Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 8
Það orkar varla tvímælis að stofn- un Granda hf, hlutafélagsins sem myndað var úr Bœjarútgerö Reykja- víkur annars vegar og ísbirninum hins vegar nú í vetur, er umdeildasta pólitíska aðgerð, sem núverandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykja- vík hefur staðið fyrir. Þar gekk borg- arsjóður Reykjavíkur í félag með einkafyrirtæki í fiskvinnslu í hag- ræðingarskyni að því er sagt var, en margir trúa því að þar hafi ráðið greiðasemi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við illa stadda máttar- stólpa flokksins, bræðurna Jón og Vilhjálm Ingvarssyni, sem voru að- aleigendur Isbjarnarins hf. Isbjörn- inn var kominn að gjaldþroti, þegar hið nýja hlutafélag var stofnað og Grandi hf. yfirtók skuldir ísbjarnar- ins upp á 560 milljónir króna. Þar af voru skammtímaskuldir upp á 251,153 milljónir króna. Þar af voru gjaldfallnar 43,4 milljónir króna, þegar samningar um stofnun Granda voru undirritaðir 8. nóvem- ber sl. og 14,4 milljónir voru á gjald- daga fyrir síðustu áramót. Fastafjár- munir ísbjarnarins sem lagðir voru til Granda hf. voru metnir á 525.674.000 krónur við undirritun samnings, eða nokkuð undir skuld- unum sem Grandi hf. yfirtók. Eign- um ísbjarnarins á Seyðisfirði var hins vegar haldið fyrir utan samn- inginn, en þar rekur fyrirtækið áfram síldarbræðslu. Rekstur ísbiarnarins leyndarmáí Þeir borgarfulltrúar úr minnihlut- anum sem HP ræddi við sögðu að þeir hefðu staðið frammi fyrir gerð- um samningi þegar málið kom til kasta borgarstjórnar á liðnu hausti, ákvörðun hefði þegar verið tekin og uppiýsingar, sem hægt hefði verið að byggja á afstöðu með eða móti, verið af mjög skornum skammti. Engar upplýsingar hefðu legið fyrir um rekstur ísbjarnarins undanfarin ár, né heldur um eignir og umsvif aðstandenda ísbjarnarins, sem eru ærin. Ingvar Vilhjálmsson og synir hans eru hluthafar og í stjórnum fjölmargra sterkra fyrirtækja og eiga miklar persónulegar eignir. Ingvar er orðinn háaldraður maður og hafa synirnir haft veg og vanda af rekstri Isbjarnarins undanfarin ár. Eitt þeirra fyrirtækja sem þeir ís- bjarnarfeðgar hafa átt stóran hlut í er Olíuverslun íslands hf. Þar eru þeir nú báðir í stjórn, Ingvar Vil- hjálmsson og Vilhjálmur sonur hans. Þegar Grandi hf. var stofnað- ur, skuldaði ísbjörninn OLÍS samtals yfir 100 milljónir króna. Þessi skuld var utan samningsins um stofnun Granda, en OLÍS hefur síðan keypt hlutabréf í Granda upp í skuldina og nemur nafnverð hlutar OLIS í Granda nú 15 milljónum króna. í stjórnum fjölda fyrirtækja Eigendur gamla ísbjarnarins koma víðar við sögu en hjá OLÍS. Ingvar Vilhjálmsson er í stjórn Sjó- vá. Jón Ingvarsson sonur hans situr hins vegar í stjórn Eimskips. Hann er jafnframt stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Hann situr sem slíkur í stjórn nýs hlutafélags um sérfræðiaðstoð og ráðgjöf erlendis á sviði sjávarút- vegs, Icecon, en frá stofnun þess fé- lags var greint í fréttum um helgina. Auk framangreindra fyrirtækja sitja ísbjarnarfeðgar í stjórnum fyr- irtækja eins og Tryggingamiðstööv- arinnar, Kletts og Slippfélagsins, en upplýsingar um eignaraðild þeirra að þessum fyrirtækjum liggja ekki á lausu. Hlutafélagaskrá hefur aðeins upplýsingar um stofnframlög til hlutafélaga, en skráir ekki breyting- ar á hlutabréfaeign eða kaup og sölu hlutabréfa. Enn má nefna aðild téðra manna að Hampiðjunni hf. Þá situr Jón í stjórn Iðnþróunarsjóðs. Oljós skil milli einkaneyslu og fyrirtækis Örðugleikar fyrirtækja í útgerð 8 HELGARPÖSTURINN Laugarnesvegur 39. Þar á Vilhjálmur Ingvarsson 8 íbúðir. Brunabótamat þeirra er samtals rúmar 13 milljónir. eru ekki ný bóla á íslandi, né heldur það fyrirbæri að illa staddir útgerð- armenn og eigendur fyrirtækja á þessu sviði hafi mikil umsvif