Helgarpósturinn - 20.03.1986, Blaðsíða 15
OFNA HEIMILI
hef yfirleitt það gott samband við
sjálfa mig að ég veit hvað ég vil. Síð-
an vonast ég til að verða fær um að
framkvæma það sem mig langar til
að gera."
Þór: „Ég bíð alltaf spenntur eftir
næsta degi.“
Björk: „Eg hef aldrei enst lengi í því
sem mig langar ekki til að gera.“
Blm.: „Svo er það þetta með par-
sambandið. Eigið þið einhverjar
góðar ráðleggingar handa öðrum
varðandi frjótt parsamband?"
Að gefa maka sínum
sama sjens og besta vini
sínum
Þór: „Mamma sagði einhvern tíma
að maður ætti alltaf að gefa maka
sínum sama sjens á mistökum og
öðru og besta vini sínum. Fólki
hættir til að gera svo miklar kröfur
til maka síns eða þess sem það er í
föstu sambandi við: þá á vlðkom-
andi að vera fullkominn. En auðvit-
að á hann fyrst og fremst að vera
manns besti vinur, sambandið vin-
áttusamband. Kröfurnar mega ekki
vera gegndarlausar.
Síðan hættir karlmönnum til að
líta á konur ýmist sem gyðjur eða
hórur — eiginkona þín getur ekki
verið annað hvort eða bæði. Ég sem
karlmaður hef orðið að breyta sýn
minni á konur, annað gekk ekki.
Björk er hvorki gyðja né hóra.“
Blm.: „Karlmenn verða semsé að
sjá konur í heild, ekki í bútum."
Þór: „Já, sem þá einstaklinga sem
þær eru. En vináttusjensinn hefur
gefist okkur vel. Ég er Tvíburi, tví-
eggjað járn, sem hleyp stundum út
undan mér og geri vitleysur.
Kannski bara vegna þess að ég þarf
að brenna mig á einhverju, lenda í
einhverju æsandi. Þá hef ég alltaf
getað leitað til Bjarkar sem vinar en
ekki eingöngu sem konu eða kær-
ustu.“
Björk: „Ég er mjög forlagatrúar.
Þegar ég hef tekið ákvörðun veit ég
að ég hefði ekki getað breytt öðru
vísi. Ég sé mjög sjaldan eftir því sem
ég geri. Ég kom t.d. á stuttermabol
í vinnuna í dag og fóstrurnar sáu að
ég er tattóveruð á öðrum hand-
leggnum. Þeim þótti mjög skrýtið
að ég skyldi hafa getað gert þetta.
Þeim fannst þetta ekki ljótt og þær
voru heldur ekki að pæla í sársauk-
anum, heldur fannst þeim undarlegt
að ég skyldi hafa getað gert þetta
vegna þess að ég hlyti að sjá eftir því
seinna meir. Það var málið."
Þór: „Jafnvel ömurlegustu mistök
leiða alltaf til einhvers, jafnvel vitr-
unar. Ekkert er gagnslaust. En ég
neita því þó ekki að stundum sé ég
eftir því sem ég geri."
Blm.: „Þannig að þið veltið ykkur
hvorki upp úr fortíðinni né heldur
ofskipuleggið framtíðina?"
Þór: „Nei, þá verður framtíðin öm-
urleg fortíð. Og sé maður ekki dús
við fortíðina er framtíð manns
nokkurn veginn glötuð. Það er
alveg á hreinu."
Blm.: „Gerið þið ykkur einhverjar
hugmyndir um á hvaða hátt barnið
muni breyta lífi ykkar í framtíð-
inni?“
Þór: „Það breytir hlutunum alla
vega ekki til hins verra!"
Björk: „Heimilið verður náttúru-
lega að vera dálítið pottþétt. En
þetta er bara praktískur hlutur sem
maður getur afgreitt, engin ástæða
til að velta sér upp úr því, sérstak-
lega þar sem við erum að kaupa
íbúð. Fyrst eftir að við flytjum inn
þurfum við að skipuleggja hlutina.
Svo er það búið. En þetta verður
ágætt. Stundum hefur það hreint og
beint verið vandamál hvar maður
ætti að sofa næstu nótt.“
Þór: „Maður hafði alltaf haldið að
þak yfir höfuðið, svefnstaður, væri
aukaatriði, sjálfsagt mál. En reynsl-
an hefur kennt manni að svo er
ekki. Svo sáum við að við vorum
ekkert verr í stakk búin en annað
fólk til að koma okkur upp þaki yfir
höfuðið."
Björk: „Ég er í raun og veru fegin
að vera að vissu leyti neydd til þess
að negla þessa hluti niður. Síðastlið-
in tvö ár hefur maður sífellt verið að
endurskipuleggja búslóð sína ofan í
plastpoka og kassa. Það gengur
ekki til lengdar. Hafi maður fast
heimili nýtist tíminn líka betur. í
lausu stundunum er þá hægt að
teikna eða skrifa. Sé maður ekki
heima hjá sér á slíkum stundum les
maður bara blöðin eða hitar aftur
upp kaffið, hringsólar og kemst
ekkert áfram.
