Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 23
USTAPOSTURINN Næturgalarnir frá Venus: Hjörtur Howser, Jakob Magnússon, Helgi Björnsson, Þorsteinn Magnússon og Jón Borgar. Mynd: Jim Smart „Vid spilum ekki eitt einasta fúlt lag.. — Fimm næturgalar leika á Varúlfadansleik Stúdentaleikhússins Eitt af snauðari leikhúsum í bæn- um er að reyna að rétta svolítið við fjárhaginn þessa dagana, náttúrlega í þeim tilgangi að geta af stórri hug- sjón sett upp fleiri, betri og skemmtilegri leiksýningar þegar fram líða stundir. Góðir lesendur Helgarpóstsins keyptu náttúrlega miða í hinu glæsilega happdrætti Stúdentaleikhússins um jólin, og nú gefst þeim aftur tækifæri til að styðja við bakið á þessu leikhús- sinnaða æskufólki — nefnilega með því að skella sér á svokallaðan Var- úlfadansleik sem Stúdentaleikhúsið heldur í Félagsstofnun stúdenta að kvöldi síðasta vetrardags. Áhugamenn um poppmúsík hafa líka eftir ýmsu að slægjast vestur í Félagsstofnun þessa aðfaranótt sumarsins, því þar leikur fyrir dansi glæný hljómsveit sem líklega verð- ur seint ellidauð; hana skipa fimm ungir músíkantar, þekktir borgarar af yngri kynslóð — Helgi Björnsson, söngvari úr Grafík; Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Jakob Magn- ússon bassaleikari, báðir lausa- menn í Grafík; ungur trymbyll sem kýs að kalla sig Jón Borgar; og loks gamalvanur poppmæringur sem hefur lítið verið í sviðsljósinu síð- ustu tvö árin, Þorsteinn Magnússon, gítarleikari úr Eik og Þey. Sameinaðir standa þeir fimmmenn- ingarnir undir nafninu „Næturgal- arnir frá Venus“, nafni sem þeir segja sjálfir að hafi verið hraðsoðið í flýti og algjöru hugmyndaleysi, en hafi ekkert með áhuga þeirra á nátt- úrufræði eða geimferðaskáldskap að gera. Einsog því til áréttingar segir trommarinn brosmildi og dul- arfulli, Jón Borgar: „Eigum við ekki frekar að kalla okkur Skodana, strákar?" En hlýtur frekar dræmar undir- tektir. . . Næturgalarnir frá Venus segjast vera einnota hljómsveit, „one night stand", einsog það heitir á útlensku, á Varúlfaballinu verði liklega fyrsta og síðasta tækifærið til að heyra í þeim. Þeir hafa svosem ekki verið að slíta sér út við æfingar, en eru samt sem áður kokhraustir: „Við ætlum að spila uppáhalds- lögin...“ „Lögin sem hafa tryllt okkur sjálfa í partíum. . .“ „Það er merkilegt, strákar — við spilum ekki eitt einasta fúlt lag...“ Uppáhaldslögin eru að sögn þeirra fimmmenninganna tekin úr Rokkunarbók Háskólans, einkum kaflanum sem fjallar um síðustu tíu ár — þetta er sumsé söguleg blanda af rokki, pönki og reggaemúsík. Jóni Borgari trommuleikara þykir það merkileg frétt að hann hafi ekki leikið fyrir dansi síðan hann var tán- ingur — „þegar ég var í trömsbandi (?) með Hilmari Agnarssyni," segir hann. Þremenningarnir úr Grafik geta státað af mikilli og haldgóðri dansiballareynslu, en þó ekkert í lík- ingu við Þorstein Magnússon, öld- unginn i hópnum. Já, hvar hefur Steini haldið sig síð- an hann hætti í framúrstefnusveit- inni Þey fyrir nokkrum árum? „Ég hef verið að spila á böllum á landsbyggðinni," svarar hann. „Fyrst var ég staðgengill Hauks Ingibergssonar í Upplyftingu og svo spilaði ég með þeirri ágætu hljóm- sveit Sjöund frá Vestmannaeyjum. Nú er ég fluttur aftur í höfuðborgina — ef ég fæ íbúð og ef einhver vill fá mig í hljómsveit." Dansleikurinn í Félagsstofnun hefst klukkan 10 á miðvikudags- kvöldið og stendur fram á nótt. Inn- gangseyrir er 350 krónur. -EH ROKK Sá feiti kemur í heimsókn Fats Domino og félagar kunna að skemmta fólki. Allt frá því að talið var í fyrsta lag í Broadway á sunnudagskvöldið þar til hópurinn gekk af sviði í seinna skiptið iðuðu áheyrendur af kátínu, sungu með hástöfum, veifuðu servíettum, dilluðu sér uppi á stólset- um og jafnvel borðum og áttu í einu orði sagt ánægjulega stund í öðru veldi. Þó var þetta ekki fjörmesti konsertinn með þeim feita og félögum. Laugardagskvöldið og föstudags- kvöldið voru mun villtari. Það er ávallt vel þegið að fá brautryðjend- ur rokksins í heimsókn. Það er eiginlega bor- in von að sjá þá og heyra erlendis. Uppselt er á hljómleika gömlu karlanna og kerlinganna mörgum mánuðum fyrir showtime og iðu- lega er aðgangurinn seldur svo dýru verði að það er ekki fyrir venjulega