Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 28
Hundrab kossa í viðbót vil ég fá og viö þá bœta þúsund — kysstu meir! og miklu fleiri, uns milljón verda þeir. Þreföldum þá milljón, uns þrjár við höfum kysst, og þá byrjum við aftur, á sama háll og fyrst. Catullus Hjúkrunarkona á fertugsaldri: „Kossinn er prófsteinn og sálðrkönnun en stundum verður mér óglatt... „Ég á við ákvedið vandamál að stríða i sambandi við kossa sem hefur háð mér pínulítið í gegnum árin. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, að þegar ég er búin að fá mér of- boðlítið í glas og einhver ætlar að kyssa mig, þá verður mér óglatt! Ég man eftir nokkrum tilvikum í aftursætum leigubíla þar sem ég komst í algjör vandræði. Þetta hef- ur markað sín spor á minn kossa- feril og oft valdið misskilningi ef ég hef verið of uppburðarlítil til að segja að mér hafi verið óglatt. Blautlegir kossar svokallaðir þurfa ekkert endilega að vera kyn- ferðislegir. Stundum kyssist mað- ur eiginlega bara í bróðerni til að hafa það huggulegt án þess að því þurfi að fylgja að maður verði við- þolslaus úr greddu. En stundum geta kossar verið ægilega æsandi. Eg veit ekki í hverju þessi munur liggur. Eg held að fólk kyssist meira en ella þegar það er að draga sig sam- an. Þegar frá líður verður allt meiri rútína, kossarnir eins og allt annað. En ég tek talsvert mark á koss- um varðandi það hvort ég spekú- lera áfram í mönnum eða ekki. Með kossinum er maður að sínu leyti að prófa fyrir sér hvort manni líkar við viðkomandi manneskju og þá ekki bara kynferðislega. Það fer svolítið eftir hvernig manni líkar að kyssa hana. Mér er t.d. illa við að reynt sé að gleypa mig í fyrstu lotu. Við fyrstu kynni vil ég að farið sé dálítið fínt í hlut- ina. Mér finnst afar óþægilegt þeg- ar ég er að kyssa einhvern í fyrsta skipti og viðkomandi ætlar að taka úr mér hálskirtlana í leiðinni. Það er einhver djöfuls frekja í því. Kossinn er því talsverður próf- steinn á það hvort grundvöllur er fyrir nánari kynnum, eins konar sálarkönnun þegar maður er að velta einhverjum fyrir sér.“ / fljólu bragði virðist kossinn, að minnsta kosti sá langi, blauti, vera eitt þeirra atriða sem greinir mann- skepnuna frá öðrum skepnum. Hér œtlum við að reyna að varpa nokkru Ijósi á hvers vegna menn kyssast, hvort hugsanlega sé um að rœða einhverjar samsvaranir meðal annarra dýrategunda, hvort kossar séu með ólíkum hœtti eftir menn- ingarsamfélögum; hvort annað kyn- ið kyssi meira en hitt og hvort kossa- þörf fólks sé einstaklingsbundin. Kossar, nebbari og sjálfshermun HP leitaði til tveggja mannfræð- inga, þeirra Gísla Pálssonar og Sig- ríðar Dúnu Kristmundsdóttur og þau sögðu að því miður hefðu koss- ar og önnur slík nálgun fólks ekki verið rannsökuð kerfisbundið í „góðri" klassískri mannfræði. „En snerting er mjög mismunandi yfirleitt eftir samfélögum og hefur mismunandi þýðingu," sagði Gísli. „Fólk nálgast á ólíkan hátt, nálægð- in hefur mismunandi þýðingu. Koss- arnir eru hluti af þessum skilgrein- ingum á nánd. Eg held að hægt sé að fullyrða að ástaratlot gerist með mjög mismun- andi hætti. Mannfræðingur nokkur rannsakaði t.d. samlíf hjóna í Suður- Afríku. Niðurstöður hans sýndu að ástaratlot gerðust þar öðruvísi en á Vesturlöndum og að mikilvægi ákveðinna líkamshluta var annað. Það er æði misjafnt hvað er talið sexý og hvað ekki meðal þjóða. Við, vestrænir karlmenn, leggjum t.d. mikið upp úr brjóstum og skilgrein- um nekt nánast út frá þeim í mörg- um vestrænum þjóðfélögum. í mörgum öðrum þjóðfélögum skipta þau hins vegar engu máli, heldur það t.d. hvort fótleggirnir sjáist eða þjóhnapparnir. Ég geri