Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 24
Bjarnfríður Leósdóttir fv. formaður verkalýðsmólaróðs Alþýðu-
bandalagsins segir verkalýðsforystuna komna ó móla hjó ríkisstjórninni
MÉR LEIÐILLA í
ALÞÝDIIBANDALAGINU
Valdatíð Ásmundar Stefánssonar
mesta niðurlægingarskeið íslenskrar
verkalýðshreyfingar — Flokksforystan
stofnaði skuggaráðuneyti
Sunnudaginn 9. mars stdasllidinn
sagði sig ,úr Alþýðubandalaginu
Bjarnfríður Leósdóttir formaður
uerkalýðsmálaráðs Alþýðubanda-
lagsins ásamt fjórum öðrum kon-
um. Þetta gerðist á fundi uerkalýðs-
málaráðsinsað uiðstöddum Svavari
Gestssyni, Asmundi Stefánssyni og
mörgum öðrum. Aðdragandinn er
langur og á rœtur sínar í sögu Al-
þýðubandalagsins, í sögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar og síðast en
ekki síst í sögu Bjarnfríðar Leósdótt-
ur sjálfrar. Helgarpósturinn skrapp
upp á Skaga þar sem Bjarnfríður
hefur búið alla tíð, til að forvitnast
um ástœður ársagnarinnar.
„Úrsögnin á sér aðdraganda. Mér
hefur fundist að á undanförnum ár-
um hafi flokkurinn ekki staðið sig
sem verkalýðsflokkur og það hygg
ég að hafi verið fyrst og fremst
vegna þess að hann hefur tengst allt
of mikið þeirri forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar sem nú er við
völd og sú forysta veldur ekki hlut-
verki sínu. Pólitísk og fagleg verka-
lýðsbarátta er nauðsynleg en þá
verður það að vera til farsældar fyr-
ir alþýðuna í landinu. Mér finnst að
ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar sé
mikil, það er engin hreyfing í land-
inu sem ber eins rnikla ábyrgð. Og
ég hef lýst vantrausti á forystuna og
ég mun halda áfram að gera það á
meðan hún ekki snýr við."
Verkalýðsforystan hefur
ekkt staðið sig í stykkinu
„Ég les það núna í gegnum frétta-
bréf kjararannsóknarnefndar að
konur í verkalýðsstétt séu komnar
niður fyrir taxtana, lægstu taxtana,
þannig að fyrir konu þýðir ekki ann-
að en mótmæla þessu. Ég vil ekki
þurfa að vera að afsaka það sem er
fjarri mínum hugsjónum og mínu
eðli og ég vil ekki sjá ævistarf mitt
ónýtt. Ég er vaxin upp úr verkalýðs-
stétt og mér finnst að ég hafi barist
hörðum höndum við að ná efna-
hagslegu sjálfstæði en mér sýnist að
það eigi að hrifsa það af okkur öll-
um.
Ég vil meina það að verkalýðsfor-
ystan hafi ekki staðið sig í stykkinu.
Núna knýr hún fram samþykki á
þessum samningum í hverju félag-
inu á fætur öðru með svipuna á lofti.
Það er sagt við fólk að ef það sam-
þykki ekki þá verði þetta svona og
svona, þannig hafði Ásmundur
Stefánsson það hér á fundi í verka-
lýðsfélaginu, hann ógnaði fólkinu.
Hann og formaður verkalýðsfélags-
ins ógnuðu fólki til að samþykkja
samningana en ég hygg að meiri-
hlutanum hafi verið það þvert um
geð. Áður hræddist fólk atvinnurek-
endur en núna hræðist fólk sína eig-
in forystu."
Þeir hafa tekið sér völd
„Samtryggingin er orðin alger.
Og í þessum samningum var verka-
lýðsforystan fyrst og fremst að
semja fyrir atvinnurekendur, ekki
fyrir verkafólk, því almenningur étur
ekki þessa bíla. Þegar Alþýðu-
bandalagið sem flokkur samþykkir
þessa vitleysu inná Alþingi til þess
að falsa vísitöluna þá er ekki lengur
hægt að leita skjóls hjá flokknum.
Það sýnir að hann hefur gert stefnu
verkalýðsforystunnar að sinni. Er
ekki verið að undirbúa nýja við-
reisnarstjórn? Þurfa þeir ekki á
styrk íhaldsins að halda? Annars
veit ég ekki hvað þeir eru að hugsa,
ég veit bara að þingmennirnir fara
ekki eftir samþykktum hins al-
menna alþýðubandalagsmanns, sú
kjaraályktun sem var samþykkt á
landsfundinum er ekki í þessum dúr.
Þeir hafa því tekið sér völd og það
stangast á við vilja almennings í Al-
þýðubandalaginu.
Þetta er skortur á lýðræði. Mér er
það ákaflega þungbært að hafa
þurft að segja mig úr flokki sem
ég hef verið í frá því hann var stofn-
aður og alla tíð hef ég gegnt trúnað-
arstörfum fyrir flokkinn. Þær hug-
sjónir sem ég hafði og hef, eru ekki
í þeim dúr sem t.d. þessir kjara-
samningar eru og fela í sér.
