Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 32
sumardagskráin gangi í garð hjá útvarpinu. Þannig mun vera ákveð- ið, að þeir Atli Rúnar Halldórsson og Bjarni Sigtryggsson fréttamenn verði með morgunútvarp í tvo mán- uði í sumar og hyggjast þeir félagar hafa hann á léttari nótunum. Þá mun Hallgrímur Thorsteinsson fv. Helgarpóstsmaður verða með síðdegisþátt ásamt Sigrúnu Hall- dórsdóttur, sem starfar sem skrifta hjá sjónvarpinu. . . H^Bftir næstu áramót, sennilega í febrúar, er gert ráð fyrir því, að Rás 1 fiytji í nýja útvarpshúsið við Ofan- leiti, þar sem Rás 2 hefur verið til húsa frá byrjun og Eyjólfur Konráð vill breyta í kartöflugeymslu. Sam- fara flutningunum má búast við breytingum á starfsmannaliði út- varpsins, því eftir því sem HP heyrir ætla sumir af rótgrónari starfs- mönnum gufuradíósins að nota tækifærið og hverfa frá störfum, enda komnir með löglegar aldurs- afsakanir. T.d. heyrðum við að Margrét Indriðadóttir fréttastjóri myndi senniiega hætta og einnig Jóhannes Arason þulur. Nú þegar eru menn farnir að velta fyrir sér eftirmanni Margrétar, sem er vel lið- in á fréttastofunni. Kári Jónasson er nú varafréttastjóri og er ekki vit- að um framtíðaráætlanir hans. Hins vegar má búast við því, að frétta- stjórastaðan verði eftirsótt... l^Hins og skýrt hefur verið frá í blöðum er víst meiningin að flytja „krúttrnagakvöldin" frægu frá Ak- ureyri til Reykjavíkur og mun Ólaf- ur Laufdal veitingakóngur hafa fengið vanar akureyrskar krúttkon- ur til að skipuleggja allt gallaríið fyrir sig. Hins vegar höfum við heyrt, að í tengslum við þetta krútt- magakvöld kvenfólksins í Broad- way verði sýning nærfatasýningar- flokks Pan-póstverslunarinnar, sem verður sérsniðin fyrir kvenfólkið. . . V ið heyrðum það á skotspón- um, að mjög mikill ágangur alls kyns fólks hafi verið í það að komast í þáttinn A líðandi stundu. Hins vegar höfðu ekki allir erindi sem erfiði. Þó fréttum við af einum þrautseigum, sem var að sögn langt kominn með að gera út af við aum- ingja Ómar Ragnarsson. Þessi maður heitir Árni Johnsen og er alþingismaður. Eftir allar hringing- arnar og allt það, þá mun Árni hafa gætt þess að vera óvart staddur úti á flugvelli í Vestmannaeyjum, þegar „líðandi" fólkið lenti. Og málið end- aði náttúrlega ekki nema á einn veg og það sá alþjóð: Árná varð að ósk sinni. . . ■ yrst var það „Band-Aid“ plástur- inn, svo kom „Live Aid“ fyrir hungr- aða í Afríku og núna er það „Sport- Aid“ sem á íslensku hefur verið lagt út „Hlaup í kapp við tímann“, sem eru orð að sönnu. Hlaupið er fyrir- hugað 25. maí. Knútur Óskarsson fór til London á dögunum vegna undirbúnings hlaupsins, sem fer fram um víða veröld á sama tíma, og reyndi hann þá að ná sambandi við hinn fræga poppara Bob Geldof, sem skipulagði „Live Aid“ hljómleikana. Knúti tókst það, en fékk skilaboð frá Geldof nokkrum mínútum of seint vegna mistaka á hótelinu. Fyrir vikið fórust þeir Bob og Knútur á mis, en ætlunin var m.a. að mynda þá saman í áróðursskyni fyrir „Sport-Aid“ hlaupið hér heima. Annars er gert ráð fyrir, að einhvers staðar á bilinu 5—6 þúsund manns taki þátt í hlaupinu hérlend- is. .. . í NÆSTU VERSLUN! LYKILL AÐ UÚFFENGUM RÉTTUM 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.