Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 13
unum, að Nói og Síríus væri búið að koma sér upp slatta af sjálfsölum á Keflavíkurflugvelli. Það er í sjálfu sér ánægjulegt, ef okkur íslending- um tekst að troða íslensku sælgæti ofan í bandaríska hermenn. Hins vegar fer ekki hjá því, að menn velti fyrir sér þeirri staðreynd, að for- stjóri Nóa og Síríus er Kristinn Björnsson, sonur Björns Hall- grímssonar, bróður fyrrverandi ut- anríkisráðherra landsins, Geirs Hallgrímssonar. Skyldi þessi stað- reynd hafa ráðið einhverju um leyf- ið? Sakar ekki að spyrja. . . G. rarðar Sverrisson heitir maður, sem var starfsmaður Banda- lags jafnaðarmanna og raunar einn dyggasti stuðningsmaður Vil- mundar heitins Gylfasonar ásamt Helga Má Arthurssyni, sem starf- ar nú hjá BSRB. Garðar er náms- maður þessa dagana, en við á HP höfum það fyrir satt, að þessi fyrr- verandi starfsmaður BJ, einn af „fornaldarkrötunum" verði blaða- maður á Þjóðviljanum í sumar. Nú velta menn því fyrir sér hvort Öss- ur ritstjóri Skarphéðinsson sé með sumarráðningu Garðars að undirstrika ritstjórnarlegt sjálfstæði blaðsins með því að ráða til Þjóðvilj- ans mann, sem er ekki aliaballi og hefur aldrei verið orðaður við þann flokk. Annars er rétt að fram komi, að Garðar er vanur blaðamaður frá Alþýðublaðinu. . . l Stórholtinu eru gamlir verka- mannabústaðir, sem íbúarnir eru búnir að eignast fyrir löngu. Hins vegar þurfa íbúarnir að greiða mán- aðarlega krónur 2.200 vegna við- halds, sem í sjálfu sér veldur ekki undrun. En það sem íbúarnir velta fyrir sér er í hvað peningarnir fari eiginlega, því viðhaldi er alls ekki sinnt. Það væri satt að segja veru- lega gaman að vita um afdrif við- haldspeninganna. . . v W inur Helgarpóstsins, sem heimsótti kynlífshjálpartækjabank- ann Pan, sem sumir myndu e.t.v. vilja kalla Gleðibankann, vildi koma þeirri ábendingu á framfæri, að í ýmsum af þeim smyrslum og öðru þvílíku, sem þarna væri til sölu, væru efni af vafasömum toga og væri full ástæða fyrir heilbrigðis- eftirlitið að kanna hvaða efni væru þarna á ferðinni... Þetta eru einmitt höfuðkostir nýju bókarinnar sem einungis er fáanleg í Sparisjóði vélstjóra. Bundin sparibók heitir hún, bókin sem bindur fé þitt í hóflegan tíma en veitir þér um leið ríflega ávöxtun. SPARISfÓIXJR VÉIKTJÓRA borgartunj 18 sími 28577 ■■■■■ HELGARPÖSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.