Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 18
Stjörnuspeki eda astrólógía er jafngömul mannkynssögunni. Framan aföldum var hún óumdeit- anlega talin til vísinda, jafnvel œdst á medal jafningja. A okkar tímum eru skiptar skodanir á stjörnuspeki. Sumir líta á hana sem frœdigrein jafnvel listgrein í stöðugri þróun, aðrir telja hana hreina hjátrú. Eigi að síður hafa vinsœldir hennar auk- ist mjög eftir því sem liðið hefur á þessa öld, einkum á þann veg að fólk leitar til svokallaðra stjörnu- spekinga annaö hvort í eigin per- sónu eða í gegnum blöð og tímarit, og biður þá um að draga upp fyrir sig stjörnukort og spá síðan um framtíðina út frá því. Með tölvuvœð- ingunni hafa meira að segja sprottið upp stjörnuspekimiðstöðvar j>ar sem tölva er látin sjá um alla út- reikninga ogjafnvel spár. Ein slík er starfrœkt hér við Laugaveginn. Eysteinn Björnsson er af mörgum nefndur „afi íslenskra stjörnuspek- inga" þótt hann sé aðeins 32 ára gamalt. HP hefur það eftir áreiðan- legum heimildum að bœði Gulli í Stjörnuspekimiðstöðinni og hinn víðfrœgi galdrakarl, Hilmar Örn, hafi mjög leitað í smiðju Eysteins þegar þeir voru að byrja að stauta sig fram úr stjörnustafrófinu. En Ey- steinn er ekki einn þeirra sem bera frœði sín á torg, kýs að stunda þau í einrúmi, og er meinilla við að teikna upp stjörnukort fyrir aðra. Og þótt hann sé sjálfmenntaður á tölvu og vinni um þessar mundir ó- fáar stundirnar viö að tölvuvœða Bóksölu stúdenta, er hann lítt hrif- inn af tölvuútskrifuðum stjörnu- spám. Eysteinn var svo elskulegur að veita blaðinu viðtal um hinar ýmsu hliðar stjörnuspeki og teiknaði meira að segja upp stjörnukort blaðamanns og las út úr því. Fyrst var Eysteinn spurður að því hvers vegna honum væri svo illa við að draga upp stjörnukort fyrir aðra. Og að þessu gefna tilefni vilt hann ítreka aðhann tekur slíkt ekki að sér fyrir aðra. „Ástæðan fyrir því að ég tel ekki gagnlegt að leggja stjörnukort fyrir fólk svona yfirleitt er sú að grund- völlurinn sem stjörnuspekin býður upp á byggist á því að maður tileinki sér hana sjálfur, vinni úr sínu eigin korti,“ segir Eysteinn. „Það getur verið ótrúlega lærdómsríkt og fylgt manni eftir í gegnum lífið. Smám saman lærir maður af reynslunni. Ef ég lendi í einhverju sérstöku kíki ég á kortið og athuga hvað er að gerast, skrifa það niður. Síðan gerist það kannski að eitthvað svipað hendir mig skömmu síðar og þá kveiki ég á perunni. Þannig lærir ■maður smám saman, t.d. að þegar einhver tiltekin stjörnuafstaða kem- ur upp í kortinu mínu get ég búist við ákveðnum hlutum. Þetta er sér- staklega gagnlegt ef um eitthvað slæmt er að ræða, þá getur maður búið sig undir það.“ Dagblaða- og tölvu- astrólógía hæpin — Hvaða augum líturðu þá fjöldaframleiddu stjörnukortin sem spýtast út úr tölvunum? „Já, nú hefur fólk fengið mynd af stjörnuspekingi sem situr átta tíma á dag og talar við fólk. Ef ég ætla að lesa út úr stjörnukorti einhvers þannig að ég verði fyllilega ánægð- ur með það, þarf ég helst hálfan mánuð, viku í það minnsta. Sá mað- ur sem tekur viðtöl við 5—6 manns á dag og ætlar sér að lesa út úr stjörnukortum þess getur ekki gefið af sjálfum sér. Hann hlýtur að enda uppi með frasa, kemur sér upp ein- hverri rútínu. Hann temur sér á að giska eitt til tvö hundruð hluti sem er nokkuð öruggt að hægt er að segja við alla. Ætli maður sér að lesa úr korti af einhverju viti verður maður líka að vera jákvæður. En það er erfitt að vera endalaust jákvæður við kannski tuttugu og fimm manns á viku sem maður þekkir ekki neitt. Sumir tala meira en þú kemst sjálfur til að segja, aðrir segja ekki auka- tekið orð. Það er ógerlegt að af- greiða tuttugu og fimm manns á viku. Úr því verður aldrei annað en dagblaðaastrólógía. Það er bara goðsaga að stjörnu- spekingur geti gert kort að gagni fyrir fólk sem hann ekki þekkir, og þá þaðan af síður