ráð fýrir að náin kynni fólks ráðist að nokkru leyti af því hvernig það skilgreinir hvað er sexý og hvaða líkamshlutar og atferli skipta máli í ástaratlotum. Sú nálg- un sem kossinn veitir, hvernig ein- staklingarnir upplifa hann, virðist skipta mjög miklu máli á Vestur- löndum," sagði Gísli Pálsson. Þá vitum við að Grænlendingar eru gefnari fyrir að nudda saman nefjum, nebbast, fremur en að kyss- ast blautum kossum. Svipað gera margir fuglar í tilhugalífinu, mávar nebbast t.d. rétt áður en mökun á sér stað. Hvað með aðrar samsvar- andi í dýraríkinu? Því svarar Hrefna Sigurjónsdóttir líffræðingur: „Franski kossinn er sjálfsagt ein- göngu bundinn við manninn. Hvað spendýr varðar almennt þá er al- gengt að þau snuðri eitthvað hvað utan í öðru, en ég held að ekkert slíkt samsvari kossum, ekki einu sinni hjá öpum. En það má nefna sérstaka hegðun hjá karlkyns klauf- og hófdýrum. Þau þefa af kvendýr- unum, nautin t.d. setja hausinn upp í loftið og fitja mikið upp á trýnið, bretta upp á vörina. Það er ekki al- mennilega vitað hvers vegna þau gera þetta. Þá er svokölluð sjálfshermun ansi skemmtileg hjá öpum. Á fengitím- anum verður andlit sumra apateg- unda mjög lík kynfærunum. Nefið verður mjög langt eins og penis og litadýrðin er svipuð. Svo er önnur apategund sem er með hermun á brjóstinu. Desmond Morris hefur velt því fyrir sér hvort um einhverj- ar slíkar samsvaranir sé að ræða hjá manninum og dregur upp samsvar- anir á milli vara og skapabarma, brjósta og þjóhnappa. En almennt eru menn heldur vantrúaðir á þess- ar kenningar hans,“ sagði Hrefna. Hinn kristilegi bróðurkoss Hugum því næst að kristna koss- inum, hinum svokallaða bróður- kossi, og gefum Jóni Hnefli Aðal- steinssyni, guðfræðingi, sagn- og þjóðfræðingi orðið: „Það er sú athöfn þegar karimenn kyssa hvern annan á kinnina, ósköp hiýlega og fallega. Til sveita var það miklu algengara að fólk heilsaðist og kveddist með kossi og alveg fram á miðja þessa öld voru til hér byggð- arlög þar sem það þótti móðgun að manni var ekki heilsað með kossi. Til dæmis veit ég að frambjóðendur sem vildu tryggja sér atkvæði þurftu að gæta þess að brjóta ekki þessar siðareglur. Það var saga um frambjóðanda rétt um miðja öldina sem tvísté nokkra stund fyrir fram- an neftóbaksmann mikinn og skeggjaðan og vissi þó að hann átti þarna von um atkvæði þannig að hann renndi sér á hann og kyssti hann. Það fór held ég allt vel. Hann náði að minnsta kosti kjöri. Mikil kossa- og faðmlög held ég að sé siður sem hafi viðgengist um alla Evrópu og víðar. í Austur- Evrópu eru þeir alltaf að kyssa hvern annan, eins og við verðum vitni að á skjánum. Á síðustu öld var öllum heilsað með kossi á islandi, að því er virðist. Maður sem kom á bæ kyssti alla sem fyrir voru. í sögum má sjá að karlar hafi sóst sérstaklega eftir því að heilsa kvenfólki með kossi, eink- um ungum konum, samanber þetta „Ég kyssi fólk gjarnan og kveð með því að smella kossi á báðar kinnar enda bjó ég í fleiri ár í Frakklandi þar sem sá siður við- gengst. Mér finnst hann ósköp notalegur. Ég held ég sé frekar gef- in fyrir að sýna og meðtaka blíðu með strokum ýmiss konar en ekk- ert endilega kossum. Sjálfsagt er ég kossafíknari við upphaf ástar- sambands en þegar það er orðið varanlegt. Það koma löng tímabil þegar mig langar alls ekki til að ágæta orðtæki: Heldur kyssi ég hús- freyjuna en bóndann. Og ég veit að- eins dæmi þess að menn hafi hrokk- ið við og fengið ónotatilfinningu þegar var smellt á þá bróðurkossi þeim að óvörum," sagði Jón Hnefill Aðalsteinsson. Fjölmargir ónefndra viðmælenda blaðsins töldu eins og Jón Hnefill að bróðurkossinn