Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 14
Björk Guðmundsdóttir og Þór Eldon:
Þór Eldon Toíburi, Medúsuskáld
og uppeldisfrömuöur í Fellahelli og
Björk Gudmundsdóttir Sporddreki,
Kuklari, skáldkona og ungamamma
á barnaheimilinu Hlídarenda létu
pússa sig saman fyrir skemmstu,
hafa fest kaup á kjallaraholu uid
Neshagann sem þau flytja í 1. maí
ásamt frumburðinum sem Björk
ber hnarreist undir belti. Hann er
vœntanlegur í heiminn í Tuíbura-
merkinu og uerður þuí tuíeggjað
járn eins og pabbinn.
Þau skötuhjúin hafa oft komið
fram í blaðaviðtölum, bœði hér
heima og erlendis, en þá alltaf sem
meðlimir eða málsuarar Kuklsins
og Medúsu, ekki bara þau sjálf,
segja þau hálf fúl. Hér verður reynt
að bœta úr því þótt þau sitji hér að
vísu fyrir suörum sem par, því pör
eru eins og allir vita samsett úr
tveimur einstaklingum. . .
Hér verða áherslurnar líka aðrar
en í fyrri viðtölunum, ekki á tónlist
og skáldskap, heldur lífsviðhorfum
þeirra í víðasta skilningi.
Ég mælti mér mót við þau Björk
og Þór á Café Gesti klukkan þrjú á
laugardagssíðdegi og við byrjuðum
að spjalla um stjörnukortagerð yfir
sódavatni og súkkulaði.
Björk: „Amý gerði fyrir okkur
stjörnukort fyrir tveimur árum. Hún
sagði að ég myndi deyja 85 ára í
fullu fjöri, að öllum líkindum á svið-
inu.“
Þór: „Hún ráðlagði mér aö hætta
að drekka. Sagði að það væri öllum
óhollt. Svo ráðlagði hún okkur að
binda okkur ekki fyrr en '86. Það
passar, við börðumst upp á iíf og
dauða þangað til. Hún sagði að kon-
an mín yrði dálítið skrýtin, að fram
að fertugu myndum við ekki byggja
upp heimili heldur miklu fremur
samkomustað."
Eftir klukkutíma setu á Café Gesti
þurftum við Þór og Björk að flýja í
heimahús vegna þess að að okkur
sótti eitt af fylgitunglum Medúsu sem
vildi styrkja atvinnustarfsemi á ís-
landi með þaulsetum á kaffihúsum
og hafði frá mörgu að segja, þar á
meðal að Björk ólétt væri sú mest
kynæsandi kona sem hann þekkti;
þá helltust yfir okkur óðamála
skáld, tvö af '68 kynslóðinni og eitt
nýfætt sem öll vildu fá umönnun og
athygli og það strax. Komin í var
héldum við áfram og þau Þór og
Björk voru innt eftir því hvaða við-
brögð þau fengju að öðru jöfnu frá
umhverfinu.
Skrípókall eða
terroristi
Þór: „Fólk lítur ýmist á mig sem
skrípókall eða terrorista. Það veit
ekki alveg hvar það hefur mig
vegna þess að stundum hefur mað-
ur gert eitthvað sem fólk hefur ekki
alveg átt von á. Stundum beiti ég
fyrir mig nokkurs konar terrorisma
til að hrista upp í fólki.“
Blm.: „Eins og hvernig?"
Þór: „Einu sinni skaut ég virðuleg-
an rithöfund í miðri kveðjuræðu
með hvellhettubyssu. Þetta var eig-
inlega með ráðum gert vegna þess
að í þessu hófi var samankominn
þverskurður af stéttinni."
Blm.: „Og hann hefur þá væntan-
lega verið að segja eitthvað sem þér
var ekki að skapi?"
Þór: „Já, þetta voru svona leiðinleg
ræðuhöld. En fólk á samt ekki von á
svona viðbrögðum. Það á frekar
von á baknagi, ekki beinum aðgerð-
um, þótt þær séu hallærislegar, eins
og að skjóta einhvern með knall-
ettubyssu. Það er samt sjokkerandi."
Blm.: „Hver urðu viðbrögðin?"
Þór: „Einstaka menn komu til mín
og sögðu að þetta hefði verið frá-
bært hjá mér og vildu þá draga mig
í flokk með óvildarmönnum ræðu-
manns, að ég væri talsmaður ein-
hvers bælds minnihlutahóps. Ræðu-
maður sjálfur lyppaðist niður í sæti
sitt. En þarna var ég semsé fremur
terroristi en skrípó."
