Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR Carmen Háskólabíó: Carmen ★★★ Frönsk/ítölsk. Árgerö 1983. Framleiöandi: Patrice Ledoux. Leikstjórn: Francesco Rosi. Handrit: Francesco Rosi og Tonino Guerra. Kvikmyndataka: Pasqualino de Santis. Tónlist; Georges Bizet. Flytjendur: Kór og barnakór Radio France, Orchestre National De France undir stjórn Lorin Manzel. Aöalhlutverk: Julia Migenes Johnson, Placido Domingo, Ruggero Raimondi, Faith Esham, Susan Daniel o.fl. Það er með eindæmum hversu ofarlega Carmen hefur verið í huga evrópskra leik- stjóra á síðari árum. Þessi 110 ára gamla ópera Bizets, sem byggir á samnefndri skáld- sögu Prosper Mérimée frá árinu 1847, virðist á einhvern hátt höfða svo sterkt til tíðaranda okkar eigin samtíðar, að á allra síðustu árum hafa ekki færri en fimm mismunandi útgáfur af henpi verið kvikmyndaðar. Fyrir utan þá útgáfu Francesco Rosis, sem reykvískum óperu- og kvikmyndaunnendum gefst nú færi á að berja augum í Háskólabíói, þá hafa Jean-Luc Godard, Carlos Saura og Peter Brook gert sína útgáfuna hvér, og síðan hafa frændur okkar Svíar ekki látið sinn hlut eftir liggja, því á árinu 1983 gerði Claes Fellbom ágæta kvikmynd eftir meistarastykki Bizets í samvinnu við sænsku Alþýðuóperuna (Folkoperan). Það er í sjálfu sér ekkert nýmæli að þessi magnþrungna saga Mérimées sé kvikmynd- uð, því einvörðungu frá tímum þöglu kvik- myndanna eru þekktar ekki færri en tíu mis- munandi útgáfur af verkinu. Sjálf óperan hefur hinsvegar fram á allra síðustu ár verið fremur sjaldséð fyrirbrigði á hvíta tjaldinu, og er Carmen Jones frá árinu 1954 í raun eina markverða tilraunin, sem gerð var í þá átt. Og er það reyndar mesta furða, því þetta stórbrotna verk Bizets hefur flest það til að bera, sem kvikmyndaunnendur um allan heim hvað mest sóst eftir í tímanna rás: dramatíska atburðarás, unaðsríka ást og brostnar vonir, óstjórnlega afbrýðisemi, kvenlegan kynþokka Carmen o.s.frv., o.s.frv. Það sem er einna athyglisverðast við þessa útgáfu Rosis af Carmen (og sem er reyndar einnig einkenni allra hinna fjögurra kvik- myndanna, sem getið var hér að framan) er sú breyting sem oröið hefur á afstöðu manna til atferlismunsturs höfuðpersóna verksins. 1 kjölfar kvenfrelsisbaráttu siðustu áratuga hafa handritshöfundar m.ö.o. hlotið nýjan skilning á afstöðu Carmen til hinnar sjúklegu afbrýðisemi Don Josés í hennar garð. f tím- ans rás hefur Carmen löngum verið tákn hinna illu afla sem dyljast í eðli hverrar konu. .. gerpið, sem sviptir karlpeninginn auðnu og æru og dregur þá á asnaeyrunum á ýmsa miður æskilega glapstigu. í þessum síðari tíma kvikmyndauppfærslum nýtur Carmen meira sannmælis. Hún er m.ö.o. tákn hinnar frjálsu konu, sem (líkt og karl- maðurinn hefur alla tíð verið) er engum háð og fer sínar eigin leiðir óháð duttlungum annarra. Þ.e.a.s. hún er ekki einkaeign Don Josés, sem hann getur ráðstafað að eigin geðþótta, eins og hverjum öðrum búpeningi. Þetta á mannræfillinn, eins og gefur að skilja, ósköp erfitt með að sætta sig við. .. og þar með eru örlög hans ráðin. Hugljúft Regnboginn: Passione d'amore (Ástareldur). ★★★ ítölsk/frönsk. Árgerö 1980. Framleiöandi: Franco Committeri. Leikstjórn: Ettore Scola. Handrit: Ruggero Maccari og Ettore Scola eftir sögu Iginio Ugo Tarchetti. Kvikmyndun: Claudio Ragona. Tónlist: Armando Trovajoli. Aöalhlutverk: Bernard Giraudeau, Valeria D'Obici, Laura Antonelli, Jean-Lois Tritignant, Massimo Girotti, Bernard Blier o.fl. Ettore Scola er á margan hátt sérstæður