Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 17
CUÐRÍÐUR ELÍASDÓTTIR, VARAFORSETI ASÍ OG FORMAÐUR VERKAKVENNAFÉLAGSINS FRAM- TÍÐARINNAR, f HP-VIÐTALI. konur í blaöaviötöl?“ segir Gudrídur smástelpu þegar ég þakka henni enn fblokkina að heimili hennar að Mið- i enn hlédrœgar margar hverjar enda kenna körlum eingöngu um hvernig i sjálfum að kenna hafi þœr ekki náð mdan karlrembu í fari þeirra manna gir þessi kona sem hefur starfað ötul- im og enn öðrum félagsmálum í ein ur Verkakvennafélagsins Framtíðar- >á verið gjaldkeri félagsins í21 ár. All- Alþýðuflokknum, satm.a. fyrirhann hún eins og menn muna kosin annar r Guðríður. „Byrjaði ístúku og KFUK Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af kvæð- um, einkum eftir Davíð Stefánsson, Stein Stein- arr, Bólu-Hjálmar og Jóhannes úr Kötlum. Ég hef lítinn tíma til að lesa en það er þó sama hversu þreytt ég er á kvöldin, ég get ekki farið að sofa nema að lesa eitthvað fyrst. Ég hef líka gaman af góðum frásögnum. Nýverið var ég t.d. að lesa Sögu Hafnarfjarðar sem nú er komin út í þremur veglegum bindum sem Asgeir Guð- mundsson hefur skráð mjög skilmerkilega." — Kyrmtistu manninum þínum uppi á Skaga? ,,Já, hann sigldi þangað á bát, en hann er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Við giftumst á Skaganum og bjuggum þar í þrjú ár en fluttumst svo til Hafnarfjarðar ’45.“ Fluttum tíl Hafnar- fjarðar á friðardaginn — Þid hafid þá sett saman bá í stríðinu? ,,Já. Svo var það dálítið táknrænt að við flutt- um til Hafnarfjarðar á friðardaginn. Jónas fór suður með ýmislegt dót um morguninn og komst nokkurn veginn klakklaust í gegnum bæ- inn. En svo kom ég um kvöldið ásamt dóttur okkar og því dóti sem eftir var, en þá var mann- mergðin orðin slík á götunum að við þurftum að fara Vífilsstaðaleiðina til Hafnarfjarðar." — Hafdi stríöiö mikil áhrif á þig? „Ekki svo. Ég var svo heppin að hafa mína mér við hlið. Maðurinn minn var enn á bátum, hann fór ekki að sigia á togurum og farskipum fyrr en eftir stríð. Þá fór ég oft með honum í sigl- ingar en óraði ekki fyrir að ég ætti eftir að kom- ast til Rússlands og Japan .. Guðríður segist lítið hafa kynnst þeim her- mönnum sem dvöldu á Akranesi í stríðinu, hún hafi t.a.m. ekki verið ein þeirra sem tóku að sér þvotta fyrir þá: „En nokkrar stúlkur af Skagan- um giftust vestur og ég held að þær hafi yfirleitt verið heppnar. En ég kom nokkrum sinnum til Reykjavíkur á stríðsárunum og gisti hjá skyldfólki mínu. Þar var náttúrulega allt morandi i hermönnum. Ég sá Land míns födur í vetur. Það minnti mann svo sannarlega á margt. Kjartani hefur tekist vel upp með þetta verk eins og annað.“ — Hvernig gekk ykkur Jónasi rneð heimilis- reksturinn fyrstu hjáskaparárin? „Ég á mann sem alla tíð hefur aflað vel og kunnað mjög vel að sjá um sitt heimili. Oft voru mjög góð uppgrip á bátunum á þessum árum þannig að ég eignaðist strax gott heimili. Síðan liðu nærri níu ár á milli barnanna minna tveggja og því var heimilið ekki þungt. En ég fór ekki að vinna úti fyrr en ég flutti til Hafnarfjarðar og því gat ég oft skroppið heim ti! mömmu og hjálpað henni meðan ég bjó enn á Akranesi." Guðríður segir að strax eftir að þau hjónin hafi flust til Hafnarfjarðar hafi þau skellt sér í hús- byggingu og hún hafi byrjað að vinna úti, fyrst við ræstingar í barnaskólanum, þá á bólstur- verkstæði Ragnars Björnssonar, síðan hafi hún veitt þvottahúsi forstöðu í nokkur ár. — Og svo hefurdu jafnframt skellt þér út í póli- tíkina? „Eins og ég sagði í upphafi hef ég alltaf verið félagslynd. Ég hafði því aðeins verið hér í tvö ár þegar ég fór að