Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 26
Þýskur nýlistarmaöur Einn af gestakennurum Mynd- lista- og handíöaskóla íslands, Peter Angermann, mun opna sýningu á uerkum sínum föstudaginn 25. apríl. Sýningin er til húsa í Nýlista- safninu að Vatnsstíg 3b og verður opin til 11. mat. Peter Angermann er þýskur að uppruna og er hann meðal þekktari listamanna í heimalandi sínu. Hann er einn af frumkvöðlum þeirra hræringa, sem kallaðar eru „nýja málverkið" hér á íslandi. Á sýningunni í Nýlistasafninu mun Peter sýna teikningar, vatns- litamyndir, silkiprent og olíumál- verk, en verk hans hafa áður sést hér á landi. Hélt hann einkasýningu á Vatnsstígnum fyrir tveimur árum og tók einnig þátt í sýningunni „Thinking of the Europa" á listahá- tíð 1982. JL Þreyttur krókódíll, eftir Peter Angermann. Halldóra Thoroddsen og Bára Guðmundsdóttir opna sýningu í Gallerí Borg á sumardaginn fyrsta. Horft, snert og þefad! Einn af þeim menningarviðburð- um, sem fram fara á sumardaginn fyrsta, er opnun sýningar á vefnaði í Gallerí Borg uið Austurvöll. Pað eru þœr Bára Guðmundsdóttir og Halldóra Thoroddsen, sem þarna halda sína fyrstu sýningu á samtals ellefu verkum. Bára og Halldóra eru ungar og hressar konur, sem luku prófi frá textíldeild Myndlista- og handíða- skóla Islands í fyrra. Þær voru beðn- ar um að segja í stuttu máli frá þess- ari fyrstu sýningu sinni. „Við erum bara að búa til myndir og það er fátt um þær að segja. Þær eru til að horfa á og jafnvel koma við. Svo má fólk líka þefa!“ Það er sem sagt eins gott að hafa öll skynfæri í lagi, þegar litið er inn í Gallerí Borg á næstunni. JL JAZZ Blóðleysi og sálarháski garði sé ekki leið til frjórrar sköpunar. Þess- vegna hafði ég mest gaman af lokaverki skíf- unnar þarsem Marshalis blæs einn klassísk- an djassblús við undirleik Charnett Moffetts bassaleikara. Hvort hann hefur lært allt af Miles Davis eða seilst afturtil Clark Terrys eða jafnvel til Rex Stewarts eða Red Allens skiptir ekki máli heldur að þarna blómstrar djasshefðin í mjúkri tilfinningu og ríkri. „Tækni hans er eins fullkomin og kosið verður svo og þekking öll í fræðunum en kannski er það þessi frægi sálarháski sem vantar — lífsreynslan." Wynton Marshalis: Black Codes (From The Underground) CBS Dreifing: Steinar Þetta er fjórða djassskífa trompetsnillings- ins unga gefin út af CBS, en auk þess hefur hann hljóðritað klassík fyrir fyrirtækið. Branford bróðir hans blæs í sópran og tenór, Kenny Krikland slær píanó, Jeff Watts trommur og Charnett Moffetl bassa utan í einu verki þarsem Ron gamli Carter er bassa- leikari. Hann tengir hópinn beinfim blóð- böndum við gamla ESP kvintett Miles Davis með Shorter, Hancock, Tony Williams og Carter — en tónlist Marshalis á rætur sínar í því tónsköpunarskeiði Miles Davis er kennt er við ESP breiðskífuna frá 1965 og lauk er rafvæðing trompetleikarans hófst. Marshalis er ekki einn um að sækja hugmyndir í þá veröld Miles — hinn ágæti trompetleikari John McNeil, er hingað kom 1979, er jafn- fastur í því töfraneti Miles Davis svo og hundruð annarra. Eg er ekki frá því að þetta sé besta skífa Marshalis til þessa, en drengurinn er enn ungur og á vonandi eftir