Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 9
þeir hafa nýtt í Borgarfirði og ganga sögur um jarðakaup þeirra þar efra, en HP hefur enga staðfestingu á því. Heimildarmenn HP segja að leigan á Þverá sé milljónafyrirtæki á ári. Menningarneysla Heimili þeirra bræðranna Jóns og Vilhjálms eru prýdd málverkum og góðum bókum og mun þar vera um að ræða eignir upp á milljónatugi. Annar þeirra keypti til að mynda ný- lega málverk Jóns Stefánssonar af stóðhestinum fyrir 1,8 milljónir króna. Bókasöfn þeirra munu afar verðmæt. Hvers vegna Grandi hf.? Margir hafa velt fyrir sér þeirri spurningu, hvað hafi rekið Reykja- víkurborg til að stofna Granda hf. og yfirtaka þar með skuldir ísbjarnar- ins og forða honum frá gjaldþroti, sem virtist óumflýjanlegt. Því hefur m.a. oft verið haldið fram að með því hafi Davíb Oddsson borgarstjóri Íagt pólitískan heiður sinn og fram- tíð í mikla hættu, engin framkvæmd hans sem borgarstjóra hafi orkað jafnmikils tvímælis. Andstæðingar hans segja að ef aðeins hag- kvæmnisjónarmið hafi ráðið ferð- inni, hefði verið eðlilegt að kanna hvort fleiri aðilar væru tilbúnir að leggja í púkkið, en eftir því var ekki leitað og umleitunum Kirkju- sands hf. að eiga aðild að sam- runa fyrirtækjanna var hafnað af borgarstjóra, en ekki er vitað hvort hugur fylgdi máli hjá forráðamönnum fyrirtækisins eða hvort verið var að reyna að gildra borgarstjórann. Eftir stendur að Reykjavíkurborg gengst fyrir stofnun fyrirtækis sem yfirtekur skuldir Isbjarnarins upp á hundruð milljóna króna. Þær skuld- ir sem Grandi hf. yfirtók ekki, 40 milljónir króna, eru allar tengdar rekstrinum á Seyðisfirði og að auki 25—30 milljónir króna, sem OLIS hefur nú að hluta yfirtekið og fengið hlutabréf fyrir í Granda hf. eins og fyrr var rakið. Hér er þó auðvitað ekki um hina frægu pennastriksað- ferð að ræða, heldur fylgir skulda- byrðin áfram borgarsjóði Reykjavík- ur og hinu nýja fyrirtæki, Granda hf. Heimildarmenn HP telja að slæm staða Landsbankans hafi ráðið hér miklu. Landsbankinn hafði lánað ís- birninum mikið fé og átti á hættu að verða að afskrifa það að hluta. Heimildarmaður HP komst þannig að orði, að bræðurnir hefðu nánast haft „sjálfsafgreiðslu" í bankanum um árabil og fyrirgreiðsla bankans Lóðin við Hamarsgötu 2. Fasteignamat'hennar er 1,243 milljónir. Hesthús Jóns Ingvarssonar í Víðidal. Hús Jóns Ingvarssonar við Skildinganes. Brunabótamat: 11,630 milljónir. við þá hefði verið komin langt út fyrir eðlileg mörk. Hin slæma staða ísbjarnarins hafði líka þau áhrif að hún ógnaði stöðu annars stórs við- skiptaaðila bankans, OLÍS hf. Sam- ’engdir hagsmunir þessara fyrir- tækja, svo og bankans, kölluðu á skjótar aðgerðir. Hugmyndina að stofnun Granda hf. segja heimildir HP komna frá þessum þrem aðilum, Isbirninum, OLIS og Landsbankan- um, en tveir fyrrnefndu aðilarnir lutu stjórn sömu manna að hluta, eins og áður er rakið. Það kom svo í hlut Reykjavíkurborgar að gera þessar hugmyndir að veruleika, en á það má benda að Landsbankinn er viðskiptabanki borgarinnar og það er mikið hagsmunamál fyrir hana að staða bankans sé sem best, ekki síst á tímum mikillar fram- kvæmdagleði. Menn halda hins vegar áfram að velta fyrir sér hvort réttlætanlegt hafi verið að grípa til þessara að- gerða á grundvelli þeirra takmörk- uðu upplýsinga sem fyrir lágu. A þeim tíma sem borgarfulltrúar greiddu atkvæði um samninginn um stofnun Granda hf. gengu sögur um mikil umsvif og einkafjárfesting- ar bræðranna Jóns og Vilhjálms, sem borgarfulltrúar höfðu ekki að- stöðu til að meta hvort ættu við rök að styðjast. Sögusagnirnar urðu að nægja þeim og almennum borgar- búum. Er upplýsingaþjóðfélagið kannski meira í orði en á borði? Deilur um uppgjör eignanna Hér hafa aðeins verið tilnefndir sem eigendur Isbjarnarins þeir Ingvar Vilhjálmsson og synir hans, Jón og Vilhjálmur. En að Isbirninum stendur einnig systir bræðranna, Sigríður Ingvarsdóttir, með 25% eignarhluta. Heimildir HP segja að Sigríður hafi talið sig mjög hlunnfarna í fram- angreindum viðskiptum öllum. Mun Sigríður telja að hlutur hennar hafi mjög verið fyrir borð borinn og ýmislegt hafa við eignavörslu bræðranna að athuga. M.a. mun nú vera í gangi löghaldsmál vegna meintra vanefnda bræðranna í skiptum eignanna. Stendur málið um hlutabréf í Hampiðjunni hf., þar sem Sigríður telur að hún hafi ein- ungis fengið í sinn hlut bréf upp á eina milljón króna í stað rúmra tveggja, sem um hafi verið samið. Alls munu um 50 milljónir hafa fall- ið henni í skaut að undan- genginni sáttargjörð. Ekki eru þetta þó allt hreinar og tærar krónur, heldur bréf ýmiss konar. HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.