Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 16
S]cyrslu.véla.r rílcisins og Reykjavíkurborgar:
Hér er hluti segulbanda Skýrr
en afrit af öllum böndum eru
einnig geymd á öðrum stað ef
eitthvað kaemi fyrir þessi.
Upplýsingarnar eru ómetan-
legar í nútímaþjóðfélagi.
HÖFÐI
SKÝRR er dæmi um ríkisfyrirtæki sem ekki er á fjárlögum en vex og dafnar
Skýrr eða Skýrstuvélar ríkisins og Reykjauík-
urborgar eru stœrsti adili sinnar tegundar á Is-
landi. Skýrr er mjög stórt fyrirtœki 'sem teygir
anga sína uiða. Skýrr sérhœfir sig í upplýsinga-
öflun, því sem okkar tírnar eru kenndir við:
Upplýsingaöldina. Skýrr gerir fleira en að
geyma þjóðskrána og aðrar skrár; fyrirtækið
hannar og framleiðir hugbúnað í nokkuð stór-
um stíl, annast ráðgjöf varðandi upplýsinga-
tœkni og þjátfar viðskiptavini sína þannig að
þeir geti notað þann hugbúnað'sem Skýrr
framleiðir. Hjá Skýrr vinna um 115 manns.
Skýrr er fyrirtœki sem hefur vaxið gífurlega
síðustu fimm ár. Og það fer lítið fyrir þessu
fyrirtœki.
Skýrr hefur um 150 viðskiptavini, meirihlut-
ann opinberar stofnanir. Skýrr selur þjónustu
sína og er alveg sjálfstætt fyrirtæki, þarf ekki
að berjast fyrir fjármunum við fjárveitinga-
valdið. Skýrr er ekki liður á fjárlögum. Þó að
mestöll þjónustan sé seld ríkisfyrirtækjum þá
eru það þau fyrirtæki sem berjast um fé við
fjárveitingavaldið og greiða Skýrr fyrir þjón-
ustu. Þetta er líklega ástæða þess að Skýrr er
ekki mikið til umræðu í þjóðfélaginu og einnig
líkleg skýring á því hvernig Skýrr hefur getað
vaxið ótrúlega mikið á fáum árum.
Harkaleg skipulagsbreyting
sem lukkast
Fyrir réttu ári var gerð skipulagsbreyting á
Skýrr. Fyrirtækinu var skipt upp í fimm svið:
Notendaráðgjafarsvið, rekstrarsvið, tæknisvið,
rekstrarráðgjafar- og hugbúnaðarsvið og
stjórnunarsvið. Yfir þessu öllu er síðan stjórn
sem í sitja tveir frá ríki og tveir frá borg ásamt
forstjóranum Jóni Þór Þórhallssyni. Fram-
kvæmdastjórar hvers sviðs komu ekki innan
úr fyrirtækinu heldur voru allir topparnir
fimm ráðnir utan úr bæ. Þetta lýsir áræðni
forráðamanna Skýrr, að ganga framhjá innan-
hússmönnum, enda var urgur í mörgum á
meðan á breytingunum stóð. Skipulagsbreyt-
ingin lukkaðist og mun ríkja góður andi í fyrir-
tækinu milli starfsmanna, hárra og lágra.
Skýrr hýsir stærstu
gagnasöfn landsins
En hvað er Skýrr? Um sjálft sig segir Skýrr
í kynningarbæklingi: „Skýrr er stærsta þjón-
ustufyrirtæki landsins á sviði upplýsinga-
vinnslu. Þetta á við hvort sem litið er á öflugan
tölvubúnað, tölvunet Skýrr, hóp sérfræðinga
sem þar starfa, eða upplýsingabankann sem
geymir stærstu gagnasöfn landsins. .. Skýrr
bjóða rekstrarráðgjöf sem felst í úttekt á allri
upplýsingavinnslu fyrirtækja og stofnana, og
tillögum að samhæfðum lausnum. Skýrr veita
ráðgjöf og fræðslu um hvaða upplýsingar þarf
og hvernig megi oýta þær sem stjórntæki
fyrirtækja og stofnanaI tölvudeild Skýrr er
afkastamesta tölvusamstæða landsins og eru
tölvurnar í gangi nótt sem nýtan dag árið um
kring. Húsnæði Skýrr er skipt í öryggissvæði
sem tryggir að aðeins þeir sem hafa til þess
leyfi komist að þeim gögnum sem Skýrr hefur
undir höndum eða á böndum. Blaðamaður
fékk ekki að fara neitt nema í fylgd einhvers og
ekki mátti taka myndir af hverju sem var. í
upplýsingabanka Skýrr eru stærstu gagnasöfn
landsins. Þar er þjóðskráin geymd, en hún er
að öllu leyti unnin af Skýrr. 1 upplýsingabank-
anum eru skrár yfir öll fyrirtæki, bifreiðaskrá,
fasteignaskrá og skipaskrá auk lagasafns ís-
lands og alltaf bætist við. Segulbönd Skýrr eru
svo mikil að umfangi að þau ná 70 sinnum
milli Reykjavíkur og Akureyrar og hver
þumlungur á bandinu rúmar 6250 stafi. Um
gífurlegt magn upplýsinga er að ræða, enda
geymir Skýrr margar skrár og alltaf bætist við.
