Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR
Pjórðungur heimila undir fátæktarmörkum
Um helgina héldu samtök féla,gsmálastjóra ráðstefnu í
Reykjavík um fátsekt á íslandi. í framsöguerindi Sigurðar
Snævarr hagfræðings kom fram að yfir 20 þúsund heimili
á íslandi lifa af tekjum við fátæktarmörk eða þar undir, eða
26,4% allra heimila á landinu. Sigurður byggði niðurstöður
sínar á skattaframtölum frá 1985 og reiknaði fátækramörk
út frá útgjöldum vísitölufjölskyldunnar. í erindi hans kom
fram að 11% harnlausra hjóna lifir við eða undir fátækra-
mörkum, 10,6% hjóna með 1 barn, 16,4% hjóna með 2 börn,
23% hjóna með 3 börn, og 48,7% hjóna með 4 börn. Þá kom
fram i erindi Stefáns Ólafssonar lektors að kjaraskerðing
undanfarinna ára hefur leitt til gífurlegrar fjölgunar styrk-
þega hjá félagsmálastofnun.-Það sé bein fylgni á milli rýrn-
unar kaupmáttar og fjölgunar þeirra sem leita fjárhagsað-
stoðar hjá sveitarfélögum.
Tillaga um „innra öryggi“ þjóðarinnar
lögð fram í ríkisstjórn
Á rikisstjórnarfundi á þriðjudag lagði Matthias A. Mathie-
sen utanríkisráðherra fram tillögu að ríkisstjórnarsam-
þykkt varðandi „innra öryggi" þjóðarinnar. Tillagan miðar
að þvi að kveðið verði á um hvernig yfirstjórn og samræm-
ingu ráðstafana til eflingar innra öryggis skuli fyrir komið
í stjórnkerfinu. Þá verði kannað hvort ástæða sé til að stofna
sérstaka deild innan lögreglunnar til að sinna framkvæmd
innri öryggismála og jafnframt hvort ekki sé rétt eða tíma-
bært að setja fastar reglur eða leiðbeiningar um samskipti
opinberra starfsmanna almennt við fulltrúa erlendra ríkja.
Árangurslausir fundir í deilu rafeindavirkja og ríkisins
Ljóst er að veruleg röskun verður á dagskrá útvarps og sjón-
varps á næstu dögum, vegna uppsagna rafeindavirkja hjá
Ríkisútvarpinu. Þá er skammt að biða þess að einnig verði
vart við áhrif verkfállsins hjá Pósti og síma, þar sem stór
hluti þeirra rafeindavirkja sem þar vinna hefur gengið út.
Pundur sem haldinn var á mánudag með fulltrúum fjár-
málaráðuneytis og sveinafélagi rafeindavirkja var árang-
urslaus og litil von er til þess að samkomulag náist í bráð.
BSRB samþykkti kjarasamningana
Ríkisstarfsmenn innan Bandalags starfsmanna rikis og
bæja hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við rikið með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Á þriðjudagskvöld voru
atkvæði talin og þá kom i ljós að samþykkir voru 4612 eða
67,3% þeirra sem kusu.
Forystan endurkosin á aðalfundi
miðstjórnar Framsóknarflokksins
Flestir helstu embættismenn Framsóknarflokksins voru
endurkosnir á aðalfundi miðstjórnar flokksins sem fram
fór í Reykjavík um helgina. Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra var endurkosinn formaður, Halldór Ás-
grimsson sjávarútvegsráðherra varaformaður og Guð-
mundur Bjarnason alþingismaður var endurkosinn ritari.
Guðmundur G. Þórarinsson fyrrv. alþingismaður gaf ekki
kost á sér í embætti gjaldkera og var Finnur Ingólfsson for-
maður Sambands ungra framsóknarmanna og aðstoðar-
maður sjávarútvegsráðherra kosinn í hans stað.
