Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 30
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR
m
SÝNINGAR
ÁSGRÍMSSAFN
Opið í vetur þriðjudaga, fimmtudaga og
sunnudaga kl. 13.30—16.
Eldgosamyndir til aprílloka.
ÁSMUNDARSALUR
Gunnar Kristinsson með sína 7. einkasýn-
ingu 22,—31. mars. Opið kl. 14—20 um
helgar, 16—20 virka daga. Gunnar hefur
einnig sýnt í Austurríki og Sviss.
GALLERl GANGSKÖR
Bernhöftstorfu
Nýtt gallerí með samsýningu 10 lista-
manna. Opið kl. 12—18,14—18 um helg-
ar.
GALLERÍ LANGBRÓK, TEXTÍLL
Bókhlöðustíg
Opið 12—18 virka daga.
HÁHOLT
Hafnarfirði
Kjarvalssýning daglega kl. 14—19.
KJARVALSSTAÐIR
við Miklatún
Opið kl. 14-22.
LISTASAFN EINARS
JÓNSSONAR
Hnitbjörgum við Njarðargötu
Safnið er opið laugardaga og sunnudaga
kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safns-
ins er opinn daglega kl. 10—17.
LISTASAFN ÍSLANDS
Sýning á Kjarvalsmyndum í eigu Lista-
safns islands. Opið laugardag, sunnu-
dag, þriðjudag og fimmtudag kl.
13.30-16.
NORRÆNA HÚSIÐ
Verk Svíans Georgs Oddner til sýnis kl.
9—19 alla daga, nema sunnud. kl.
12—19, til 23. mars.
Þjóðsagnamyndir Ásgrims Jónssonar til
sýnis á vegum Ásgrímssafns til 6. apríl.
NÝLISTASAFN
Vatnsstíg 3
Steingrímur Eyfjörð sýnir til 23. mars kl.
14—20, 16 — 20 um helgar.
SLÚNKARÍKI
Isafirði
Sigurður Guðmundsson sýnir grafík og
kolteikningar til 3. apríl.
VERKSTÆÐIÐ V
Þingholtsstræti 28
Opiðalla virkadaga kl. 10—18og laugar-
daga 14—16.
LEIKLIST
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ
Kjarvalsstöðum
Tom og Viv.
Eftir Michael Hastings.
Sýning föstud. kl. 20.30 og sunnud. kl.
16.
Miðapantanir teknar daglega í síma
26131 frá kl. 14-19.
EGG-LEIKHÚSIÐ
Kjallara Vesturgötu 3, sími 19560.
í kvöld (fimmtud.) kl. 21, laugard. og
sunnud. kl. 16.
HERRANÓTT
Húsið á hæðinni eða Hring eftir
hring
Sýnt i Félagsstofnun stúdenta v/Hring-
braut fimmtud., föstud. kl. 20.30,
laugard. og sunnud. kl. 17.00 og 23.30.
Miðapantanir í síma 17017.
KJALLARALEIKHÚSIÐ
Vesturgötu 3
Reykjavíkursögur Ástu Sigurðardóttur í
leikgerð Helgu Bachmann föstud. kl. 21.
Sími Kjallaraleikhússins er 19560.
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Blóðbræður
Höfundur: Willy Russell. Þýðandi:
Magnús Þór Jónsson. Leikstjóri: Páll
Baldvin Baldvinsson. Leikarar og söngv-
arar: Barði Guðmundsson, Ellert A. Ingi-
mundarson, Erla B. Skúladóttir, Haraldur
Hoe Haraldsson, Kristján Hjartarson,
Ólöf Sigríður Valsdóttir, Rétur Eggerz,
Sigríður Rétursdóttir, Sunna Borg, Theo-
dor Júlíusson, Vilborg Halldórsdóttir, Þrá-
inn Karlsson.
Frumsýning laugardag, uppselt. Síðan
sunnudag og miðvikudag kl. 20.30 og
fimmtudag 27. mars kl. 17.00.
Sími í miðasölu 96-24073.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Sex í sama rúmi
Miðnætursýning í Austurbæjarbíói laug-
ardag kl. 23.30. Slmi 11384.