menn að reiða það af hendi. Þó að einhverjir hafi miklað fyrir sér 2.900 krónurnar sem kostaði að sjá Fats Domino og heyra telst það ódýrt miðað við það sem viðgengst erlendis. — En þetta var útúrdúr. Hljómleikar Fats Dominos og hljómsveitar hans hófust með smá upphitun sem hljóm- sveitarstjórinn, Dave Bartholomew, stjórn- aði. Tólf talsins tíndust þeir inn undirleikar- arnir. Margir höfðu þeir leikið með Fats frá upphafi feril hans. Trommuleikarinn var meira að segja orðinn svo lúinn að hann varð að hafa aðstoðartrommara með sér. Barthol- omew er sjálfur búinn að vera með Fats ára- tugum saman og hefur raunar samið marga helstu smelli gömlu rokkhetjunnar. Þar að auki hefur hann samið fyrir aðra: til dæmis One Night sem Presley söng um árið og dónalagið My Dinga Ling sem Chuck Berry gerði ógleymanlegt. Eftir stutta upphitun gekk síðan feitasti rokkari allra tíma á svið. Ánægjukliður fór um salinn, Fats settist við flygilinn og vatt sér umbúðalaust í lagið My Blue Heaven. Og síð- an komu þau hvert af öðru: Jambalaya, Blue Monday, Red Sails In The Sunset og fleiri og fleiri. Fyrsta hálftímann var ekkert hlé gert á milli laga; um leið og hljómsveitin endaði eitt lagið byrjaði Fats á því næsta. Loks þegar kom að Blueberry Hill gaf stjarnan sér tíma til að segja fáein orð og siðan hófst sama keyrslan aftur. Öll voru lögin á prógramminu gamalkunn, smellir gamla mannsins frá því fyrir 1950 og allt fram á sjöunda áratuginn. Það var stórkostlegt að fylgjast með úthaldi rokkarans gamla; hann var greinilega kom- inn til að láta fólk fá sem mest fyrir pening- ana sína. Hvergi slegið af og tímanum ekki eytt í óþarfa mas. Fats Domino er orðinn 58 ára gamall og gæti samkvæmt hlutanna eðli verið löngu hættur að skemmta aðdáendum sínum. Auð- vitað mátti greina það npkkrum sinnum að maðurinn er ekkert unglamb lengur. Stund- um var söngurinn vart greinanlegur. En það voru undantekningartilfelli. Þegar hann beitti sér mátti þekkja þann gamla góða Fats Dom- ino sem átti hvert lagið öðru hressilegra i sjó- mannaþættinum um það leyti sem sá sem þetta ritar var að koma til sjálfs sín á sjötta áratugnum. Og hljómsveitin, ekki má gleyma henni. Þar var valinn maður í hverju rúmi, sjö manna blásarasveit, tveir gítarleik- arar, einn trommari og annar til vara og loks bassisti sem lítið heyrðist í af tillitssemi við gesti Bíóhallarinnar. Fyrir tilverknað blás- arasveitarinnar sveifluðust stuttu rokklögin hans Fats stundum yfir í fimm til sjö mínútna langa djassrokkara. Hin hefðbundna dag- skrá kvöldsins endaði síðan á dálaglegu instrumentallagi. Fats gekk af sviðinu og öll halarófan á eftir. Hófst þá það lengsta uppklapp sem ég hef orðið vitni að. í sjö mínútur klöppuðu áheyr- endur, hrópuðu og stöppuðu. Og loksins eftir langa mæðu skilaði hljómsveitin sér. Hún hóf leikinn að nýju og eftir smástund birtist stjarna kvöldsins að nýju. Fats hafði orðið að hafa fataskipti með öllu. Menn vilja svitna ótæpilega þegar þeir spila rokk og eru orðnir 58 ára að auki. Sem aukalög voru spiluð lögin Margie, I’m Walking To New Orleans og nokkur önnur. Stemmningin var nú betri en nokkru sinni fyrr um kvöldið en þegar kons- ertinn hafði staðið í tvær klukkustundir var alltí einu allt búið. Hljómleikar Fats Dominos og félaga hans tólf voru ánægjuleg stund. Minnisstæðust er náttúrlega frammistaða Fats og þá ekki síður skemmtileg sviðsframkoma Davids Barthol- omews. Hann sá um að halda áheyrendum við efnið meðan Fats söng. Þess á milli blés hann í trompet, — hélt á hljóðfærinu í ann- arri hendi og þerraði af sér svitann með hinni. Gaman var líka að fylgjast með því þegar trommuleikararnir leystu hvor annan af. Þeir notuðu ekki tækifærið milli laga heldur stóð annar upp spilandi, færði sig til hliðar og hleypti hinum að. En þetta voru vitaskuld smámunirnir. Það voru Fats og gömlu góðu lögin sem gerðu kvöldið ógleymanlegt. PS, í umfjöllun um hljómsveitina Hollies á dögunum var því haldið fram að Alan Clarke hafi verið drukkinn á sviðinu. Björgvin Hall- dórsson móttökustjóri erlendu hljómsveit- anna á Broadway vill eindregið mótmæla því. Segir að Clarke sé gamall alki og megi þar af leiðandi ekki bragða áfengi. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.