Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthlasdóttir Útgefandi: Goögá h/f Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasfmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sfmi 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Bækur þurfa góða geymslu Enn hefur byrjað smáum- ræða um Þjóðarbókhlöðuna, sem nú er einn feiknamikill steinsteypuhlunkur vestur á Melum. Það hús hefur liðið fyrir þá hagfræðikenningu, sem kalla mætti hagkvæmni hægðar- innar. Þessi stefna hefur verið ríkjandi hjá íslenskum stjórn- völdum um margra ára bil og skiptir þá sjaldnast hvaða stjórnmálaflokkur eða -flokk- ar sitja við stjórnvölinn. Þjóðarbókhlaðan hefur verið kölluð „þjóðargjöf", sem er eitt af þessum óskiljanlegu hugtök- um, er verða til, þegar stjórn- málamenn ætla að höfða til samkenndar og einhugar. Og nú hefur Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra lagt fram frumvarp um „þjóðarátak" til byggingar Þjóðarbókhlöðu. Hér er náttúrulega vísað beint til nýyfirstaðins þjóðarátaks krabbameinsmanna, sem söfn- uðu á einni helgi 25 milljónum króna. Á Alþingi er ágreiningur um það hvort afla eigi fjár til bygg- ingarinnar með áframhaldandi stóreignaskatti eða ekki. Og nokkrir þingmenn hafa meira að segja farið út í skak um heiti frumvarpsins og vilja setja inn orðið „eignamannaátak" í stað þjóðarátaks. Ekkert af þessu skiptir máli. Það sem skiptir máli er, að hér á landi er brýn þörf fyrir gott bókasafn og með því að koma Landsbókasafni og Háskóla- bókasafni í eitt hús eykst gildi þessara safna margfalt. Bæði eru þau góð fyrir sinn hatt, en saman eiga þau eftir að bæta hvort annað upp svo um munar. Þess vegna ber að fagna því, að Sverrir Hermannsson skuli halda áfram, þar sem Gunnar heitinn Thoroddsen skildi við, og beita sér fyrir því að þessi safnbygging skuli rísa einhvern tíma fyrir aldamót! Það er vitað mál, að fram- sóknarmenn hafa verið tregir í taumi í þessu máli og raunar einnig allmargir „framsóknar- menn" í Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum einnig. Hjá þeim er eilíflega lagður einhver mælikvarði á fjárveitingar til menningarmála, sem þeir halda, að „atkvæðin" sín í kjör- dæmunum skilji. Menntamálaráðherra með bein í nefinu gefur slíkum sjón- armiðum langt nef. Og það hef- ur Sverrir Hermannsson gert i þessu máli. 10 HELGARPÓSTURINN BRÉF TIL RITSTJÓRNAR SALIR Eftirfarandi kveðskapur barst okkur í póstinum: Ad gefnu tilefni Flugleiða var formaður frjór í sinni ræðu. Ofurlítið óglaður Arnarflugs á mæðu. Allt er hjá þeim illa rekið aldrei gott ráð frá mér tekið. Ósæmilegt af flugsins freyjum fara í „strejk" um betri laun. Sætastríð við sífellt heyjum sem að þýðir tap í raun. Einkaleyfi á öllu flugi okkar myndi gleðja hugi. „Hins útvalda" (að eigin mati) umsvif munu varla þverra. Sækir laun á silfurfati er sæma mundu ráðherra. En óánægja einnig dafnar. Aðalfundur máli hafnar. Pílagríma-flug er fínt við Flugleiðir skal ræða. Enda hafa þeir áður sýnt að aura má þar græða. En Alsír-tilboð annað fór Arnarflugs varð gleði stór. H.E. Skodana- könnun HP í skoðanakönnun HP um fylgi stjórnmálaflokkanna vegna sveitar- stjórnakosninganna í vor í nokkrum bæjum út um land og í Reykjavík féll niður tafla um fulltrúafjölda í Hafn- arfirði samkvæmt könnuninni. Tafl- an lítur þannig út: 1986 Alþýðuflokkur..................3 Alþýðubandalag................ 