Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÖSTUR Starfsmenn Flugleiða ákærðir í okurmálinu Átta starfsmenn Flugleiða hafa verið ákærðir í Sakadómi Keykjavíkur í okurmálinu. Sverrir Jónsson, Karl Friðrik Schiöth, Einar Helgason, Steindór Beynir Jónsson, Viggó Einarsson, Ásgeir Guðmundur Samúelsson, Birgir Ólafsson og Páll Þorsteinsson eru ákærðir fyrir að hafa lánað Her- manni Björgvinssyni alls 22 sinnum og tekið 75,5% vexti í stað lögleyfðra 18,5%. Samtals fengu þeir 663 þúsund krón- ur umfram það sem lög leyfa. Mennirnir veittu lánin úr sameiginlegum sjóði og deildu hagnaðinum. Þetta er fyrsta opinbera birtingin fyrir Sakadómi Beykjavíkur, þar sem samtals 55 mál 65 einstaklinga í okurmálinu verða tekin fyrir. Fram hefur komið að Hermann Björgvinsson snúi til landsins á ný í júní, en skyndileg brottför hans til Banda- ríkjanna olli úlfaþyt. Rainbow-málið í Herald Tribune í ítarlegri grein eftir John Ausland í Herald Tribune um síðustu helgi er greint frá því að íslendingar séu að missa þolinmæðina í Rainbow-málinu svokallaða. Ausland segir svartan skýjabólstur hafa varþað skugga á varnarsam- skipti íslands og Bandaríkjanna vegna umræðunnar um hverjir skuli annast farmflutninga fyrir herstöðina á Kefla- víkurflugvelli. Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra hefur staðfest að hann hafi tilkynnt bandarískum yfirvöld- um að þolinmæði íslendinga í máli þessu væri á þrotum, en allar lagalegar tilraunir til að koma flutningunum aftur i hendur íslendinga hafa farið út um þúfur. Flugleiðabréfin í Arnarflugi seld 44% hlutur Flugleiða í Arnarflugi var óvænt seldur fyrir 3 milljónir króna í síðustu viku, en kaupandinn staðgreiddi kaupverðið, sem er 14% af nafnvirði. Kaupandinn er Helgi Þór Jónsson, eigandi hins veglega Hótels Arkar, sem nú er í byggingu í Hveragerði. Helgi bauð betur en ýmsir sterkir aðilar í viðskiptalífinu, þeir höfðu boðið 10% nafnvirðis og höfðu í hyggju 60 milljón króna hlutafjáraukningu. í fyrstu kom fram að þessir aðilar myndu hætta við hlutafjáraukn- inguna, en þó standa enn yfir viðræður milli viðkomandi aðila um að af hlutaf járaukningunni verði og skýrast þau mál á næstunni. Skattsvikin áætluð 6,5 milljarðar króna í niðurstöðum sk. skattsvikanefndar, sem starfað hefur frá árslokum 1984, kemur fram það mat, að á sl. ári hafi 6,5 milljörðum króna verið skotið undan skatti, sem þýðir um 4 milljarða króna tap fyrir ríkissjóð. Talið er að skattsvik séu óvenjulega mikil hér á landi og töluvert um dulda at- vinnustarfsemi. Svarta atvinnustarfsemin er þannig talin samsvara um 5—7% af vergri landsframleiðslu. Helst er tal- að um svarta atvinnustarfsemi í byggingariðnaði, ýmsum þjónustugreinum, verslun og veitingarekstri. Ef einungis er litið til söluskattssvika er áætlað tekjutap ríkissjóðs á sl. ári um 1,2 milljarðar króna. Því er svo við þetta að bæta að sér- stök könnun Hagvangs á vegum þessarar nefndar hefur leitt í ljós að drjúgur meirihluti íslendinga er reiðubúinn til að skjóta tekjum undan skatti (hærra hlutfall hjá körlum og yngra fólki), þó drjúgur meirihluti sé neikvæður út í skatt- svikin og telji þung viðurlög eiga að gilda. Fréttapunktar • Á tímabilinu 12. nóvember til 7. mars sl. voru 19 íbúðir seldar á nauðungaruppboðum i Reykjavik — eða að meðal- tali 4 á mánuði. 