Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK Síglaöir söngvarar eftir Jón Örn Marinósson íslendingar hafa allt frá öndverðu sýnt bæði og sannað að þeir eru vísir til að vinna mikil afrek á al- þjóðlegum vettvangi og vekja þar óskipta athygli ef einhver veitir þeim eftirtekt. Ef þeir taka sér eitthvað fyrir hendur, eru þeir ýmist fyrstir til þess að gera þaö, gera það betur en aðrir eða gera það mjög vel miðað við að þeir hefðu ekki gert það. íslendingar urðu til dæmis fyrstir Evrópumanna til að finna ísland og þrauka þar í ellefu hundruð ár, þeir urðu fyrstir hvítra manna til að finna Grænland og deyja þar út og íslendingar voru fyrstir indó-evr- ópskra þjóða til að finna Ameríku og týna henni aft- ur. Islendingar urðu einnig fyrstir til þess að skrifa Is- lendingasögur og þykja hafa gert það betur en nokk- ur önnur þjóð og þeir munu einir þjóða skilja þessar sögur til fullnustu sem lýsir betur en nokkuð annað list sagnanna og skilningi íslendinga. íslendingar urðu og fyrstir til að kvikmynda ævi Lénharðs fógeta og Snorra Sturlusonar og fyrstir þjóða til að koma auga á að þetta hefðu þeir ekki átt að gera. Þrátt fyrir ofangreind afrek og mörg fleiri eru Is- lendingar lítillátir í eðli sínu svo sem laun þeirra sanna eða kröfurnar sem þeir gera til stjórnmála- skörunga. Þeir miklast aldrei af sjálfum sér utan- lands nema til fróðleiks og upplýsingar á mannfund- um þar sem enginn þekkir til íslendinga, og innan- lands hefur það aldrei gerst að Islendingur hafi borið lofsorð á annan Islending nema af annarlegum hvöt- um, með þeim ásetningi til dæmis að koma af stað illdeilum. Lítillæti er vissulega aðdáunarverður eiginleiki, en íslendingum er samt sem áður hollt að hugleiða öðru hverju á eynni hvítu hvernig umhorfs væri í veröldinni ef íslendingar væru ekki til og hefðu aldrei verið til. Á því leikur ekki nokkur vafi að þá væri vestræn menning sýnu fátækari. Þá væri ekki til neinn Framsóknarflokkur og útilokað að Stein- grímur væri formaður og forsætisráðherra; álitamál jafnvel hvort nokkur Steingrímur væri til og fullvíst að Páll hefði ekki verið frá Höllustöðum. Þá væri ekki til nein Laxdæla, Njála, Lilja eða Edda Björg- vins, hvorki Fjölnir, Skírnir, Smellur eða Samúel, hvorki Mogginn eða heiiög ritning á íslensku og ólík- legt að nokkur fengist til að kaupa Alþýðublaðið. Þá hefði ekki verið til neinn Seðlabanki og ekkert seðla- bankahús og af þeim sökum hvergi að fá vinnu handa Geir. Þá hefðu ekki verið til menn eins og Guðmundur góði og Guðmundur jaki og nánast ekk- ert farið fyrir Albert. Þá hefði ekkert Þjóðleikhús verið til og enginn komist á sýningar á Ríkharði þriðja flokks til þess að venja sig við tilbreytingar- leysið í eilífðinni hinum megin. Þá hefði enginn Davíð verið til og þar af leiðandi engin Reykjavík og ekkert afmæli og engar öndvegissúlur og ekkert sameiningartákn og engir sjálfstæðismenn og borg- in þess vegna stjórnlaus. Þá hefðu engir Þingeyingar verið til og grísk menningararfleifð verið alls ráð- andi á Vesturlöndum. Þá hefðu engir Sunnlendingar verið til og Eggert Haukdal hefði ekki komist á þing. Heimsmynd þjóðanna væri — með öðrum orðum — allt önnur ef Islendingar væru ekki til og af þeim sök- um geta þeir verið stoltir af sjálfum sér, þó að ekki skuli lítillætið lastað eins og áður gat. Á undanförnum mánuðum hafa Islendingar einnig fengið ýmislegt til sannindamerkis um að þeir séu engir eftirbátar annarra þjóða. Árangur þeirra í ýms- um greinum á erlendri grund hefur opnað augu þeirra fyrir eigin ágæti og hleypt slíkum keppnis- anda í þjóðina að nánast í hverri viku er verið að kanna eða sannreyna meö hæfnisprófi hver skarar fram úr hverjum. Búið er að birta nöfn þeirra karl- manna íslenskra til dæmis sem gæddir eru mestum kyntöfrum. Kom niðurstaðan engum á óvart nema konum þeirra karla sem voru ekki einu sinni nefndir á nafn. Klerkar eru farnir að keppa í kirkjutröppu- hlaupi. Fram til þessa hafa þeir látið sér nægja að keppa um fjölda fermingarbarna, en hin nýja íþrótta- grein er glöggur vottur um keppnisandann sem grip- ið hefur um sig í þjóðlífinu. Er jafnvel hugleitt nú að láta kirkjutröppuhlaup koma í stað hinna venjulegu prestskosninga, sem valda oft ókristilegum hræring- um á meðal sóknarbarna. Yrðu þá tilteknar kirkju- tröppur löggiltar í þessu skyni, en tröppurnar fyrir framan Akureyrarkirkju notaðar eingöngu til þess að velja vígslubiskupa. Til biskups yrðu klerkar væntanlega látnir keppa með því að hlaupa hempu- klæddir upp tröppurnar í Hallgrímskirkjuturni. Keppnin, sem mesta athygli vakti í síðustu viku, var að sjálfsögðu keppni tvö hundruð og níutíu tón- skálda um besta sönglagið til að senda í sönglaga- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það s^nir ef til vill betur en nokkuð annað, hversu augu Islendinga eru að opnast fyrir eigin ágæti, að strax og verð- launalagið hafði verið valið fór þjóðin að hafa áhyggjur af hvernig hún ætti yfirleitt að geta komist hjá því að sigra í úrslitakeppninni. Einsýnt er að í því efni skiptir meginmáli hver verður valinn til þess að flytja lagið í Björgvin. Vitað er að enginn íslenskur söngvari er svo slæmur að hann geti tryggt forráða- mönnum íslensku keppninnar að verðlaunalagið lendi fyrir neðan miðju og hefur því komið til álita að sækja flytjanda í hóp þeirra sem hafa aldrei verið kenndir við söng. Fáist enginn slíkur, verður bara að vona að eitthvað fari úrskeiðis, og gerist það ekki verða íslendingar óhjákvæmilega að horfast í augu við hvað þeir eru góðir. HAUKUR I HORNI SKALLA POPPARASAFIM SJÓIMVARPSINS „Svo þegar við höldum sönglaga- keppnina, erum við vön að fara hingað og velja höfunda." 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.