Við gengum auðvitað úr Alþýðu-
bandalaginu vegna þess að allt það
sem við vorum búnar að gera og
búnar að móta er látið afskiptalaust.
Þegar við byrjuðum í stjórn verka-
lýðsmálaráðs lögðum við upp með
það mottó að verkalýðshreyfingin
skyldi ráða tekjuskiptingunni og þá
auðvitað alþýðunni í hag, en það
hefur gengið svo langt fram sem
raun ber vitni, það er búið að festa
láglaunastefnuna í sessi og það er
hlálegt og um leið sorglegt að vera
að skrifa undir samninga þar sem
fara á eftir töxtum sem allir viður-
kenna að duga ekki einu sinni fyrir
nauðsynlegasta lífsviðurværi. Og
það er hópur af fólki sem verður að
lifa af þessum töxtum, aðallega kon-
ur. Launaskriðið kemur ekki til
kvenna og undanfarnir samningar
eru ekki til þess að hækka þær í
!aunum.“
Ég fyrirlít
verkalýðshreyfinguna
„Auðvitað er verið að drepa alla
verkalýðsbaráttu, verkalýðsforyst-
an hefur ekkert vald á kjörunum,
hún er að semja um taxta sem allir
vita að ekki er hægt að lifa af og fólk
samþykkir vegna þess að það nær
sér í laun á annan hátt, með yfir-
borgunum, gegndarlausri vinnu
o.fl. Þetta verður þess valdandi að
hér verður í framtíðinni einhver
vinnulýður, ómenntaður og kannski
vannærður, og hart að þurfa að
horfa uppá þetta í landi með svo
miklar þjóðartekjur. Það á að vera
hægt að búa öllum góð lífsskilyrði.
Ég fyrirlít þetta, ég er farin að fyrir-
líta þessa verkalýðshreyfingu og ég
fyrirlít ríkisstjórnina, þegar ég horfi
á framámenn þjóðarinnar fyllist ég
fyrirlitningu á þeim.
Verkalýðshreyfingin sem ætti
að vera aðal stjórnarandstaðan er
komin á mála hjá stjórninni og binst
undir kjararánið en þeir sem eru að
skrifa undir þessa samninga myndu
ekki bera það við að framfleyta sér
eftir töxtunum. Forystan er komin
langt frá umbjóðendum sínum og
hún rekur fólk á undan sér einsog fé
sem hún getur ráðið yfir og skipað
fyrir verkum. A.m.k. á þeim fund-
um sem ég hef verið á þar sem þess-
ir samningar hafa verið samþykktir,
er fólk rekið áfram, fólk fær ekkert
að vita og stendur frammi fyrir
gerðum hlut. Það treystir ekki for-
ystumönnum til eins eða neins og
oft held ég að fólk sé fegið að þeir
séu hættir þessu til að þeir sem að
það geta geti farið að semja fyrir sig.
Hinir verða að sætta sig við það. Eg
held að það þyrfti að bera þessa for-
ystu út, bara hreinlega að bera hana
út.“
Forystan er
í fílabeinsturni
„Ég hygg að það verði að fara aft-
ur að vinna grasrótarstarf, og það er
einmitt það sem ég er núna að starfa
við í Samtökum kvenna á vinnu-
markaði. Þar koma upp raddir um
að nú þurfi að fara að brjóta upp
verkalýðshreyfinguna og stofna
frjálsa verkalýðshreyfingu. Á Is-
landi er ekki frjáls verkalýðshreyf-
ing, hún er það í orði en ekki á
borði. Forystan er komin inn í ein-
hvern filabeinsturn og hefur ekki
samskipti við fólk, hinn almenna
félagsmann. Forystan' veit ekkert
um líðan fólks, veit ekkert um kjör
þess. En ég ásaka fólkið um leið fyr-
ir að láta bjóða sér þetta, fólk hefur
flotið sofandi að feigðarósi, það hef-
ur treyst apparatinu alltof mikið.
Þessi forysta sem nú er reynir ekki
að ná til fólksins.
Fólk er að verða afskaplega hrætt
um afkomu sína en er ekki ennþá
nægilega hrætt til að gera eitthvað.
Það hlýtur að koma að því, ef til vill
ekki fyrr en hin klassíska öreigastétt
er aftur komin á Islandi, þegar al-
menningur er búinn að missa allar
eigur sínar. Undanhaldið hófst þeg-
ar þessi ríkisstjórn tók við völdum
og það hefur verið rekið skarpt,
fyrst og fremst af ríkisstjórninni en
líka af verkalýðshreyfingunni.
