Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 2
URJONSBOK Vor bati Nú er vetur genginn um garð og vor í lofti, vöxtur í ám, hugur í fólki. Gleðibanki og gámafiskur hafa aukið mönnum bjartsýni að nýju eftir skuggatíð í frosti og garra og nær látlaust hugarvíl út af óviss- unni um framtíð Arnarflugs. Nú er hún næstum tryggð. Mikill var sá léttir, sem greip hjörtu þjóðar- innar, þegar tók að gjósa í milljónahver skammt frá Reykjum í Ölfusi. Mátti ekki tæpara standa og hlógu allir nema Matthías; hann lét trú sína. Samkeppnin, jafnvel þó að hún sé heilbrigð, er strangur skóli. Von- djarfir menn smíða sér örk á þurru landi en festa einnig kaup á flugfélagi ef flóðið skyldi á þeim dynja áður en örkin verður haffær. Þeir vita af reynslunni hvað í samkeppni er fólgið. Á henni eru ekki færri hliðar en á seðlabankanum svo sem íslandsmótið í vaxtarrækt leiddi í ljós. Reglur mótsins komu í veg fyrir að unnt reyndist að troða skyldmennum allra þátttakenda í dómnefnd, mökum þeirra og viðhöld- um. Hlutu því einhverjir að hafna í neðstu sætum þrátt fyrir óaðfinnanlega innanlærisfyllingu og vöðvamassa undir litla-heila á þykkt við rússneska skáldsögu. Úrslit vöktu að vonum deilur. Enginn get- ur þó á móti mælt að í heildina kom Eyjafjarðarkyn- ið mjög vel út. Er það samdóma álit að holdanautin í Hrísey eru farin að hafa umtalsverð áhrif á íslenska stofnræktun. Fordæmi þeirra birtist og víðar. Sannkallaður vor- fiðringur er hlaupinn í menn og skepnur og þjóðlífið allt; jafnvel inni á alþingi hafa menn orðið varir við hræringar frá samfélaginu fyrir utan, finna vorið og kjördæmið kalla og eru farnir að strita fram á nótt eins og kjósendur. Frumvörp og tillögur stjórnarand- stöðu gufa ört upp fyrir geislum hækkandi sólar eins og fannir í suðurhlíðum fjalla en samþykkt stjórnar- frumvörp spretta upp úr ylvolgri þingflokkamold- inni eins og krókusar á vori. Mál, sem hafa verið óleysanleg svo árum og umræðum skiptir í báðum deildum, kostað þingmenn og sérfræðinga jafnvel andvökunætur og árangurslítil heilabrot, verða allt í einu ofureinföld; engu líkara en vorsólin opni stjórnarþingmönnum sýn til æðra vitundarstigs þar sem ekkert vandamál er svo flókið að ekki megi ráða því til farsælla lykta í fjölbragðaglímu á tjaldskör hins mikla höfðingja, „The Big Red“. Þjóðin dáist að á hverju vori hvað stjórnarþingmenn koma hressir undan vetrinum. Lúi og þreyta virðast þeim jafn víðsfjarri og málefnagrundvöllur stjórnarandstöð- unnar. Þeir fyllast einhverri fítonsorku, hugsa aldrei skýrar og aldrei hraðar og eru vísir til þess að bjarga þjóðinni út úr fleiri ógöngum en þeir hafa komið henni í. Skorið er á höft og höggvið á hlekki og vart hægt lengur að þverfóta fyrir frelsi í samkeppninni. Orðið frjálst okkur öllum meira að segja að flytja inn eldspýtur og sígarettubréf. En, lesandi góður, öld hinnar frjálsu kartöflu er liðin. Útsæði, er bíður þess nú að sökkva í móður- skaut íslenskra kartöfluakra, mun aldrei framar teyga heilbrigt loft óháðrar og frjálsrar samkeppni. Grundvallarhugsjón íslenskrar bændastéttar, andi bræðralags, gagnkvæmrar hjálpar og jafnréttis, hef- ur reyrt frelsisþrá hinnar spírandi kartöflu í ágætis- fjötra á ný. Hinn æðsti réttur, sem okkur hefur áskotnast undir föðurlegri vernd stjórnarherranna, réttur neytandans, hefur spillst af hringroti. Sá sem ræktar kartöflur í gróðaskyni eingöngu skal hér eftir njóta ekki lakari afkomu en hinn sem ræktar kartöfl- ur með það eitt í huga að skjóta rótum undir ham- ingju og velfarnað neytandans. Neytandinn, sem leggur sér ekki til munns skemmdar kartöflur, skal hér eftir njóta ekki skárri þjónustu en hinn sem étur hvaðeina er frjáls samtök einstaklinga þurfa að losna við úr geymslum sínum. Hann er ágætisneytandi. Hann nýtur jarðávaxta af ágætissamkeppni. Honum verður ekki meint af ágætisskemmdum. Markaðslögmálið er strangt lögmál en felur samt í sér uppfylling æðstu vona um frelsi og varanlegan fögnuð. Bóndinn á Leysingjastöðum er vissulega konungur í ríki sínu, frjáls maður á eignarjörð og engum háður, en markaðslögmálinu verður hann að hlíta líkt og hún Skjalda sem hefur yljað honum á básnum í tíð vinstristjórna og hann verður nú að hrekja upp á bílpall með bölvi og barsmíð eftir að hann hefur skorið kálfræksnið hennar og unnið til verðlauna fyrir. Hann finnur engan yl í fjósinu leng- ur en markaðslögmálið hefur gjört hann frjálsan. Og hún Skjalda, hún beygir sitt höfuð undir markaðslög- málið, þar sem henni skrika fætur í vatnsaganum á sláturhúsgólfinu, og losnar að eilífu úr jarðneskum viðjum. Markaðslögmálið veitir henni ekki einvörð- ungu langþráð frelsi heldur breytist hún fyrir til- verknað þess í naut. Slík eru áhrif markaðslögmáls- ins bæði á menn og skepnur. En frelsið, sem er uppfylling markaðslögmálsins, verður ekki fengið fyrirhafnarlaust. Jafnvel þó mönnum sé það óljúft verða þeir að slaka eilítið á náungakærleikanum, breyta réttlætistilfinningu í sjálfsbjargarhvöt og drengskap í peningavit. Mörg- um er þetta offur mjög sársaukafullt, en hið mýkj- andi balsam, frelsið, linar sérhverja samviskukvöl. Amma mín varpaði af sér áratugaoki ellilífeyris- þegans og ávaxtaði sitt fé þar sem best voru kjörin í boði. Rannsóknarlögregla ríkisins gerði henni heimsókn í vetur og fann þar innleggsnótur og skuldaviðurkenningar, snyrtilega samanbrotnar og geymdar inni í lúðum eintökum af hugvekjum Péturs Péturssonar biskups og Passíusálmunum. Amma lét ekki bugast. Hún bíður stolt síns dóms, veit að eng- inn öðlast frelsið án fórna. í fyrsta skipti á ævinni get- ur þessi gamla kona gengið fram fyrir landsins yfir- völd í þeim viðhafnarbúningi, sem hana hefur dreymt um að eignast síðan hún var vinnuhjú á prestssetri fyrir norðan og sá þar litmynd af fjallkon- unni á stofuvegg, svuntan úr silki, stokkabelti, millur og festar af skíragulli. HAUKURIHORNI ÍSLEIMSKI SAIMD- KASSINN ,,Sér grefur gröf..." 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.