Land míns föður
Uppselt þar til á þriðjud. kl. 20.30.
Svartfugl
eftir Gunnar Gunnarsson. Leikgerð: Bríet
Héðinsdóttir.
Uppselt þar til á sunnudag kl. 20.30.
REVfULEIKHÚSIÐ
Breiðholtsskóla
Skotturnar eru í síma 46600.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Ríkarður 3
laugard. kl. 20.
Með vífið í lúkunum
fimmtud. og sunnud. kl. 20.
Upphitun
föstud. kl. 20.
Kardimommubærinn
sunnudag kl. 14.
Sími 11200.
TÓNLIST
BROADWAY
Sungið úr söngbók Gunnars Þórðar-
sonar.
HÁSKÓLABfÓ
Tónleikar Sinfóníunnar í kvöld (fimmtu-
dag) kl. 20.30.
ROX2Ý
Skúlagötu 30
Drýsill og Centaur f kvöld (fimmtud.) kl.
21. Skriðjöklar frá Akureyri með ofsa-
hraða á föstud. kl. 22.
Allir dansa Roxzý á laugard. frá kl. 22.
Miðvikudag fyrir páska spila Strákarnir
og á skírdag er opið til miðnættis
BÍÓIN
★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ágæt
★ ★ góð
★ þolanleg
O léleg
AUSTURBÆJARBÍÓ
Salur 1
Ameriski vfgamaðurinn
(American Ninja)
Ný, bandarísk spennumynd í litum. Aðal-
hlutverk: Michael Dudikoff, Guich Koock.
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Námur Salómons konungs
★
Bandarísk, árgerð 1985.
Leikstjóri: J. Lee Thomson. Aðalleikarar:
Richard Chamberlain, Sharon Stone,
Herbert Lom, John Rhys-Davies, Ken
Gampu, June Buthelezi, Sam Williams,
Shai K. Ophir.
Sígildri ævintýrasögu H. Rider Haggard
um þetta heillandi efni er lítill greiði gerð-
ur með þessari handvömm sem myndin
er. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Salur 3
Ég fer f fríið til Evrópu
(National Lampoon's European Vacation)
Aðalhlutverkið leikur Chevy Chase.
Síðasta myndin úr National Lampoon's
myndaflokknum, Ég fer f frfið, var sýnd f
fyrra.
Gamanmynd fyrir alla fjölskylduna.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
BiÓHÖLLIN
Salur 1
Njósnarar eins og við
(Spies like Us)
Aðalhlutverk Chevy Chase og Dan Akro-
yd. Leikstjóri John Landis.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Salur 2
Lady Hawke
Ævintýri. Aðalhlutverk: Matthew Broder-
ick (War Games), Rutger Hauer (Blade
Runner) Michelle Pfeiffer (Scarface).
Leikstjóri: Richard Donner (Goonies).
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05.
Pétur Pan
Sýnd kl. 3.
Salur 3
Rocky IV
★★
Bandarfsk. Árgerð 1985. Leikstjóri: Syl-
vester Stallona Aðalhlutverk: Sylvester
Stallone, Talia Shire, Carl Weathers, Bri-
gitte Nilsen og Dolph Lundgren.
Sýnd kl. 5,7, 9 og 11 (Ifka 3 um helgina).
Salur 4
Rauði skórinn
(The Man With One Red Shoe)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Stan
Dragoti. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Dab-
ney Coleman, Lori Singer, Charles Durn-
ing, Carrie Fischer, Jim Belushi o.fl.
Flestir farsaunnendur ættu að geta haft af
þessu nokkra skemmtan, þó svo að
húmorinn sé oft á tíðum frekar lág-
stemmdur og ímyndina vanti þannærsla-
fulla gáska, sem mörgum hverjum þykir
besti kostur og í raun eini verulegi styrkur
Hollywood-farsans. . . eins og hann
kemur okkur fyrir sjónir f dag.
Sýnd kl. 5 og 7. Hækkað verð.
