Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 10
BREF TIL RITSTJORNAR HP HELGARPOSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friflrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónlna Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthiasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimaslmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Slmi 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Blómstrandi verkalýðsforysta Verkalýðsforystan hefur ver- ið talsvert í kastljósinu undan- famar vikur, ekki síst vegna af- skipta hennar af fréttaskrifum Þjóðviljans. Helstu foringjar verkalýðshreyfingarinnar fussa og sveia yfir hversu ófor- skammaður Þjóðviljinn er orð- inn að lofa ekki þá og prísa sem gera lífskjarasáttmála við vinnuveitendur og ríkisstjórn. Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ reiddi hátt til höggs gegn ritstjórnarstefnu blaðsins I aukablaðinu sem Þjóðviljinn gaf nýverið út í tilefni 70 ára af- mælis ASi. Guðmundur J. for- maður Dagsbrúnar og Verka- mannasambandsins hellir sér yfir ritstjóra Þjóðviljans og þó einkum ritstjórnarfulltrúa I makalausri grein sem birtist s.l. miðvikudag í Þjóðviljanum. Á sama tíma og þessir menn skamma Þjóðviljann fyrir að blása ekki nóg í hyllingarlúðra fyrir verkalýðsforingjunum, birta öll blöð landsins mynd af þeim hinum sömu, bljúgum og undirgefnum með aulalegt bros á vör, réttandi íhaldsráð- herranum Matthíasi Bjarnasyni viðskiptaráðherra blómvönd. Takk fyrir harða frammistöðu í kjölfar kjarasamninganna, stóð á miða blómvandarins. Tveimur vikum áður hafði Helgarpóstur- inn birt laun verkalýðsleiðtog- anna sem voru á bilinu 100 — 150 þúsund. f dag birtir Helgarpósturinn viðtal við Bjarnfríði Leósdóttur, formann verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins en hún hef- ur nýverið sagt sig úr flokkn- um. í þessu viðtali er Bjarnfríð- ur óvenjulega opinská og hrein- skilin og segir álit sitt á verka- lýðsforystunni umbúðalaust. „Á íslandi er ekki til frjáls verka- lýðshreyfing. Forystan er kom- inn inn í einhvern fílabeinsturn og hefur ekki samskipti við hinn almenna félagsmann. For- ystan veit ekkert um líðan fólks, veit ekkert um kjör þess," segir Bjarnfríður á einum stað. Um Þjóðviljamálið segir Bjarnfríð- ur: „Að flokksforystan skyldi með þegjandi samkomulagi þola vítur á Þjóðviljann af hendi Guðmundar J. og Dagsbrúnar, þegar blaðið horfir gagnrýnum augum á samningana og lá ekki hundflatt fyrir þessari verkalýðsforystu, lýsir ástand- inu vel." Helgarpósturinn tekur undir þessi orð Bjarnfríðar Leósdótt- ur. Verkalýðsforysta sem ann- ars vegar vitnar í helgiljóma fyrri tíðar þegar kommúnískar hugsjónir réðu ríkjum, en hins vegar færir íhaldsráðherrum blómvendi, er lýsandi dæmi um geðklofninginn í verkalýðs- hreyfingunni og ástandið í mál- efnum vinstri manna í heild. Margrét, Dalbraut og flokks- stimpillinn í framhaldi af skrifum Helgar- póstsins um Margréti Einarsdóttur formann Sjúkraliðafélags íslands í sambandi við veitingu stöðu for- stöðumanns við Dvalarheimili aldr- aðra við Dalbraut vil ég gera eftir- farandi athugasemd. Enda þótt Hrönn Jónsdóttir hafi mikla menntun til stjórnunarstarfa og sé þar með ágætlega hæf til að gegna stöðunni þá tel ég að Margrét Einarsdóttir hafi marg sýnt og sann- að stjórnunarhæfni sína og sé alls ekki siður fallin til starfsins eins og ýjað er að í Helgarpóstinum. 