Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 20
A stjórnarfundi 1 Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni Kletti hf. í Reykjavík gerðist það, að Davíð Oddsson borgarstjóri var kosinn stjórnarformaður í stað Ingvars Vilhjálmssonar ísbjarnarföður. Kemur þetta víst til út af yfirtöku Granda hf. á eignum Isbjarnarins eftir samningana við Bæjarútgerð Reykjavíkur. Sonur Ingvars, Vil- hjálmur Ingvarsson, náði heldur ekki í nægan atkvæðafjölda til að tolla í stjórninni. Þessu mun Vil- hjálmur hafa tekið mjög illa, en hann hefur reynt hvað hann getur til að fá forstjóratitil í Kletti og koma Jónasi Jónssyni frá, en hann hef- ur verið fðVStjóri fyrirtækisins und- anfarna áratugi... eir ísbjarnarbræður Vil- hjálmur og Jón Ingvarssynir voru stórskuldugir þegar gengið var frá sameiningu ísbjarnarins og BÚR. Meðal annars skulduðu þeir BP um 130 milljónir króna. Um þessa skuld tókst þeim að semja með því að láta af hendi hlutabréf í Granda hf. Raun- ar þykir BP mönnum þetta heldur léleg greiðsla, en tóku þessu fremur en að eiga á hættu að þurfa að af- skrifa skuldina með öllu... E^ftir að Grandi hf. varð til varð ísbjörninn að segja sig úr Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, en þar er Jón Ingvarsson ennþá stjórnarfor- maður. Þykir mörgum útgerðar- manninum það harla einkennilegt, að Jón haldi því sæti eftir úrsögn Is- bjarnarins úr SH. Er nú kominn kurr í helstu útgerðaraðila vegna þessa og þykir sumum aldeilis nóg kom- ið. . . || ■ Hér er smásaga úr kerfinu. Ung kona sem fær mæðralaun og barnsmeðlag frá Tryggingastofn- un ríkisins hefur haft þann háttinn á að láta peningana renna beint frá Tryggingastofnun inn á sparisjóðs- bók. Á dögunum tilkynnti hún til stofnunarinnar þá breytingu, að framvegis skyldu peningarnir renna inn á tiltekinn ávísanareikning. Síðan fór hún að skrifa út ávísanir, en ekki leið á löngu þangað til hún fór að fá tilkynningar um að hún hefði yfirdregið á ávísanareikningn- um. Þegar betur var að gáð kom í ljós, að Tryggingastofnun hélt áfram að senda meðlagið og mæðralaunin inn á sparisjóðsbók, en ekki ávís- anareikning, eins og óskað hafði Auk hinnar margrómuðu þjónustu, sem ásamt hlýlegu umhverfi og fjölbreyttum matseðli hafa aflað veitingahúsinu svo mikifla vinsælda, eykur AmarhóII enn víð umsvif sín. Víð hinn almenna veitingarekstur hefur berlega komið í Ijós að margir afviðskíptavinum Amarhóls hafa brýna þörf fýrir aðstöðu til Iokaðra funda og samkvæma. Tíl þess að koma til móts við þessar þarfir gesta sinna hafa aðstandendur Amarhóls ákveðið að veita þessa þjónustu og eins og alltaf þegar AmarhóII er annars vegar sítur {jölbreytnin í fýrirrúmi. Að aflokinni hagræðingu á salarkynnum veitingastaðarins getur Amarhóll nú boðið fjölbreyttum hópi viðskiptavina sinna margvíslega þjónustu. KLÚBBAR FÉLAGASAMTÖK FYRIRTÆKI AmarhóII býður ykkur aðstöðu til fastra hádegísverðafunda jafnt sem einstakra og einnig einkasamkvæma. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Smærri hópa (frá 10 manns) hádegi og kvöld alla vírka daga(í koníakssal). EINKASAMKVÆMI ~ Stórar veislur jafnt sem smáar. Sama hvert tilefnið er, brúðkaup, afmæli, fermíngar, próflok, AmarhóII annar öllu. ARNARHÓLL BÝÐUR AÐSTÖÐU FYRIR: Stærri samkvæmi (allt að 100 manna matarveislur og 200 manna hanastél tíl kl. 18.00) hádegi laugardaga og sunnudaga. Gestir utan af landi - Ópera-Leikhus_________________ AmarhóII tekur á móti hóppöntunum óperu- og leikhúsgesta utan af landi. verið