Ég get ekki lengur verið með í
flokknum því þær forsendur sem ég
hafði til að vera þar eru brostnar,
þær eru brostnar þegar þeir menn
sem ráða ferðinni eru farnir að taka
sér óhóflegt vald. Og ég vil ekki
taka ábyrgð á þessu. Ég er ekki
málamiðlunarmanneskja og ég
sættist ekki á þetta og þess vegna
verð ég að finna mér annan vett-
vang. Þetta er mér mikill léttir því
mér er búið að líða mjög illa í
flokknum undanfarin ár. Það er létt-
ir að þurfa ekki að telja mig ábyrga
fyrir einhverju sem ég vil ekki bera
ábyrgð á, því það er gegn mínum
hugsjónum sem hafa verið kaffærð-
ar í flokknum. Ég hef aldrei þegið
laun fyrir mín störf og ég er fegin
því að ég skuli ekki hafa fest mig
fjárhagslega og hafi getað verið
einsog frjáls manneskja og ég fer
sem frjáls manneskja."
Mér var neitað um
að koma á fund
„Formennska í verkalýðsmála-
ráði var mín úrslitatilraun í flokkn-
um og ég var kosin af hinum al-
menna alþýðubandalagsmanni. En
það var eyðilagt því forysta verka-
lýðshreyfingarinnar var ekkert með
þessu almenna fólki. Flokksforystan
hætti líka að vilja vera með þessu
fólki og fór að fara á fundi og stofn-
aði ráð á bak við verkalýðsmálaráð-
ið, ráð sem var kallað skuggaráðu-
neytið. Eftir landsfundinn sl. haust
var hætt að boða mig á fundi í fram-
kvæmdastjórn flokksins en einmitt
á þeim landsfundi hóf verkalýðsfor-
ystan innreið sína i framkvæmda-
stjórn og meðan verið var að fjalla
um þessa samninga var að sjálf-
sögðu ekki hægt að boða mig, mér
var neitað um að koma á fund. Ef Al-
þýðubandalagið hreinsar sig ekki af
þessari forystu þá eiga fleiri en ég
eftir að fara úr flokknum. Það þarf
að breyta til í forystunni, þetta eru
orðnir svo miklir kerfiskarlar. Það
er bara Guðrún Helgadóttir sem
ekki samþykkir lögin sem eiga að
vera forsendur þessara samninga.
Á landsfundinum var mér fylli-
lega ljóst að dagar mínir í flokknum
voru taldir. Þegar ég sá að gamla
flokksforystan sem er runnin uppúr
gamla sósíalistaflokknum óg
kommúnistaflokknum hafði náð
saman við verkalýðsforystuna varð
mér þetta Ijóst. Þessi hópur og lýð-
ræðishópurinn svokallaði hafa völd-
in og á landsfundinum var samið
um jafntefli og eins í forvalinu í
Reykjavík. En einsog er stendur lýð-
ræðishópurinn verr gegn samein-
aðri flokksforystu og verkalýðsfor-
ystu. Lýðræðishópurinn er eina
vonin. Því miður er ég ekki bjartsýn
á að hann nái yfirtökunum en það
er eina vonin fyrir flokkinn. Þessi
forysta í flokknum er afturhald og
hún heldur völdunum. Þetta sést vel
á Þjóðviljanum, þar er líka barist.
Að flokksforystan skyldi með þegj-
andi samkomulagi þola vítur á Þjóð-
viljann af hendi Guðmundar J. og
Dagsbrúnar þegar blaðið horfði
með gagnrýnum augum á samning-
ana og lá ekki hundflöt fyrir þessari
verkalýðsforystu, lýsir ástandinu
vel.“
Flokkurinn hefur
verið afvegaleiddur
„Það er sorglegt til þess að vita ef
valdatíð Ásmundar Stefánssonar,
núverandi forseta ASÍ, verður ef til
vill mesta niðurlægingarskeið ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar, því
hann er fyrsti forseti ASÍ sem er al-
þýðubandalagsmaður. Það var brot-
ið blað þegar Alþýðubandalagið hóf
samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og
studdi Björn Þórhallsson til varafor-
manns. Áuðvitað er verkalýðshreyf-
ingin pólitísk og núna hefði verið í
lófa lagið fyrir verkalýðshreyfinguna
að koma þessari rikisstjórn frá.
Þetta samkrull við íhaldið er að
skila sér núna í niðurlægingunni.
Flokkurinn hefur verið afvega-
leiddur af þeirri verkalýðsforystu
sem nú er við völd og þáttaskilin
verða þegar ákveðið er að fara í
samstarf við íhaldið. Þessi forysta
var styrkur ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsens og hún er líka styrkur
núverandi ríkisstjórnar. Hún styrkir
íhaldið. Það er þetta sem er að fella
bæði Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkinn, þeir eru að verða of borg-
aralegir. Þegar verkalýðsflokkur
hverfur frá uppruna sínum deyr
hann.
Það er sorglegt, að þegar Alþýðu-
sambandið er 70 ára og Alþýðu-
flokkurinn líka, eru báðar þessar
hreyfingar bitlausar og einnig Al-
þýðubandalagið. í framtíðinni hef
ég hugsað mér að starfa innan Sam-
taka kvenna á vinnumarkaði," segir
Bjarnfríður Leósdóttir.
iTexti og mynd: G. Pétur Matthíasson
24 HELGARPÓSTURINN