Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 37
kvæmdir hafa íslendingar svo ýmiss
konar ,,þjónustutekjur“ af varnar-
liðinu, sem t.d. voru árið 1982 alls
3.600 milljónir króna á núvirði og
höfðu þá hækkað um 75% á föstu
verði frá 1979. Reyndar má segja að
atvinna og tekjur af varnarliðinu
hafi náð hámarki í kjölfar þess að
Alþýðubandalagið tók þátt í ríkis-
stjórn í byrjun þessa áratugar!
Stórbrotin
ve rkta ka sta rf sem i
Auk sjálfs varnarliðsins eru á
Keflavíkurflugvelli öflugir verktak-
ar sem eiga allt sitt undir því að
varnarliðið verði hér um aldur og
ævi. Þeirra stærstir eru íslenskir cid-
alverktakar, sem að hálfu eru í
einkaeign, að einum fjórða leyti
undir SIS og að einum fjórða í ríkis-
eign. Má heita að með þetta fyrir-
tæki gildi bróðuleg skipting helstu
afla þjóðfélagsins. Nokkur hundruð
Keflvíkingar og Njarðvíkingar
starfa árlega hjá aðalverktökum,
mest þó að sumri til. En tæplega 200
manns starfa síðan hjá fjórum verk-
takafyrirtækjum úr Keflavík, sem
sameiginlega mynda Keflavíkur-
verktaka. Þessi verktakafyrirtæki
hafa sína stjórnina hvert en voru öll
stofnuð að tilstuðlan Idnadar-
mannafélags Suðurnesja í apríl árið
1957. En þá voru iðnaðarmenn á
svæðinu orðnir langþreyttir á því,
að vera aðeins „launþegar hjá er-
lendum verktakafélögum og inn-
lendum af Reykjavíkursvæðinu".
Stjórnvöld gripu inn í og var vinnu
á Keflavíkurflugvelli skipt þannig,
að íslenskir aðalverktakar skyldu
annast nýframkvæmdir en Keflavík-
urverktakar viðhaldsverkefni og
breytingar. Þannig þótti gert heima-
mönnum sómasamlega til hæfis.
Verktakafyrirtækin sem til samans
mynda Keflavíkurverktaka eru
Byggingaverktakar Keflavíkur hf,
Járniðnaðar- og pípulagningaverk-
takar Keflavíkur hf, Málaraverktak-
málaráðherra fari með umsjón allra
dómsmála á islandi, annarra en
þeirra sem beinlínis varðar rekstur
herstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli og samskipta við varnarliðið.
Ég lít á þetta sem mjög mikið mál og
miklu stærra mál en t.d. bjórdósa-
smygl og annað þvílikt. Að mínu viti
þarf að taka á þessu máli til þess
meðal annars að skapa réttaröryggi
í landinu."
Aðrir viðmælendur Helgarpósts-
ins fullyrtu að fólk sem hefði t.d. ver-
ið á göngutúrum um strandirnar við
Hafnir hefði oft verið rekið á brott ef
það hefði komið full nálægt radar-
stöðinni þar um slóðir. Enda er
drjúgur hluti strandlengjunnar þar
innan þessa svo kallaða varnar-
svæðis. Á áðurnefndu korti má sjá
að varnarsvæðið nær yfir mest alla
svo kallaða „tá“ Reykjaness. Auk
þess er sérstök stöð í námunda við
Grindavík og allt í allt hefur banda-
ríska varnarliðið um 95 ferkíló-
metra lands á sinni könnu. Eftirlit á
þessum svæðum er við núverandi
kringumstæður oft nánast túlkun-
aratriði, því í framkvæmd er það í
höndum almennra lögregluyfir-
valda, þó lögsagan sé utanríkisráðu-
neytisins.
Tómas Tómasson, sparisjóðs-
stjóri og forseti bæjarstjórnar.
Ráll Jónsson, sparisjóðsstjóri.
