Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSÝN eftir Guðmund Árna Stefónsson 40 íslendingar tóku búddatrú á einu bretti sl. þriðjudagskvöld. Þessar fréttir vekja þá spurningu, hvort einhverjar þær hræringar séu á kreiki í trúarlífi íslendinga, sem kunni að orsaka breytingar til lengri tíma litið. En víst er það ekki nýtt af nálinni, að nokkur hópur — sérstaklega ungs fólks — fari til liðs við nýja og áður lítt þekkta, eða óþekkta trú- arflokka. Nú er það svo mjög léttúðugt að tala um sálnaveiðar í þessu sambandi, en hinu verð- ur ekki á móti mælt að fréttir berast erlendis frá um að trúarhópar svífist oft einskis við að ná fram markmiðum sínum við að fylla flokk stuðningsmannanna. Sumar þessar hreyf- ingar hafa úr verulegu fjármagni að spila og trúfélagar verða að undirgangast reglur söfnuðanna að einu og öllu leyti. Hér er ekki átt við búddisma, sem er að sönnu trúarhreyfing sem á sér djúpar rætur í lífi og menningu margra þjóða. Hins vegar hafa á síðustu 15 árum skotið upp kollinum hér á landi og í hinum vestræna heimi trúar- söfnuðir, sem hafa nokkur einkenni sameig- inleg. Allir hafa þeir einn stofnanda, sem er einskonar „helgur meistari" og hefur alræð- isvald. Hreyfingarnar beina fyrst og fremst spjótum sínum að ungu fólki. Hugleiðsla og ákveðin dulúð er sterkur þáttur í athöfnum þessara safnaða. Þá er nánast blind hlýðnis- „Þrátt fyrir hinn stóra hóp, sem gekk til liðs við Búdda sl. mánudags- kvöld, þá virðist engin bylting í aðsigi í trúarlífi hér uppi á íslandi.“ Landinn er Lúter trúr skylda hjá trúfélögum gagnvart æðstu stjórninni, sem safnast alla jafna saman í hin- um eina sanna gúru — sem er tengiliður við almættið. Sem dæmi um ný trúarfélög af þessari teg- und, sem hafa verið á kreiki hérlendis, má nefna eftirfarandkba/iœy'a, sem létu mjög að sér kveða hér á landi fyrir u.þ.b. áratug og söfnuðu að sér ungu fólki í hundruðavís. Þeirra hreyfing fyrirfinnst vart lengur nú orðið hér upp á íslandi. Guðsbörnin, eða Fjölskyldu kærleikans eins og hún hefur líka verið nefnd. Hún var stofnuð í Bandaríkjun- um. Transcidental meditation, oftast skamm- stafað TM, en þar er gúrú hinn frægi ind- verski yogi sem Bítlarnir sóttu til á sínum tíma, en urðu síðan fráhverfir og moonsöfn- uðinn sem tekur nafn af gúrú Moon, sem er <allt í öllu í þeim söfnuði. Moon þessi lifir í miklu ríkidæmi og hefur ekki síst orðið auð- ugur að veraldlegu góssi með hinni andlegu trúhreyfingu sinni. Þá má einig nefna An- anda Marga. Eftir heimildum Helgarpóstsins, virðistsvo sem þessar hreyfingar og aðrar ámóta sem hafa kynnt sín mál hér á landi, hafi vart haft árangur sem erfiði. Til að byrja með hefur forvitni kallað að mismunandi stóra hópa, en erfiðar hefur gengið að halda athygli og áhuga fólks hérlendis. Á hinn bóginn hafa margar þessar hreyfingar og aðrar ámóta náð talsverðum styrkleika víða erlendis. Langflestir íslendingar aðhyllast lútersk- evangilíska trú, sem þjóðkirkjan — ríkis- kirkjan — boðar. Og kirkjunnar menn telja í viðtölum að aukið framboð trúarlegra safn- aða hafi ekki leitt til fráhvarfs frá þjóðkirkj- unni, nema síður sé. En fleiri eru um hituna en þegar hafa verið taldir. Á íslandi er að finna einstaklinga og hópa sem teljast til mormóna og Votta Je- hóva og múhameðstrúar. Þá má nefna til sögunnar aðventista, hvítasunnumenn og Hjálpræðisherinn. Þessir þrír síðarnefndu trúflokkar að viðbættum kaþólikkum hafa verið í ákveðnu samstarfi við þjóðkirkjuna í „samstarfsnefnd kristinna trúfélaga". Það er því sýnt að fjölbreytnin er mikil á þessu sviði. Hins vegar virðast íslendingar ekki hafa verið ýkja fljótir tif að hoppa um borð hjá nýjum trúfélögum, áður