leikstjóri, og þá fyrst og fremst fyrir þá sök, að hann er hvorki bundinn af þeirri áráttu evrópskra starfsbræðra sinna að skapa sinn persónulega stíl (Antonioni, Resnais, Tanner), né heldur er hann bundinn af hin- um hefðbundnu og fastmótuðu stílbrögðum Hollywood-leikstjóranna, sem ráðast fremur af því hvaða tegund kvikmyndar um er að ræða en af eigin geðþótta höfundar. Fyrir Scola eru listasagan og kvikmyndasagan einna líkastar risastóru bókasafni eða hug- myndabanka og þangað sækir hann inn- blástur og hugmyndir til listsköpunar sinnar. Þrátt fyrir þetta eru kvikmyndir hans engum öðrum líkar, og hingað til hefur mönnum reynst erfitt aö finna nokkurn innbyrðis sam- nefnara í gerð þeirra, sem síðan mætti ganga útfrá við ákvörðun séreinkenna stílbragða hans. Scola er sem sagt síleitandi. Hann reynir mismunandi form og stíl og grípur ófeiminn til þeirrar frásagnarhefðar, sem honum þykir hæfa þeim efniviði sem hann fæst við hverju sinni. í Passione d'amore nýtir hann sér þannig hefðir og venjur hins rómantíska melo- drama-leikhúss 19. aldarinnar, og að auki eru stílbrögð hans í myndinni undir sterkum áhrifum frá Visconti, einkum kvikmynd hans Senso frá árinu 1954. Myndmál kvik- myndarinnar er í senn bæði stórbrotið og einkar hugljúft og það svo, að á stundum jaðrar við hreina væmni. En Scola stígur þó aldrei yfir strikið og er það jafnframt einn helsti styrkur leikstjórnar hans: þ.e. hversu ótrúlega vel honum tekst að halda jafnvægi á milli allra þeirra að því er virðist ósættan- legu mótsagna er hann nýtir sér, hvort sem er í myndmáli eða í leikstíl höfuðpersón- anna. Myndin fjallar um Giorgio Bacchetti (Bernard Giraudeau), sem er höfuðsmaður í riddarasveitum ítalska hersins á miðri síð- ustu öld. Hann er yfir sig ástfanginn af hinni undurfögru Klöru (Laura Antonelli), sem að vísu er gift, en það kemur ekki að sök, þar sem hún er sama sinnis og hann. Þau hittast því oft á laun og njóta ástar hvors annars, þar til að því kemur að riddaraliðssveit Giorgios er flutt frá borginni til landamærahéraðanna og þar með hefst hinn eiginlegi söguþráður þessa undarlega ævintýris Ettore Scola. Eftir að Giorgio hefur tekið við nýju stöð- unni, kemst hann í kynni við hina með ein- dæmum ófríðu Fosca (Valeria D'Obici), sem er systurdóttir ofurstans á staðnum. Hún sækist grimmt eftir ástum höfuðsmannsins unga, en eins og gefur að skilja forðast hann hana eins og heitan eldinn, enda er hann enn í ástarsambandi við Klöru. Þó kemur að því um síðir, að Giorgio tekst fyrir tilstuðlan þráhyggju Fosca að vinna bug á fordómum sjálfs síns (og umhverfisins) gagnvart líkam- legum vanköntum ungfrúarinnar og er þá ekki að sökum að spyrja að hann fellur í stafi yfir þeirri fegurö er persóna hennar hefur yfir að búa undir hinu vægast sagt óhrjálega yfirborði. Undirheimar Stjörnubíó: Subway (Neöanjaröarstööin). ★★ Frönsk. Árgerö 1985. Leikstjórn: Luc Besson. Handrit: Marc Perrier. Kvikmyndun: Carlo Varini. Tónlist: Eric Serra. Aöalhlutverk: Christopher Lambert, Isabelle Adjani, Richard Bohringer, Michel Galabru, Jean-Hugues Anglade, Jean- Pierre Baeri o.fl. Það lítur einna helst út fyrir að svipuð kyn- slóðaskipti séu að eiga sér stað í franskri kvikmyndagerð þessa dagana og upp urðu á teningnum á síðastliðnum áratug í þeirri bandarísku. Hvað sem öðru líður, þá virðast Frakkar ekki eiga í neinum erfiðleikum með að fylla í skörð manna á borð við Francois Truffaut, því út úr kvikmyndaverum þeirra streyma myndir ungra og ferskra höfunda, eftir