tölva, þótt hægt sé að nota hana til að reikna út afstöð- ur. Frumskilyrðið er að maður hafi persónuna fyrir framan sig svo að maður geti að minnsta kosti skynjað hvernig hún hefur unnið úr tækifær- um sínum. Þá getur maður reynt að þreifa fyrir sér og möndlað fortíðina út frá því. Ef þú ert ekki í viðurvist manneskjunnar sem á í hlut stoppar flæðið. Ef stjörnuspekingurinn á að geta lesið út úr kortinu verður eig- andi þess að taka fullan þátt í þvi. Þetta er alveg sambærilegt við lækni sem er að gera sjúkdóms- greiningu. Það gengur ekki par vel ef sjúklingurinn leggur ekkert til málanna sjálfur. Til þess að ráða við þessa iðju, að þylja fyrir fólk, verður maður að hafa innsýn í mannlega hegðun og reynslu. Maður fær auðvitað ekkert út úr tölvu nema það sem maður hefur matað hana á. Stjörnuspek- ingurinn getur ekki lesið almenni- lega út úr korti nema hann þekki eitthvað til viðkomandi mann- eskju." Stjörnuspekin blóra- böggull margra — Finnst þér þá að fólk sem leitar á vit stjörnuspekimiðstöðva líti á stjörnuspeki og -spár sem hverja aöra örlagahyggju? Að það vilji láta lesa út úr stjörnukortinu sínu og spá fyrir sér vegna þess að það treystir sér ekki til að taka ákvarðanir um eigið líf? „Já. Margt fólk, bæði það sem stundar stjörnuspeki eitthvað sjálft, og svo það sem sækist eftir túlkun- um annarra, hefur gefist upp í grundvallaratriðum og notar stjörnuspekina sem hálfgerðan blóraböggul. Það á til að segja hluti eins og: Já, Satúrnus kom og eyði- lagði þetta allt saman. Slíkt er auð- vitað lítið skapandi til lengdar og kennir fólki fátt, af því það sér ekki möguleikana á því að nýta stjörnu- spekina sér til hjálpar. Vissulega get- ur Satúrnus stundum verið vondur og sett strik í reikninginn, en ef þú veist af því getur það kannski hjálp- að þér til að bæta úr skák og búið þig undir næstu komu hans. Ef þú ert búinn að fylgjast með Satúrnusi lengi veistu hvernig hann hegðar sér og kannt að mæta því. Þannig verður stjörnuspekin eins konar sál- arspegill. Við vitum auðvitað ekki hvernig þetta virkar. Það er af og frá að plán- eturnar sem slíkar hafi einhver áhrif á fólk. En það er af einhverjum ástæðum hægt að fá þetta til að virka! Guð má vita hvers vegna. All- ir sem eitthvað fást við stjörnuspeki hafa sínar hugmyndir um það. En þér er alveg óhætt að bóka hér og nú að Júpíter uppi á himninum hef- ur engin áhrif á það hvernig þér líð- ur eða hvað kemur fyrir þig. Það er Júpíter á stjörnukortinu á blaðinu sem skiptir máli. Þú verður bara að gera upp við þig sjálf hvers vegna. En ég veit að þetta virkar. Stund- um virkar þetta svo vel að það er allt að því ógnvekjandi. Þá þarf ég að telja mér trú um að ég sé ekki orð- inn alveg geggjaður, því rökræni parturinn af mér veit að þetta getur ekki virkað." Stórt, siðferðilegt vandamál — Geturðu nefnt mér dœmi um slíkt? „Auðvitað er ógnvekjandi að fá sannanir fyrir því að eitthvert kerfi, sem engin rök eru fyrir, virkar, kerfi sem er ekki einu sinni viðurkennt vísindalega. Það kippir fótunum undan veruleikaskynjun manns. Ég veit mörg dæmi þess að vissar af- stöður valda óþægilegum hlutum: slysum eða jafnvel ástvinamissi. Ég hef marg sannreynt það. Síðan rekst ég á þessar afstöður í korti einhvers. Það er hryllilegt því ég get auðvitað ekki sagt: Það á eitthvað hræðilegt eftir að koma fyrir þig á þessum til- tekna tíma. Þetta hefur stórt, siðferðilegt vandamál í för með sér. Ef fólki sem kann ekkert fyrir sér í astrólógíu en trúir samt blint á hana er sagt eitt- hvað í þessum dúr, getur það ýtt undir að eitthvað hræðilegt gerist. Þess vegna vil ég helst ekki leggja stjörnukort nema fyrir fólk sem ég treysti. Fólk vill láta spá fyrir sér og fer til stjörnspekings. Setjum svo að hon- um sé i nöp við það. Hann getur hreinlega eyðilagt líf þess. Ég veit því miður dæmi þess að fólk hefur verið miður sín í lengri