Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 8
Dómnefndin vaSdi keppnk" lögin tíu úr 287 aðsendum lögum á f jórum döguml Aðsendlögí fullkomnum útgáfum á bön upptöku wum áttu mun greiðari aðganaað dómnefnainni enaðsendlögá nótum Útsetjarar keppninnar áttu sjálfirlög Öljós skila- frestur Hverfær útgáfuréttinn að Gleði- bankanum? Hver verður heildar- kostnaðurinn? Val laganna tók fjóra daga Alls bárust 287 lög í keppnina og var fjögurra manna nefnd falið að velja tíu lög úr þeim hópi til flutnings í undanúrslitunum. Þeir tónlistarmenn, sem Helgarpóstur- inn hafði samband við, voru allir sammála um að ein vika teldist lítill tími til þess að velja úr svo miklum fjölda laga — hvað þá styttri tími! Margir hafa hins vegar orðið til þess að fullyrða að val þetta hafi einungis tekið um þrjá til fjóra daga. í þessari fyrstu dómnefnd sátu fjórir menn, þeir Þorgeir Astvalds- son, Egill Eövarösson, Jónas R. Jónsson og Þorsteinn Jónsson. „Eg get nú ekki sagt til um hvað þetta val tók langan tíma. Ég tók ekki á því tímann, svo ég get ekki sagt um það. En við hlustuðum vel og vandlega á öll þau lög, sem bárust." Við bárum það undir Jónas, hvort honum fyndist lögin ekki hafa staðið misvel að vígi, þar sem sum bárust í nær fullkomnum útgáfum á svokölluðum demó-teipum (kassettusýnishornum) en önnur komu einungis á nótnablöðum. „Jú, það liggur í hlutarins eðli að eftir því sem höfundur er búinn að setja lagið í betri búning, þeim mun meira heyrum við. Það er alveg sama hver ætti þar í hlut. Þetta er eins og réttur sem er búið að tilkrydda. Hann verður áhuga- verðari þegar hann er kominn á lokastigið." Þar sem Jónas gat ekki munað hve langan tíma það tók nefndar- menn að velja, úr hinum tæpiega 300 lögum, sem bárust í keppnina, lögðum við sömu spurningu fyrir Egil Eðvarðsson. Hann brást vel við og fletti upp í dagbók til þess að kanna málið. 1 ljós kom við þessa athugun, að dómnefndin hóf störf kl. 14.00 fimmtudaginn 30. janúar og iauk störfum á mánu- dagseftirmiðdegi, þann 3. febrúar. Það gerir fjóra daga. Hlustuðum ekki ó öll lögin til enda Egill var spurður að því hvort þeir hefðu setið við það Ídukkutímum saman að hlusta á hvert lagið á fætur öðru. „Já, já. Ég man að vísu ekki hve marga klukkutíma á dag við sátum við, en dómnefndin tók þetta af mikilli festu og alvöru. Okkur óaði auðvitað við þessu gífurlega magni af lögum, ætluðum fyrst að hlusta á lögin hver í sínu lagi, en ég lagði það til að a.m.k. í byrjun myndum við hlusta saman. Það voru engar sérstakar starfsreglur. Við settum okkur þær sjálfir. Þegar við fórum að hlusta saman, fannst mér það virka mjög vel og við héldum okkur við það.“ Aðspurður um það hvernig þetta hefði gengið, sagði Egill: „Það sem kom sjálfum mér mest á óvart, var hvað okkur gekk vel að gera upp á milli — hvað þurfti stuttan tíma til þess að taka afstöðu til laganna. Við höfum mikið verið spurðir að því hvernig það sé mögulegt að hlusta á svona mörg lög og margir sögðu við okkur áður, að þetta væri hreinlega ekki hægt. Jafnvel dómnefnd- armenn ímynduðu sér að nauð- synlegt yrði að fara í gufubað og slökun á milli, en það tekur fagfólk nú ekki jafnlangan tíma og lögin eru löng að heyra hvort broddur er í lagi eða ekki.