per- sónulega þótt illa ári hjá fyrirtækj- unum. Hins vegar þykja einkaum- svif Isbjarnarbræðra með ólíkind- um, miðað við það hve hratt hefur stefnt niður á við síðan uppbygging- in í Örfirisey átti sér stað. Samhliða byggingu frystihússins í Örfirisey stóðu bræðurnir Jón og Ingvar í fjárfrekum byggingarfram- kvæmdum fyrir sjálfa sig. Jón byggði einbýlishús við Skildinganes í Skerjafirði, en Vilhjálmur við Sæ- braut á Seltjarnarnesi. Brunabóta- mat á húsi Jóns er 11,630 milljónir króna, en lóðarmat 1,284 milljónir. Brunabótamat á húsi Vilhjálms í Skerjafirðinum er 6,044 milljónir en lóðarmat 867 þúsund. Fleiri stórræðum stóðu þeir bræð- ur í á þessum tíma. Vilhjálmur byggði blokk með 8 íbúðum við Laugarnesveg um þetta leyti. Sú blokk mun nú vera til sölu. Saman- lagt brunabótamat íbúðanna er 13,811 milljónir króna. Þá á Vil- hjálmur óbyggða lóð við Hamars- götu á Seltjarnarnesi, sem metin er á 1,243 milljónir króna. Heimildarmenn HP segja að ekki hafi alltaf verið ljóst hvaða fram- kvæmdir voru á vegum þeirra bræðra og hverjar á vegum ísbjarn- arins hf. Fleiri eignir eiga þeir bræður, en þær sem hér hafa verið tíundaðar. Jón á sumarhús í landi Skógræktar ríkisins við Hreðavatn, sem metið er á 506 þúsund samkvæmt fasteigna- mati. Var úthlutun byggingarleyfa í landi Skógræktarinnar gagnrýnd mjög á sínum tíma. Nágranni Jóns við Hreðavatn er Halldór H. Jóns- son, kunnur athafna- og fjármála- maður og samstjórnarmaður Jóns í Eimskip hf. Vilhjálmur bróðir Jóns á hins veg- ar sumarhús í Grafningi við Þing- vallavatn, sem er metið á 249.000, en lóðin á 40 þúsund samkvæmt fasteignamati, en þær tölur segja hins vegar lítið um endursöluverð. Að sögn fasteignasala má giska á neðri mörk við eina milljón króna. Jón lngvarsson er kunnur hesta- maður og á veglegt hesthús í Víði- dal, sem gengur undir nafninu „marmarahöllin". Heimildarmaður HP segir að sérstakur maður hafi lengi verið á launaskrá ísbjarnarins, en ekki haft annan starfa en að gæta hesta Jóns og hesthúss. í bók Pamelu Brement, fyrrum sendiherrafrúar Bandaríkjanna á íslandi, Iceland 66° North getur að líta mynd af þeim Jóni Ingvarssyni og Þórði Ásgeirssyni forstjóra OLÍS þar sem þeir njóta samveru við hesta og náttúru. Sumum þykir það næsta kaldhæðnislegt í ljósi þeirra viðskipta sem átt hafa sér stað milli þeirra fyrirtækja sem þeir Jón og Þórður hafa veitt forstöðu. Dýrar laxveiðar Þverá í Borgarfirði er með dýr- ustu laxveiðiám landsins. Fjöldi jarða á land að henni og hafa eig- endur veiðiréttarins stofnað með sér félag er nefnist Veiðifélag Þverár sf. Stöngin í ánni kostaði á síðasta ári tæplega 3000 krónur á dag, en við það bætist dýrt og gott fæði, sem veiðimenn verða að kaupa í skála félagsins. Og það eru einmitt þeir bræður Jón og Vilhjálmur sem í félagi við fleiri hafa haft ána á leigu og nýtt gæði hennar. Fleiri ár munu Grandi hf. er hlutafélag borgarsjóðs, ísbjarnarins, OLÍS, Ingvars Vil- hjálmssonar, Vilhjálms Ingvarssonar og Jóns Ingvarssonar. Hlutir skipt- ast þannig: Borgarsjóður 150 milljónir Isbjörninn 34,970 milljónir OLIS 15 milljónir Ingvar Vilhjálmsson 10 milljónir Jón Ingvarsson 10 milljónir Vilhjálmur Ingvarsson 10 milljónir Fyrirtækið yfirtekur skuldir ísbjarnarins að upphæð 560 milljónir króna. Áfram hvíla á Isbirninum um 40 milljónir króna vegna rekstrar síldarbræðslu á Seyðisfirði. Þá skuldaði ísbjörninn 25—30 milljónir króna til viðbótar, en af þeim yfirtók OLÍS 15 milljónir og fékk hlutabréf í Granda hf. í staðinn. Tveir eigenda Isbjarnarins sitja í stjórn OLIS. Borgarsjóður Reykjavíkur hafði forgöngu um stofnun nýs fyrirtækis, sem yfirtók langstærstan hluta skulda Isbjarnarins. Eigendur ísbjarnarins hafa þannig losnað við skuldabyrðina, en halda sjálfir eftir eignum upp á tugi milljóna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.