Silfurkúlan
(Silver Bullet)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi:
Martha Schumacher. Leikstjórn: Daniel
Attias. Handrit: Stephen King. Tónlist Jay
Chattaway. Aðalhlutverk: Corey Haim,
Megan Follows, Gary Busey.
Skólabókardæmi um hvernig öllum hin-
um klassísku einkennum gotnesku hroll-
vekjunnar verður best komið til skila í
kvikmynd.
Sýnd kl. 9 og 11.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Mjallhvít og dvergarnir 7
Sýnd kl. 3 um helgina.
Salur 5
ökuskólinn
(Moving Violations)
★★
Leikstjórn: Neil Israel. Aðalhlutverk: John
Murray, Jennifer Tilly, James Keach, Lisa
Hart Caroll, Sally Kellerman o.fl.
Myndin er þokkalega vel gerð á köflum
og flestir farsaunnendur ættu að geta haft
af henni nokkra skemmtan.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Gosi
Sýnd kl. 3 um helgina.
HÁSKÓLABÍÓ
Carmen
Þessi margfræga ópera kvikmynduð,
undir stjórn Francescos Roci. Placido
Domingo f hlutverki Dons José og Julia
Nigenes Johnson í hlutverki Carmenar.
Sýnd kl. 5 og 9.
LAUGARÁSBlÓ
Salur A
Jörð f Afríku
(Out of Africa)
Þessi páskamynd, sem byrjað er að sýna
21. mars, hefur veriðtilnefndtil 11 Öskars-
verðlauna, en úrslit verða kunn hinn 25.
mars. Leikstjóri er Sydney Pollack og í að-
alhlutverkum Meryl Streep og Robert
Redford.
Sýnd kl. 5 og 9.
Salur B
Aftur til framtíðar
(Back to the Future)
★★★
Framleiðendur: Bob Gale og Neil Canton
á vegum Stevens Spielbergs. Leikstjórn:
Robert Zermeskis. Aðalhlutverk: Michael
J. Fox, Christopher Lloyd, Lea Thomp-
son, Crispin Glover o.fl.
Hér er um að ræða fyrsta flokks afþrey-
ingarmynd.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10.
Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11.10 laugardaga og
sunnudaga.
Salur C
Flugræningjarnir
(Sky Pirates)
Ævintýraleg flugferð gegnum tfmann.
Leikstjóri Colin Egglestone. Leikendur
John Hargreaves, Mark Phipps og Alex
Scott.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
NÝJA BlÓ
Blóð annarra
(The Blood of Others)
★
Frönsk/bandarfsk. Árgerð 1984. Leik-
stjórn: Claude Chabrol. Handrit: Mrian
Moore eftir sögu Simon De Beauvoir. Að-
alhlutverk: Jodie Foster, Michael Onike-
an, Sam Neil, Stephane Audran, Lambert
Wilson o.fl.
Jafnvel ágætir amerfskir leikarar á borð
við Jodie Foster ná ekki að koma
frönsku myndmáli Chabrol sómasam-
legatil skila — menningarsögulegur bak-
grunnur þeirra er gjörsamlega úr sam-
hengi við hinn franska.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Ronja ræningjadóttir
Frumsýnd á laugardag, uppdubbuð á
vegum Hitt-leikhússins.
REGNBOGINN
Trú, von og kærleikur
Dönsk kvikmynd gerð í samvinnu við
Bjarna Reuter, höfund Buster-bókanna og
Zappa, og eins konar framhald af þeirri
kvikmynd (Zappa). Leikstjóri Billy Aug-
ust.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15
Auga fyrir auga — 3
(Death Wish 3)
★
Bandarfsk. Árgerð 1985. Leikstjórn:
Michael Winner. Tónlist: Jimmy Rage.
Aðalhlutverk: Charles Bronson, Deborah
Raffin, Ed Lautner, Martin Balsam, Gavan
O'Herlihy o.fl.
Hversu botnlaus sem sumum hverjum
kann að virðast handritsgerð þessarar
myndar og fjölda annarra sömu tegundar,
þá er það engu að síður staðreynd, að
hún speglar að miklu leyti þann tíðaranda
og þau viðhorf til lynch-justice fyrirbrigð-
isins, sem á síðari árum hafa verið ráðandi
í bandarísku þjóðlffi.