Heimili skiptir í rauninni mjög
miklu máli. Maður kemst að því. En
þegar ég var fjórtán ára hugsaði ég
með mér: Heimili, til hvers? Það er
nú bara til að hafa áhyggjur af. Það
er auðvitað ekki sjálfgefið að allir
byggi hús, en við höfum núna marg-
ar góðar og gildar ástæður til að
stofna heimili. Við höfum komist að
því sjálf að það er nauðsynlegt."
Lífsspursmál að eignast
afkomanda
Þór: „Mér er það líka lífsspursmál
að eignast afkomanda. Ég hélt ég
myndi deyja í sumar. Þess vegna
varð ég að búa til barn. Það tókst,
engin læknavísindi komu í veg fyrir
það. Mér finnst lífið út í hött ef mað-
ur eignast ekki afkomanda, getur
ekki flutt genin eitthvað út í heirn."
Blm.: „Einhvern tímasagðirðu, Þór,
að annað hvort léti maður hlæja að
sér í þessu samfélagi eða maður ætti
fótum fjör að launa."
Þór: „Já, sú regla virðist gilda hér að
ef þú ert að viðra skoðanir þínar
opinberlega þá gerirðu það annað
hvort þannig að allir eru skellihlæj-
andi eða þú ert á flótta. Tökum
Þorgeir Þorgeirsson sem dæmi.
Hann flýr að vísu ekki, en hann er
í varnarstöðu, og fáir nenna sjálf-
sagt að lesa skoðanir hans í blöðun-
um upp aftur og aftur. Það virðist
ekki vera boðið upp á margt: ánnað
hvort klæðirðu skoðanir þínar í
grímubúninginn, skrípóið eins og
Omar Ragnarsson, eða þú verður að
vera reiðubúinn að berjast alla ævi.
Á skemmtistöðum kemur þetta
hvað best fram, þar er fólk hömlu-
lausara. Það er til dæmis alltaf að
aukast að fólk komi til mín og hrósi
mínum skáldskap en rakki síðan
niður skáldskap hinna í Medúsu-
hópnum. Það skilur ekki að ég get
reiðst fyrir hönd hinna. Og um dag-
inn vék kona sér að mér á skemmti-
stað og þótti svo mikið til mín koma
að hún sló úr mér aðra linsuna.
Þetta hefur áreiðanlega verið út-
spekúlerað, hún notar nefnilega
linsur sjálf. En sem betur fór tókst
mér að finna linsuna á innan við
mínútu.
Þegar ég er með vinum mínum í
Medúsuhópnum á skemmtistað, þá
annað hvort situr fólk við næsta
borð og hlær að því hvað við erum
ömurlegir, eða þá að karlmaður við
borðið finnur sig knúinn til að
ganga til okkar og reyna að æsa
okkur upp. Finnst við ögra sér. En
maður veit af þessu og líka að mað-
ur breytir ekki öðru fólki.“
Að borða og pissa fyrir
Jón Pál
Björk: „íslenska þjóðin vill helst
geta klappað þér á kollinn, og
stundum lítur hún á fólk sem hálf-
gerð frík, samanber Reyni Pétur og
Jón Pál. Krakkarnir sem ég er að
passa á barnaheimilinu þekkja Jón
Pál betur en Bítlana, Vigdísi og Jesú
til samans. Þau gera allt fyrir Jón Pál:
borða matinn, fara í stígvélin, pissa.
Það er svo sem ágætt, en samt gera
sumir grín að honum. Þjóðin þarf
hetjur! Jón Pál, Hólmfríði, hand-
boltastrákana."
Þór: „Það er þessi íslenska minni-
máttarkennd."
Blm.: „Þér hefur stundum orðið tíð-
rætt um tímaeyðslutónlist, Björk."
Björk: „Já, þá á ég oftast við tónlist
sem hjálpar manni til að fá tímann
til að líða. Eins og þegar ég var að
vinna í frystihúsinu á Flateyri, þá
var rás 2 alltaf í gangi. Þegar hún
var ekki, var maður hreinlega að
bilast, tíminn leið ekki. Síðan þegar
hamrið í rásinni byrjaði aftur klukk-
an tvö lá við að maður hoppaði hæð
sína í loft upp. Ég hafði áður gagn-
rýnt fólk sem vildi hafa slíka tónlist
í eyrunum, það vildi ekki hlusta á
skapandi tónlist. En þarna í frysti-
húsinu skildi ég þetta. Ég hefði hald-
ið að útvarpið væri bilað hefði það
spilað skapandi tónlist við þessar
aðstæður, Kuklið eða eitthvað, ég
hefði bilast. Ég líki þessari tíma-
eyðslumúsík við trumbuslagara á
sjóræningjaskipi eða galeiðu. Hún
er nauðsynleg ef viðhalda á þjóð-
félaginu eins og það er, fólk verður
að hafa eitthvað taktfast í eyrunum
til að geta slævt sig fyrir einhæfri
vinnu.“
Þór: „Mér finnst það sama gilda
með þriðja flokks tímaeyðslutónlist
og t.d. myndasögur og aðrar þriðja
flokks bókmenntir, að hver einstakl-
ingur uppgötvar fyrr eða síðar að
það er til eitthvað betra."
