Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 6
rvendur jaki kemur víða við þessa dagana og hefur nánast allt á hornum sér. Nú eru hann og Steingrímur Hermannsson farnir að rífast um hver hafi átt frumkvæði að samningunum og lét Guðmund- ur framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands álykta sem svo, að það væri tilhæfulaus, póli- tískur áróður, að Steingrímur hefði átt frumkvæðið. Þá vitum við það. Þá er það að segja af Guðmundi Joð, að á miðvikudaginn birti hann heii- síðugrein í málgagni sínu, Þjóðvilj- anum, þar sem hann ræðst með harkalegum hætti að Óskari Guö- mundssyni ritstjórnarfulltrúa blaðsins vegna viðtals, sem Þjóðvilj- inn átti við eiginkonu Óskars og varaformann Alþýðubandalagsins, Kristínu Ólafsdóttur. Þykir Guð- mundi, sem Þjóðviijinn hafi snið- gengið sig og sína illilega. . . E lins og fram hefur komið í fréttum varð Freyr Ófeigsson bæj- arfulltrúi á Akureyri efstur í próf- kjöri Alþýðuflokksins þar í bæ. Ann- ar varð Gísli Bragi Hjartarson múrari og athafnamaður og er það spá manna, að Gísli Bragi muni laða töluvert fylgi að listanum. Hann er vel liðinn á Akureyri og segja sumir, að hann muni ná kjöri sem bæjar- fulitrúi, en núna hafa kratar aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn. Þess má geta, að synir Gísia eru engir aðrir Endurskinsmerki á allarbílhurðir en Alfreð handboltahetja hjá Essen og Gunnar Gísiasbn landsliðsmað- ur í knattspyrnu... Þ jóðviljinn hefur legið undir ámæli fyrir að hafa birt einhliða fréttir af nýgerðum kjarasamning- um og blaðið verið harla neikvætt. Þá hefur Guðmundur Joð móðgast þar sem blaðið hafi ekki rætt við sig eða „rétta" aðila, heldur verið ,,flóð- opið" fyrir hatursmönnum forystu verkalýðsins. En á miðvikudag ger- ir Þjóðviljinn yfirbót, ef yfirbót skyldi kalla, því á forsíðu blaðsins er birt mynd af Ásmundi Stefáns- syni, Guðmundi, Karli Steinari Guðnasyni og Guðríði Elíasdótt- ur, þar sem þessi hópur leggst nán- ast í duftið fyrir framan Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra með blómvönd handa ,,vini“ verkalýðs- ins. Afhending blómvandarins hef- •ur orðið til þess, að menn hafa rifjað upp hvernig Guðmundur Joð fékk jaka-viðurnefnið. Það var þegar hann sem ungur verkalýðsforkur þótti standa sig með mikilli prýði í kjaradeilum, sem urðu árið 1955. En nú á því herrans ári 1986, þegar fjórðungur íslendinga lifir undir fá- tæktarmörkum og Guðmundur gengst fyrir afhendingu blómvand- ar til íhaldsráðherra, hefur Guð- mundur fengið nýtt viðurnefni. Nú er hann kallaður Guðmundur Blómkvist. . . Verðlagið hjá okkur strax á hraðri niðurleið Nú eru gjafavörurnar verulega ódýrar! Við erum fylgjandi öllum aðgerðum, sem lækka verðbólgu, skapa síöðug- leika og gefa fyrirheit um betri afkomu. Við lækkuðum strax verð á öllum þeim vörum sem taka tollabreytingum. Við göngum skrefi lengra og lækkum verð meir en tollabreytingum nemur á fjölda vörutegunda. Áður 8.900.- Dæmi um verð fyrr og nú: Áður 6.900.- Áður 1.480.- Áður 2.980.- Áður 4.980.- Áður 1.990.- Áður 8.650.- Áður 5.980.- Verslunin PFAFF Borgartuni 20 Hrífandi stadur í hjarta borgarinnar T RYGGVAGOTU 26 BORÐAPANTAMR í SÍMA 26906 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.