Björk: „Öðru fólki finnst ég vera
skrýtin, að ég passi ekki inn í neitt,
en ég fæ líka að vera skrýtin í friði.
Það er meira en margir aðrir geta
sagt. En til skamms tíma var það
ekki þannig. Þegar ég bjó á Selfossi
fyrir tveimur árum var ég grýtt af
hópi tíu ára gamalla krakka, ég held
aðallega vegna þess að þeim fannst
ég vera í svo asnalegri kápu.“
Aðalatriðið að segja
sannleikann
Þór: „Terroristinn í mér reynir að
fara huldu höfði. Stundum leiðir
þetta út í grímuball hjá mér. Mér
finnst eins og ég sé á flótta. Ég vil
ekki láta hanka mig. Þegar ég kem
fram á fámennum samkomum er ég
stundum einn með sjálfum mér á
sviöinu. Það er svo skrýtið að lesa
upp í margmenni. Þá reyni ég að
búa til úr þessu leikþátt eða „per-
formancé' sem erfitt er að tengja
við mína persónu beinlínis. Þetta er
einhver hræðsla, einhver veikur
punktur. En styrkur minn felst í þvi
að vita af honum. Sjálfsagt er þetta
einhver sálfræðileg flækja aftan úr
rassgati. Ég reyni að yfirvinna hana
með því að fara yfir í annað gervi,
búa til einþáttung fyrir sjálfan mig.“
Björk: „Aðalatriðið fyrir mig er að
segja sannleikann, bæði á sviðinu
og í lífinu. Þá getur enginn hankað
mig.“ ,
Þór: „Ég hef hins vegar alltaf verið
hálfgerður lygari í mér.“
Björk: „Ef ég er í vondu skapi þá
verð ég að vera í vondu skapi á svið-
inu og öfugt. Ég vil vera akkúrat
. eins og mér líður."
Þór: „Það get ég ekki. Til dæmis
þegar hluti af Medúsu og Kukli fór út
á land í vetur og kom fram á nokkr-
um stöðum þá var ég eiginlega al-
veg búinn strax á ísafirði þar sem
við komum fyrst fram. Ég var kvef-
aður og þrýstingurinn í flugvélinni
gerði það að verkum að ég varð
heyrnarlaus á öðru eyra en með
hellu fyrir hinu. Samt þurfti ég að
leika skrípókall á kvöldin. Það var
hræðilegt."
Björk: „Ég hef verið gagnrýnd fyrir
að neita að syngja ef mig langar
ekki til að syngja. Þá á ég það til að
setjast á stól. En það gerist ekki oft,
yfirleitt hefur maður orku.
Verst er bara þessi árátta hjá fólki
að vilja alltaf vera að stimpla mann,
og það sem maður er að gera. Við í
Kuklinu þykjum spila einhverja teg-
und af „prógressífri" eða framsæk-
inni tónlist. Þá lítur Þjóðviljinn svo á
að hún eigi bara heima á síðum þess
blaðs, vill eigna sér okkur."
Á flótta undan
anarkista- og komma-
stimplunum
Þór: „Já, við erum nokkurs konar
pólitískir flóttamenn á stöðugum
flótta undan anarkista- og kommún-
istastimplunum."
Björk: „Það var t.d. illa séð þegar
Kuklið spilaði einu sinni fyrir popp-
stjörnur í París. Sumum þótti það
ekki nógu „framsækið". Á maður þá
bara að spila fyrir fólk sem er manni
sammála? Þegar hafa verið tekin
við okkur viðtöl hafa blaðamenn
alltaf reiknað með að við ættum að
verja einhvern málstað, þeir hafa
ekki áhuga á okkur sem einstakling-
um. Þess vegna fór ég í varnarstöðu
fyrir tveimur árum."
Þór og Björk hlakka til
þess að eignast
heimili og afkomanda.
Þau vilja fá að vera í
friði fyrir anarkista- og
kommastimplum.
Þór: „Já, og varst ruddaleg við sak-
lausa drykkjumenn."
Björk: „ofaðamenn spyrja okkur
gjarnan: Hvaða pólitískar skoðanir
hafið þið? Hvernig finnst ykkur að
þjóðfélagið eigi að vera? Svo reynir
maður að Iýsa því og þá er sagt: Þá
ert þú bara anarkisti. Þá segir mað-
ur náttúrulega nei vegna þess að
maður telur sig ekki tilheyra neinni
stefnu, vill bara hafa sínar sjálf-
stæðu skoðanir."