Jón H. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Byggingaverktaka
Keflavíkur og formaður stjórnar
Sparisjóösins.
Gunnar Sveinsson, kaupfé-
lagsstjóri.
Birgir Guönason, forstjóri.
Jón Eysteinsson, bæjarfógeti
og stjórnarformaöur í Spari-
sjóðnum.
Ingólfur Falsson, nýkrýndur
oddviti sjálfstæðismanna.
Eyjólfur Þórarinsson, forstjóri
Alternators h/f og stjórnar-
formaður Rafmagnsverktaka
Keflavíkur h/f.
VALDAKJARNI
KEFLAVÍKUR OG NÁGRENNIS
ar Keflavíkur hf og Rafmagnsverk-
takar Keflavíkur hf. Auk þess að
starfsemi þessara fyrirtækja grund-
vallast á vinnu fyrir varnarliðið hafa
þau gert sig mjög gildandi utan vall-
arsvæðisins, stofnsett og rekið mörg
fyrirtæki á sviði verslunar og iðnað-
ar og verið auk þess meðstofnendur
að mörgum öðrum fyrirtækjum á
svæðinu. Áhrifa Keflavíkurverk-
taka gætir víða á svæðinu. Enda eru
topparnir hjá þessum verktakafyrir-
tækjum títtnefndir sem valdamestu
menn Keflavíkur og nágrennis,
einkum þó Jón H. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Byggingaverktaka
Keflavíkur hf, en hann er auk þess
stjórnarformaður Sparisjóðsins í
Keflavík og Njarðvík.
Opinberir aðilar hafa ekki síður
haft ,,gagn“ af veru varnarliðsins og
má t.d. nefna að varnarliðið var
mikilvægur þátttakandi í uppbygg-
ingu Hitaveitu Suðurnesja og Sorp-
eyðingarstöðvar Suðurnesja. Þessir
aðilar hafa drjúgar tekjur af þjón-
ustu sinni við varnarliðið.
Ferðamannaiðnaðurinn
ó dagskró
Að ofantöldu má ráða hversu mik-
ilvægur Keflavíkurflugvöllur er fyr-
ir atvinnulíf í Keflavík og nágrenni.
Fyrir ófáum árum höfðu um 40%
Keflvíkinga atvinnu af sjávarútvegi,
en nú er þetta hlutfall nálægt 30%.
Hin síðari ár hefur hlutur iðnaðar
verið nokkuð stöðugur í mannaflan-
um, 10—12% og einnig hlutur versl-
unar, 13—15% og byggingarvinnu
og mannvirkjagerðar 11—13%.
Keflavík er æ meir að breytast í
þjónustumiðstöð fyrir Suðurnesin
og má heita dæmigert að nú eru
mestar vonir bundnar við ferða-
mannaiðnað. í því sambandi er vert
að geta þess að áðurnefndir Kefla-
víkurverktakar eru nú með í bygg-
ingu veglegt hótel sem þeir ætla
sjálfir að eiga og reka að því er best
verður séð. Miklar vonir eru bundn-
ar við að Keflavík geti lokkað til sín
erlenda ferðamenn og þá ekki síst
tínt til að mikill áhugi er fyrir því að
gera Keflavík að miðstöð sjóstang-
veiði hér á landi.
Hótel Keflavíkurverktaka er einn-
ig hugsað sem mögulegur gististað-
ur fyrir sérhæfða varnarliðsmenn
sem koma hingað til skammrar
dvalar og undirstrikar það enn áhrif
varnarliðsins og gildi fyrir svæðið. Á
hinn bóginn hefur mikið breyst frá
því að samþykkt var 1974 að flytja
alla hermenn varnarliðsins inn fyrir
girðinguna. Nú orðið eru hermenn
ekki áberandi á götum Keflavíkur
og Njarðvíkur, nema helst þá er þeir
fara að fá sér að borða á nýjum og
veglegum veitingastöðum svæðis-
ins, svo sem á Glóðina og Grófina.
