafa beitt, væru verk hans fráleitt talin eftir einn og sama höfund. Frumleg hugsun Matthías- ar nýtur sín vel í þessari ritgerð og hún ber fræðimanninn ekki ofurliði. Matthías heldur því fram á einum stað í þessari bók að skáld séu þau einu sem geti skrifað eitthvað af viti um bókmenntir. Ekki er ég sammála því, en hitt er víst að skáld geta oft skrifað mjög skemmtilega um bók- menntir, þó ekki sé það sjálfgefið. Skáld hneigjast oft til þess að skrifa skáldskap um skáldskap og getur sá skáldskapur oft varpað heillandi Ijósi á skáldskapinn sem hann er um, en við sem ekki erum skáld og þykjumst fræðimenn megum líka eiga okkar rétt. Af greinunum um nútíðarbókmenntir finnst mér greinin Málþing um Guðsgjafa- þulu einna skemmtilegust. Þar blandar höf- undur saman gaumgæfilegri athugun á verk- inu og þekkingu sem hann aflar víða um höf- undinn og fyrirmyndir verksins. Höfundur notar þessa aðferð víðar, að nota kynni sín af höfundunum og skráð viðtöl við þá til þess að kasta ljósi á verk þeirra. Við þetta verða ritgerðirnar mjög persónulegar og upplýs- andi þó ekki séu farnar hefðbundnar rann- sóknarleiðir. Athyglisverð er löng grein um Hagalín þar sem uppistaðan er ítarleg stílfræðileg athug- un. Fleiri greinar mætti einnig nefna, svo sem greinina um skáldskap Kristjáns Karlssonar og fallega grein um Tómas Guðmundsson, æsku hans og umhverfi. Hér hefur aðeins verið drepið á fátt eitt sem finna má í þessari bók. Fjölbreytt efni og frumleg efnistök gera hana að athyglisverðu framlagi til bókmenntaumræðunnar í land- inu. „Frumleg hugsun Matthíasar nýtur sín vel ( þessari ritgerð og hún ber fræðimanninn ekki ofurliði". HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.