Björk: „Já, og ef einhver mann-
eskja vill ekki lesa neitt nema
Tinnabækur, þá einfaldlega þarf
hún þess einhverra hluta vegna. Ef
fólk, eða a.m.k. börn og unglingar,
fá að velja sjálf, þá velja þau yfirleitt
það sem þau vantar. Ég minni á
góðu, gömlu tilraunina sem gerð
var fyrir nokkrum árum á krökkum
í bandarískum heimavistarskóla.
Þau máttu velja hvað þau borðuðu
— á milli hamborgara og franskra,
súkkulaðiköku, grænmetis og svo
framvegis. Fyrst réðust þau á óholla
matinn, en síðan fengu þau fljótlega
leið á honum og völdu mat sem var
hollari en nokkur næringarfræðing-
ur hefði getað ráðlagt þeim. Þannig
held ég að þetta sé líka með bækur,
tónlist og annað. Fólk sækist gjarn-
an eftir því sem því er neitað um.
Það verður spennandi."
Heimur batnandi fer
Þór: „Ég er sammála þessu. Heim-
ur batnandi fer, finnst mér. Eins og
allt þetta uppiýsingaflæði sem allir
eru svo hræddir við. Ég held að það
sé helvítis kjaftæði að fólk drukkni
í fjölmiðlaflóðinu. Því meira sem
framboðið er, þeim mun betra.“
Björk: „Maður hefur alltaf gengið í
gegnum sín „rusl-tímabil. Ég fékk
kikk út úr því að hlusta á rusltónlist
þegar ég var tólf ára. Svo þegar ég
hef borðað hollan mat lengi þá
læðist ég á einhverja hamborgara-
búllu og fæ mér hamborgara og
franskar og drekk óhollt, klístrað
Fanta með. Þá er ég búin að af-
greiða það.“
Blm.: „Hvernig viljið þið slá botn-
inn í viðtalið?"
Þór: „Eru tilfinningar manns ekki
múlbundnar við enska frasa? Ein-
hver hálfviti fann upp frasann: If you
can’t beat them, join them. Ég vil
breyta honum í: If you can't beat
them, eat them! Eigum við ekki
bara að enda á frasa sem hrökk ein-
hverju sinni upp úr Jóhamar, skáld-
bróður okkar, eftir að einhver hafði
gefið honum að reykja og drekka:
Life is too good!“
FREE
STYLE
FORMSKUM
LlOREAL
moic. x.
*
Já — nýja lagningarskúmið
frá L'ORÉAL
og bárgreiðslan verður
leikur einn.
FRÁ MENIMTAMÁLARÁÐUNEYTINU:
LAUS STAÐA
Staða fræðslustjóra í Vestfjarðaumdæmi er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
101 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk.
Staðan veitist frá 1. júní 1986.
Menntamálaráðuneytið, 14. mars 1986.
BÍLEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
Framleiðum trefjaplastbretti á eftirtaldar bifreiðar: Lada
1600, 1500, 1200 og Lada Sport, Subaru 77, 79, Mazda
323 77, '80, Mazda 929 76-78, Mazda pickup '77-'82,
Daihatsu Charmant '78, '79. Brettaútvíkkanir á Lödu Sport.
BÍLPLAST .
Vagnhöfða 19, sími 688233. I Tökumaðokkurtrefjaplastvinnu.
Póstsendum. I Veljið íslenskt.
Helgartilboð
A Stór nautavorrúlla, súrsaet sósa, kryddhrfsgrjón og salat
aðeins kr. 180.-
B Stór lambavorrúlla með karrýsósu kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 180-
C Stór pissuvorrúlla með oreganosósu, kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 180.-
D Rækjubitar m/súrsætri sósu kryddhrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185-
E Steikt ýsa m/sellerisósu, hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185.-
F Steiktur karfi m/sveppasósu, hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 185.-
G Svinakjöt sweet and sour m/hrísgrjónum og salati
aðeins kr. 285-
H Steikt aliönd mbppelsínusósu hrlsgrjónum og salati
aðeins kr. 290.-
Það þarf ekki að vera dýrt að
borða góðan mat.
Allt gos í flöskum á búðarverði.
Kipptu með þér Kínamat
Reynið viðskiptin
Sími 68 74 55