óþekktum. íhaldssemi virðist að mörgu leyti meira ríkj- andi hjá landanum í trúmálum en þekkist víða erlendis. Félagsfræðingur einn, sem HP hafði tal af í þessu sambandi, sagði það ekki óvenjulegt hér á landi, að ákveðin tortryggni og jafnvel andúð væri ríkjandi hjá „hinum venjulega íslendingi" varðandi „nýjar og áður óþekktar línur í trúmálum". Og spurn- ing væri líka, sagði þessi félagsfræðingur, hvort trúarhreyfingar sem eiga rætur í aust- urlenskri dulspeki næðu til hinna að mörgu leyti köldu og raunsæju íslendinga. Allt að einu er ljóst að þrátt fyrir hinn stóra hóp sem gekk til liðs við Búdda sl. mánu- dagskvöld, þá virðist engin bylting í aðsigi í trúarlífi hér uppi á íslandi. ERLEND YFIRSYN Benazir Bhutto tekið sem þjóðhetju við kom- una til uppgjörs við banamann föður síns. Lýðhylli konu teflt gegn hrörnandi veldi Pakistanhers • Goðsögnin um hefnd lítilmagna með rétt- an málstað á voldugu illmenni hefur einskis misst af mætti sínum til að fanga hugina á öld rafeindavæddra boðskipta. Það sannaðist á Filippseyjum í vetur, þegar Corazon Aquino hrakti frá völdum Marcos forseta, ráðbana bónda síns, og hafði þó forsetinn að bakhjarli hernaðarmátt og vinfengi Bandaríkjafor- seta. Um þessar mundir vekur kona í öðru Asíu- landi ámóta ólgu og hrifningu fjöldans. Benazir Bhutto fer sigurför um Pakistan, frá borg til borgar, gegnum fagnandi mannhaf. Fólkið flykkist að vegunum hvar sem leið hennar liggur til að hylla hana og taka undir kröfu um fullt stjórnmálafrelsi og bættan hag alþýðu. Ekki er nema rúmt misseri síðan herstjórn Zia ul-Haq hneppti Benazir Bhutto í stofu- fangelsi, þegar hún hugðist ávarpa þröngan hóp stuðningsmanna sinna. Þá kom hún heim til Pakistan úr tveggja ára útlegð til að greftra lík útlægs bróður síns við hlið föður þeirra, Zulfikar Ali Bhutto, fyrrum forsætis- ráðherra, sem Zia ul-Haq lét hengja 1979, tveim árum eftir að hershöfðinginn rændi völdum og afnam lýðréttindi. Eftir átta og hálfs árs stjórn með herlögum er Zia ul-Haq á því háskalega skeiði, þegar harðstjórn linar tökin en skirrist þó við að sleppa þeim að fullu. Fyrir rúmu ári var efnt til kosninga í Pakistan, þó án þess að stjórn- málaflokkar fengju að taka þátt í þeim. Þing- ið sem þá var kosið hefur myndað stjórn undir forsæti Mohammad Khan Junejo. Her- dómstólar hafa verið lagðir niður, þótt enn dúsi í dýflissum pólitískir fangar frá árum hernaðareinræðis. Stjórnmálaflokkar eru teknir til starfa. Prentfrelsi ríkir á ný. Enn er þó æðsta vald í höndum Zia ul-Haq. Hann fékk það úr eigin hendi, veitt í stjórnar- skrá sem náði samþykki í þjóðaratkvæða- greiðslu meðan einræði ríkti. Þar eru öll verk herstjórnarinnar löggilt eftirá, veldi Zia ul-Haq framlengt og honum fengið vald til að setja herlög á ný. Benazir Bhutto skákar nú í því skjóli, að lýðhylli hennar vegi upp á móti einvaldsheimildunum, sem Zia ul-Haq hefur í bakhöndinni. Eftir tíu klukkutíma sig- urför gegnum óslitið mannhaf frá flugvelli inn í borgina Lahore, benti Benazir á að hún hefði sem hægast getað beitt fylgismönnum sínum til að taka samstundis völd í Lahore og jafnvel öllu Punjabfylki. En það kvaðst hún ekki hafa gert, vegna þess að hún vildi forð- ast vígaferli og ofbeldi. Erindi sitt til Pakistan væri ekki að efna til bræðravíga, heldur að fylgja eftir veitingu takmarkaðra lýðrétt- inda, svo komið verði á lýðræði að fullu og þjóðarviljinn fái notið sín. Junejo forsætisráðherra ábyrgðist öryggi Benazir áður en hún hvarf heim úr útlegð- inni, og málflutningi sínum beinir hún til stjórnar hans en ekki til Zia. Meginkrafan er að fram fari nýjar þingkosningar, þar sem eðlileg stjórnmálastarfsemi verði undanfari og flokkar geti