“ Varðandi það hvort dómnefndin hefði þá ekki hlustað á öll lögin til enda, svaraði Egill á eftirfarandi hátt: „Við töldum enga þörf á því. í ýmsum tilvikum var engin nauðsyn til þess að hlusta á lag frá upphafi til enda, en önnur lög marghlustuðum við á. Það var ekki tekið þannig á málum, að okkur bæri skylda að hlusta á lag frá því að það upphófst og þangað til því lauk. Til að nefna dæmi, voru þarna greinilega á ferðinni lítil börn, sem höfðu sent inn lög. Það var stórskemmtilegt að vinna úr þessu, en þessir aðilar áttu greinilega eftir nokkurn tíma þar til þeir næðu eyrum okkar — hvað þá alheimsins. En það var öllum gert jafnt undir höfði og við tókum ekkert sem sjálfsagðan hlut.“ Öll lögin nú send höfunaunum aftur Egill var næst spurður að því, hvort margir hefðu kvartað undan því að lög þeirra hefðu ekki komist í undanúrslit. „Já, við höfum fengið mikið af upphringingum — þjóðhátíðin er enn í gangi, eins og útvarpsstjóri sagði. Margir eru sárir, en allir eiga nú eftir að rísa upp úr þessu og gera aðra og betri tilraun. Það er enn hiti í mönnum. Margir eru þeirrar skoðunar að þeir hefðu átt að vera þarna með í úrslitunum." Að lokum spurðum við Egil Eðvarðsson að því hvað gert yrði við lögin 277, sem ekki komust í úrslitakeppnina. „Við höfum engan rétt á þeim lögum. Þau voru ætiuð í þessa keppni og nú er henni lokið. Nú verða lögin öll send til síns heima, hvort sem þau komast í úrslit eða ekki. Sú framkvæmd er í höndum sjónvarps og fógeta. Ég held að þessi lög hafi verið geymd í læstu hólfi, sem verið er að opna um þessar mundir.“ Jónas R. og Hljóðriti Sú staðreynd, að Jónas R. Jónsson var einn fjögurra manna, sem dæmdi um það hvaða 10 lög skyldu komast í undanúrslit, hefur vakið mikið umtal. Þannig vill nefnilega til, að faðir Jónasar á eitt fullkomnasta hljóðver landsins, Hljóðrita í Hafnarfirði, og hefur Jónas unnið þar sem upptökustjóri. Nokkur laganna, sem send voru inn í keppnina, voru einmitt unnin í Hljóðrita. Við höfðum samband við Jónas R. Jónsson og spurðum hann hvort það væri rétt að meirihluti hinna útvöldu laga hefði verið unninn í Hljóðrita. „Það veit ég ekki um,“ sagði Jónas. „Ég kom heim til landsins rétt áður en þetta val fór fram og var ekkert að vinna í upptökum sjálfur, nema hvað það er rétt sem fram hefúr komið að ég vann að laginu hans Ólafs Hauks Símonarsonar, Vögguvísu. I þeirri atkvæðagreiðslu sat ég líka hjá. Þegar það lag kom upp í dómnefndinni, þekkti ég það Bobbysocks óska Hrafni Gunnlaugssyni yfirmanni innlendrar dagskrárgerðar til ham- ingju með sönglagakeppni sjónvarpsins. Læra hann og aörir forráðamenn sjónvarpsins af mistökunum? Egill Eðvarðsson lyfti kampavínsglasi eftir sendingu: „Það sem kom sjálfum mér mest á óvart var hvað stuttan tfma það þurfti til að taka afstöðu til laganna 287." Jónas R. Jónsson kynnir og upptökumaður f Hljóðrita ásamt helmingnum úr Bobby- socks: „Ég vann að upptökum að lagi Ólafs Hauks, Vögguvísu í Hljóðrita, en ég sat hjá f atkvæðagreiðslunni." um leið, og þeir greiddu bara atkvæði um það félagar minir. Að öðru leyti veit ég ekki hvað var unnið í Hljóðrita.