Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 9
Þau syngja Gleðibankann í Bergen: Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi
Gunnarsson.
ÞAU FLYTJA GLEÐI-
BANKANN í BERGEN
Aöstandendur Hugmyndar,
Egill Edvardsson og Björn Björns-
son hafa valid þrjá söngvara til ad
flylja Gledibankann í Bergen 3.
maí í sönglagakeppni sjónvarps-
stödva í Evrópu. Flytjendur verda
þau Pálmi Gunnarsson, Eiríkur
Hauksson og Helga Möller. ffrétta-
tilkynningu frá Hugmynd segir
m.a.:
„Flutningur Iagsins er ekki ein-
skorðaður við þrjár mínútur 3.
maí. Þeir, sem til flutningsins velj-
ast taka að sér viðamikið verkefni
fyrir sjónvarpið, sem stendur yfir í
tvo mánuði, þar er bæði um að
Steinar Berg, Jón Gústafsson og
Finnur Torfi Stefánsson. í nefndum
keppnislandanna, sem dæma í
sjálfri Eurovision-keppninni í byrjun
maí, mega hins vegar ekki sitja
tónlistarmenn. Við inntum Björn
Björnsson eftir því hvernig þessu
væri háttað:
„Það er allt annað mál en með
þessar tvær dómnefndir, sem nú
störfuðu. Þá er ellefu manna dóm-
nefnd sett upp í hverju landi og hún
situr líklega í sjónvarpsstöð hvers
lands og fylgist með keppninni að
viðstöddum fógeta og ritara. Það
eru strangar og mjög skemmtilegar
reglur um þessar dómnefndir — í
rauninni um það hvernig þær mega
ekki vera skipaðar. Þessar nefndir
eiga að gefa sem besta mynd af
alþýðu manna og í þeim má ekki
vera fólk, sem á nokkurn hátt
tengist tónlistarlífi, útgáfustarfsemi
eða öðru slíku. Einnig er kveðið á
um aldur, skiptingu milli kynja og
annað.
Víða setja menn á laggirnar ein-
mitt svona dómnefndir, þegar verið
er að velja keppnislag landsins. Það
er t.d. gert bæði í Danmörku og í
Noregi, að því er ég best veit. Við
treystum okkur hins vegar ekki til
að fara út í þetta núna í fyrsta
skiptið, líka vegna þess hve tíminn
var naumur. Það var kominn 10.
janúar, þegar við tókum við þessu
verkefni, og þá var fresturinn að
renna út.
Við ákváðum sem sagt að fara
ekki með þetta í þjóðaratkvæði
svona í fyrsta skipti, heldur að velja
eftir bestu getu þannig að við
værum með hámarksárangur. Það
getur verið svo mikil tilviljun, þegar
hitt ræður. Það form er hins vegar
það sem koma skal, enda er það
hlutlausast. Víðast hvar annars
staðar er þetta líka nánast hljóm-
sveitarkeppni, þ.e. flytjandinn fylgir
sínu lagi og þá er líka dæmt um allt
— flutning og lag.“
Vorum ekki að þóknast
íslensku þjóðinni
Þetta var lýsing Egils Eðvarðs-
sonar, en hvernig vann íslenska
dómnefndin hin síðari. Finnur Torfi
Stefánsson, dómnefndarmaður
svaraði því:
„Það voru ekki verulega deildar
meiningar í nefndinni. Á endanum
var þetta gert þannig að allir nefndu
tvö lög og það kom í ljós að
ræða tónlistarflutning, mynd-
bandaupptöku og landkynningu.
Verkefnið gerir miklar kröfur til
flytjenda á sviði söngs og fram-
komu í sjónvarpi.
Og eftir 3. maí má búast við
áframhaldandi starfi á vegum þess
aðila, sem kemur til með að ann-
ast hljómplötuútgáfu.
Val flytjenda er því ekki fólgið í
því einu að nefna nöfn söngvara.
