Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 34
FJOLMIÐLUN Einkennileg niðurstada siðanefndar Siðanefnd Blaðamannafélags íslands sam- þykkti fyrir skemmstu vítur á Ingva Hrafn Jónsson fréttastjóra sjónvarpsins vegna frétt- ar, sem sögð var um vandamál Arnarflugs. I fréttinni var staðhæft, að Agnar Friðriksson framkvæmdastjóri fyrirtækisins væri á för- um þaðan og væri hann raunar búinn að leggja inn up'psögn sína. Þessu neitaði for- stjórinn í fréttatíma sjónvarpsins sama kvöld en varð að viðurkenna, að sjónvarpsfrétta- maðurinn Edda Andrésdóttir hefði rétt fyrir sér þrátt fyrir allt. Hann hefði bara ekki get- að viðurkennt uppsögnina, þar sem tekið hefði verið af honum loforð um að skýra ekki opinberlega frá henni fyrr en síðar. Þar að auki gat forstjórinn hangið í þeirri stað- reynd, að uppsögnin hefði ekki verið lögð fram á þeim stjórnarfundi daginn áður, sem um var fjallað í fréttinni. Hún hefði nefnilega verið lögð fram miklu fyrr. Frétt sjónvarpsins var í öllum aðalatriðum rétt og því er þessi niðurstaða siðanefndar- innar illskiljanleg. Hún er byggð á því, að fréttastofa sjónvarpsins hafi ekki kynnt sér nægilega vei staðreyndir málsins og væri það vítavert og með því hefði fréttastjóri sjónvarps ekki gætt nægilega ve! þeirrar starfsskyldu sinnar að heimildir væru kann- aðar til hlítar. Mér sýnist á þessari niðurstöðu siðanefnd- ar, að hún hafi ekki gætt þeirrar skyldu SINNAR, að leggja ekki harða dóma á störf fréttamanna nema, um augljósa vanrækslu sé að ræða í störfum fréttamanns eða yfir- manns. i þessu tilviki sé ég ekki neitt, sem réttlætir dómfellingu sem þessa. Fréttastofa sjónvarpsins hefur að mörgu leyti vaknað til nýs lífs með nýju fólki og þar er stöku sinnum núorðið stunduð frétta- mennska í þeim skilningi að aflað er frétta og upplýsinga annars staðar en í hinum opin- bera straumi upplýsinga, sem berast í massa- vís í formi fréttatilkynninga. Fréttin um Arn- arflug var eitt mjög gott dæmi um hina ,,nýju fréttamennsku" sjónvarpsins. Og þá fá frétta- stjórinn og fréttamaðurinn ofanígjöf. eftir Halldór Halldórsson Þessi niðurstaða siðanefndar er raunar til marks um það, að það eru gerðar aðrar og ákveðnari kröfur til ríkisfjölmiðlanna en blaðanna. Það er að vísu þekkt fyrirbæri meðal almennings og stjórnmálamanna. En siðanefnd Blaðamannafélags íslands gegnir ekki því hlutverki að gera skilsmun á fjöl- miðlum. Með slíkum vinnubrögðum er nefndin búin að stíga skref út fyrir verka- hring sinn. Ég lít á niðurstöðuna sem mistök í sjálfri sér og ég lít á hana sem dæmi um misskiln- ing á verkefni Siðanefndar Blaðamannafé- lags Islands, sem á vonandi eftir að gegna mikilvægu hlutverki í framtíðinni. LEIKLIST Húsandarnir tala •Herranótt sýnir í Fétagsstofnun stúdenta: Húsiö á hœðinni eöa Hring eftir hring eftir Sigurð Pálsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Búningarr Sigrún Guðmundsdóttir. Lýsing: Egill Arnason. Tónlist: Bjarni Gunnarsson, Rut Kristins- dóttir og Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Leikendur: Nœrri fjörutíu áhugasamir nemendur í MR. Sýningartími: 214 klst. Húsið á hæðinni vísar til hins gamla og