Þangað er vinsælt af þeirra hálfu að
fara til að borða íslenska fiskrétti.
Mun meiri straumur er af íslending-
um sem fara á klúbbana upp á Kefla-
víkurflugvelli til að bragða á banda-
rískum réttum og mun það vera afar
auðvelt svo fremi sem menn hafi
dollara í farteskinu. Enn eru þó Kefl-
víkingar ekki alveg lausir við þegna
Bandaríkjanna, því lauslega áætlað
eru um 50 fjölskyldur borgaralegra
starfsmanna hersins búsettar utan
girðingar.
Keflavík er óðum að breytast í
þjónustumiðstöð fyrir Suðurnesin í
heild — vægi frumatvinnuvega hef-
ur minnkað en vægi þjónustu, versl-
unar og viðskipta aukist til muna.
Vinna við byggingaframkvæmdir,
mannvirkjagerð og iðnað fer að
talsverðu leyti fram á Keflavíkur-
flugvelli, þó vissulega hafi mikið
verið framkvæmt í Keflavík og
Njarðvík á undanförnum árum. Of-
angreind lýsing ætti þó að undir-
strika að þessi bæjarfélög eiga allt
sitt undir því að varnarliðið verði hér
áfram. Og er þá enginn dómur lagð-
ur á það, hvort það er til góðs eða
ills. Þannig má allt eins segja að
Keflavík og Njarðvík eigi allt sitt
undir því að varnarliðið fari, því
svæðið er jú skotmark ef til styrjald-
ar kæmi!
Þegar „úrval“ Keflvíkinga var
beðið um að tilefna valdamestu
einstaklinga bæjarfélagsins kom í
ljós að þá var að finna innan Sjálf-
stæðisflokksins, Sparisjóðsins,
Kaupfélagsins óg Keflavíkurverk-
taka. Milli þessara „stofnana" er svo
nokkur samgangur manna. Þannig
má nefna að oftast var tilnefndur
sem valdamesti maður Keflavíkur
og nágrennis Tómas Tómasson
sparisjóðsstjóri, sem um árabil hef-
ur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins
og forseti bæjarstjórnar. Þegar
menn nefndu Tómas fannst mönn-
um yfirleitt óhjákvæmilegt að nefna
um leið hinn sparisjóðsstjórann, Pál
Jónsson. Þeir skiptast á að sitja í
húsnæði Sparisjóðsins í Keflavík og
Njarðvík. Þá var tilnefndur í innsta
kjarnann Jón H. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Byggingaverktaka
Keflavíkur, en hann er jafnframt for-
maður stjórnar Sparisjóðsins. Um
50 ára skeið var Sparisjóðurinn einn
um bankahítina á staðnum og er enn
voldugastur þó aðrir bankar hafi
komið til. Þannig er Sparisjóðurinn
með 62% af beinum viðskiptum
Keflvíkinga og Njarðvíkinga og
með 75 manns í vinnu. Biðraðir
vongóðra lántakenda eru enda lang
lengstar hjá Sparisjóðnum!
Aðrir framkvæmdastjórar undir-
verktaka Keflavíkurverktaka voru
tilnefndir: Ingvar Jóhannsson, Þor-
bergur Friðriksson og Hilmar Þórar-
insson. Einnig eru tilnefndir stjórn-
arformenn sömu verktaka, Eyjólfur
Þórarinsson, Jakob Árnason, Björn
Magnússon og Jóhann Benedikts-
son. Kaupfélag Suðurnesja er áber-
andi í bæjarlífinu og sömuleiðis
kaupfélagsstjórinn Gunnar Sveins-
son og aðstoðarkaupfélagsstjórinn
Guðjón Stefánsson, sem jafnframt
er bæjarfulltrúi fyrir Framsóknar-
flokkinn. Þá er tilnefndur Birgir
Guðnason, formaður Iðnaðar-
mannafélags Suðurnesja, sem sæti á
í stjórn Kaupfélagsins og rekur eigið
fyrirtæki. Hann var oftar nefndur
en Kristinn Guðmundsson, sem þó
situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæj-
arstjórn. í bæjarstjórn situr einnig
Hilmar Pétursson fasteignasali, fyrir
Framsókn. Fleiri tilnefndir voru
Karl Steinar Guönason, formaður
verkalýðsfélags Keflavíkur og ná-
grennis og alþingismaður, Steinþór
Júlíusson, bæjarstjóri og Jón Ey-
steinsson bæjarfógeti (sem
jafnframt situr i stjórn Sparisjóðsins
og er flokkaður sem
Framsóknarmaður enda sonur
Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra).