Þetta er spurning um hvaða
söngvarar geti tekið þátt í svo
nánu samstarfi sem þessu og hvað
söngvarar hafa þann tíma, sem
verkefnið krefstf'
Gledibankinn var annað lagið hjá
öllum.
Ég nefndi Ef ásamt Gleðibank-
anum, en ég man ekki nákvæmlega
hvernig þetta var hjá hinum
dómnefndarmönnunum. Ætli það
hafi ekki verið tveir eða þrír aðrir
sem nefndu Ef líka, en það var alveg
ljóst úr því að allir voru með
„bankann" að hann ynni."
Finnur Torfi sagði að dómnefnd-
armenn hefðu ekki verið beðnir um
að sitja í nefndinni með löngum
fyrirvara. Það hefði verið gert
nokkrum dögum fyrir úrsiitin. Síðan
bætti hann við:
„Það var mjög athyglisvert í
dómnefndinni, að enginn virtist
vera með mjög ákveðnar skoðanir í
málinu. Allir voru mjög sveigjan-
legir, enda erfitt að gera upp á milli
svona laga. Umræðurnar í
nefndinni voru mjög rólegar og
málefnalegar og mikil samstaða í
lokin.
Jafnvel þó lagið Ef hafi fengið
góða útkomu í skoðanakönnun, þá
segir það í raun og veru ekkert um
möguleika á árangri þess úti í
Eurovision. Við vorum ekki að velja
það lag, sem þóknaðist íslensku
þjóðinni best."
Að endingu var Finnur Torfi
spurður að því hvort dómnefndinni
hefði verið sett óskrifuð lög um að
Vögguvísa Ólafs Hauks
Símonarsonar mætti ekki vinna.
Hann aftók það með öllu og sagði
að Vögguvísa hefði verið skoðuð
mjög nákvæmlega og vel. „Öllum
fannst það vera mjög fallegt lag og
margir í nefndinni sögðust telja það
fallegasta lagið í keppninni, en fáir
töldu það heppnilegt í þetta tiltekna
hlutverk. Það fékk t.d. færri atkvæði
en lagið Ef.“
Ovíst um plötuútgófu
Ekki er vitað til þess að neitt út-
gáfufyrirtæki hafi sóst eftir því að fá
að gefa keppnislögin tíu út á einni
plötu. Lögfræðingur sjónvarpsins
lét útbúa uppkast að samningi, þar
sem sjónvarpið selur ónefndum
kaupanda rétt til að leita ti! höfunda
laga og texta og reyna að semja við
þá um útgáfurétt. Plagg þetta er
vægast sagt loðið í orðalagi, enda á
dæmigerðu lögfræðingamáli, sem
fáir utan stéttarinnar skilja til hlítar.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um, var samningsuppkast þetta sent
til Steina h.f., Skífunnar og Fálkans,
en ekkert þessara fyrirtækja virðist
hafa fallist á að greiða sjónvarpinu
fé fyrir þann „rétt" að nálgast
útgáfurétt, sem sjónvarpið hafði
engan forgang að.
Sigurvegari keppninnar, Magnús
Eiríksson, hefur hins vegar nýverið
stofnað fyrirtækið Grand, ásamt
Pálma Gunnarssyni og fleirum, og
munu þeir hyggja á útgáfu lagsins í
maí. Það er því Ijóst, að innan tíðar
munu aðdáendur Gleðibankans
geta keypt hljómplötu með laginu,
en um afdrif hinna níu er ekki enn
vitað. Víst má þó telja, að töluverður
áhugi sé fyrir slíkri „keppnisplötu"
meðal almennings, sem fylgdist
næstum jafnspenntur með
úrslitunum og handboltastrákunum
í Sviss í fyrra mánuði. Einnig virðast
menn spenntir fyrir því að heyra
eitthvað af þeim 277 lögum, sem
ekki hlutu náð fyrir eyrum fyrri
dómnefndar. Kannski sér einhver
diskó-kóngurinn sér leik á borði og
býður upp á „keppnis-kvöld", þar
sem leikin verða bestu lögin af
þeim, sem ekki voru í úrslitunum í
sjónvarpinu. Slíkt myndi eflaust
vekja töluverða hrifningu.
