Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 25
Stuðmennirnir Egill Ólafsson, Jakob Magnússon og Valgeir Guðjónsson; hvernig skyldi nú kínversk músík hljóma í íslenskri túlkun? Menningarsendinefndin Stuðmenn flytur vestrænan skarkala til alþýðulýðveldisins Kína Bergþóra aftur á leiö í víking Bergþóra Árnadóttir, lagasmiöur og vísnasöngkona, hefur í vetur skemmt frœndum okkar í Noregi, Svíþjód og Finnlandi med tónlistar- flutningi. Hún er nú stödd hér á landi og mun halda tónleika í Norrœna húsinu ad kvöldi sumar- dagsins fyrsta, ádur en hún heldur enn á ný til Skandinavtu. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.45 og mun Bergþóra koma þar fram ásamt nokkrum gestum sín- um. Þeirra á meðal verða m.a. for- eldrar hennar, Aðalbjörg Jóhanns- dóttir og Árni „gítar" Jónsson, sem kunn eru fyrir flutning sinn á göml- um lagasyrpum. Aðalbjörg leikur á munnhörpu, en Árni mundar gítar- inn. Búast má við því að Bergþóra muni leggja foreldrum sínum lið og prufukeyra harmónikkuna þarna í Norræna húsinu. Á efnisskrá tónleikanna er mikið af nýju efni, sem Bergþóra mun gefa út á hljómplötu síðar á árinu. Hún mun líka kynna væntanlega útgáfu sína á Skólaljóðunum, en um þessar mundir er einmitt að koma á mark- aðinn snælda með 16 lögum við ljóð úr Skólaljóðunum alþekktu. JL — Jakob Magnússon? Jamm, þaö er hann. — Ég er bara að hnýsast, skal ég segja þér. Hvað eruð þið Stuðmenn- irnir að gera þarna úti í London? Við erum bara að vinna að plötu, setja fáein ný lög inná band, jafn- sáraómerkileg frétt og það þykir sennilega heima á Fróni. — Tólf laga plötu? Jú, það hét það víst hér á velmekt- arárum Svavars Gests. Aðalástæðan fyrir því að við erum hérna úti er sú að við erum að vinna með hérlend- um upptökustjóra, náunga sem heit- ir Stuart Colman, snjöllum manni sem hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að hafa pródúserað lagið sem er hér alls staðar í eyrna- máli þessa dagana — Living Doll með gamla hjartaknúsaranum Cliff Richard. Við erum að vinna hér í hans prívathljóðveri — í friði fyrir öllu harkinu og símhringingunum heima. — Og hvenær er svo von á afurð- inni? Með hækkandi sól og sumri. — Hér heima eru uppi miklar vangaveltur um ævintýraferð Stuð- manna til Kína. Hvenær leggið þið af stað? Sjöunda maí. Við verðum á ferð og flugi um alþýðulýðveldið í einar þrjár vikur, höldum þetta tíu-ellefu tónleika í sjö borgum. Það er ráð- gert að við byrjum í Kanton og end- um í Peking. Við spilum líka í Sjang- hæ, en ekki kann ég að nefna allar borgirnar sjö svona á augabragði. — Hvað ætlið þið að leika fyrir Kínverja? Við verðum með ýmis sýnishorn af okkar tónlistarafurðum og -arf- leifð. Svo verðum við líka með okk- ar versjón af þeirra músík, nokkur dæmi um það hvernig kínversk músík hljómar í okkar íslensku túlk- un. — Kínverjar eru býsna fjölmenn þjóð; þið komið líklega til með að spila fyrir múg og margmenni í al- þýðuhöllunum? Þeir tjá okkur að þetta séu fjöl- mennir staðir og vel sóttir, en ann- ars vitum við ekki mikið um það hvernig þetta verður allt í laginu. Það eru kínverska sendiráðið á ís- landi