tíma eftir að hafa farið til stjörnuspekings. Einni konu sem ég kannast við hafði t.d. verið sagt að hún ætti eftir að verða fyrir einhvers konar slysi á næst- unni og yrði lengi rúmföst. Konan lokaði sig inni og þorði varla að hreyfa sig. Síðan taldist hún heppin að hitta á annan stjörnuspeking sem var vingjarnlegri og leit aðeins öðruvísi á hlutina og þurfti hrein- lega að sefa hana. Hún var honum innilega þakklát." Tóknrænt alheims- tungumól — Þú segir að stjörnuspeki sé.lif- andi og skapandi grein, að maður eigi að ástunda hana sjálfur en ekki vera þolandi hennar. Geturðu útlist- að hana nánar í mjög grófum drátt- um? „Það er erfitt, því hún tengist nán- ast öllum sköpuðum hlutum. Ég lít á stjörnuspekina sem list fremur en vísindi og núna er hún í mjög mikilli framþróun. Hún var endurvakin um aldamótin og hefur síðan gosið upp á yfirborðið á síðustu tuttugu árum eða svo. í dag er hún sennilega á mesta framþróunarskeiði sem hún hefur átt frá upphafi. Þó hefur hún verið til lengi og er móðir allra hinna vísindanna. En hún féll í gleymsku, greyið, og átti síðan erfitt uppdráttar. Ég held að það hafi fremur verið til góðs en ills að hún skyldi ekki hafa lent inni í akadem- íska kerfinu og staðnað þar. Þetta er grein sem má alls ekki staðna, hún er svo opin og margir möguleikar í gangi. Hver og einn sem leggur stund á hana getur lagt grundvöll- inn að sinni eigin astrólógíu. Enginn notar sama kerfið. Þar við bætist að þetta er einhvers konar alheimstungumál, í raun og veru heimsmynd, stafróf til þess að fá merkingu í hlutina. Þú ert með stjörnumerkin tólf og pláneturnar tólf. Svo tekurðu alla hluti sem fyrir- finnast og flokkar þá niður á plánet- urnar. Líkamshlutunum er t.d. rað- að niður á stjörnumerkin: Hrútur- inn hefur hausinn, Nautið hálsinn, Tvíburarnir handleggi og herðar o.s.frv. Þarna eiga atvinnugreinarn- ar allar sinn stað líka, svo og hugs- un, tilfinningar, vilji og aðrir þættir mannssálarinnar. Að Iokum ertu kominn með risastóra töflu sem hægt er að skrifa á alveg endalaust, flokkar niður alla skapaða hluti og færð táknræn tengsl á milli þeirra. Þetta er gífurlegt, táknrænt tungu- mál sem nær yfir bókstaflega allt. Það er hægt að beita því við hvað sem er, bókmenntagagnrýni líka, ef því er að skipta. Stjörnuspekin hefur haft gríðar- lega mikið að segja í mannkynssög- unni. Þú ert ekki bara með tíu plán- etur heldur líka tíu guði úr grískum og rómverskum trúarbrögðum þannig að fjölmargar goðsögur tengjast hverri plánetu fyrir sig. Jafnvel þó að stjörnuspekin væri ekki notuð til að leggja stjörnukort fyrir fólk þá hefur maður samt í höndunum mjög stórt og öflugt tæki, sem á ekki sinn líka. Mér finnst algjör skömm að hún skuli ekki vera notuð meira, þetta er alheimstungu- mál sem hægt er að nota til þúsund hluta." — Eins og hverra? „Jú, þetta aldagamla, þaulreynda tæki nær yfir alla mannlega reynslu og túlkar hana á sínu eigin tákn- máli; það hefur safnað svo mikilli innsýn í hina mannlegu veröld. Stjörnuspekin er orðin til við leit mannsins að merkingu í öllu því sem fyrir hann kemur. Maðurinn vill fá sönnun fyrir því að hann sé í nán- um innri tengslum við veröldina í kringum sig. Ef maður tileinkar sér stjörnuspekina getur hún fullnægt þessari þörf. Það er víða hægt að nýta sér þetta geysiflókna kerfi tákna í innbyrðis tengslum. Nútíma sálarfræði hefur t.d. mikið gert af því að stela tungu- máli stjörnuspekinnar til að skil- greina uppbyggingu mannssálar- innar og því hvernig ýmsir þættir hennar virka. Þó að Freud hafi verið andstæðingur dulvísinda var læri- sveinn hans, Jung, hliðhollur þeim. Hann sagði að í stjörnuspeki væri geymd öll vitneskja fornaldarinnar um mannssálina. Og ýmsir frum- kvöðlar raunvísindanna hafa byggt kenningar sínar á stjörnuspeki, ég 18 HELGARPÓSTURINN leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.