svokallaði væri óð- um á undanhaldi. Æ sjaldgæfara væri að fólk heilsaðist og kveddist með kossi miðað við það sem áður var. Forleikur, blíðuhót, fullnæging Flestum kom saman um að nú gegni kossinn fyrst og fremst kyn- ferðislegu hlutverki, sem nokkurs konar fyrsta stig í forleik, eða mögu- legum forleik. Fyrir suma reyndist kossinn hafa sjálfstætt gildi, sem blíðuhót eða jafnvel kynferðisleg kyssa, þótt mig langi til að sofa hjá og sýna blíðu með ýmiss konar snertingu. Ég veit hreinlega ekki af hverju þetta stjórnast. Það geta liðið margir mánuðir án þess að mig langi til að kyssa manninn minn á munninn og samt er ég ofsalega skotin í honum og stund- um sofum við saman oft á dag. Ég neita því ekki að stundum er hann fúll yfir þessu, finnst þetta eins konar höfnun. En ég ræð bara ekkert við þetta!“ Tuttugu og tveggja óra nemi: rFæ seyding úr hægri öxí niður í hnésbót" „Það er hræðilegt þegar varir manns ná ekki að samsamast vör- um þess sem maður er að kyssa, það verkar hreinlega fráhrind- andi. En ef um ekta samsömun er að ræða fæ ég oft sting í öxlina þegar ég er að kyssa stelpur, vana- lega í þá hægri. Síðan fæ ég seyð- ing úr öxlinni alveg niður i mjöðm, og svo heldur hann áfram niður eftir rasskinninni, lærinu og alveg niður í hnésbót. Um leið líð- ur mér eins og verið sé að hrista kampavín inni í höfðinu á mér. Þetta er svona unaðslegur og alveg ótrúlegur straumur. En straumurinn þarf ekki að þýða að mig langi í stelpuna kyn- ferðislega. Þegar þetta gerist verð ég að vísu yfir mig skotinn og un- aðurinn hverfur ekki úr huganum á mér fyrr en eftir nokkra daga. Þá fer ég að leita fyrir mér því að einn koss kallar jú á annan, og eitthvað meira. Ef af því verður með sömu stelpunni þá er ekkert víst að nán- ari kynni verði eins skemmtileg og kossinn. Samfarir geta dregið úr kossaunaðinum. Kossar eru nauðsynlegri í upp- hafi sambanda en ella. Maður þarf að ganga úr skugga um að allt sé á hreinu í þessari deild, viðkom- andi aðilar þurfa að vera öryggir hvor um annan. Þegar sambandið er orðið fast í sessi minnkar kossa- þörfin áreiðanlega hjá mörgum. Svo er fólk misskilið. Það er auð- vitað hræðilegt ef maður er með stút á vörunum allan daginn en er svo stöðugt ýtt í burtu. Þá fyllist maður efasemdum og finnst að verið sé að hafna manni. Fyrir mér eru kossar langmikil- vægastir hvað viðkemur öllu fé- lags- og skemmtanalífi. Þeir geta veitt mér fullnægingu í sjálfum sér. Sérstaklega þegar maður finnur í góðu kelerí að það verða bara einar varir, og síðan einar hendur og einn líkami. Maður þarf ekki einu sinni að fækka fötum. Þá má ekki gleyma þessum unaðslega náladofa í vörunum eftir kossinn og þessari sætu munnvatnslykt... Váh, nú er mig farið að langa til að kyssa!" Blaðamaður um þrítugt: „Blautir vinakossar eru ákveðin blóðblöndun“ „Ég kyssi jafnt og þétt bæði kon- una mína og aðra sem mér þykir mjög vænt um. Ég held ég hijóti að vera frekar kelinn. Ég kyssi stund- um bestu vini mína af sama kyni blautum kossi. Mér finnst visst fóstbræðralag felast í því að geta kysst þannig, ákveðin blóðblönd- un. En slíkum kossum eru tak- mörk sett, óljós að vísu. Þeir hafa samt aldrei valdið ruglingi. Ég held að það sé mjög jákvætt að karlmenn geti sýnt hver öðrum blíðuhót af þessu tagi. Vestrænir karlmenn gera alltof lítið af því að vera góðir hver við annan, og bara snertast yfirleitt, enda er stundum sagt að eina snertingin sem er leyfileg meðal þeirra séu slagsmál. Þeir hafa í mesta lagi ,,leyfi“ til að kyssast við brúðkaup og jarðarfar- Þrjátíu og tveggja ára skrifstofustúlka: /l/llé 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.