virðuiega skóla við Lækjargötu, sem eitt sinn hét Lærðiskólinn, síðan Hinn almenni menntaskóli og loks Menntaskólinn í Reykja- vík en hefur þrátt fyrir allt, nafnbreytingar sem aðrar breytingar, alla tíð verið ein og sama stofnunin inn við beinið. Þar hafa varð- veist margvíslegar hefðir sem sumarhverjar má rekja allar götur aftur til skólanna á Hól- um og í Skálholti og guð má vita hversu langt má rekja þær þaðan. Sterkust og sennilega elst þessara hefða er Herranótt og sjónleika- hald í kringum hana og á hennar vegum. Þar liggur vagga leiklistar á íslandi. Það er því við hæfi að á tvöhundruð ára afmæli borgar- innar og á 140 ára afmæli skólans skuli Herranótt láta semja leikverk um sögu skól- ans til flutnings. Eftir Sigurð Pálsson hafa áður verið sýnd þrjú leikrit, öll á vegum Nemendaleikhúss- ins, en auk þess hefur hann eins og alkunna er gefið út fjórar ljóðabækur og er í röð okk- ar fremstu skálda. Það er í rauninni húsið sjálft sem fer með aðalhlutverk í leiknum. Það minnist margs sem á dagana hefur drifið innan þess veggja. Til þess að segja söguna eru notaðir andar hússins sem eru einir sjö, tveir óbreyttir hús- andar, gríski andinn, latínugrána, dansand- inn, frelsisandinn og Angurvær, sem er andi ástar og trega. Þeir tengja saman atriðin með aðstoð sögugyðjunnar og segja frá ýmsu sem gerst hefur milli atriðanna. Hin eiginlegu leikatriði eru fjögur. Fyrsti þáttur gerist í kringum 1950 og segir frá pereatinu og ýmsu í kringum það. Annar þáttur gerist milli 1870 og 1880. Þar koma m.a. fram Hannes Hafstein og Kristján Fjalla- skáld. Þriðji þáttur gerist að mestu árið 1937 þegar kommar og nasistar deila harkalega og loks gerist fjórði þáttur árið 1965 á dög- um bítlaæðisins og túberinganna. Forleikur á sér stað í Hólavallaskóla og lokaatriði í nú- tímanum. í hverjum þætti er leitast við að bregða upp andrúmslofti hvers tíma og vísað til atburða þjóðarsögunnar. En einnig er leitast við að sýna að þrátt fyrir að tímarnir og hugmynda- heimurinn breytist þá eru það þrátt fyrir allt svipuð vandamál sem ungt fólk á við að stríða á hverjum tíma. Þannig eru tvö stef endurtekin með tilbrigðum í hverjum þætti. Annað er hin eilífa glíma unglinganna við reglur og stjórnsemi hinna fullorðnu og upp- reisnin gegn þessu valdi sem ævinlega býr með ungu fólki. Hitt er ástin og öll þau fjöl- mörgu vandræði, hugarvíl og angur sem af henni leiða. Það mætti vel líkja verkinu við Ijóðabálk þar sem sama stefið er endurtekið í nýju og nýju samhengi. Texti Sigurðar er líka víða ljóðrænn, allstaðar er hann góður 'þó hann fái víða á sig hversdagslegt yfir- bragð, en oftast fjörlegur, fyndinn og hraður. Þórhildur Þorleifsdóttir er flinkur leik- stjóri. Virðist einu gilda hvort hún hefur í höndunum óharðnaða unglinga eða þraut- þjálfaða atvinnuleikara. Með hvorum tveggja tekst henni að búa til sterkar vel unn- ar og eftirminnilegar sýningar. Ekki síst er hennar sterka hlið að fást við mannmargar fjölþættar sýningar. Við fremur frumstæðar aðstæður í sal Félagsstofnunar stúdenta tekst leikhópnum undir stjórn Þórhildar að gæða horfinn tíma skemmtilegu lífi. Leikið er á sviði og tveimur pöllum