59. Staðan er í hárfínu jafnvægi, svartur getur ekki hreyft kónginn og heldur ekki leikið peðinu. Leiki hann. 1. - Bxd2, kemur 2. Rxd2 og mát í næsta leik. Eina raunhæfa vörnin er að setja á biskupinn: 1. - Bc5. Stæði hvíti biskupinn á e5, gæti svartur leikið 1. - Bd6 o.s.frv. Þetta sýnir að lausnin hlýtur að vera sú að leika biskupnum á reit þar sem hann er óhultur fyrir nafna sínum: 1. Bh8 Þessa stundina gegnir Margrét varaformennsku í Samtökum heil- brigðisstétta, hún hefur setið síðast- liðin 12 ár í heilbrigðisráði og þar af síðustu 4 árin sem varaformaður ráðsins, hún situr í Félagsmálaráði og í stjórn Sjúkrasamlags Reykjávík- ur og er formaður Byggingarnefndar heilsugæslustöðva. Margrét Einarsdóttir hefur verið formaður Sjúkraliðafélags fslands síðan 1984 og hefur formennska hennar verið félaginu til verulegs framdráttar svo ekki sé kveðið fast- ar að. Fyrir hennar tilstilli er sjúkraliða- starfið nú löggilt atvinnugrein og þarf ekki að fara mörgum orðum um hve mikilvægt það er í sam- bandi við atvinnuöryggi og kjara- baráttu alla. Margrét hefur gegnt forstöðu- mannsstöðunni við Dalbrautar- heimilið síðan í október 1985 af 60. Hér er taflstaðan svo kostuleg að maður tímir helst engan mann að hreyfa. En hjá því verður ekki komist og lausnin er ekki ýkja flókin: 1. Bd4 Kxb4 2. Hxb6+ Ka5 3. Rc6 mát 2. - Ka3 3. Bc5 mát dugnaði og samviskusemi. Hún tók við stjórn þess á erfiðum tíma í sögu þess og hefur komið því á réttan kjöl aftur. Helgarpósturinn hefur og sagt frá síðasta félagsfundi í Sjúkraliðafélagi íslands og telur blaðamaður greini- legt að félagsmenn vænti þess að Margrét segi af sér formennsku. Ég undirrituð sat þennan fund sem stjórnarmaður í Sjúkraliðafé- lagi íslands og fullyrði að þetta eru hrein ósannindi. Á fundinum kom fram fyrirspurn til Margrétar um hvort hún teldi sig geta sinnt formennsku í Sjúkraliða- félaginu jafnframt forstöðumanns- stöðunni við Dalbrautarheimilið. Að þessari fyrirspurn stóðu 4—6 félagsmenn en um 110 manns sátu fundinn. Aðrir fundarmenn en þess- ir 4—6 töldu fyrirspurn þessa ómerkilegar dylgjur um að Margrét hefði staðið sig slælega sem formað- ur og þegar hún nú væri komin í ábyrgðarmikið starf, þá myndi vont heldur betur versna. Ég hafði síma- samband við sjúkraliðann, sem bar fyrirspurnina fram, nokkru eftir fundinn og fullyrti hún við mig að alls ekki hefði vakað fyrir sér að koma höggi á Margréti eða stjórn- ina í heild og að hún teldi að stjórn félagsins hefði verið vel rækt undir stjórn Margrétar. Hvað hangir þá á spýtunni? Jú, ætli það sé ekki kominn kosn- ingaskjálfti í fólk? Það er leitt til þess að vita að tryggð fólks við stjórnmálaflokka skuli oft á tíðum vera sett ofar en þau mál sem brenna heitast á fólk- inu sjálfu, þ.e.a.s. kjaramálin og at- ‘ i '*•':: * iiIÉil |lil Ara sem vVö Fvri, námslólk )aW»*' undlrstaó® V?nnus'ma árangurs aö sitja r g0ð gj0J SSSss!r- LAUSN Á SKÁKÞRAUT vinnuöryggið. Ég tel það mikið lán fyrir íslenska sjúkraliða að hafa Margréti sem formann sinn. Lög- gilding sjúkraliðastarfsins er hennar verk. Einnig