7 af þessum íbúðum voru verkamannabú- staðaíbúðir. • Kvikmyndafyrirtækið Nýtt lif hefur auglýst öll sin tæki til sölu og er hætt kvikmyndagerð. Skuldir hafa hlaðist upp hjá fyrirtækinu vegna kvikmyndarinnar Skammdegi. • Ein krafa röntgentækna i sérkjarasamningum við Borg- arspítalann er að skilið verði algjörlega á milli salerna starfsmanna og sjúklinga. Krafan hafði áður komið fram, en fékk byr undir báða vængi nú eftir að ónæmissjúklingar (AIDS) komu til vistunar á spítalanum. • ísland sigraði í C-keppni Evrópumeistaramótsins í körfu- knattleik, sem haldin var hér á landi í siðustu viku. í æsi- spennandi lokaleik sigraði ísland Noreg 75—72. ísland hlaut við þetta rétt í fyrsta skipti til að keppa i B-keppni Evrópumeistaramótsins. • Hæstiréttur hefur fellt þann úrskurð, að hlunnindaskatt- ur fái ekki staðist gagnvart 67. grein stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Þetta varð niðurstaða Hæstaréttar í máli eigenda Haffjarðarár á Snæfellsnesi (Thors-ættin) gegn Kolbeinsstaðahreppi og Eyjahreppi. • Kaupmáttur kauptaxta á sl. ári var 73,05 stig miðað við 100 stig 1980 og hefur ekki verið minni um tveggja áratuga skeið, samkvæmt því sem fram kemur hjá Kjararannsókna- nefnd. • Ný sveitarstjórnalög hafa verið samþykkt á Alþingi eftir miklar umræður og gagnrýni. Stærsta breytingin felur í sér lækkun kosningaaldursins i 18 ár. Sveitarstjórnakosningar fara fram laugardaginn 31. maí, en 14. júní í sveitarfélögum þar sem færri en % íbúanna búa í kauptúnum. • Enn einu sinni hefur bjórfrumvarp sofnaö á Alþingi. Aö þessu sinni gerði frumvarpið ráð fyrir að bjórbruggun og -sala yrði heimiluð ef slíkt yrði samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þó frumvarpið hafi sofnað hlaut það meðmæli meirihluta allsherjarnefndar efri deildar. • Skipverji á Bjarnarey í Vestmannaeyjum drukknaði um síðustu helgi eftir að hafa fallið útbyrðis. Hann hét Páll Páls- son frá Hörgsdal á Síðu í Skaftafellssýslu, 22ja ára, ein- hleypur og barnlaus. ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ UM HELGINA FIMMTUDAGSKVÖLD: OPIÐ frá kl.22 - 01 Pálmi Gunnarsson mætir og syngur nokkur lauflétt lög. Hressir dansarar úr Dansstúdiói Sóleyjar frumflytja æðislegan dans sérsaminn fyrir nýja diskótekið okkar. Óli stendur vaktina í tónabúrinu og leikur öll vinsælustu lögin. Hér eftir verður DISKÓTEKIÐ opið öll fimmtudagskvöld. ☆ ☆ FÖSTUDAGS-OG LAUGARDAGSKVÖLD: Húsið opnað kl. 20 fyrir matargesti. Karl Möller framreiðir Ijúfa tóna fyrir matargesti. Menu. Rjómasveppasúpa Glóðarsteikt lambalæri Triffle Edda og Júlli skemmta matargestum ásamt hinum frábæra Bessa Bjarna- syni sem kemur í heimsókn. Pálmi Gunnarsson skemmtir á mið- nætursviðinu. Og síðast en ekki síst; Pónik og Einar leika fyrir dansi. í DISKÓTEKINU stendur Óli nætur- vaktina. Nýlenduvöruverslunin u STMRMYm Starmýri 2 Verslun í alfaraleið r'' Opið mán.—fim. kl. 9-18 Föstudaga kl. 9-19 Laugardaga kl. 10-16 Opið í hádeginu alla daga Allar tegundir matvöru á mjög lágu verði. versluriin í alfaraleið Starmýrl 2 S. 30420 - 30425 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.