Þór: „Við og flestir af þeim sem við
þekkjum viljum ekki láta negla okk-
ur niður og láta halda okkur á ein-
hverjum bás. Eins og aumingja Hall-
dór Laxness sem getur ekki losnað
við kommastimpilinn."
Blm.: „Finnst ykkur stimpiltilhneig-
ingin jafn algeng meðal jafnaldra
ykkar og þeirra sem eldri eru?“
Þór: „Já, jafnvel enn meiri!"
Björk: „Maður gerir þetta svo sem
stundum sjálfur, að lýsa hlut með
einhverjum klisjum í stað þess að at-
huga hann nákvæmlega og lýsa
honum eins og hann er. En það er
grimmt og heimskt að afgreiða hluti
og fólk á þennan hátt."
Þór: „Það sem gerist er að maður er
negldur niður af einhverjum ein-
staklingum eða flokkum sem taka
mann svo í gegn eftir nokkra mán-
uði. Þá þykjast þeir hafa komist að
þeirri niðurstöðu að maður sé and-
þjóðfélagslegur og þar af leiðandi
vondur maður. Þá er ráðist á mann,
t.d. í fjölskylduboði eða á öldurhúsi.
Þá er viðkomandi búinn að vera
með það á heilanum að maður sé
ákveðin týpa af manni og svo stend-
ur maður ekki undir því. Maður er
bara maður, ekki líkneski eða tákn
fyrir einhverjar stefnur."
Björk: „Það er iðulega verið að ráð-
ast á mann á annarra forsendum: af
því að maður er pönkari, eða í
Kukli; aldrei fyrir það sem maður er
sem einstaklingur."
Þór: „Aldrei út frá persónuleika-
einkennum heldur básum."
Blm.: „Ég vona að ég geri mig ekki
seka um sama glæp með því að
segja að mér virðist þið ósköp
venjulegt einstaklingshyggjufólk?"
Þór: „Það á alla vega illa við mig að
vera talsmaður einhverrar stefnu.
Súrrealistar eru ekki flokkur,
súrrealisminn er frekar spurning
um lífsstíl og ákveðið viðhorf til
lista, þótt listfræðingar hafi nátt-
úrulega viljað spyrða súrrealista
saman í flokk með ákveðna
„stefnu"."
Blm.: „Eruð þið á móti ríkjandi
hefðum almennt?"
Tek ekkert sem gefið
Þór: „Mér finnst alla vega jákvætt
að ég skuli ekki taka neitt sem gefið.
Að því leyti er ég kannski öðru vísi
en ég held að allir hinir séu. Kannski
er ég sjálfur sekur."
Blm.: „Er þetta ekki bara spurning
um heilbrigðan efa?“
Þór: „Sjálfsagt er það það."
Björk: „Ég er ekki tilbúin til að lýsa
því yfir að ég sé á móti hinu og
þessu. Mér finnst bara að maður eigi
að meta hvert einstakt tilfelli fyrir
sig." __
Þór: „Ég geri þá kröfu til mín að sjá
alla hluti dálítið einangrað, út frá því
sem þeir eru. Einbýlishúsabygging-
ar eru t.d. ekki slæmar yfir línuna.
Þær geta verið það hjá Jóni af því að
hann ræðst í þetta á truflaðan hátt,
en eðlileg þróun hjá Bjarna. Auðvit-
að byggir maður einbýlishús ef
maður hefur tækifæri til þess."
Blm.: „Hvers væntið þið af lífinu?
Hvernig sjáið þið framtíðina fyrir
ykkur? Haldið þið að Amý reynist
sannspá?"
Björk: „Ég veit bara hvernig næsta
ár verður, ég hef þurft að skipu-
leggja það af hagkvæmnisástæð-
um.“
Þór: „Ég vænti þess bara að ég deyi
saddur lífdaga og ánægður með
mitt og ég held að allt gangi upp
sem ég ætla mér. Ég efast ekkert um
það. Ég vænti þess að ég muni eign-
ast mörg börn og geti leyft mér að
ferðast þegar mig langar til.“
Björk: „Eg vona bara að ég mis-
skilji sjálfa mig ekki alvarlega. Ég
14 HELGARPÖSTURINN
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart