Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 05.12.1985, Blaðsíða 8
Af þessum ástæðum voru t.d. reikn- ingar Hafskips USA fyrir 1984 án áritunar, þótt þessir sömu reikning- ar séu undirreikningar í árituðum reikningum Hafskips h/f fyrir árið 1984. í bréfi frá Coopers og Lybrand til Hafskips er tekið fram að það sé slík óreiða á bókhaldinu að það varði við bandarísk lög." Hafskip borgadi bifreiö- ir og einkabílaflutning forstjórans — En löggiltur endurskodandi Þegar forráöamenn Hafskips h/f lögöu á ráöin um aö hefja beinar siglingar milli Bandaríkjanna og Európu og kynntu hugmyndir sínar í fyrra voru fáir sem viröast hafa þoraö aö gagnrýna þessar fyrirœtl- anir beint innan félagsins. Tveir menn sátu ekki á skoöunum sínum. Þetta voru þeir Björgvin Björgvins- son sem starfaöi á skrifstofu Haf- skips í New York og Gunnar Ander- sen rekstrarhagfrœöingur sem þá var framkvœmdastjóri dótturfyrir- tœkis Hafskips, Cosmos sem er flutningamiölunarfyrirtæki. Björgvin varaði við þessu ævin- týri í símtölum og skriflega þar sem hann benti á vonleysi þessarar starf- semi. Á þessa gagnrýni og efasemd- ir var ekki hlustað og lýstu stjórn- endur Hafskips yfir því að þeir Björgvin og Gunnar væru úrtöiu- menn og neikvæðir. Gunnar segir við HP að hann hafi lýst efasemdum sínum um Atlants- hafssiglingarnar við Björgólf Guömundsson forstjóra Hafskips í júlí 1984 og kveðst hafa sagt að hann teldi enga framtíð fyrir skipa- félag sem Hafskip sem ekki byggi yfir neinu markaðskerfi til að selja þjónustuna og liði fyrir ýmiss konar vanþekkingu sem þegar hefði kom- ið fram í rekstri fyrirtækisins. Þá talaði Gunnar einnig við Pál Braga Kristjónsson, þáverandi fjár- málastjóra og Helga Magnússon, löggiitan endurskoðanda Hafskips á fundi. „Þeir tjáðu mér að málið væri mjög vel unnið, að um væri að ræða svartsýnisspá o.s.frv." segir Gunnar. Höfundar áætlunarinnar um N- Atlantshafssiglingarnar voru þeir Baldvin Berndsen, forstjóri Hafskips USA og Þorvaldur Bergmann Björnsson, hægri hönd Björgólfs Guðmundssonar, forstjóra. „í júlí 1984 spurði Sigurþór Guö- mundsson, aðalbókari fyrirtækisins mig að því hvað mér fyndist um þetta N-Atlantshafssiglingaævintýri sem var í burðarliðnum," segir Gunnar Andersen við HP. „Ég svar- aði því með spurningu og sptirði Sigurþór: „Hvaðan koma forsend- urnar?" Hann sagði að þær kæmu frá Þorvaldi og Baldvin. Og þá sagði ég: „Þarf ég þá nokkuð að svara þessu?" „Nei," sagði hann og hristi Hafskips á íslandi hefur látiö þessa óárituöu reikninga duga og tekiö þá góöa og gilda? „Einmitt. Og þetta sýnir, svo vægt sé til orða tekið, að atvinnu- mennska þessa endurskoðanda heima á Islandi virðist vera á lágu stigi," segir Björgvin. „Það má nefna mörg dæmi um misferli og lögleysur hjá Hafskip USA, einkum af hálfu forstjórans. Eitt dæmið snýr að innflutningi hans á bílum frá Evrópu handa sjálf- um sér og vinum sínum. Þennan innflutning borgaði Hafskip, bæði hausinn. Hann var mjög efasemda- fullur um vinnubrögð þessara manna enda hafði hann kynnst þeim mjög vel,“ segir Gunnar. „Nú, síðan byrjaði þetta ævintýri og mað- ur var orðinn mjög hræddur um framtíð fyrirtækisins. Og ég vissi náttúrulega að um leið og Hafskip sykki, færi Cosmos á hausinn einn- ig. Rekstur Cosmos var á þessum tíma mjög erfiður enda ekki að hon- um staðið eins og menn höfðu hugs- að sér. í janúar 1985 fór ég heim til ís- lands og kynnti þar skýrslu sem ég hafði tekið saman um stöðu Cosmos og benti forráðamönnum Hafskips á, að dæmið gengi ekki upp; að það þýddi ekki að reka Cosmos eins og það var rekið áður, en það var keypt án breytinga, sem höfðu verið fyrir- hugaðar en voru aldrei fram- kvæmdar. Eftir þriggja daga funda- höld og endalausar „plastíkformúl- ur“ frá framkvæmdastjórn fyrirtæk- isins fengusl engin skýr svör eða ákvarðanir fyrir utan eina sem gekk út á það að blekkja fyrrverandi