2 Framsóknarflokkur..............0 Sjálfstæðisflokkur............ 5 Fél. óháðra borgara............0 Mjög erfitt er að fullyrða hvar 11. fulltrúinn myndi lenda. Samkvæmt könnuninni gæti þessi fulltrúi orðið efsti maður Framsóknar eða Kvennalista, eða 4. maður Alþýðu- flokks, sem þannig myndi tvöfalda fulltrúatölu sína í Hafnarfirði. Á Sauðárkróki hefðu Óháðir kjós- endur fengið einn fulltrúa. Athugasemd I grein um fermingarbörn og presta í síðasta blaði var sagt, að Frank M. Halldórsson væri með á bilinu 80—100 fermingarbörn í ár. Hið rétta er, að Frank og séra Guð- mundur Óskar Ólafsson skipta þess- um barnafjölda með sér. Leiörétting í smáfrétt í síðasta blaði sögðum við frá því, að Björn Vignir Sigur- pálsson ritstjóri viðskiptasíðna Morgunblaðsins væri ritstjóri áróð- ursblaðs Alþýðuflokksins, sem nú er unnið að. Þetta er ekki rétt. Einu af- skipti Björns af þessu blaði eru þau, að hann féllst á að taka viðtal við Bjarna P. Magnússon, gamlan vin og samstarfsmann af Helgarpóstinum. LAUSN Á SKÁKÞRAUT Hættan, sem fylgir því að svína drottningu í fyrsta, er sú, að fái austur á kónginn, þá mun hann sennilega haldá áfram með hjarta til þess að fækka innkomum í borðið. Það minnkar möguleika þína töluvert. Eftir að hafa tekið nokkur tromp, getur þú reynt lauf- ið, en vonin er smá, þar sem að- eins er um eina innkomu að ræða, þ.e.a.s. á tígulgosann. Því er aðeins hægt að nýta litinn ef hann liggur 3-3. Enn er veik von að svíha spað- anum, en sú von er nákvæmlega útreiknuð 84%, en að öllu öðru leyti þrungin vonleysi og ógæfu fyrir afganginn. Þannig voru öll spilin: S 7-2 H Á-D-3 T G-4-3 L Á-K-8-6-5 S K-D-8-5 S 10-9-6-4-3 H 10-8-6-5 H K-G-9-2 T 6 T Á-K-D-10-8-7-5 L D-10-9-4 L G-2 S Á-D H 7-4 T Á-K-D-10r8-7-5 L 7-3 Besta spilamennskan er að draga að svína hjartanu. Láta hjarta þristinn úr borði og þá tek- ur austur með gosanum. Hann getur ekki haldið áfram í hjarta og skiptir því sennilega yfir í spaða. Þú tekur á ásinn, tekur trompin í tveim spilum og lætur laufa ás og kóng. Síðan enn eitt lauf, sem þú trompar. Nú eru tvær innkomur í borðið og þessvegna er nú vandalaust að spila fimmta laufinu, svo það verði frjálst og hendá í það spaða drottningunni. Hefði laufa liturinn legið 5-1, þá eru möguleikarnir að reyna að svína hjartanu, eða að spila upp á þvingun. Ég held, að reikningslega séð, þá séu möguleikarnir 92% fyrir því að það takist. Bfllinn í lagi — beltin spennt bömin í aftursæti. GÓÐAFERÐ! Allur akstur krefst varkárni Ytum ekki barnavagni á undan okkur við aðstæður sem þessar Fyrir t.d. Ættarmót Stúdentsveislur Brúðkaup Afmæli Erfidrykkju Róðstefnur Fundarhöld Framreiðslumaður: Pétur Sturluson Veislu- og fundarsalir Hverfisgötu 105 Símar 29670 - 22781 Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin.Eftir5til10mínútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess aö reykingar í bílnum geta m.a. orsakað bílveiki. 1 Át- ; i 1 Æ li m HTH eldhúsinnréltingar með aðeins 20% útborgun og ofgonginn á allt að 19 mánuðum Dæmi: HTH 2400 Kr. 123.260,- við pöntun — 24.000,- við afhendingu — 24.000,- eftirst. 75.260,- sem greiðist á 12 mánuðum. Afborgun án vaxta á mánuði kr. 6.771.- Við erum einnig með í miklu úrvali: parket, innihurðir, eldhúsvaska og heimilistæki innréttingahúsið Háteigsvegi 3 Verslun Slmi 27344

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.