boðið fram, en ekki verði ein- ungis heimiluð einstaklingsframboð eins og síðastliðið haust. Zia hefur fyrir sitt leyti, án þess þó að nefna Benazir á nafn, hamrað á því í ræðum eftir heimkomu hennar, að ekki verði um þingkosningar að ræða fyrr en 1990. Þangað til skuli hann halda um stjórn- artaumana. Ljóst er að Zia gerir sér vonir um að her- ferð Benazir fyrir nýjum, lýðræðislegum kosningum renni út í sandinn. Hún styðst við stjórnmálaflokk föður síns, Alþýðuflokk Pakistans, en hefur í langri útlegð og ein- angrun þar áður átt þess lítinn kost að hafa áhrif á mótun flokksins á því skeiði sem hann tók til fullra starfa á ný, eftir skuggatilveru meðan ok herstjórnarinnar var hvað harð- ast. Alþýðuflokkur Pakistans er sambland af fjöldaflokki bænda og verkamanna og valdakerfi gamalgróinna höfðingjaætta, eins og þeirrar sem Benazir er sjálf af sprottin. Víða er breitt bil á milli roskinna flokksleið- toga frá dögum föður Benazir, og yngri og róttækari manna sem mótast hafa til stjórn- málastarfa og náð áhrifum við erfið skilyrði hernaðareinræðis. Jafnframt því sem Benazir sýnir lýðhylli sína með fjöldafundum í borgum Punjab og ferðirnar milli þeirra verða að óslitnum sig- urgöngum, leitast hún við að auðvelda kyn- slóðaskiptin í flokksforustunni á hverjum stað. Auk kröfunnar um nýjar og frjálsar þingkosningar, hefur Benazir sett fram meg- inatriði í stefnu stjórnarinnar sem hún hyggst mynda að kosningasigri unnum. I innanlandsmálum ber þar hæst ráðstaf- anir til að bæta lífskjör alþýðu manna. Mannabústaði í stað hreysahverfa í borgun- eftir Magnús Torfa Ólafsson um og mat handa þeim soltnu. Læknishjálp handa almenningi, öruggar landsnytjar fyrir sveitaalþýðu. í utanríkismálum vill Benazir að Pakistan taki upp utanríkisstefnu í raun og sannleika óháða stórveldablökkunum og leitist við að ástunda góða sambúð við öll ríki. Fer ekki á milli mála að áætlunin er að losa tengslin við Bandaríkin, sem Zia gerði að lífakkeri hernaðareinræðis síns. Staða Pakistans á alþjóðvettvangi markast mjög af nábýlinu við Áfghanistan, en þaðan hefur hálf fjórða milljón manna hrökklast inn yfir landamærin undan hernaði sovét- manna. Benazir Bhutto telur það brýnast viðfangsefni fyrir pakistanska utanríkisstefnu að stuðla að brotthvarfi sovéthersins frá Afghanistan, svo þar komist á friður og flóttamannaskarinn fái snúið aftur til heim- kynna sinna. Benazir gefur til kynna, að það kunni að auðvelda samninga um brottför sovéthers frá Afghanistan, sé við völd í Pakistan ríkis- stjórn, sem sovétmenn tortryggi ekki um að ganga erinda Bandaríkjanna. Sömuleiðis bendir hún á, að sovétmenn og leppstjórn þeirra í Afghanistan hafi haft í frammi til- burði til að egna ættflokkana í landamæra- héruðunum til illinda við flóttafólkið og mót- spyrnu við ríkisvald Pakistans, sem í þeirra augum er jafn framandi og bresku nýlendu- yfirvöldin fyrrum. Erlendir fréttamenn í Pakistan herma, að þar telji menn sem stjórnmálum sinna að Zia verði afar tregur til að setja herlög á ný til að stöðva fundahöld Benazir, þar sem af því hlytust óhjákvæmilega innanlandsátök. Annað mál er hvað aðrir herforingjar kynnu að gera, teldu þeir Zia sýna sterkri alþýðu- hreyfingu í stjórnarandstöðu meiri linkind en þeir kýsu. Bent er á, að þegar Zia var enn að basla við að halda sem lengst í herlögin, leitaði hann um skeið liðsinnis hjá heittrúarmönnum, sem innleiða vilja forn, islömsk lög, og hata að sjálfsögðu eins og pestina þróun sem endað gæti með að kona næði forustu í rík- inu. íhaldssamir herforingjar í vígahug gætu því vænst bandamanna úr þeirri átt í atlögu að Benazir Bhutto. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.