eig- anda Cosmos sem var enn starfandi innan fyrirtækisins. Mér ofbuðu þessi vinnubrögð, var óhress með allt þetta mál og mótmælti þessari ráðstöfun ásamt öðru en fékk ein- göngu gagnrýni fyrir það. Ég kvart- aði m.a. yfir samstarfinu við Hafskip andvirði bílanna sem voru m.a. not- aðir Mercedes Benz og BMW, og sjálfan flutninginn, og allt þetta fór sem kostnaður í bókhald Hafskips," segir Gunnar. Þá tóku þeir Gunnar og Björgvin sem dæmi skúffufyrirtæki Baldvins Berndsens sem nefnist Georgia Export Import. Það hefur áður verið minnst á þetta „fyrirtæki" í HP. Heimilisfang þess var m.a. á heimili Baldvins og tók hann fyrst 900 doll- ar (36000 kr. ísl.) og síðar 1000 doll- ara (40000 kr. ísl.) fyrir veitta þjón- ustu við skip Hafskips sem komu USA og frammistöðu Baidvins Berndsen forstjóra þess, og fékk þá heldur betur gusu yfir mig fyrir að virða ekki Baldvin og hans mörgu góðu verk sem hann hefði unnið í þágu féiagsins. Þessi fundahöld enduðu með því að á síðasta fundinum stóðu þeir Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjónsson og Jón Hákon Magnús- son, framkvæmdastjóri markaðs- og flutningadeiidar, upp og sungu sálminn „Áfram Kristmenn kross- menn". Ragnar Kjartansson stjórn- arformaður, Sigtryggur Jónsson, þá- verandi forstjóri Cosmos á íslandi og ég, sátum stjarfir í sætum okkar og vissum aldeilis ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Og þó. í rauninni kom þetta mér ekki svo mjög á óvart, því Björgólfur var oft búinn að segja við mig haust- ið 1984 að maður ætti ekki að vera svartsýnn; æðri máttarvöld myndu alltaf hjálpa manni." — Ertu aö gefa í skyn aö Hafskip hafi veriö rekiö á einhverjum slíkum forsendum? „Já, á forsendum forlagatrúar og sú trú var undirstrikuð." — Áttu þá viö aö Hafskip sé fórn- arlamb forlagatrúar? „Hafskip er fórnarlamb mikil- mennskubrjálæðis, græðgi einstakl- inga og tækifærismennsku." Björgvin Björgvinsson fv. starfsmaður Hafskips USA. • inn til hafnar í New York. Hins vegar liggur fyrir að þessi þjónusta var aldrei veitt enda keypti Hafskip hana frá bandarískum aðilj- um. Georgia Export Import var þannig pappírsfyrirtæki, nptað til þess að mjólka Hafskip. í þessu dæmi er um að ræða einhverja tugi þúsunda dollara sem þannig munu hafa verið sviknir út úr Hafskipi. „Ef við lítum á þetta á einfaldan hátt, sést strax að fyrirtæki forstjór- ans stenst ekki, því 1. júní 1982 var opnuð skrifstofa Hafskips í Banda- ríkjunum til þess að sjá um hafnar- þjónustuna og að mestu leyti til þess og einskis annars. Sölustarfsemin á þessum tíma var ákaflega lítil, örfáir viðskiptavinir og svo viðskiptin við herinn, þannig að aðalverkefni skrifstofunnar í New York, þ.e. Haf- skips USA, var að sjá um afgreiðslu skipa hér í borg og hafa samband við umboðsmann félagsins í Nor- folk," segir Björgvin Björgvinsson. Forráöamenn Hafskips vissu um skúffufyrir- tækið „Ég vissi fyrst af þessu fyrirtæki, Georgia Export Import í ágúst 1982 og það var að minnsta kosti í gangi fram að þeim tíma er ég var rekinn frá fyrirtækinu." Björgvin var rek- inn frá Hafskip fyrir að vera grunað- ur um að vera heimildarmaður Helgarpóstsins þegar blaðið fjallaði fyrst um málefni Hafskips. Björgvin kveðst hins vegar ekki hafa verið nógu kunnugur skipa- rekstri í upphafi til að átta sig á því hvað væri á seyði í raun og veru.. Það gerði hann fyrst löngu síðar. — En er hugsanlegt aö forstjórinn hér í New York hafi getaö rekiö þetta skúffufyrirtœki án vitundar forráöa- manna Hafskips á Islandi? „Nei, það liggur alveg ljóst fyrir og var alls ekki leyndarmál að þetta var gert með fullri vitneskju Haf- skips í Reykjavík þar sem ég og ann- ar starfsmaður Hafskips hér úti fett- um fingur út í þetta," segir Björgvin. „Við bentum snemma á þetta vegna þess að okkur þótti þessi fyrirtækja- rekstur ekki réttur en þá var okkur bent á það, að þetta væri gert