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.05 og 11.05.
Pörupiltar
(Catholic Boys)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn:
Michael Dinner. Aðalhlutverk: Andrew
McCarthy, Mary Stuart Masterson, Kevin
Dillon, Malcolm Nanare, Donald Suther-
land, John Heard o.fl.
Unglingamynd þessi er feti framar en
flestar sömu tegundar — gott handrit og
góður, trúverðugur leikur hjálpast að til
að gera hana eftirtektarverða.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Kaírórósin
(The Purple Rose of Cairo)
★★★★
Bandarísk. Árgerð 1985.
Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlutverk:
Mia Farrow, Jeff Daniels, Danny Aiello,
Irving Metzman, Ed Herrmann og fl.
Kaírórósin er leikur snillings á hljóðfæri
kvikmyndarinnar. Missið ekki af þessari
risarós í hnappagati Woodys Allen.
Sýnd kl. 3.10, 5.10 og 7.10.
Hjálp að handan
(The Heavenly Kid)
★
Bandarísk. Árgerð 1985. Leikstjórn: Cary
Medoway. Handrit: Cary Medoway og
Martin Copeland. Aðalhlutverk: Lewis
Smith, Jason Gedrick, Jane Kaczmarek,
Richard Muligan, Mark Metcalf, Stephen
Gregory o.fl.
Ein amerísk unglingamynd í viðbót. . .
Eini verulega Ijósi punkturinn í allri lágkúr-
unni er leikur Richards Mulligans, sem
aldrei þessu vant er einkar sannfærandi í
hlutverki sendiboða dauðans. Að öðru
leyti er myndin vart verðug þeirrar einu
stjörnu sem henni hér með er gefin . . . til
málamynda.
Sýnd kl. 3, 5 og 7.
Vitnið
Þessi frábæra mynd, sem fengið hefur 8
tilnefningar til Oscarsverðlauna, verður
sýnd í nokkra daga, með Harrison Ford.
Leikstjóri: Peter Weir.
Sýnd kl. 9 og 11.15.
Mánudagsmyndir alla daga:
Ástareldur
★★★
Sjá Listapóst.
.Sýnd kl. 9 og 11.15.
Danskur texti.
Þýsk kvikmyndavika
Föstudagur síðasti sýningardagur
STJÖRNUBlÓ
Salur A
Eins og skepnan deyr
Kvikmynd Hilmars Oddssonar frum-
sýnd á laugardag.
Leikarar Edda Heiðrún Bachman o.fl.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Salur B
Neðanjarðarstöðin
(Subway)
★★
Sjá Listapóst.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Hryllingsnóttin
(Fright Night)
Á þessum brellutfmum í kvikmynda-
heiminum vekur nafn brellumeistara ekki
síður áhuga en leikara og leikstjóra. í
Hryllingsnóttina bjó Richard Edlund út
brellurnar, en hann gerði slíkt hið sama í
Ghost Busters, Poltergeist, Star Wars o.fl.
o.fl.
Sýnd kl. 11.
D.A.R.Y.L.
★★
Mynd um undrastrákinn Daryl. Leikstjóri
Simon Vincer. Aðalhlutverk Barret Oliver
(Never Ending Story og The Goonies).
Sýnd kl. 3 um helgina.
TÓNABlÓ
I trylltum dansi
(Dance with a stranger)
★★★
Bresk, árgerð 1985.
Framleiðandi: Roger Randall-Cutler. Leik-
stjóri: Mike Newell. Handrit: Shelagh De-
laney. Tónlist: Richard Hartley. Aðalleikar-
ar: Miranda Richardson, Rupert Everett,
lan Holm, Matthew Carroll, Tom Chad-
bon, Jane Bertish.
Ein sterkasta saga í kvikmyndum síðasta
árs. Magnaður leikur í sönnum harmleik.
Sýnd kl. 5, 7 og 9 og 11.
Síðustu sýningar.
30 HELGARPÓSTURINN