Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 29
HP KANNAR EÐLIOG ÚTBREIÐSLU KOSSA fullnæging. Fæstir karlmannanna sem blaðið spjallaði við gátu hugsað sér að sýna kynbræðrum sínum blíðuhót með kossi, sumir af hræðslu við að verða stimplaðir hommar, en fyrir konur er slíkt yfir- leitt ekkert tiltökumál. Þá sann- reyndi blaðið að rafstraumurinn og sviminn sem talað er um í lækna- rómönunum á fyllilega við rök að styðjast! En hér gefum við nokkrum við- mælendum blaðsins orðið og birt- um jafnframt kafla úr tveimur gagn- legum handbókum um fyrirbærið. Annar kaflinn er úr Listin að kyssa eftir Hugh Morris sem er „handbók fyrir ungt fólk, á aldrinum frá ferm- ingu til fimmtugs!" og Prentver gaf út 1968. Þar er fjallað um ýmsar teg- undir kossa eins og ,,sog-kossinn, „andlega'-kossinn, augnahárakoss- inn, „kvala-kossinn, „nart-kossinn, rafmagnskossinn, danskossinn, óvænta kossinn og kossinn undir mistilteininum. En kaflinn sem við birtum hér lýsir þvi hvernig karl- macjurinn getur borið sig að vilji hann fá konu til kossaleikja. Hinn kaflinn er úr bókinni Kynlíf kvenna, bandarískri bók eftir „J“, sem Örn og Örlygur gáfu út í íslenskri þýð- ingu 1973. Við grípum niður þar sem höfundur er að lýsa því hvernig konan getur gert karlmanninn ær- an af hrifningu. Njótið heil! Kossinn í „Kynlíf kvenna" „Leyndardómurinn við Ijáfan koss er alger slökun ú munnvöðv- unum. Láttu það því aldrei henda þig að kipra varirnar eða kyssa lokuðum munni og samanbitnum tönnum. Hvernig mundi þér þykja að kyssa þann, sem vœri að verða klumsa? Og ekki mundi honum þykja mikið til þess koma heldur! Varirnar eiga að vera því sem nœst máttvana. Slakaðu samtímis á vangavöðvunum. Þá kemur það afsjálfu sér að munnurinn opnast nœgilega til þess að glettin tunga þín geti smeygt sér út á milli tann- garðanna og inn á milli vara hans þegar kossinn gerist heitur og ástr- íðan eykst. Að sjálfsögðu lœturðujiann urn frumkvœðið. En það er svo ótal- margt sem þú getur tekið þér fram um án þess að verða sökuð um að þú takir ,,fram í" fyrir honum. Til dœmis í hléinu, þegar þið eruð að ná andanum eftir einn af þessum löngu, heitu og einlœgu kossum, að þú snertir þá hvarma hans, nef, enni, hár og vanga létt og hratt með vörum þínum. Staðnœmist svo aftur við munn hans, sjúgir hœgri hluta efri varar mjúklega í munni þér, þvi næst alla efri vör- ina, gefir eflir aftur og rennir tungubroddinum Ijúflega um framtennur hans og góma og var- irnar innanverðar — og gefðu þér svo aftur lausan tauminn í heitum, djúpum kossi. Uhmmmm! En unaðslegt." „Listin að kyssa" ,,Þegar þér œtlið að kyssa stúlku, sem hefur litla reynslu á því sviði, er rétt að hafa nokkurn undirbúning áður en þér kyssið hana á munninn. Engum nema hreinrœktuðum asna myndi detta í hug aö grípa utan um slíka stúlku, jafnskjótt og þau vœri þœgilega sezt í sófa, og láta svo kossunum rigna á andlit hennar og varir. Vitanlega á að koma því þannig fyrir fyrst, að stúlkan sitji við brík sófans og setjast síðan við hlið hennar. Þá getur hún síður skotið sér undan, þegar hann fer að fjara í fjörurnar við hana. Þeg- ar þessu hefur verið komið svona fyrir, með einum eða öðrum ráð- um, má með hœgu móti hagrœða púðunum við bakið á henni og lœða um leið handleggnum aftur fyrir sófann, og síðan smátt og smátt um herðar henni. Látið ykk- ur ekki bregða, þótt hún víki sér undan; ogjafnvel þótt hún víkisér undan og œpi, þá skuluð þér ekki kippa yður upp við það. Þér skul- uð meira aö segja vera rólegir, þótt hún víki sér undan, œpi og reyni að standa upp. Haldið henni hóg- vœrlega, en þéttingsfast, og sefið ótta hennar með sannfœrandi orðum. Munið eftir því, sem Shakespeare sagði um „nei kon- unnar". En efhún víkursér undan, œpir hátt eða rekur upp öskur, þá skuluð þér fara aö gá að yður; og ef hún fer að klóra framan í yður, þá megið þér fara að hugsa ráð yðar og reyna að losa yður úr þessu vandrœðaástandi. Slíkar stúlkur eru engin lömb að leika sér við. . . og þœr láta ekki kyssa sig. Þœr eru oftast nœr úr þeim flokki kvenna, sem trúir því enn, aö árangur kossanna verði sá, að storkurinn komi einn góðan veð- urdag fljúgandi með barn til þeirra. Þegar þér hafið komið hand- leggnum þœgilega fyrir um herð- ar stúlkunnar, og,,allt virðist vera í himna lagi", er nœsta skrefiö að skjalla hana á einhvern hátt. Öll- um konum þykir lofiö gott. Þeim þykir vœnt um aö heyra að þœr séu fallegar, jafnvel þótt spegUlinn á móti þeim endurvarpi lýginni beint framan í ófrítt smettiö á þeim. Blessaðir hœliö þér henni! Segið henni að hún sé falleg!" HELGAFSPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.