Magnús Eiríksson sigrar í söngvakeppni sjónvarpsins
,,Gleðibankinn“, lag Magnúsar Eirikssonar, var valið fram-
lag íslendinga til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva
sem fram fer í Bergen 3. maí nk. Úrslitakeppni um íslenska
lagið fór fram í beinni útsendingu úr sjónvarpssal á laugar-
dagskvöld. Það var Pálmi Gunnarsson sem söng lag Magnús-
ar.
Samgönguráðherra neitar Flugleiðum um
3% hækkun fargjalda
Matthias Bjarnason samgönguráðherra hefur hafnað er-
indi Flugleiða um 3% meðalhækkun á flugfargjöldum fé-
lagsins, á þeirri forsendu að með kjarasamningunum
minnki verðbólga og verðlag fari lækkandi sem Flugleiðir
njóti góðs af eins og aðrir. Þar fyrir utan finnst ráðherra
ekki sanngjarnt að farþegar sem fljúga á fjölförnum leiðum
eins og til Kaupmannahafnar og London greiði niður far-
gjöld fáfarnari leiða eins og til Helsinki.
Fréttapunktar
• Borgarráð afgreiddi í gær beiðni um framlengingu á
starfsleyfi fyrir verslunina Miklagarð inn við Sundahöfn.
Fékk Mikligarður starfsleyfið framlengt til tveggja ára. Full-
trúar meirihlutans greiddu þessari tillögu atkvæði sitt.
• Þingmenn allra flokka hafa gagnrýnt harðlega stórhækk-
un tryggingafélaganna á bifreiðatryggingum um 22% sem
tóku gildi á dögunum, jafnframt sem þeir hafa ásakað félög-
in um að standa óeðlilega að þessari hækkun.
• Erlendur Einarsson forstjóri Sambandsins hyggst láta af
störfum 1. sept. nk. en þann dag eru liðin 40 ár síðan hann
hóf störf sem framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga.
• Söluhæsta skáldsagan í febrúar var Skilningstréð eftir
Sigurð A. Magnússon, samkvæmt sölukönnun Kaupþings.
• Fyrsta lambið sem spurnir fara af þetta vorið leit dagsins
ljós hjá Jóni bónda áTFiskilæk í Leirársveit nú um helgina.
• Framkvæmdastjórn Verkamannasambands íslands hef-
ur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þvi er lýst sem tilhæfu-
lausum pólitískum áróðri að Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra hafi átt frumkvæðið að nýgerðum kjara-
samningum.
• Hlutafé hf. Eimskipafélags íslands var tvöfaldað á aðal-
fundi þess á þriðjudag með útgáfu jöfnunarbréfa og er nú
180 milljónir króna.
• í nýútkominni skýrslu nefndar sem Ragnhildur Helga-
dóttir þáv. menntamálaráðherra skipaði árið 1983 kemur
fram að einungis 42% íslenskra barna á grunnskólaaldri
hafa samfelldan skóladag.
fS liðir eins oy vcnjulego
.JnaaMEs. . ÆglaaMak -
ípÆ?,unmarssoi
a MIÐNÆTURSVIÐI
skemmlo mata'96s’uin
«ó W. ^ QHQ ðQQO \
» V
\Q.
9
verslun á gömlum grunni býður
öllum lunasmönnum i kaffi
og meðlæti á föstudag og
laugardag
Hangikjöt úrbeinaöur frampartur kr. 338 kg.
London lamb úrbeinaöur frampartur kr. 389 kg.
Nautakjöt á mjög lágu verði:
Hakk kr. 325 kg.
buff kr. 715 kg.
Svali á innanlæri kr. 767 kg.
69 kr. 6 í pakka ,, .. ,, . L .* x
r Heildosir ar moursoonum avoxtum
E"á
OA S 3 kr. Allirfá að smakka
07 kr. kg.
frá 9—18 mánud.—fimmtud.
f 1 |^\ I 9—19föstud.
I 10—16 laugard.
wrshntin
Páskaegg komin í hillurnar,
hvergi ódýrari starmýri 2
S. 30420 - 30425
li
lOpið í hádeginu alla daga
HELGARPÓSTURINN 39