að aukast máttur til magnaðri sköpunar. Tækni hans er eins full- komin og kosið verður svo og þekking öll í fræðunum en kannski er það þessi frægi sál- arháski sem vantar — lífsreynslan. Lester Bowie sagði einhverntímann að ef einhver trompetleikari hefði hugsun hans og tækni Marshalis yrði hann sá besti og bætti við að Marshalis reykti ekki, drykki ekki, hefði aldrei upplifað neitt né orðið fyrir sorg. Allt líf hans hefði gengið snurðulaust í öryggi og farsæld og því hefði hann ekki af sálarhásk- anum að miðla. Það er dálítið til í þessu og má segja, um mikið af þeim djassi er ungir menn skapa nú af mikilli tækni, að blóðleys- ið hái honum. Það þýðir þó ekki að kraftleysi einkenni Marshalis — því það er oft mikill kraftur í tónlist hans, en kannski vantar bara gamla Blakey á trommurnar til að neisti hefðarinnar kveiki bálið — kannski vantar líka að gleyma að vera fullkominn tilað til- finningarnar fái að loga. Ég held að ESP-ism- inn sé liðin tíð og að vinna lengur í þeim vín- eftir Vernharð Linnet Kenny Burrell: Live at The Van- guard (Argo) Dreifing: Skífan Kenny Burrell er kominn á sextugsaldur- inn einsog einn helsti keppinautur hans í down beat kosningunum, Joe Pass. Eftir að Wes Montgommery lést 1968 vann Kenny flestar down beat kosningar, en nú hefur Joe Pass skákað honum. Ekki ætla ég þó að segja hversu mér þykir Kenny skemmtilegri gítar- leikari. Báðir rekja þeir ættir sínar til Charlie Christians einsog flestir gítarleikarar djass- ins er rafgítara slá. Kenny er hörkuboppari en gleymir ekki ævintýri hljómanna í einnar línu hraðaupphlaupum einsog mörgum gít- arleikaranum er gjarnt. Live at The Vanguard, er tekin upp á klúbbnum fræga: Village Vanguard, í sept- ember 1959, en gæti þessvegna verið tekin upp í dag. Tónlistin er fersk og ilmandi og upptakan ekki verri en margar klúbbupptök- ur smærri djassfyrirtækja um þessar mundir. Helst er ég ósáttur við hljóminn í trommum Roy Haynes á stundum og er það sök upp- tökumanns. Þetta er eitt af skemmtilegustu tríóum Kennys, enda Roy einn af höfuð- trommurum boppsins og bassaleikarinn er heldur ekkert slor: Richard Davis. Efnisskráin samanstendur af standördum einsog: I’m a fool to want you, Broadway og Will you still be mine, sem er frábærlega spil- að lag. Just a sittin’ and rockin’ eftir Elling- ton, Soft winds eftir Goodman (sem oft er á efnisskrá Petersons, Pass og Pedersens) og Well you needn’t eftir Monk, eru fulltrúar djasshefðarinnar og svo eru tveir ópusar eftir Burrell: Trio og All night long; blús með sálarívafi einsog það gerist best í harða boppinu. Kenny spinnur hyerja línuna á fæt- ur annarri og skreytir síðan með hljómaleik á milli. Klassagítarleikari herra Burrell. » SlNFÓMUHLJÓMS VEIT ÍSLANDS StJÖRNUTÓNLEIKAR FJÖLSKYLDUTONLEIKAR SUMARDAGINN FYRSTA [í!fl Fimmtudaginn 24. apríl fHáskólabíói kl. 17. Stjórnandi: Páll P. Pálsson Kynnir: Þórhallur Sigurðsson Rossini: Forleikur: Þjófótti skjórinn Katsjaturian: Dans Rósameyjanna Sverðdansinn Dukas: Lærisveinn galdrameistarans Prokofief: Pétur og úlfurinn Miðasala í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal og í Istóni 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.