Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 23
Þetta gerir það að verkum að það eru óskap- lega mikið sömu konurnar, sem sinna þessu. Við erum nánast að verða eins og atvinnufélags- málakonur, sem æða um með stresstöskurnar sínar. Ég hef sjáif aldrei búið við annað en fullt jafn- rétti. Ég þekki ekki annað og hef alltaf komist upp með að vinna að öllu því, sem ég hef áhuga á. Síðan hittir maður konur, sem eru í þeirri að- stöðu að geta ekki hreyft legg né lið, og þá er maður ekki viss um að geta flutt þeirra boðskap alveg rétt. Ég finn svolítið fyrir þessu, því þó ég hafi aldrei upplifað að búa ekki við jafnrétti, veit ég vel að það er alltof algengt." — Þetta kemur líka greinilega í Ijós vid rödun í launaflokka — þetta ójafnrétti kynjanna. ,,Já, það er opinbert leyndarmál, að þó talað sé um taxta og launastiga í samningum, þá er ekkert farið eftir þessu. Nema í lægstu flokkun- um, og þar eru konurnar. Þar er einungis borgað eftir töxtum. Þetta ergir mann óskaplega, en það er erfitt að taka á þessu.“ Mikilvægt að vera ekki of tilfinninganæmur — Finnur þú eitthvað fyrir því að vera kona í þinni nýju stödu? „Veistu, ég hugsa bara ekkert út í það. Ég lít einfaldlega á mig sem jafningja hinna, hvort sem það eru karlar eða konur. Eg hef alltaf hugs- að þannig. Það má hins vegar vel vera að þetta horfi þannig við fyrir aðra. Forveri minn, Har- aldur Steinþórsson, var þekktur maður og fork- ur duglegur, svo það er ekkert auðvelt að setjast í stólinn hans. Ég held að það sé mikið atriði, þegar maður tekur að sér svona starf, að vera ekki of tilfinn- inganæmur. Það er mikilvægt að geta tekið rök- rétt á hlutunum. Ég er viss um að konur geta eins vel starfað þannig og karlmenn. Þessu starfi fylgja miklar fundasetur og samningaviðræður, og maður verður að taka á þessu eins og um hörðustu viðskipti sé að ræða. Þetta eru hrein og klár viðskipti, sem verða að bera árangur. Fé- lagsmenn eiga að fá eitthvað út úr þessu." — Ertu ,,feministi“ Gudrún? „Feministi? Æ, ég á svo erfitt með að taka sjálfa mig hátíðlega með slíkum nafngiftum. Ég er auðvitað alltaf fylgjandi jafnrétti og það er ríkur þáttur í fari mínu að standa vörð um þá, sem eru minni máttar. Kannski eru konur minni máttar, en ég upplifi mig ekki sem slíka. Það er samt sem áður þannig með margar konur — og sjálfsagt karla líka.“ — Hvernig myndirdu lýsa sjálfri þér að öðru leyti? „Betra að láta aðra um þá lýsingu!" Konur þurfa að duga á öllum vígstöðvum — Kannastu við hið svokallaða „Super- woman syndrome", eða ,,erfiðleika afreks- kvenna", sem svo mikið hefur veriö skrifað um erlendis? , „Já, ég held að þetta geri mörgum konum afar erfitt fyrir. Þær þurfa að duga á öllum vígstöðv- um. Gera allt, sem var gert hér áður fyrr á með- an konur voru eingöngu heima og það var full vinna, og hasla sér völl í atvinnulífinu, í félags- piálum, eða hvar sem er. Samt sem áður slaka þær hvergi á þeim kröfum til sjálfra sín að standa sig fullkomlega á öllum sviðum. Ég er sjálf ekki alveg laus við þetta. Ég þekki þessa tilfinningu og þekki líka margar konur, sem eru svona." — Að lokum langar mig að vita hvort þú gœtir hugsað þér að fara á þing? „Það er áreiðanlega óskadraumur margra, en ég held ég hafi ekki nokkurn einasta hæfileika í það, né heldur höfðar sá vinnustaður til mín." Nú var starfsliðið og annað framlagsfúst fólk greinilega farið að þurfa á framkvæmdastjóran- um að halda. Meðal annars fékk Guðrún þau skilaboð að eiginmaður hennar hefði hringt, en þonum hefði verið neitað um samband við hana. Aðeins örfáir tímar voru eftir af atkvæða- greiðslunni um samningana, yfir stóð ráðstefna þm fátækt sem Guðrún hefði þurft að vera á, einnig minningarathöfn um Olof Palme á Lækj- artorgi og senn liði að kvöldmatartíma á „hefð- bundnum" heimilum. Þar með var aðeins fátt eitt talið, sem Guðrún Árnadóttir, hinn nýi fram- kvæmdastjóri BSRB, hefði þurft að vera að sinna samtímis. Þegar blaðamaður og ljósmyndari kvöddu hana, brosti hún hins vegar sínu blíðasta brosi, yfirmáta róleg í miðri hringiðunni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.