Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 35
o ^^^kkur er sagt, að yfirmenn sjónvarpsins og útvarpsráð taki nú með mikilli varúð öllum hugmynd- um og fjárhagsáætlunum Hrafns Gunnlaugssonar deildarstjóra inn- lendrar dagskrárgerðar. Ástæðan er sú, að mönnum þykir Hrafn hafa gengið of hratt og grimmt í sjóði sjónvarpsins á skömmum tíma. Vegna þessa aðhalds mun Hrafn hafa reiðst mjög og lýst því yfir í heyranda hljóði, að hann ætli sér ekki að vera á sjónvarpinu lengur en fram á haustið. Hvort þetta er dulbúin hótun eða leið Hrafns til að segja „látið mig í friði“ vitum við ekki. .. Þ essa dagana fer fram dauða- leit að nokkurra milljón króna tékka, sem Þorsteinn Pálsson skrifaði út handa SIS og Álafossi, en þaðan áttu peningarnir að renna til bænda. Hugsunin á bak við tékk- an var sú að greidd yrði uppbót til bænda á ull, rúmar fjórar krónur á kílóið. Þettatátti að verða liður í því að hvetja bændur til vetrarrúningar. En nú bregður svo við, að hvorki SÍS né Álafoss virðast ætla að greiða þessa peninga, sem þeir fengu í janúar á þessu ári. Sérstök auglýsing var birt í blöðum um þennan hvata, en hvergi sjást peningarnir eftir því, sem okkur er sagt. SÍS og Álafoss munu sitja sem fastast á þeim. .. Phillps rafmagnsrakvélar eru viðurkennd og virt gæðavara. Sígild fermingargjöf. Verð nú aðeins frá kr. 2.890.- Lítið en ótrúlega kraftmikið út- varps- og kassettutæki frá Phil- ips með stuttubylgju, miðbylgju, FM bylgju og innbyggðum hljóð- nema. ,, Verð nú aðeins kr. 3.990.- Philips morgunhaninn er út- varpsklukka sem vekur þig á morgnana með stillanlegri hring- ingu eða Ijúfri tónlist. Þú velur rásina. - FM og miðbylgju. Verð nú aðeins kr. 3.630.- Philips vasadiskótækið er bæði kraftmikið og hljómfagurt. Vönduð kassettuupptaka, þægileg heyrn- artæki og öruggar festingar. Verð nú aðeins kr. 3.250.- Philips hárblásarinn er fallegur, meðfærilegur, hljóðlátur, léttur, tryggður gegn ofhitun og með þrem blástursstillingum. Verð nú aðeins kr. 2.850.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 S: 20455 - SÆTÚNI 8 S: 27500 Beckers SJENSKA GÆÐAMALNINdN GLÆSILEGT LITAÚRVAL í MÁLNINGU OG LÖKKUM HELGARPÓSTURINN 35 GOn FÓLK / SÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.