Ólaf Angantýsson sem ekki virðast eiga í miklum vandræðum með að viðhalda og umbæta þá kvikmynda- hefð er upphófst með nýbylgjunni á sjötta áratugnum. Luc Besson er einn úr hópi þess- ara nýju leikstjóra. Hann er 26 ára gamall, hefur aðeins gert tvær kvikmyndir, en komið þeim frá sér með slíkum sóma að hann er í dag að flestra áliti talinn í hópi virtari leik- stjóra Frakka. Það er fyrst og fremst hinn ungæðislegi ferskleiki kvikmynda Bessons, sem hefur heillað aðdáendur hans upp úr skónum. Myndmál hans er pottþétt, bæði hvað varðar frumleika og hvernig hann byggir á viðtekn- um hefðum frá sér eldri og reyndari meistur- um franskrar kvikmyndahefðar (Godard, Lelouch og einkum Chabrol). Subway hefst með æsispennandi bílaelt-> ingaleik, þar sem Fred (Christopher Lambert) er á flótta undan lífvörðum illa sinnaðs milljónamærings og skúrks. Málið er nefnilega þannig vaxið, að Fred hefur megn- ustu óbeit á lokuðum peningaskápum. Fiann gengur því að jafnaði með nokkra dynamít- stauta á sér í hancfarkrikanum, svo að hann geti sprengt þá í loft upp, ef hann af hendingu skyldi komast í tæri við ófögnuðinn. Nú, það er skemmst frá því að segja, að hann stóðst ekki freistinguna er hann rakst á peninga- skáp í boði hjá ofangreindum milljónamær- ingi. Hann lét því til skarar skríða, en varð það á í óðagotinu að taka með sér mikilsverð skjöl úr skápnum, áður en hann stakk af á bíl eiginkonu títtnefnds milljónamærings. Framangreindum eltingaleik lýkur að sjálf- sögðu með ósköpum.. . niðri í inngangi að einni af neðanjarðarbrautarstöðvum París- arborgar. Fred kemst undan skúrknum á flótta um ranghala brautarstöðvarinnar, og á því ferðalagi sínu kemst hann í kynni við nokkuð kyndugan hóp fólks er byggir þessa undirheima. Það kemur síðan í ljós, að ein meginástæðan fyrir því að hann stal skjölun- um var að fá tækifæri til að hitta eiginkonu milljónamæringsins (Isabelle Adjani) eina að máli, svo að hann gæti tjáð henni ást sína. Þó svo að mjög vel sé staðið að allri tækni- vinnslu myndarinnar, og þó svo að bæði leik- ur og leikstjórn sé með ágætum, þá eru þó vissir brestir í handritsgerðinni. Þannig leys- ist t.d. atburðarásin um of upp undir lokin og endir myndarinnar er í engu samræmi við þau fyrirheit og þá sérstæðu stemmningu sem höfundi hafði tekist að halda út nærfellt alla myndina. Engu að síður er hér um að ræða prýðisgóða afþreyingarmynd og skulu aðstandendum Stjörnubíós hér með þakkir færðar fyrir framtakið. . . að bjóða gestum sínum upp á eitthvað það ferskasta sem evr- ópsk kvikmyndahefð hefur fram að færa þessa dagana. BARNABOKMENNTIR Enn af léttu lesmáli Armann Kr. Einarsson: Hundakofi í paradís Brian Pilkington teiknaöi myndirnar Námsgagnastofnun 1985. Steinunn Jóhannesdóttir: Flautan og vindurinn Teikningar eftir Valgarö Gunnarsson Námsgagnastofnun 1985. Hér eru enn til umfjöllunar bækur úr sam- keppni Námsgagnastofnunar um lesefni handa stirðlæsum. Hundakofi í paradís er handa hinum yngri, en Flautan og vindurinn er unglingasaga; og í sjálfu sér er harla slæmt að þörf skuli vera fyrir sérstaklega létt lesefni handa þeim aldurshóp. Hundakofi í paradís lýsir aðallega tveimur drengjum, bræðrum og heita báðir Jón. Jón litli og stóri til aðgreiningar, og sá eldri gætir hins, meðan mamma þeirra vinnur í búðinni, en faðir þeirra er á togara. Söguþráðurinn er einfaldur. Bræðurnir búa í Þingholtunum og kynnast henni Gullveigu, gamalli konu sem á hund. Garðurinn hennar Gullveigar er paradísin í sögunni, vaxinn kafgresi og