Búningarnir á leigu
Fjárhagshlið söngvakeppninnar
hefur ekki síður vakið forvitni
manna en framkvæmdir. Fyrirtækið
Hugmynd gerði í upphafi kostn-
aðaráætlun upp á 6V2 milljón, en að
undanförnu hefur komið upp sá
orðrómur að upphæðin sé nú orðin
að 10 milljónum. Björn Björnsson
hjá Hugmynd var spurður um þetta
atriði.
„Það er út í hött að kostnaðurinn
sé kominn í 10 milljónir," sagði
Björn. „Við erum alveg klárir á því
hérna, að þær áætlanir sem við
gerðum í janúar, standast fyllilega.
Okkar áætlun var upp á um 6V2
milljón — heildarkostnaður á öllu
saman, þar með talin öll þátttaka í
Björgvin og það sem því fylgir,
flugmiðar og allt annað. Við erum
líklega komnir hálfa leið, bæði
tímalega og peningalega."
Söngvararnir í keppninni komu
fram í tíu mismunandi búningum og
hafa margir velt því fyrir sér hvort
það hafi ekki verið óþarfa bruðl.
Þessu svaraði Björn á eftirfarandi
hátt: „Kostnaðurinn er ekki alveg
kominn á hreint hvað búningana
varðar. Meirihluti þeirra var leigður
frá fyrirtæki Dóru Einarsdóttur,
hönnuðar. Sjónvarpið þurfti þó að
kaupa eitthvað af þeim —
einfaldlega vegna þess að fólk
svitnar í svona upptökum og það fer
smink í þetta og annað. Dóra
saumaði náttúrulega skyrtur á
hljómsveitina og sjónvarpið á þær
auðvitað. Sjónvarpið greiddi Dóru
Einarsdóttur hins vegar
málamyndaleigu fyrir hina
búningana. Það var ekki há upp-
hæð.“
Um þá staðhæfingu, að kostnaður
við gerð myndbandsins með
vinningslaginu væri áætlaður um
U/2 milljón, sagði Björn Björnsson
að slíkt væri fráleitt. „Þetta er of
hátt áætlað."
Mistök til að læra af
Þegar upp er staðið, viðurkenna
jafnt lærðir sem leikmenn að margt
hefði mátt betur fara í þessum fyrsta
undirbúningi íslendinga undir
Söngvakeppni sjónvarpsstöðva og
ljóst er að sami háttur mun ekki
verða hafður á öðru sinni. Þau tæp-
lega 300 lög, sem send voru í keppn-
ina, stóðu mjög misjafnlega að vígi.
Það gerði val í úrslitakeppnina mjög
þvælið og erfitt.
Illa mæltist fyrir að þátttakendur
í keppninni skyldu vera látnir út-
setja lög manna, sem við þá kepptu.
Þeir, sem skiluðu lögum inn fyrir lok
frestsins, eru einnig að vonum
óhressir með að aðrir hafi tekið sér
lengri tíma til þess að ljúka verkinu.
Einnig olli hringlið með Vögguvísu
nokkrum leiðindum, og meira að
segja framkvæmdaaðilar keppninn-
ar segja nú að dómnefndir keppn-
innar ættu að vera öðru vísi sam-
settar í framtíðinni.
Frumraunin er yfirstaðin og eftir á
virðast menn alm'ennt sammála um
að nýta hin ýmsu mistök til þess að
læra af þeim í framtíðinni.
FUNDARSALIR
Höfum fundarsali fyrir
hverskonar minni og stœrri fundi.
Öll þjónusta og veitingar.
Gerum föst verðtilbod.
Hafið samband tímanlega.
Pétur Sturluson
RISIÐ
Veislu- og fundarsalir
Hverfisgötu 105
Símar 29670 - 22781
HELGARPÓSTURINN 9