Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 40
iLieikhúsráð Akureyrar hefur
ákveðið næsta leikhússtjóra Leikfé-
lags Akureyrar en Signý Pálsdóttir
lætur af því starfi í vor. Fimm Um-
sóknir frá sex aðilum bárust og ósk-
uðu fjórir nafnleyndar. En það voru
einmitt hjúin sem sóttu sameigin-
lega um og undir nafni sem hlutu
hnossið. Hlín Agnarsdóttir og
Hafliöi Arngrímsson sóttu um
stöðuna í sameiningu og í gær-
kvöldi, miðvikudag, komst leikhús-
ráðið endanlega að niðurstöðu og
ákvað að bjóða þeim starfið. Hlín er
reyndar gamall penni Helgarpósts-
ins og leikhúsgagnrýnandi blaðsins.
Við óskum henni og Hafliða til ham-
ingju með starfið og farsældar í
verkefnum Leikfélagsins fyrir norð-
an. . .
að ku vera mesti rnunur að
sitja í stjórn Landsvirkjunar. Setu
þar fylgja ýmiss konar ferðalög.
Fyrir nokkrum vikum var stjórnin
stödd á Akureyri og gisti á Hótel
KEA. 1 nýja hluta hótelsins er komin
hin veglegasta svíta í stíl meiri háttar
hótela og auðvitað þótti hún henta
stjórn Landsvirkjunar til funda-
halda. Eftir því, sem við vitum best
hljóðaði reikningurinn upp á einar
litlar 800 þúsund krónur.. .
M
■ V ■ikillar oanægju gætir
meðal félaga í Bandalagi jafnaðar-
manna vegna þeirrar ákvörðunar
Stefáns Benediktssonar alþingis-
manns að láta flokka sig með hægri
sinnuðum þingmönnum á vettvangi
Norðurlandaráðs. Petta gerði Stefán
í blóra við vilja landsnefndar BJ,
sem rætt hefur málið. Þá hafa menn
áhyggjur af því, að Stefán sé ekki
nógu heill í samstarfi innan banda-
lagsins og halli sér fullmikið að
Kristófer Má og Valgerði Bjarna-
dóttur, enda hefur Kristófer gefið
Stefáni góða einkunn í blaðavið-
tali. ..
l aprílbyrjun rennur út frestur til
að sækja um starf útvarpsstjóra á
Akureyri. Þegar er farið að kvisast
út að ólíklegustu menn muni sækja
um stöðuna. Helgarpósturinn sagði
frá því nýlega að væntanlega myndi
Erna Indriðadóttir, fréttamaður
RÚVAK sækja um og þykir sigur-
strangleg. Nú hafa ný nöfn bæst á
40 HELGARPÓSTURINN
listann yfir umsækjendur sem þykja
líklegir til að sækja um. Þannig höf-
um við heyrt að Stefán Jökulsson
sé að íhuga að sækja um stöðuna og
eins hefur nafni Hjartar Pálssonar
fyrrverandi dagskrárstjóra Útvarps-
ins verið fleygt í þessu sambandi. Þá
er ekki talið loku fyrir það skotið að
Olafur Torfason sem unnið hefur
við RÚVAK og er fréttamaður sjón-
varpsins á Akureyri, muni sækja um
útvarpsstjórastöðuna fyrir norð-
i
byrjun þessa mánaðar opinber-
aði Flokkur mannsins tillögu upp-
stillingarnefndar í Reykjavík um
skipan 15 aðalmanna og 15 vara-
manna fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar og greindi jafnframt frá því að
efnt yrði ti! könnunar meðal félags-
manna um tillöguna. Nú hefur FM
birt endanlegan lista eftir að hafa að
eigin sögn gert könnun „meðal
2.700 félagsmanna flokksins í
Reykjavík".
Ein athyglisverð breyting varð á
lista FM eftir skoðanakönnun þessa.
Síðastur á listanum er nú tilnefndur
enginn annar en Sigurður A.
Magnússon, rithöfundur, öllum til
mikillar furðu. Að vísu flokkast SAM
í hóp pólitískra ævintýramanna og
hefur alltaf verið óflokksbundinn.
Hann hefur þó verið stimplaður
ýmsum flokkum; var stimplaður
sjálfstæðismaður þegar hann vann
við Lesbók Morgunblaðsins, stimpl-
aður Framsóknarflokknum þegar
hann vann við Samvinnuna og
gjarnan talinn Allaballi vegna and-
stöðu sinnar við veru varnarliðsins
hér.
Tilkoma SAM á lista Flokks
mannsins skýrist ef til vill helst á því
að um ættartengsl er að ræða, þar
eð svili hans og tengdasonur eru
. báðir á lista FM. . .
A
A
A G A
ÆÐISLEGIR PÍTURÉTTIR SEM KITLA BRAGÐLAUKANA
PÍTU-HÚ5IÐ Iðnbúð 8 Garðabæ — Sími 611290