Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 4
í vikunni komu út tvö ný tímarit á yfirfuli- an markað að margra áliti. Blöðin voru Heimsmynd og Stíll sem flokkast í sitthvorn hóp tímarita. Heimsmynd keppir við Nýtt líf, Mannlíf, Þjóðlíf og Stíll keppir við Lúxus, Hús og híbýli ásamt með öðrum blöðum lenda þarna á milli. Öll eiga þau það sameig- inlegt að keppa á sama markaði, íslenskum markaði þar sem fjórðungur heimila í land- inu telst vera undir fátæktarmörkum. Það er augljóst að þau heimili kaupa ekki mörg þessara tímarita sem kosta 195 og 239 krón- ur í útsölu eða svipað og vasabrotsbók. Þessi tímarit virðast því frekar stíla á markað svo- kallaðra uppa og nýríkra íslendinga, ein- hverjir hljóta að eiga peninga í þessu landi. Það kostar milljónir að gefa út eitt tölublað rita einsog að ofan eru nefnd, við getum kall- að þau „lífrit". Markaðurinn er lítill og því hlýtur eitthvert þeirra að verða undir og það mjög fljótt. Sterkast standa elstu blöðin Nýtt líf og Mannlíf eðli málsins samkvæmt en einnig vegna fjölda áskrifenda en það hafa þessi blöð fram yfir hin nýrri. Lakast stendur Þjóðlíf þó þar sé farin leið sparnaðar t.d. eru fáar litmyndir í blaðinu. Þyóð/í'/'hefur líka áberandi fæstar auglýsingar enda kennir blaðið sig við félagshyggju og það er ekki vænlegt á íslenskum auglýsingamarkaði. Blaðið gæti samt haldið sér á floti með áskrifendum en það er komið undir sam- viskusemi vinstrimanna, liðlegheitum þeirra við að styrkja blaðið. Eins gæti Stíll átt erfitt uppdráttar vegna efnisfæðar, fyrsta tölublaðið er eiginlega myndablað með yfirþyrmandi notkun lita og sáralitlum texta, það er óvíst að það dugi að það sé stíll yfir því. Annar vandi sem steðjar að lífritunum er að þau byggja oft á tíðum efni sitt í kring- um það sem má kalla opnuviðtal og það er nánast búið að taka slíkt viðtal við hvern kjaft á íslandi. Miðað við fjölda blaða og tímarita sem kemur út árlega má reikna með að tekin séu á milli 400 og 500 opnuviðtöl á ári. Það þýðir að hægt er að taka opnuviðtal við hvern einasta alþingismann sjö sinnum á Miðað við fjölda blaða og tímarita má reikna með að tekin séu á milli 1400 og 500 opnuviðtöl á ári. í Tímaritum fjölgar eins og mý á mykjuskán hverju ári. Við þessum vanda bregst Heims- mynd með því að „taka“ viðtal við Meryl Streep og slær tvær flugur í einu höggi því þetta viðtal er mun líklegra til að selja blaðið heldur en viðtal við margþreyttan Islending. Með slíkum vinnubrögðum er Heimsmynd líklegast hinna nýrri blaða til að velta hinum eldri úr sessi. Það skal þó tekið fram að Mannlíf verður með einkaviðtal við gömlu kvikmyndakempuna John Huston í næsta blaði. Þó gæti mjög þung pólitísk umræða Heimsmyndar fælt frá, meginþungi blaðsins felst í greinum um kynþáttahatur í Evrópu, kjarnorkuvá, sveitarstjórnarkosningarnar og síðan langur kafli um tengsl pólitíkur og Hafskipsmálsins. Það getur verið að þessi þungi sökkvi Heimsmynd. Samkeppnin er gífurleg og enginn annars bróðir í þeim leik. Því er ómögulegt að segja nokkuð ákveðið um útbreiðslu þessara blaða. Ekki er hægt að taka þær tölur trúan- legar sem útgefendurnir gefa upp um út- breiðslu blaðanna því þar lýgur hver um annan þveran, segja þeir sjálfir. En það er ekki útbreiðslan ein sem ræður hag blað- anna, þar spila auglýsingar stóra rullu. Og einmitt þess vegna er líklegt að uppgefnar upplagstölur séu ýktar í von um fleiri og dýr- ari auglýsingar. Þar hlýtur eitthvað að gefa sig. Það væri með ólíkindum ef auglýsingamarkaðurinn gæti haldið úti öllum þessum tímaritum, því auglýsingar lífritanna kosta mikið bæði til- kostnaðurinn og plássið í blöðunum. Það er t.d. ólíklegt að Stíll geti haldið áfram að hafna auglýsingum vegna þess að það sé ekki nógu mikill stíll yfir þeim einsog heyrst hefur að gerst hafi. Þó að auglýsingastofur dafni einsog púkinn á fjósbitanum og lífrit- unum fjölgi einsog mý á mykjuskán þá geta þessir aðilar ekki lifað hver á öðrum í það endalausa. Auglýsingakostnaðurinn fer að sjálfsögðu beint út í verðlagið og þó að samn- ingar milli aðila vinnumarkaðarins hafi tek- ist þá þýðir það ekki að launafólk hafi fengið kauphækkun til að ráða við bæði hærra vöruverð vegna auglýsingakostnaðar og að kaupa fleiri tímarit. Útgefendur tímarita hljóta því að þurfa að berjast hver við annan þangað til yfir lýkur og einhver liggur í valn- eftir G. Pétur Matthíasson um. Baráttan stendur um auglýsendur og les- endur. Öll þessi mál eru í lausu lofti fyrir auglýs- endur meðan ekki er hægt að treysta tölum um útbreiðslu og þar af leiðandi hugsanleg- an Iesendahóp. Það er greinilega brýn nauð- syn að koma upp raunhæfu upplagseftirliti þannig að hægt sé að sjá hvar hagkvæmast sé að auglýsa en það ætti að vera í því blaði sem flestir vilja lesa. Það mætti segja að með því móti myndi sá „hæfasti" sigra. Þó þyrfti einnig að gera á því kannanir hvernig þjóð- félagshópar það eru sem lesa þessi blöð. Ef lífritin eru ef til vill í miklum meirihluta lesin af fátæku launafólki þá er tilgangslítið að eyða stórfé í að auglýsa rándýran tískufatnað og nær að auglýsa smér. Líklegra er þó að það séu einhverskonar uppar sem séu stærsti lesendahópur lífritanna. Þó virðast auglýs- endur álíta lesendahóp blaðanna vera mjög breiðan því í þeim er auglýst allt milli himins og jarðar, allt frá kaffi og Pan-vörum uppí bif- reiðar. Það má reikna með að lesendur séu litríkur hópur en það er nauðsynlegt að gera á því raunhæfa könnun. Lífritunum hefur fjölgað um helming á síð- ustu mánuðum með tilkomu þessa þriggja nýju og því í raun engin reynsla komin á það hvernig markaðurinn bregst við innrásinni. Það verður því að líta á það sem að ofan er ritað sem vangaveltur. Framtíðin mun ein sýna okkur hver vinnur og hver tapar í stríð- inu um lesendur og auglýsendur og mun ekki vera hér reynt að spá frekar í það hver vinnur, en baráttan er hörð. Það kom fram í Kastljósi á dögunum að kostnaður við hvert tölublað rita einsog lífrit- anna skipti milljónum. Sé reiknað með að hvert ritanna sex komi út sex sinnum á ári og að kostnaðurinn við hvert tölublað sé „ein- ungis" einoghálf milljón þá kosta þau saman- lagt hvorki meira né minna en 54 milljónir á ári. Fyrir það fé mætti t.d. reisa eitt dag- heimili árlega og það kæmi sér án efa betur fyrir þann fjórðung þjóðarinnar sem nú lifir undir fátæktarmörkum. Flokkar Mitterands og Gonzáles standa vel að vígi í næstu kosningum Frakklandi og á Spáni. Sósíalistaveldið í Suður- Evrópulöndum festist í sessi ERLEND Viðgangur sósíalistaflokka í löndum Suð- ur-Evrópu ætlar bersýnilega ekki að verða neitt stundarfyrirbrigði. í vikunni eftir að sósíalistinn Mario Soares tók við forsetaemb- ætti í Portúgal eftir óvæntan kosningasigur, náðu foringjar sósíalista á Spáni og í Frakk- landi tilætluðum árangri, þegar landar þeirra gengu að kjörborði. Sá árangur veitir flokkum þeirra ákjósanleg skilyrði til að berjast til sigurs í kosningum sem framundan eru í báðum löndum. Spánverjar kjósa til þings ekki síðar en í október í haust, og kjör- tímabil Frakklandsforseta rennur út eftir tvö ár. Felipe Gonzáles, forsætisráðherra Spánar, hefur enn sýnt, að enginn spánskur stjórn- málamaður stenst honum snúning. Skoð- anakannanir jafnt og andstæðingar á báða bóga spáðu Gonzáles óförum, þegar hann ákvað að efna Ioforð úr kosningabaráttunni 1982, þess efnis að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um veru Spánar í Atlantshafsbanda- laginu. Þá var Gonzáles mótfallinn aðild Spánar að bandalaginu, en eftir nokkurra missera setu á valdastóli snerist honum hug- ur. Afstaða forustu Sósíalistaflokks Spánar til NATO breyttist samfara því að ríkisstjórn flokksins fékk framgengt inngöngu landsins í Evrópusamfélagið. Gonzáles og skoðana- bræður hans komust að þeirri niðurstöðu, að innganga Spánar í vesturevrópskt samfélag væri ekki fullnuð, nema NATÖ-aðild fylgdi, eins og hjá öllum öðrum samfélagsríkjum nema Irlandi. Ríkisstjórn sósíalista bað Spán- verja að staðfesta þátttökuna í Atlantshafs- bandalaginu með því fororði, að landið játist ekki undir sameiginlega herstjórn þess, kjarnorkuvopn verði ekki á Spáni og dregið sé úr mannafla og umsvifum í bandarískum herstöðvum, sem stjórn Franco samdi um á sínum tíma. Önnur meginástæðan til að Gonzáles og hans nótum tókst að vinna meirihluta kjós- enda á sitt band á lokaspretti baráttunnar fyrir þjóðaratkvæðið, er að til skila komst sá boðskapur þeirra, að þátttaka Spánar í NATO væri í þágu Vestur-Evrópu en ekki Bandaríkjanna. Ríkti óbreytt ástand, sæti Spánn uppi með bandarískar herstöðvar bundnar samningi, en án alhliða hernaðar- legra og pólitískra tengsía við Evrópuríkin. í Atlantshafsbandalaginu yrði Spánn aftur á móti til að efla evrópska mótvægið við bandaríska tilhneigingu til að reyna að drottna yfir því. Með þessu móti var baráttan fyrir aðild að NATÓ samrýmd rótgróinni andúð Spánverja á Bandaríkjunum, sem ríkt hefur frá því uppvaxandi, ameríska stór- veldið, bolaði Spánverjum burt úr síðustu ný- lendum sínum á Karíbahafi og í Austur-Asíu með hervaldi. Annað sem reyndist Gonzáles drjúgt við að telja kjósendur sósíalista á að fylgja sér í sinnaskiptum gagnvart þátttöku í NATO, var að höfuðandstæðingur hans reyndi að gerast of klókur. Manuel Fraga Iribarne hófst fyrst til metorða á síðustu stjórnarárum Franco. Nú stýrir hann Alþýðlega bandalaginu, helsta hægriflokki Spánar. Flokkurinn hefur verið ákafasti talsmaður inngöngu Spánar í Atlantshafsbandalagið, en til að reyna að bregða fæti fyrir Gonzáles fékk Fraga flokks- forustuna til að hvetja liðsmenn til að sitja hjá í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar með ætlaði hægri foringinn að veikja stöðu vin- sæls forsætisráðherra í komandi þingkosn- ingum. Gengi áætlun Fraga upp, yrði Gonz- áles bæði í vanda við að ráða fram úr eftir- köstum þjóðaratkvæðis, sem honum væru mótdræg, og þar að auki hlyti úlfúð að magnast innan sósíalistaflokksins, þar sem margir reyndust tregir til fylgis við það sem þeir höfðu áður hafnað. Fyrir skeleggan