til hliðanna, og þannig skapað aukið rými sem nýtist svið- setningunni mjög vel. Leikstjóranum tekst að ná ótrúlega miklu út úr leikhópnum. Flest atriðin byggja á sam- spili í hópum og hlutverkin eru mörg og til- tölulega smá hvert um sig. Mörgum leikend- anna tekst að búa til skemmtilegar smá- myndir af einstökum persónum, en endan- lega er það hópurinn í heild og samspil hans sem sker úr um hvernig til tekst og í heildina er árangurinn góður, þó auðvitað sé misjafn- lega leikið. Ég sé því ekki ástæður til að telja hér upp einstaka leikendur og frammistöðu þeirra. Fyrst og síðast er leiksýningin þó skemmti- leg. Efnið er gott og vel úr því unnið. Svið- setningin lifandi og fjörleg, enda hvernig ætti annað að vera þegar Þórhildur Þorleifs- dóttir og Sigurður Pálsson leggja í púkk með eldhressum og áhugasömum krökkum. POPP p 5* Tárast og tryllt með stórstjörnum eftir Ásgeir Tómasson WE ARE THE WORLD - THE VIDEO EVENT Picture Music International/Fálkinn Ævintýrið hófst eigintega með því að Harry gamli Belafonte fékk hugmynd sem hefði aldrei orðið annað ef Bob Geldof og Midge Ure hefðu ekki samið lagið Do They Know It’s Christmas. Það sló í gegn í Bret- landi og því áttu Bandaríkjamenn næsta leik. Belafonte lét því ganga til Michaels Jacksons og Lionels Ritchies sem þegar hóuðu í Quincy Jones upptökustjóra og útsetjara. Síðan togaði Þríbjörn í Fjórbjörn, Fjórbjörn í Fimmbjörn og svo framvegis uns rjómi bandarískra poppara var saman kominn undir einu þaki í gamla Chaplinstúdíóinu í Los Angeles. Þessi rjómi söng síðan saman svo að tár spruttu af hvörmum We Are The Children og restin er históría eins og sagt er. Hópurinn sem þarna var saman kominn var svo stjörnubjartur að ef sprengju hefði verið varpað Á stúdíóið nóttina góðu milli 28. og 29. janúar 1985 væri John Denver nú á toppnum vestra. Svo sagði að minnsta kosti einhver í stjörnuskaranum sem kýs að láta nafns síns ekki getið. Nú, og til að gera langa sögu stutta þá rokseldist lagið og því var vita- skuld næsta skref í fjáröfluninni að gera myndband um herlegheitin. Myndbandið We Are The World — The Video Event segir á hundavaði frá tilurð lags- ins, forvinnu, eftirvinnu og síðan náttúrlega næturvinnunni góðu þegar stjörnurnar skinu. Heilagur Bob kom í heimsókn og blés eldmóði, Stevie Wonder var eins og fífl, allir föðmuðu alla, kysstust, táruðust og umfram allt sungu saman. Bróðernið var svo svaka- legt að kærleikarnir gerast varla meiri. Ekki einu sinni hjá Osmondsfjölskyldunni í Utah þegar hún hljóðritar sína tónlist. Myndefnið sem tekið var upp meðan á gerð lagsins We Are The World stóð tók sam- tals 44 klukkustundir í sýningu. Á spólunni The Video Event fáum við að sjá eina klukkustund af þessum viðburði. Auðvitað er búið að klippa út allt sem ekki má sjást. Engin stjarna borar óvart í nefið hvað þá að hún syngi falskt. Þrátt fyrir gerilsneyðinguna er samt gaman að fylgjast með öllu tilstand- inu. Sumar stjörnurnar verða allt að því feimnar í návist hinna stærri. Nokkrir eru ekkert nema yfirborðið. Aðrir láta sér fátt um finnast, sleppa öllum leikaraskap og sýndarmennsku. Minnisstæðastir úr hópn- um eru þeir