og Kínversk-íslenska menn- ingarfélagið sem hafa borið hitann og þungann af undirbúningnum. Nú, það stendur til að festa ferðalag- ið á filmu, svo fólk heima fær að sjá hvernig þetta æxlast. — Kínverjar hafa ekki verið neitt sérstaklega ginnkeyptir fyrir vest- rænni dægurlagamúsík hingað til — hafið þið ekki mætt einhverjum ljónum í veginum? Það sem við höfum haft af Kín- verjum að segja hefur flest verið gott og blessað. Það er reyndar ekki hægt að neita því að þeir hafa svolít- ið annað tjámunstur en við Vestur- landabúar; það er til dæmis býsna erfitt að fá þá til að segja þvert nei og líkast því að orðið ,,nei“ sé ekki til í orðaforða þeirra. Svonalagað getur auðvitað valdið smávægileg- um misskilningi. — Er þetta ekki dýrt fyrirtæki og glannalegt? Náttúrlega er þetta dýrt spaug, en okkur finnst það þess virði. Það er eftir ýmsu að slægjast þarna aust- urfrá, ekki síst núna á því mikla breytingaskeiði sem þar er að ganga yfir. Þeir virðast loksins vera orðnir móttækilegir fyrir einhverri blöndu af austrænni og vestrænni menningu eftir langt einangrunar- tímabil. Kína getur orðið ágætur markaður fyrir íslendinga í ýmsum skilningi og okkur þykir talsverð upphefð að því að vera í þessari menningarsendinefnd. — Áttu von á þvi að ferðin veki at- hygli í erlendum fjölmiðlum? Held- urðu að þið leggið undir ykkur for- síðuna á Njúsvík og Tæm? Mér þykir ekki ólíklegt að eitt- hvað verði um þetta fjallað hér í Evrópu. í ljósi sögunnar og gamal- gróinnar andúðar Kínverja á vest- rænum skarkala þykir þetta nátt- úrlega dálítið sérstök uppákoma. Ég geri ráð fyrir því að gestgjafar okkar í Kína skýri frá þessu á þann hátt sem þeim þykir heppilegastur. En hins er líka að gæta að það eru Stuðmenn sem eru að fara til Kína — ekki Rolling Stones. . . — Nú fengu Kínverjar forsmekk- inn af vestrænum poppurum í hitt- eðfyrra þegar tvímenningarnir frægu í Wham héldu þar hljómleika og þóttu hegða sér einsog óþekkir krakkar. Ætlið þið að hegða ykkur vel. . .? Ég get auðvitað ekki talað fyrir hina piltana, en ég ætla að reyna að stilla mig. . . -EH. Forréttir 2. Gratineraöir sjávarréttir með hrísgrjónum og hvítlauksbrauöi kr. 380,- Fiskréttir 5. Rjómasoðinn skötuselur, sinneps- kryddaður, með hrísgrjónum og hvítlauks- brauði kr. 460,- 8. Pönnusteiktur karfi með fylltum tómat, gratinkartöflum og hvítlauksbrauði kr. 440,- Kjötréttir 10. Villikryddaðar lambalundir með villi- sósu, grœnmeti og bakaðri kartöflu kr. 620,- 12. Hreindýrabuff með ristaðri peru, bacon- baunum, rjómasósu, grœnmeti og sykur- brúnuðum kartöflum kr. 720,- 13. Kjúklingalifur steikt með sveppum, stein- selju, svörtum pipar og rauðvíns- sósu kr. 580,- Desert 14. ís með gljáðum ávöxtum Nýtt andlit á A. Hansen IMýr matseðil! Breyttur matsalur Kvedjið veturinn á A. Hansen Fagnið sumri á A. Hansen IMjótið góðra veitinga í sögulegu umhverfi. Opið allan daginn á A. Hansen frá 11.30-23.30. Föstudaga og laugardaga til kl. 00.30. P.s. Kaffi og meðlæti frá kl. 2.30 til 18.00. Vesturgötu 4 - Halnarfirði Slmar 651130 - 651693 HELGARPÖSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.