“ Lögin stóðu ójafnt að vígi Það var ekki skilyrði fyrir þátt- töku að lög í keppnina kæmu til dómnefndar á kassettum og margir munu hafa sent inn lög á nótna- blöðum, án hljóðupptöku. Magnús Ingimundarson var fenginn til þess að vera dómnefndarmönnum innan handar þegar farið var yfir viðkomandi lög, enda sérstaklega gert ráð fyrir slíkum kostnaðarlið í fjárhagsáætlun Hugmyndar, fyrir- tækis Egils Eðvarðssonar og Björns Björnssonar. Þau lög, sem einungis voru send inn með nótum, voru sem sagt leikin af Magnúsi á píanó. Það þarf ekki tónlistarsnilling til þess að sjá, að með þessu móti stóðu lögin auðvitað ójafnt að vígi. Það var fleira ójafnt við þessa keppni. Menn hafa undrast það mjög að útsetjararnir tveir, Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson, skyldu taka þátt í keppninni. Það mál hefði mátt leysa á smekklegri hátt en að sjá einungis til þess að Þórir útsetti lag Gunnars og öfugt. í fyrsta lagi komu lög þeirra beggja nær fullfrágengin í keppnina og í öðru lagi stendur sú staðreynd eftir, að Gunnar og Þórir fengu það óþægilega hlutverk að gera lög keppinauta sinna sem glæsilegust. Það er ekki verið að bera þessum mönnum á brýn neinn glæp, heldur einungis verið að benda á hve óeðlilegt og ósanngjarnt það var að setja þá félaga í þessa erfiðu stöðu. Eftirgefanlegur skilafrestur Enn annað óréttlæti hefur verið bent á varðandi lagavalið í keppn- ina, en það varðar skilafrestinn. Ýmsir hafa orðið til þess að fullyrða, að þar hafi ekki allir setið við sama borð og að Gunnar Þórðarson hafi t.d. sent sitt lag inn nokkrum dögum eftir að fresturinn rann út. Sjálfur vísar Gunnar þessari fullyrðingu á bug sem hreinum ósannindum, en Björn Björnsson hjá Hugmynd hafði eftirfarandi um málið að segja: „Ekki kannast ég nú við þetta. Hins vegar er það ljóst, að við ákváðum að bíða með það í fjóra daga að fara með póstinn til fógeta til þess að opna hann. Við gerðum þetta til að tryggja að allur póstur væri örugglega kominn inn, t.d. utan af landi. Það vóru dæmi þess að menn voru að hringja og segja að umslögin væru á leið í bæinn með vinum og vandamönnum. Það var sífellt verið að spyrja okkur um það hvort pósturinn næði nú inn eða hvort við lokuðum þessu á miðnætti eins og hjá skattinum. Við biðum að ég held til miðvikudags og það sem barst inn á þessum dögum fékk að vera með, án þess að við hefðum hugmynd um hverjir þar áttu lög.“ Egill Eðvarðsson var einnig spurður að því. hvort hann kann- aðist við að Gunnar Þórðarson hefði skilað eftir að fresturinn var útrunninn. Sagði hann að menn hefðu mikið hringt og borið upp áhyggjur sínar varðandi það að koma lagi inn í tæka tíð og að sitt svar hefði ævinlega verið á sama veg: „Ég sá ekki nokkurn mun á því hvort lag kom klukkutímanum fyrr eða seinna. Okkar hlutverk var ekki að refsa mönnum fyrir að hafa festst í snjó eða þess háttar. Við reyndum að gera veg og vanda dægurlaga- tónlistar sem mestan, en tókum ekki að okkur refsihlutverkið." Öðruvísi dómnefndir í framtíðinni Allir nefndarmenn í báðum dómnefndum þessarar keppni, bæði þeir sem völdu lögin tíu og þeir sem völdu sigurlagið, voru tónlistarmenn. Þegar hefur verið getið um þá, sem sátu í fyrri dóm- nefndinni, en í þeirri síðari voru eftirfarandi aðilar: Þorgeir Ást- valdsson, sem einnig var í fyrri nefndinni, Sigrún Hjálmtýsdóttir, 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.