sækja fundi hjá Alþýðuflokkskvenfélag- inu. Tengdamamma hafði mjög hvetjandi áhrif á mig. Síðan fór ég inn í stjórn Verkakvennafé- lagsins ’47. Þá kom til mín ritari félagsins og spurði hvort ég vildi taka að mér gjaldkerastarf- ið í eitt ár. Ég var mjög hikandi en sló síðan til. En árin urðu ekki eitt, heldur tuttugu og eitt og þá tók ég semsé við formennskunni. Svo fór ég náttúrulega að skipta mér heilmikið af félags- málum, sat í samninganefndum og öðru. Þpð hefur verið ægilega gaman alla tíð. I þá daga var samið beint við atvinnurekandann en ekki í gegnum VMSÍ og ASI eins og nú er. Samningarn- ir voru því persónulegri, ef svo má segja. Síðan réðist ég til Verkakvennafélagsins um svipáð leyti og ég tók við formennsku þess, og hef unn- ið að ýmsum félagsmálum í gegnum Verka- mannasambandið og Alþýðusambandið.” — Hefurdu verið heilsuhraust í öllum þessum erli? „Afskaplega. Það hefur allt gengið mér í hag- inn, ég hef verið hraust, átt góð og heilbrigð börn sem hafa hitt á afskaplega góða maka og nú á ég orðið fjögur barnabörn. Heilsan er fyrir öllu. Allt annað reddast ef hún er góð. Það er merkilegt að ég skuli hafa sloppið við vöðvabólgu og slíkt af því að ég byrjaði svo snemma að vinna." Hef alltaf reynt að taka hlutunum með jafnaðargeði — Áttu einhverja skýringu á því? „Ég held að það hafi hjálpað til að ég hef alltaf reynt að taka hlutunum með jafnaðargeði, reynt að láta þá ekki vaxa mér í augum að óþörfu. Ég tel það lífsfyllingu að hafa alla tíð umgengist gott fófk. Ég hef líka alltaf einsett mér að koma vel fram við fólk. Ef ég finn til dæmis að einhver mál eru í uppsiglingu þá segi ég alltaf við sjálfa mig: Þú mátt ekki æsa þig upp. Ég hef einsett mér að segja aldrei neitt í bræði sem fólk gæti hankað mig á síðar. Ég leit svo upp til mömmu, hún var alltaf svo glöð þótt stundum væru erfiðleikar á heimilinu. Maður varð aldrei var við að hún ætti til stress sem kallað er í dag. Mér finnst ég heldur aldrei stressuð. Það hefur mér tekist að forðast. Ég held að mér sé óhætt að segja að í Verkakvenna- félaginu og víðar eigi ég ekki óvini. En auðvitað er ég ekki fullkomin og fólk er kannski ekki allt- af sátt við það sem ég segi og geri. En ég held að öllum sé gott að hafa hugfast að reyna að gera öðrum ekki það sem maður vill ekki að manni sjálfum sé gert." — Ertu trúuö? „Já, það er ég. Ég leggst aldrei til svefns án þess að fara með faðirvorið.” Síðan víkjum við aftur að félagsmálunum og Guðríður segir mér frá Kvenfélaginu Sunnu sem hún var formaður fyrir í tíu ár: „Þar voru konur úr öllum stéttum og stjórnmálaflokkum. Það var stofnað í kringum húsmæðraorlofið og mæðra- styrksnefnd þegar sett voru lög um að einhver félagsskapur þyrfti að standa á bak við þessar nefndir sem áður höfðu verið á vegum bæjar- stjórnanna. Það var ofsalega gaman að vinna í því félagi. Einingin var svo mikil og fjörið að menn stórfurðuðu sig á því. Það var alltaf fullt hús á fundum. Þess vegna hef ég trúað því að það væri hægt að starfa í svona félagsskap án þess að láta flokkapólitík spilla fyrir. Þegar við héldum skemmtanir frumsömdum við alltaf efnið sjálfar fyrir nú utan að sjá algjörlega um kaffið og bakk- elsið. Við fórum meira að segja saman til út- landa! En verkalýðshreyfingin hefur alltaf verið mér efst í huga. A þeim árum sem ég hef starfað inn- an hennar hafa vissulega náðst fram miklar breytingar tii batnaðar." — Hvad hefur þér þótt skipta mestu máli? „Þar má nefna sjúkrasjóðina, orlofsheimila- sjóði, fæðingarorlofið, kauptrygginguna og greidda veikindadaga. Svo og það að nú skaffa atvinnurekendur verkafólkinu fatnað