Bob Dylan og Bruce Spring- steen. Svo hversdagslegir að þeir gætu þess vegna fengist við fiskverkun á daginn og söng á kvöldin. We Are The World varð ekki lag ársins 1985. Þó halaði framtak bandarísku popp- stjarnanna inn allmargar milljónir dollara bæði með plötu- og myndbandssölu. Og ekki hvað síst; það varð öðrum þjóðum fyrir- mynd. Því tóku Kanadamenn sig til og sungu Tears Are Not Enough, Þjóðverjar poppuðu saman Nackt im Wind, íslendingar Hjálpum þeim og þannig mætti lengi telja. Lögin We Are The World og Do They Know It’s Christ- mas opnuðu líka augu dægurtónlistarmanna fyrir því að saman geta þeir gert ýmislegt þarflegt og gott. Jafnvel skákað ríkisstjórn- um ef þvi er að skipta. Því er myndbandið We Are The World — The Video Event heim- ild um það sem hratt skriðunni almennilega af stað. ARENA — Duran Duran Picture Music International/Fálkinn Fyrir jólin 1984 sendi Duran Duran-kaup- sýsluveldið frá sér spóluna Sing Blue Silver og hljómplötuna Arena þar sem gaf að sjá og heyra tónlist frá nýafstaðinni hljómleikaferð Duran Duran. Ári síðar var framleidd önnur spóla. Tónlistin var sú sama og áður en nú var búin til eins konar vísindaskáldsaga í kringum myndir úr hljómleikaferðinni. Sú saga var nefnd Arena. Fyrir stuttu kom síðan út enn eitt myndbandið: The Making Of Arena og ef að líkum lætur verður næsta spóla Duran-veldisins The Making Of The Making Of Arena. Duran Duran er sannarlega dæmigerð hljómsveit níunda áratugarins. Hún er ekki einungis inni á gafli aðdáendanna með tón- list sinni og veggspjöldum heldur birtast liðs- menn hljómsveitarinnar á skjánum í eigin persónu. Við fáum að sjá þá á hljómleikum þar sem tónlistin er kraftmikil og fjörug, sviðsframkoman villt, ljósin leiftra, stjörnu- gos springa og sviðseffektar skella á okkur saklausum neytendum. Eða í fallegu sólar- lagi á Sri Lanka, Antigua eða öðrum álíka exótískum hlutum heimsins. Eða uppi í Eiffelturninum í París veiðandi stórglæpa- menn... eða ... eða ... Auðvitað eru slíkri hljómsveit allir vegir færir þó að tónlistin sé kannski ekki alltaf upp á það skemmtileg- asta og þó að söngvarinn sé stundum' með þeim falskari sem fá að kalla sig söngvara. Þeir kunna öðrum fremur að selja sig piltarn- ir og hjálparkokkar þeirra. Arena myndbandið er fyrst og fremst at- hyglisvert þegar hljómsveitin er sýnd á sviði. Tengingarnar — vísindaskáldsagan — eru fremur þunnar og ómerkilegar. Þó er gaman að sjá leikaranum Milo O’Shea bregða fyrir. Hann fór einmitt með hlutverk Durans Durans í kvikmyndinni Barbarellu hér um árið og eftir þeirri persónu heitir hljómsveit- in. Þeir sem á annað borð hafa fjárfest í Sing Blue Silver spólunni fara ekki á mis við mikið þó að þeir sleppi Arenu. Með þeirri síðar- nefndu er greinilega verið að fylla upp í það tómarúm sem myndaðist á ferli Durans Durans þegar þeir slepptu því að senda frá sér stóra plötu á árinu 1985. Eitthvað varð að selja aðdáendunum fyrir jólin. Enginn mátti fara í jóladuranköttinn. Og fyrst ekkert nýtt var til þá varð bara að selja eitthvað gamalt og reyna að klæða það í nýjan búning. Það mistókst. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.