þar er gott að leika sér, ekki sízt við hundinn. Faðir drengjanna gefur þeim byssur og púð- urskot þegar hann kemur heim úr siglingu, en slík leikföng eru Salómon Þór og Gull- veigu ekki að skapi, og þeim bræðrum er út- skúfað úr paradís —■ í bili. Síðan gerast ýmsir atburðir sem valda því, að drengirnir jarða byssur sínar, leggja af vopnaburð og öðlast á ný rétt til inngöngu í paradís. Persónusköpun er auðvitað ekki stórbrot- in í svona sögu. Strákarnir eru eins og strák- ar yfirleitt, eldri Jón þó heldur úrræðabetri og hjálpfúsari en almennt tíðkast. Gullveig gamla, mamma og pabbi eru líka eins og fólk er flest. Samt þjónar bókin sínu markmiði, þjálfar 8—9 ára krakka í lestri. Ég hygg að þau grípi þráðinn og þyki sagan jafnvel nokkuð spennandi þótt atburðarásin sé ekki beint trúleg í huga fullorðinna. Og sagan hef- ur þann siðræna boðskap, sem nú um sinn hefur verið haldið á Ioft, að börnum skuli ekki gefin vopn. Brian Pilkington teiknaði myndir í söguna og bregst ekki bogalistin. Steinunn Jóhannesdóttir hefur ekki áður samið bók handa börnum eða unglingum, svo ég viti, en leikrit eftir hana var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum, Dans á rósum og var enginn dans á rósum. Þessi saga gerist í Reykjavik, Breiðholtinu, eina dagstund. „Febrúar. Og það snjóar. Það kyngir niður snjó. Hvít mjöllin er að færa húsin í borginni í kaf. I löngu blokkinni er kona að búa sig af stað í vinnuna. Hún er komin í kápuna og tekur trefil ofan af hillu. Hún vefur treflinum um hálsinn á litlum syni sínum sem stendur kappklæddur úti við dyr. .Þetta er einstæð móðir með tvo syni: Sá eldri, unglingurinn Hlynur, kúrir enn í hlýju rúmi, en dregst þó á fætur og leggur af stað í skólann, en snýr heim undan veðurhamnum. „Þegar hann snýr sér undan vindinum heyrir hann más í annarri manneskju. Hann hrekst undan skaf- renningnum og færist nær hljóðinu. Einhver dettur. Sýpur hveljur og fer að kjökra. Þetta er áreiðanlega stelpa. Hún kallar á hjálp." Og Hlynur hjálpar henni. Þetta var hún Ásta, bekkjarsystir hans. Þau fara heim til hans, tala feimnislega saman, kúra, kela. Og hún leikur á flautu fyrir hann. Þegar veðrinu slot- ar leggur hún af stað heim. Hlynur og Ásta eru andstæður. Hann þarf mikið fyrir lífinu að hafa, þau mæðgin eru eftir Sölva Sveinsson peningalítil og sífellt í vandræðum fjárhags- lega; síminn þeirra var lokaður þennan óveðursdag svo Ásta gat ekki látið vita af sér. Hún býr við betri efni heima hjá sér, foreldr- ar hennar örva hana til dáða. Bæði eru þau Hlynur og Ásta líklega fyrirmyndarungling- ar. Flautan og vindurinn er eins og margar unglingasögur bundin við alls konar vand- ræðagang unglinga. Þeir eru óöruggir með sig, ósjálfstæðir, flestir að minnsta kosti, sí- fellt að leita sér að fyrirmyndum og finna sér verkefni. Ástin á fastan sess í öllum unglinga- bókum og er einungis misjafnt hvernig á málum er tekið. Hlynur er allágengur við þessa nýju vinkonu sína, en hún lætur ekki undan og í bókarlok skilja þau sem vinir, og væntanlega hafa þau hitzt aftur fljótlega. Atburðarásin er ekki mjög fjörleg í þessari bók. Talsverður hluti hennar eru hugsanir Hlyns og vandræðaleg samtöl þeirra skötu- hjúa. Hún er samin á heldur léttu máli, og poppstjörnur dagsins eru á sínum stað. Mér líkuðu vel myndir Valgarðs Gunnarssonar. Þær undirstrika gjarnan smáatriði í textan- um (bls. 27 og 37), og inn í meginmál er skot- ið smámyndum á stöku stað til áréttingar. 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.