hefur hún starfað ötul- lega að menntunarmálum stéttar- innar og hefur þar verið á dagskrá ýmislegt, svo sem endurmenntun, sérhæfing, aukin réttindi o.fl. sem miklu skiptir stéttina, enda hart sótt að henni um þessar mundir. Það er óskandi að sjúkraliðar beri gæfu til að standa saman og styðja formímn sinn og stjórn til góðra verka til hagsbóta fyrir sig sjálfa og láti ekki flokksböndin hlaupa með sig í gönur. Hér er nefnilega ekki um að ræða einhvers konar fótboltaleik þar sem við erum aðeins áhorfend- ur að, þar sem hver heldur með sínu liði. — Nei, þetta er afkoma okkar og kjör sem um er að tefla og mér finnst svo sannarlega brýnt að fólk hafi það í huga. Það eru verkin sem skipta höfuðmáli, ekki flokks- stimpillinn. Mér er hlýtt til Helgarpóstsins. Hann er utan og ofan við flokka- kerfið, enginn flokkspáfi getur skip- að fyrir um hvað stendur í honum. Ég vona að blaðamenn hans gæti sín og gleypi ekki við flokkspólitísk- um gróusögum eins og hér hefur því miður orðið raunin á. Virðingarfyllst, Sif Knudsen, sjúkralidi Kvenfrelsi og köld kvenna- ráö Til ritstjóra Helgarpóstsins í jan. sl. sendi Kvennaframboðið í Reykjavík öllum fjölmiðlum frétta- tilkynningu þess efnis að Kvenna- framboðið myndi ekki bjóða fram lista til borgarstjórnar í komandi kosningum. Þessi ákvörðun var skýrð í fréttatilkynningunni, en þar sem innihald hennar virðist hafa farið framhjá þeim sem við blað yð- ar starfa sbr. síendurteknar bolla- leggingar um þetta efni í slúðurdálk- um blaðsins, viljum við ítreka eftir- farandi. Þær konur sem starfað hafa að borgarmálum á vegum Kvenna- framboðsins eru allar á einu máli um að Kvennaframboðið 1982 hafi ótvírætt haft mikil áhrif í þá veru að vekja fólk til umhugsunar um kúgun kvenna í íslensku þjóðfélagi og því verið tímabær aðgerð. Hinsvegar greinir okkur á um hvort endurtekning framboðs kvenna nú sé rétt leið og þjóni kven- frelsisbaráttu. Guðrún Jónsdóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins er ein úr hópi þeirra kvenna sem telja að aðrar aðferðir en endurtek- ið framboð þjóni betur frelsisbaráttu kvenna. Skoðun þessa hóps er sú að á framboð kvenna beri að lita sem baráttutæki, sem konur eigi að beita þegar þeim svo býður við að horfa en að endurtekning þess nú þjóni ekki tilgangi. Hinn hópurinn innan Kvennaframboðsins, og til hans telst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- fltr. Kvennaframboðsins, telur hins- vegar að framboðsleiðin sé áfram fullgild baráttuleið sem ekki megi afleggja við núverandi aðstæður. Þær konur, sem eru á þessari skoð- un taka því þátt í kosningaundirbún- ingi Kvennalistans við komandi kosningar en hinar ekki. Ályktanir blaðs yðar um valdatogstreitu milli núverandi borgarfltr. Kvennafram- boðsins á væntanlegum lista Kvennalistans og „köld kvennaráð" í því samhengi eru því algjörlega úr lausu lofti gripnar og þeim vísað á bug. Baráttan fyrir kvenfrelsi er okkur öllum efst í huga og hver og ein okk- ar mun velja sér baráttuvettvang í samræmi við eigið mat á bestu leið- inni. Aslaug Jóhannesdóttir Guðlaug Magnúsdóttir Gudrún Erla Geirsdóttir Guðrún Halldórsdóttir Guðrún Jónsdóttir Guðrún Óladóttir 10 HELGARPÖSTUFtlNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.