Þá getum við að lokum Ingólfs
Falssonar, sem er orðinn oddviti
sjálfstæðismanna og þá um leið
sjálfkrafa í innsta valdakjarnanum.
Áberandi var í máli manna að
völdin í Keflavík og nágrenni snúast
einkum sem fyrr segir um Sjálf-
stæðisflokkinn, Sparisjóðinn, verk-
takana og Kaupfélagið. Einnig
nefndu sumir að Keflavík ætti eins
og Akureyri sína „Kennedy-bræð-
ur“, unga og metnaðargjarna menn
á uppleið, en það eru bræðurnir
Jónas, Hannes (í versluninni Nonni
og Bubbi), Hermann, Halldór (í
byggingafyrirtækinu Húsanes) og
Sigurður (fasteignasali) Ragnarssyn-
ir. Verslunin Nonni og Bubbi hefur
lifað af mikla samkeppni í verslun-
inni með ágætum eins og kaupfé-
lagið, en á hinn bóginn varð Víkur-
bœr undir í þeirri baráttu og hefur
verið tekið til gjaldþrotaskipta. Er
áætlað að skuldir verslunarinnar
umfram eignir nemi allt að 40 millj-
ónum króna. Einnig hafa smærri
búðir orðið undir; Brekkubúð og
Kostur.
En hvað segja hinir títtnefndustu
um tilnefninguna? Því miður náðist
ekki í Jón H. Jónsson en sparisjóðs-
stjórarnir voru hinir hógværustu.
„Ég er ekki frekur til stjórnunar,"
sagði Tómas Tómasson. „Ég viður-
kenni að ég hef verið lengi í bæjar-
stjórn, eða öll ár frá 1954 að átta ár-
um undanskildum. Þar af er ég bú-
inn að vera forseti bæjarstjórnar frá
1970. En nú er ég loksins að hætta
á þessum vettvangi og hefði
kannski átt að hætta fyrir löngu, því
maður má ekki verða mosavaxinn í
þessu. En þó ég sé eða hafi verið
valdamikill þá hefur það ekki stigið
mér til höfuðs," sagði Tómas. Páll
Jónsson var enn hógværari. „Ég
hugleiði þetta aldrei, ég vinn bara
hérna í Sparisjóðnum. Eg geri mér
grein fyrir því að þetta er stór lána-
stofnun, sem hefur mikið að segja í
lífi fólks. En okkur hefur tekist að
reka Sparisjóðinn sem alþýðubanka
— í þágu fólksins. Og hingað sækir
fólk mikið, bæði úr atvinnulífinu og
svo einstaklingar," sagði Páll.
Á þessu korti má sjá að „varnarsvæðið" er meira en hiö afgirta svæði um kjarna byggðarinnar
á Keflavíkurflugvelli. Má reyndar heita að mest öll Reykjanesstáin falli undir þetta svæði og
um leið undir utanríkisráðherrann. Hér er um að ræða tæplega 90 ferkflómetra lands, sem
auk þesser fremur að stækka en hitt, með því aö nú hefur Helguvíkin bætst við. Dekkta svæð-
ið á kortinu er varnarsvæði, en utan girðingar.
HELGARPÓSTURINN 37