Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 11
kunna að græða á sínum hjá Sam-
bandinu.. .
Helga Thorberg
Hulda Ólafsdóttir
lngibjörg Sólrún Gísladóttir
Kristín Astgeirsdóttir
Magdalena Schram
María Jóhanna Lárusdóttir
Sigríður Kristinsdóttir
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir
Snjólaug Stefánsdóttir
Þórhildur Þorleifsdóttir
Guörún,
Ingibjörg
Sólrún,
Magdalena
og HP
Til Halldórs Halldórssonar og
Ingólfs Margeirssonar
ritstjóra HP.
Hér með segi ég upp áskrift minni
að Helgarpóstinum.
Ástæðan er augljós: illkvittin
lygasaga ykkar um þær Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur og Guðrúnu
Jónsdóttur borgarfulltrúa Kvenna-
frainboðsins í Reykjavík. Mér er fyr-
irmunað að skilja, hvernig ykkur
dettur í hug að hafa eftir slúður af
þessu tagi, án þess að kanna sann-
leiksgildi þess. Slíkt hefði þó verið
auðvelt að gera, t.d. með því að slá
á þráðinn til fyrrverandi blaða-
manns Helgarpóstsins, gamallar
skólasystur og kunningja nær ævi-
langt, sem að auki hefur starfað í
innsta hring Kvennaframboðsins frá
upphafi, þ.e. til undirritaðrar. Ég
hefði auðvitað sagt ykkur að það
væri blaðinu ekki sæmandi að lepja
upp lygar utan úr bæ og að þið
mynduð endanlega bregðast trausti
mínu sem heiðarlegir blaðamenn
með slíkum vinnubrögðum. Það er
best að lýsa því hér yfir líka, að ekk-
ert af því slúðri, sem þið hafið séð
ástæðu til að birta um menn og mál-
efni Kvennaframboðsins síðustu
mánuðina, er á rökum reist.
Magdalena Schram
Klausa sú er Magdalena Schram
minnist á í ádrepu sinni til okkar rit-
stjóranna, birtist á baksíðu Helgar-
póstsins í síðasta tölublaði. Þar var
þeirri kenningu varpað fram að ein
ástæðan fyrir því að Kvennalistinn
býður fram til alþingis- og borgar-
stjórnarkosninga en Kvennafram-
boðið býður ekki fram til borgar-
stjórnar aftur, sé sú að með þessu
móti kæmist Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir aftur í framboð en Guðrún
Jónsdóttir myndi ekki hljóta tilskilinn
stuðning kvenna. Við höfðum enga
ástæðu til annars en að trúa þeim
héimildum sem fyrir fréttinni voru.
Og ekki hugkvæmdist okkur að
hringja í fyrrverandi blaðamann HP,
gömlu skólasystur okkar og kunn-
ingja nær ævilangt, Magdalenu
Schram, sem starfað hefur í innsta
hring Kvennaframboðsins frá upp-
hafi, enda hún ekki löggiltur endur-
skoðandi blaðsins hvað varðar frétt-
ir úr herstöðvum kvenna. Hins veg-
ar fórum við á stúfana eftir að til-
skrif Magdalenu barst okkur og
rannsökuðum niður í kjölinn hvað
væri hæft í alhæfingum Magdalenu
og hvort okkur hefði orðið jafn al-
varlega á í messunni og bréf
hennar ber með sér. Það er því okk-
ur bæði ljúft og skylt að tilkynna að
kenning HP um Kvennalistann og
Kvennaframboðið í umræddri
fréttaklausu er í meginatriðum
röng. Og við hörmum að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir og Guðrún Jóns-
dóttir hafi orðið fyrir aðdróttunum
sem ekki reyndust á rökum reistar.
Það rétta í málinu er, að klofning-
ur hefur myndast innan Kvenna-
framboðsins. Guðrún Jónsdóttir og
umrædd Magdalena Schram vildu
ekki að Kvennaframboðið eða
Kvennalistinn byði fram. lngibjörg
Sólrún Gísladóttir var fylgjandi
þessu í fyrstu en snerist síðan á sveif
með þeim konum sem töldu rétt að
Kvennalistinn byði einn fram til
borgarstjórnar og Alþingis. Og það
varð úr. Þetta er sannleikurinn í
málinu.
Að lokum má bæta við að fullyrð-
ing Magdalenu að „ekkert af því
slúðri sem þið hafið séð ástæðu til
að birta um menn og málefni
Kvennaframboðsinssíðustu mánuð-
ina er á rökum reist", er ekki á rök-
um reist.
Með vinarkveðju,
Halldór Halldórsson,
Ingólfur Margeirsson,
ritstjórar HP.
Æ
oftar er aumingja Sam-
bandið kallað „Mafían" og það af
bændum sjálfum. Síðast heyrðum
við þetta nefnt í sambandi við kaup
Sambandsverksmiðjanna á ull.
Samkvæmt verðlagsgrundvelli 1.
september sl. átti að greiða tæpar
128 krónur fyrir kílóið af svartri og
grárri ull en tæpar 158 krónur fyrir
mórauða. En þegar til kastanna
kom greiddi Sambandið bara fastan
prís, óháð lit, 115 krónur fyrir kíló-
ið. Bóndi einn hafði samband
við Stéttasamband bænda og
kvartaði, en þar fékk hann þau svör,
að Stéttasambandið gæti ekkert
gert, en hann skyldi snúa sér til
landbúnaðarráðuneytisins. Já, þeir
l nýrri verðkönnun Verðlags-
stofnunar kemur í ljós, að verð-
munur er hverfandi lítill á milli svo-
kallaðra hverfaverslana og svo stór-
markaðanna. Þannig eru Hagkaup
um miðju, Mikligarður í 5. sæti, en
Víðir í Mjóddinni mjög hár. Á næst-
unni hyggst Verðlagsstofnun gera
átak í verðkönnunarmálum og nú
þegar hefur verðlagsstjóri Georg
Ólafsson sent öllum verslunum á
landinu bréf með eins konar áminn-
ingu um að halda vöruverði niðri. . .
ANNAFARGJALD Arnarflugs
gerir farþegum kleift að fara í
stuttar ferðir til Qölmargra staða
í Evrópu og víðar á verulega
Jægra verði en áður.
Arnarflug hefur aðalumboð
fyrir hollenska flugfélagið KLM
á íslandi og getur því selt far-
þegum framhaldsfarseðla út um
allan heim frá Amsterdam.
Með því að tengja slíka
farseðla ANNAFARGJALD-
INU er t.d. unnt að ferðast
Staður Nú Áður Sparnaður
Frankfurt 32.491 41.084 8.953 (26%)
Genf 38.908 45.800 6.892 (18%)
Vín 45.263 53.382 8.119 (18%)
Róm 48.673 62.180 13.507 (28%)
París 33.328 43.158 9.830 (29%)
Madrid 48.700 62.056 13.356 (27%)
Milano 42.442 54.408 11.966 (28%)
til neðangreindra staða í
miðri vlku og spara veruleg-
ar fjárhæðir.
Þetta eru aðeins örfá dæmi af
fjölmörgum. Hafið samband við
söluskrifstofur Arnarflugs eða
ferðaskrifstofurnar og leitið nán-
ari upplýsinga.
WtARNARFLUG
Lágmúla 7, simi 84477
48.700
62.056
Róm
48.673
62.180
Annafargjald Amarflugs
- styn.fi og ódýrari ferðir
fyrir víðförla viðskiptamenn
HELGARPÓSTURINN 11