Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 14
— Þú munt uera uel menntaður í píanóleik? „Það er rétt. Ég var í einleikara- námi þar til ég kláraði háskólann. Það var mikil afslöppun að spila — góð tilbreyting frá hinu náminu." — Geturðu haldið kunnáttunni uið hér á landi? „Ég kann ekki við að æfa mig á píanó þar sem ég bý í sambýlishúsi. Það gera auðvitað margir við svip- aðar aðstæður, en það myndi há mér að vita að tónlistin glymdi um íbúðir fólks, sem vildi ef til vill fá að vera i friði og ró. Hins vegar er ég svo heppinn, að mér stendur ávallt til boða að æfa mig á píanó í sam- komusal skóla nokkurs hér í borg- inni. Það notfæri ég mér óspart, því þar get ég æft mig tímunum saman án þess að trufla nokkurn mann.“ FRAMTÍÐIN ER f TÖLVUM — Þú munt menntaður í efna- frœði og töluunarfrœðum, auk píanónámsins. Eru þetta ekki nokk- uð ólík suið? „Mitt háskólanám er raunar í efnafræði og ég er doktor í því fagi. Ég hef hins vegar aldrei haft neinn áhuga á því að blanda saman efnum í tilraunaglösum og sjá hvað skeður. Mér finnst það ekkert spennandi og hef aldrei komið nálægt slíku. Ég hef sérhæft mig í að reikna út hvað myndi gerast við ákveðnar efnafræðilegar aðstæður, en hef lát- ið aðra um framkvæmdina. Við vinnuna notaði ég tölvur — strax í háskóla — og sá strax að í þeim lá framtíðin." — Huað gerir nú framkuœmda- stjóri tœknisuiðs hjá SKÝRR? „Ég hef yfir sjö mönnum að segja, sem ég hef sjálfur þjálfað. Sameigin- lega reynum við að koma í veg fyrir að bilarnir verði í tölvukerfunum, en lagfærum það sem miður fer, þegar það skeður. Þessu fylgir mikil streita, skal ég segja þér. Jafnvel 30 mínútna bilun, t.d. í tölvukerfinu hjá Gjaldheimt- unni, getur orsakað mikla erfið- leika. A meðan á viðgerð stendur, er afgreiðsla Gjaldheimtunnar kannski full af óþreyjufullu fólki, sem skilur ekkert í því hvers vegna það þarf að bíða svona lengi eftir að fá að borga. Starfið er einnig líkamlega þreyt- andi, en ég uppgötvaði það eigin- lega ekki fyrr en ég handleggs- brotnaði á skíðum um daginn. Þá fann ég fyrst almennilega fyrir því hvað það reynir á mann að sitja svona við tölvuna." — En þú mœtir samt í uinnuna, meö handlegginn í fatla! Ertu kannski „workaholic“ eða uinnu- ánetjaður? „Ég verð að viðurkenna það, að ég hef- afskaplega gaman af vinn- unni." STUNDA VESTURBÆJAR- LAUGINA — En hefur samt greinilega tíma til þess að fara á skíði. Stundarðu aörar íþróttir? „Ja, ég geng mjög mikið og er m.a. meðlimur í Ferðafélagi íslands. Síðan fer ég í sund í lok hvers vinnu- dags. Ég fer alltaf í Vesturbæjarlaug- ina. Þangað fór ég i fyrsta sinn sem ég fór í sund hér á landi og ég er ákaflega vanafastur. Get ekki hugs- að mér að breyta, þó ég bæði vinni og búi í nálægð við Laugardalslaug- ina. Það var annars þannig með mig, að ég fór ekki að stunda neinar Okkur Islendingum þykir alltaf foruitnilegt þegar útlendingar taka sér uaranlega bólfestu hér á landi. Það eitt uœri þuí œrin ástœða til þess að taka uiðtal uið doktor Doug- las Brotchie, sem er einn af fimm framkuæmdastjórum hjá Skýrslu- uélum ríkisins og Reykjauíkurborg- ar. Douglas er töluunarfrœðingur, doktor í efnafrœði og hefur að baki langt nám í einleik á píanó. En huað er hann að gera á íslandi? Þegar við höfðum komið okkur fyrir á mjög svo látlausri skrifstofu þessa forvitnilega Skota þar sem heill veggur er þakinn möppum og tölva skipar heiðurssess á skrifborð- inu, ákváðum við að notast við ís- lenskuna í samtali okkar. Douglas kvaðst vanur því að tala íslensku í vinnunni alla daga, en sló þann var- nagla að fá að bregða fyrir sig ensk- um orðum, ef sig ræki í vörðurnar. Ekki kom oft til þess, þvi Douglas Brotchie hefur náð mjög góðu valdi á okkar ástkæra, ylhýra máli. Hann talar auðvitað með vissum hreim, en skortir sjaldan orð og notar óspart orðatiltæki og flókin orða- sambönd. FANN SAMSTUNDIS AÐ HÉR LIÐI MÉR VEL — Hin klassíska spurning, Doug- las. Huers uegna Island? „Ja, alla vega ekki til þess að verða ríkur! Það er víst. Ég kom hins vegar hingað til lands t fyrsta sinn árið 1972 og strax