T.d. er vonast til að við lagasafnið bætist síðar
meir allar reglugerðir og dómar. Núna er verið
að vinna að kerfi sem á að ná utan um öll veð-
bönd þannig að enginn þurfi að bíða lengi hjá
fógeta eftir vottorðum. Einnig er verið að
vinna kerfi fyrir bókasöfn sem skráir öll inn-
og útlán þannig að hægt sé að fylgjast með
hverri bók, hve oft hún hefur verið lánuð út,
hvar hún er þessa stundina o.s.frv. Það virðist
ekkert lát á lengingu bandanna.
Skýrr teygir anga sína
um allt land
„Tölvunet Skýrr teygist um land allt. Nær
eitt þúsund útstöðvar eru tengdar netinu. Flest
eru þetta skjáir sem opna leið að tölvumiðstöð
Skýrr en hafa ekki sjálfstæða vinnslugetu. Ein-
menningstölvur eru einnig tengdar netinu og
eru þær ýmist notaðar sem skjáir tengdir
tölvusamstæðunni eða til að flytja gögn á milli
tölva. í vaxandi mæli eru meðalstórar tölvur
tengdar tölvumiðstöðinni," segir í bæklingnum.
Með þessu tölvuneti talast menn við milli
landshluta og eins innanbæjar og líka innan
fyrirtækja. Til þess er notað það sem er kallað
tölvupóstur og ber hann hjá Skýrr nafnið Boð-
beri. Með þessum tölvupósti senda menn skrif-
leg skilaboð, fyrirspurnir, beiðnir og önnur
bréf vítt og breitt um landið á nokkrum sek-
úndum. Tölvan er aldrei á tali og sendandi get-
ur fylgst með því að boðin komist á leiðar-
enda.
Einsog nefnt hefur verið þá mun ríkja góður
andi meðal starfsmanna, óvenjugóður sé mið-
að við t.d. ríkisfyrirtæki og mun þetta að miklu
leyti vera þakkað skipulagsbreytingunni sem
að einhverju leyti hefur brotið niður pýramída-
kerfið sem annars virðist ríkjandi í stjórnun.
A.m.k. eru nú fimm minni pýramídar í stað
eins stórs. Aðra ástæðu góðs anda í fyrirtæk-
inu telja sumir lágan meðalaldur starfsmanna,
en hann mun vera u.þ.b. 30 ár, þannig allt virð-
ist vera ungt í Skýrr.
Skýrr dafnar vel og vex hratt
Það var ekki fyrr en upp úr 1980 sem Skýrr
fór að vaxa fyrir alvöru þó að fyrirtækið hafi
verið stofnað 1952. Það er því elsta fyrirtæki
landsins á sviði upplýsingavinnslu. Á síöustu
fimm árum hafa bæst við um 200 útstöðvar
við móðurtölvurnar á ári hverju enda verið að
byggja upp tölvunetið um land allt. Skýrr hef-
ur, vegna eðlis síns, viljað vinna hlutina sjálft
en aðrir hafa haldið því fram að fyrirtækin
gætu gert miklu meira sjálf, en við slíkt myndi
Skýrr missa viðskipti og verða af tekjum og
Skýrr gerir ekkert án þess að fá tekjur. Það er
greinilegt að Skýrr er gleymt fyrirtæki, eða
réttara sagt ófundið fyrirtæki, vegna þess
sem greint var frá í upphafi þessarar greinar,
að það er ekki á fjárlögum og því hafa alþingis-
menn og aðrir ráðamenn engar áhyggjur af
fyrirtækinu. Þannig virðast ríkisfyrirtæki, því
Skýrr er ekkert annað en ríkisfyrirtæki með
sjálfstæða stjórnun, geta vaxið og dafnað í ró
og næði séu þau ekki á fjárlögum. Hvort það
er æskilegt eða ekki skal látið ósvarað.
I þessum kassa er tölvan sem geymir þjóðskrána, þetta er móöurtölva sem snýst allan sólarhringinn án afláts
allt árið um kring. Hér inni er alltaf verið að breyta og verið að sækja upplýsingar.
16 HELGARPÓSTURINN
leftir G. Pétur Matthíasson
mynd Jim Smart