ef farið er fram á sérstakan fatnað. En vissulega tók ótrú- lega langan tíma að fá þetta fram. I dag eru iaunahækkanirnar brýnasta baráttu- málið. Það er hneisa að lægstu laun verkafólks skuli vera innan við 18 þúsund krónur á mánuði. Margt af því fólki hefur ekki einu sinni tækifæri til að afla sér aukatekna. Svo les maður um það að þeir sem reka fyrirtæki séu margir hverjir undir fátækramörkunum í tekjum.” Nú er Guð- ríði skiljanlega farið að hitna í hamsi. „Fjármála- ráðherra viðurkennir að slík skattsvik skipti milljörðum. Og svo sjáum við þetta fátækra- markafólk lifa eins og kónga! Maður verður svo hræðilega reiður þegar maður þarf síðan að berjast um lúsarlegar krónutöluhækkanir til handa verkafólki. En það er eins og enginn þori að gera neitt við þessu. Allir virðast hræddir um sitt eigið skinn. En það verður að uppræta þennan ósóma sem ég kalla." Ásmundur er sér- stakur forystumaður — Hver er skodun þín á sídustu kjarasaming- um? „Krónutöluhækkunin var svo sem ekki mikil, en ég held að samningarnir hafi orðið til að vekja aftur verðskyn fólks. Það gerir sér nú bet- ur grein fyrir því en áður hvernig er verið að brjóta á því í verðlagi. Ef heimilin geta keypt ein- hverjar nauðsynjavörur á lægra verði en áður þá er það vissulega búbót.” — Svo að uið víkjum að kosningu þinni í vara- forsetaembœtti ASI. Kom hán þér á óvart? „Ekki svo. Það hafði verið talað um að kjósa tvo varaforseta og annar þeirra yrði kona. Vissu- lega höfðu sumir hreyft mótbárum, og ég var ef- ins um að þetta næðist í gegn. En stefnan var sú að auka hlut kvenna í miðstjórninni. Og það voru fleiri konur sem komu til greina en ég í þetta embætti. Ég tel að mjög hæfar konur séu í miðstjórn ASÍ og nú hefur hlutur þeirra aukist úr tveimur og upp í níu.“ — Hvað finnst þér um þá gagnrýni sem for- ysta ASÍ hefur löngum sœtt? T.d. það að Ás- mundur formadur taki gerrœðislegar ákvarð- anir? „Mér hefur oft fundist sú gagnrýni afar órétt- mæt. Að mínu mati ríkir mjög góður samstarfs- andi innan miðstjórnar ASÍ og Ásmundur er ákaflega mikið fyrir það að koma málunum þannig fyrir að samstaða geti náðst um þau. Ásmundur er alveg sérstakur forystumaður, að öðrum mönnum ólöstuðum, og því finnst mér þessi ráðríkistónn sem honum er oft sendur af- skaplega óréttmætur.” — En hvað finnst þér um þátttöku almennra félagsrnanna í starfi verkalýðsfélaganna? „Því er ekki að neita að hinn almenni félags- maður er orðinn fráhverfari en áður vegna vinnuálagsins. Húsnæðisbaslið gerir það að verkum að fólk verður að standa við sinar skuld- bindingar. Flestir eru svo yfirbugaðir af vinnu að þeir hafa ekki þrek til að standa í félagsmál- um. Það er hart að þurfa að viðurkenna að í þessu þjóðfélagi skuli bæði þrífast stéttaskipting og hræðileg fátækt, hér, þar sem allir ættu í raun að geta haft það gott. — Ég held þó að ísland sé besta land í heimi þó að fólk hér hafi misjöfnu úr að spila. Hér er svo mikið öryggi, hér er engin ritskoðun og við erum ekki undir neinu eftirliti. Fólk getur gert það sem það viil. Þó er því miður víða farið að bera á óheiðar- leika og græðgi, samanber okurmálið. Og menn eru farnir að stela því sem þeim er trúað fyrir. En samtryggingin er slík að það er eins og ekki megi fletta ofan af neinum nema þeim sem eng- an hafa bakhjarlinn.” Til Japan i hópi fimm- tán elskulegra karl- manna — Þá sagðir áðan að unga hefði þig ekki dreymt um að þú œttir eftir að ferðast til Ráð- stjórnarríkjanna ogJapan. Voru þau ferðalög á vegum ASÍ? „Já, okkur Ásmundi var boðið ásamt öðrum til Rússlands fyrir tveimur árum og til Japan í fyrra. Það var afskaplega