með fullri vitneskju stjórnar félagsins. Auðvitað minnkaði álit okkar á Haf- skipi strax vegna þessa, og það þarf ekki skarpan mann til að sjá í gegn- um svona hluti. Við vissum að það hlaut að liggja fyrir annað hvort samþykki Björgólfs Guömundsson- ar forstjóra eða Ragnars Kjartans- sonar stjórnarformanns, eða beggja. Þetta var eitt af þeim málum sem Sigurþór Guömundsson aðal- bókari félagsins kannaði og honum var bent á, áður en hann fór frá Is- landi til Bandaríkjanna að það væri í lagi með reikningana frá Georgia Export Import. Honum hafði verið sérstaklega bent á þetta, áður en hann hélt hingað vestur til þess að fara yfir bókhaldið, að einmitt þessir reikningar væru í lagi. Hann sagði mér þetta sjálfur. Það var Páll Bragi Kristjónsson þáverandi fjármála- stjóri sem skýrði honum frá þessu." — Þú ert aö segja aö þessir for- ráöamenn Hafskips heima hafi Gunnar Andersen fv. framkvæmdastjóri Cosmos í New York. samþykkt svindl? Ertu kannski aö gefa í skyn aö þeir hafi þá hugsan- lega hagnast á þessu einnig? „Já, það má segja að ég sé að gefa í skyn að menn hafi samþykkt svindl og ég er reyndar líka að gefa í skyn að þeir hafi hagnast á þessu. En það var ekki einungis þessi hafn- arþjónusta sem Georgia Export Import fékk greidda þóknun fyrir," segir Björgvin Björgvinsson. „Þetta skúffufyrirtæki fékk líka greitt fyrir svokallað „sale coverage" (þ.e. sölu- ferðir) m.a. til Flórída, Norfolk, Kali- forníu og kannski fleiri staða." Á aðra milljón í launauppbót — Fyrir nákvœmlega hvaö var Hafskip aö greiöa Baldvin Bernd- sen? „Ja, Baldvin fór í ferðalög og Georgia Export Import gat þá sent inn reikninga vegna þeirra og feng- ið greidda. Án þess að geta staðfest nokkuð um þetta, þá er það mín til- gáta að Björgólfur og Ragnar hafi hugsað þetta sem einhvers konar tekjuauka ofan á laun Baldvins. En á hinn bóginn er ég sannfærður um að þegar ferðunum fór að fjölga vegna N-Atlantshafssiglinganna þá hljóti peningarnir að hafa endað í höndunum á fleiri en Baldvin," segir Björgvin Björgvinsson. „Þá má nefna að Baldvin Bernd- sen fékk rösklega 42 þúsund dollara (1,6 millj. ísl.kr.) í fyrirframgreiðslu launa á árinu 1984 ofan á sín föstu laun sem eru u.þ.b. 50 þúsund doll- arar á ári (2 millj. ísl. kr.).“ — Hér á undan hafiö þiö nefnt dœmi um hugsanlegt misferli og furöusögur úr rekstri Hafskips hér fyrir vestan. En hvaö meö almenn- an rekstur fyrirtœkisins og þaö sem aö starfsfólkinu snýr? „Ég minntist áðan á endurskoð- endafyrirtækið Coopers og Ly- brand, og afstöðu þess til rekstrarins og bókhaldsins. Því má bæta við, að bókhaldari Hafskips USA, kínversk Bandaríkjakona, sagði upp störfum hjá fyrirtækinu, vegna þess að sam- viska hennar bauð henni að hætta. Hún gat ekki haldið áfram að færa bækurnar eins og til var ætlast. Hún gaf upp aðrar ástæður fyrir uppsögn sinni, en þetta var ástæðan. Hún sagði mér það sjálf," segir Björgvin. Samtrygging vitleysunnar — En hvernig getur staöiö á því aö Baldvin Berndsen hafi fengiö aö halda starfi sínu sem forstjóri Haf- skips USA ef öllum voru Ijósar þœr staöreyndir sem þiö eruö aö segja núna? Gunnar: „Þegar svona mikið mis- ferli er í rekstri og þetta mikið vafa- samt í sambandi við færslur og greiðslur, sem þarf að útskýra fyrir stjórninni, þá er mjög þægilegt að hafa svona mann sem getur bakkað mann upp í vitleysunni. Staðfest til- búnar útskýringar." — Þú átt viö aö Björgólfur hafi notaö Baldvin í þetta hlutverk? „Ég vil halda því fram, að Baldvin hafi verið mjög lipur og samvinnu- ÞEGAR REKSTUR OG ÁÆTLANIR HAFSKIPS OG DÓTTURFYRIR- TÆKISINS VAR GAGNRÝNTINNAN FÉLAGSINS, STÓÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNIN UPP OG SÖNG: ÁFRAH KRISTMENN KROSSMENN! „HAFSKIP ER FÓRNARLAMB MIKILMENNSKUBRJÁLÆÐIS, GRÆÐGIEINSTAKLINGA OG TÆKIFÆRISMENNSKUT SEGIR GUNNAR ANDERSEN 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.