nokkrum klukkustundum eftir að vélin lenti á Keflavíkurflugvelli, vissi ég að hér myndi mér líða vel. Ég fann einfaldlega að þetta var land, sem ég kunni við. Eftir þetta kom ég hingað sem ferðamaður á hverju ári, þar til að ég sá fram á að það yrði ódýrara fyr- ir mig að setjast hreinlega að hérna." — Huað uarð til þess að uekja áhuga þinn á landinu í upphafi? „Þegar ég var við háskólanám í Skotlandi, kynntist ég nokkrum ís- lendingum og það fór alveg einstak- lega vel á með okkur. Ég féll vel inn í þeirra hugsunarhátt og kunni vel við þá að öllu leyti — átti eiginlega meira heima í þeirra hópi en með löndum mínum! Þessi kunnings- skapur varð til þess að ég varð for- vitinn um landið og dreif mig hing- að." — Huenœr komstu suo alkominn? „Það var í október 1981. Ég hafði komið í mína árlegu heimsókn til landsins um sumarið og notað tæki- færið til þess að leita að atvinnu. Þegar þetta var, hafði ég búið í eitt ár í Noregi, sem varð sem sagt eins konar stökkpallur á milli Skotlands og íslands." — Fórstu strax að uinna hjá SKÝRR? „Já, mér bauðst þessi vinna og hér hef ég verið síðan." VEÐRIÐ FYLGIR NÁTTÚRUNNI _ — Huað er suona spennandi uið Island í þínum augum? „Ég komst að því þegar ég tók að ferðast um heiminn, að mér féll ekk- ert sérlega vel að búa í Skotlandi. Á ferðalögum mínum kynntist ég öðr- um lífsstíl, sem átti betur við mig. Mér hefur alltaf fundist Bretland bera einkenni þjóðar á niðurleið — þjóðar, sem eitt sinn var stórveldi en er það ekki lengur. Norðurlöndin hafa einmitt þveröfug einkenni. Þar 14 HELGARPÓSTURINN Douglas Brotchie, skoskur tölvunar- og efnafrœðingur með langskólanám í píanóeinleik, segir frá því hvernig honum líkar að búa og vinna á íslandi Jónínu Leósdóttur mynd Jim SmartaHBHHiHHi búa tiltölulega ungar þjóðir, sem enn eru í mótun. Það finnst mér spennandi." — Sú ringulreið, sem einkennir margt í þessu þjóðfélagi, hefur þá ekki fœlt þig frá? „Ef ég á að segja eins og er, komst ég ekki í tæri við ringulreiðina í hinu svokallaða „kerfi" fyrr en ég var fluttur hingað. Þegar ég þurfti að sinna málum eins og atvinnuleyf- isumsókn, að maður tali ekki um íbúðarkaup, þá kynntist ég nýrri hlið á þjóðfélaginu. Það er svo sann- arlega ýmislegt í þeim efnum, sem hægt væri að skipuleggja betur hér á landi." — Huað um hina alrœmdu ueðr- áttu hér á suðuesturhorninu? „Veistu, mér finnst veðrið bara fylgja þessari stórbrotnu náttúru, sem ég er svo hrifinn af. Það þýðir ekki annað en að taka því eins og það er, enda ekki til neins að láta það fara í taugarnar á sér.“ — Þú ert mikill náttúruunnandi? „Já, ég er heillaður af náttúrufeg- urðinni hér. Sú hrifning hefur síður en svo dvínað við að búa hér árið um kring. Mér finnst Esjan t.d. alveg jafnfalleg núna og þegar ég sá hana fyrst. Það er líka eitthvað ákaflega ljóðrænt við að horfa yfir á Akrafjall og Skarðsheiði í fallegu veðri, finnst þér það ekki?“ — Ég hef nú ekki hugleitt það! „Þú ert líka alin upp í þessu um- hverfi. Þetta er sömu viðbrögð og þegar einhver lýsir því yfir hvað Ed- inborg sé falleg borg. Ég ólst þar upp og veitti því aldrei neina sér- staka athygli hvort borgin væri fal- leg eða ekki.“ CAgKIA MENNINGARLÍFS — Saknarðu samt ekki einhuers frá Skotlandi? „Ég sakna menningarlífs. Það er oft skrifað og talað um það hér hvað menningarlífið á íslandi sé blóm- legt, en mér finnst satt best að segja að það sé ekki í nægilega háum gæðaflokki. Ég er vanur tónleikum hjá heimsfrægu listafólki og söfn- um, þar sem er að finna verk eftir helstu meistarana í málara- og höggmyndalist í heiminum. Þetta eru hlutir, sem ég sakna. Þess vegna fer ég líka í eins konar menningarferðir til útlanda að minnsta kosti einu sinni á ári, ef ég mögulega get. Þá fer ég á alla þá tónleika, sem ég kemst á, og geng um á listasöfnum heilu dagana." — Ferðu eitthuað á máluerkasýn- ingar hérna? „Ég geri svolítið af því, já. Annars er ég ekki mjög hrifinn af íslenskum nútímamálurum, en ég fer á allar Kjarvalssýningar. Hann var stór- kostlegur málari."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.