eftir. f bankanum þurftu menn meira að segja að stofna nýja bók, því konan hafði látið eyðileggja þá gömlu. í framhaldi af þessu tók kon- an sig til og kannaði málið hjá Tryggingastofnun og spurði hvernig í ósköpunum stæði á þessari vit- leysu. Og þá voru kerfisþrælarnir ekki lengi að taka við sér. Þeir vís- uðu hreinlega hver á annan og út- koman var sú, að enginn virtist bera ábyrgð á mistökunum.. . ■r ■ ^Ékosningum háskólanema til Stúdentaráðs lauk með sigri vinstri manna eins og fram hefur komið í fréttum. Vinstri menn unnu mann, umbótasinnar töpuðu manni og minnstu munaði að Vökumenn töp- uðu manni enda biðu þeir afhroð í kosningunum. Eftir úrslit kosning- anna fóru háskólamenn á ærlegt fyllerí eins og vera ber. Umbótasinn- ar héldu sína kosningahátíð í Gauk á Stöng, vinstri menn völdu Stúd- entakjallarann (sem reyndar hefur hætt starfsemi sinni en opnar fyrir einkasamkvæmi) en Vökumenn völdu hinn rétta stað, Kreml. Drukku nú menn sem stífast á öllum stöðunum þremur. Hins vegar lok- aði Gaukurinn fyrstur og er umbóta- sinnar römbuðu út um miðnætti, biðu leigubílar með útsendurum vinstri manna sem buðu þeim frian akstur á hátíðina í stúdentakjallar- anum. Voru forystumenn vinstri manna fyrir leigubílunum, eins og t.d. Guðmundur Audunsson. Þetta þótti nokkuð snjall leikur og fóru flestallir umbótasinnar í veislu vinstri manna. Leið nú á nóttina og voru orðnir allreifir. Var það þá sam- eiginleg ákvörðun vinstrj manna og umbótasinna að heilsa upp á Vöku- menn í Kreml því enn var sá staður opinn. Þegar þangað var komið, voru Vökumenn fáir og daufir enda höfðu kosningarnar ekki verið þeim í hag. Aðkomumenn hresstu hins vegar upp á deyfðina með rauðum fánum og munu umræddur Guð- mundur Auðunsson og Björk Vil- helmsdóttir formaður stúdenta- ráðs hafa haldið á slíkum veifum. Sáu þá Vökumenn rautt og mun hafa komið til talsverðra stimpinga á staðnum, þótt ekki hafi hlotist nein meiðsl af. En þannig getur nú stúd- entapólitíkin artað sig... G„kk,_sls HELLAS er orðið nokkuð þekkt fé- lag á höfuðborgarsvæðinu. í því eru margir Grikklandsvinir og unnend- ur grískrar menningar. Nú hyggst fé- lagið efna til aðalfundar og árshátíð- ar á Hótel Esju (annarri hæð) mið- vikudaginn 26. mars í tilefni af þjóð- hátíðardegi Grikkja daginn áður. Hefst aðalfundurinn kl. 19 og verð- ur helgaður venjubundnum störf- um. Síðan verður grískur matur snæddur og ýmis skemmtiatriði á boðstólum. M.a. mun íslenskt tríó leika bouzouki-tónlist. Rúsínan í pylsuendanum er þó kynning á þriggja vikna menningarferð félags- ins til Grikklands í sumar, en um 40 manns hafa skráð sig í ferðiria. Far- arstjóri verður Sigurður A. Magnússon, formaður félagsins, en við höfum heyrt að ef meira en 50 manns skrá sig í ferðina verði bætt við öðrum fararstjóra. Við höf- um einnig heyrt að ferðakostnaður verði óvenjulágur, eða aðeins 50 þúsund krónur á mann fyrir alla ferðina og er þá allt innifalið. Mun þetta Iága verð vera afrakstur beinna samninga félagsins við gríska aðila og munu margar ferða- skrifstofur hérlendis vera svekktar að hafa misst af þessum væna bita... PARKET Einu sinni enn er Tarkett-parket í far- arbroddi í parket-framleiöslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn risp- um en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viðhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket-markað- inum. Harðviðarval h/f Krókhálsi 4 sími 671010 20 HELGARPÓSTURINN "h

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.