mál- flutning Gonzáles og manna hans snerust vopnin gersamlega í höndum Fraga. Við- leitni hans til að klekkja flokkslega á sósíal- istum í þjóðaratkvæði um veigamikið utan- ríkismál, varð einmitt til að þjappa þeim saman að baki foringja sínum, þótt afstaða hans væri sumum lítt að skapi. Á hinn bóg- inn uppskar Fraga illindi og ákúrur í eigin flokki, þegar sýnt þótti eftir úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, að Gonzáles og sósíalist- ar ættu vísan sigur í þingkosningum í haust. Þingkosningarnar í Frakklandi á sunnu- daginn snerust líka um fleira en að velja menn á löggjafarsamkunduna. Þar voru stjórnmálaforingjar og flokkar ekki síður að berjast um aðstöðu í aðdraganda komandi forsetakosninga, en í stjórnkerfinu sem de Gaulle mótaði eru þær öllu afdrifaríkari en kosningar til þings. „Komið þið atkvæðatölunni í þrjátíu af hundraði, þá skal ég sjá um afganginn," segja franskir stjórnmálaskýrendur að verið hafi dagskipun Francois Mitterands forseta til for- ustu Sósíalistaflokks Frakklands í upphafi kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar. Þá var talið víst að sósíalistar ættu hrakför í vændum, kosningabandalag Lýðveldisfylk- eftir Magnús Torfa Ólafsson I 1 ingarinnar og Lýðræðisbandalagsins næði þægilegum meirihluta á þingi. Raunin varð að sósíalistar réttu því betur úr kútnum sem lengra leið á kosningabarátt- una. Ekki skorti mikið á að þeir næðu þriðj- ungi atkvæða. Bandalagsflokkarnir urðu að láta sér lynda að losa tvo fimmtu atkvæða og þurfa stuðning óháðra þingmanna til að merja nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Þar með er komin upp óskastaða fyrir Mit- terand forseta. Hann hefur vald til að rjúfa þing, og sömuleiðis getur hann sagt af sér og efnt til nýrra forsetakosninga, telji hann sér henta. Stjórnarskráin veitir forsetanum æðsta vald í utanríkismálum og yfirráð yfir hernum, enda hefur Mitterand nú skilið við Jacques Chirac forsætisráðherraefni, að hann velji í embætti utanríkisráðherra og landvarnaráðherra menn sem fúsir séu til af- dráttarlauss samstarfs við forsetann. Þar að auki er Chirac, foringi Lýðveldis- fylkingarinnar og sá stjórnmálaforingi sem eðlilegt er að fengi fyrstur umboð til stjórn- armyndunar eins og atkvæðin féllu, bundinn í báða skó. Chirac er forsætisráðherrastóllinn aðeins trappa á leiðinni á tindinn, forsetatign í næstu kosningum. Frakkar virða forseta- embættið, og það yrði forsetadraumum Chirac ekki til framdráttar að eiga í útistöð- um við Mitterand á forsætisráðherraferli. í skiptum þeirra hefur forsetinn því undirtök- in. Eftir að kommúnistar eru komnir niður fyr- ir tíunda hluta atkvæða í Frakklandi og mega sætta sig við svipaðan þingstyrk og flokksbóla kynþáttahatara, er bilið milli stóru flokkanna mun minna en verið hefur um langan aldur í frönskum stjórnmálum. Farið er að gera því skóna í stjórnmálaum- ræðu, að máske nái sósíalistar og væntanleg- ir stjórnarflokkar saman um breytingar á stjórnarskipan fimmta lýðveldisins, til að af- stýra hættu á árekstrum milli ósamþýðan- legs þingmeirihluta og forseta. Til að mynda yrðu þá kjörtímabil þings og forseta látin falla saman. Mitterand myndi njóta þess að fá foringja gaullista til samstarfs um breytingar á kerf- inu sem de Gaulle sneið við sínar þarfir. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.