gaman að fara þetta og móttökurnar stórkostlegar. En mér þótti allt þunglamalegt í Rússlandi þótt fóikið væri elsku- legt. Það var mjög á varðbergi, og greinilegt var að þar var talsverður stéttamunur engu síður en hér. Já, ég hef hvergi fyrir hitt fólk sem er jafn lokað og jafn mikið á varðbergi. Fólk í Japan er miklu opnara. Þar lítur það líka svo á að það sé að vinna fyrir þjóðina í heild. Iðnvæðingin er stórkostleg, og fólkið eins og fléttast inn í fyrirtækin. Japanir koma virkilega fyrir sem ein þjóð! Og svo eru þeir svo gestrisn- ir...“ — Fannst þér Japanir ekki miklir fagurkerar? „Jú, og svo er hreinlætið ótrúlegt. Ég hef víða siglt með mínum manni en aldrei hef ég séð jafn- mikinn þrifnað og t.d. í Tokyo og svo í Singapore. Ef fólk fleygir rusli á göturnar þarf það að borga háar sektir.” Nú hlær Guðríður enn og segir: „Við fórum til Japan á vegum Iðntæknistofnunar. I förinni voru fimmtán karlmenn og svo ég. Margar kon- ur hafa sagt við mig að ég hafi verið kjarkmikil að fara þetta með svona mörgum karlmönnum en ég get ekki séð að það hafi skipt nokkru máli. Þeir voru hver öðrum elskulegri og skemmti- legri.” — Eru félagsmálin þér allt eða hefurðu tíma fyrir önnur áhugamál? „Aliur minn tími fer í félagsmálin nú orðið. En þar fyrir utan hugsa ég um heimilið, börnin mín og barnabörnin. Áður fyrr hafði ég ailtaf ein- hverja handavinnu að grípa í. Stundum skamm- ast ég mín fyrir að hafa þurft að leggja slíkt á hill- una. Ég saumaði t.d. allar flíkur sjálf. En eins og ég sagði áðan hef ég verið ótrúlega lánsöm, ég á hamingjusöm börn og barnabörn. Og fjölskylda mín er mjög samheldin. Við erum ellefu systkinin á lífi og á hverju ári höldum við fjölskylduskemmtun og förum svo saman í ferðalag á sumrin. Við byrjuðum á þessu meðan foreldrar okkar voru á lífi. Fjölskyldusamskipti verða svo fullkomin, held ég, ef systkinahópur- inn er stór." Býð ekki i fiskvinnsl- una þegar min kyn- slóð er oll — Og svona að lokurn, Guðríður, hver er þín heitasta ósk? „Það að ég sjái einhvern tíma góð laun handa því fólki sem vinnur við höfuðatvinnugrein okk- ar, fiskvinnsluna. Það fólk er engan veginn virt sem skyldi. Sumir segja: Ég er bara verkamaður. Ég er bara húsmóðir. Én þetta tvennt er ekki svo iítið ef maður lítur það réttum augum — hvorki meira né minna en hornsteinar þjóðfélagsins. Fiskvinnslan hefur lengi byggst á miðaldra fólki og unglingum. Ég býð ekki í fiskvinnsluna þegar mín kynslóð er öll.“ I framhaldi af þessu spinnast heillangar um- ræður um starfsmat í íslensku þjóðfélagi. Ég varpa fram þeirri spurningu hvers vegna ein- ungis sé talað um ófaglært verkafólk en t.d. aldrei um ófaglærða heildsala eða verslunareig- endur! „Nú vilja allir fara i skrifstofustörf," segir Guð- ríður. „Eitthvað verður að gera til að laða fólk aftur að fiskvinnslunni, undirstöðuatvinnugrein okkar. Fiskurinn verður alltaf okkar aðalútflutn- ingsvara og heldur þar af leiðandi þjóðarbúinu uppi" Nú líður að kvöldmatartíma og við Guðríður endum spjallið á því að skiptast á fiskuppskrift- um eftir að hafa farið mörgum fögrum orðum um hráan fiskinn Japananna. Svo er sem streita dagsins og viðvarandi vél- ritunarspennan í bakinu hafi liðið úr mér í návist þessarar hlýju, yfirveguðu en lífsglöðu konu, sem heldur upp á 64. afmælisdag sinn þann dag sem þetta tölublað Helgarpóstsins kemur út. Guðríður er nefnilega fædd 23. apríl, sama dag og Halldór Laxness, Shakespeare og fleiri mikil- menni... Við óskum henni til hamingju með daginn og velfarnaðar í verkalýðsbaráttunni um ókomin ár. eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.