Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 30
I* HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 25. apríl 19.15 Döf. 19.25 Finnskt Djalagojala fyrir börn. . . 19.50 Tákn. 20.00 Mál. 20.40 Gamlingjarnir í auðninni. Jón Gústafs- son hressir þá við með snakki og sniffi ef ekki vill betur. 21.10 Júróvísjón. Þorgeir 2 Ástvaldsson kynnir nokkra slagara sem koma til með aö klúðrast í Bergen, þrátt fyrir góðan málstað. 21.25 Þingsjá. 21.40 Kastljós. 22.15 Sá gamli. Elliær þáttur, svoldið kalk- aður söguþráður, en ern að öðru leyti. . . 23.15 Seinni fréttirnar vinsælu. 23.20 Að losna við lík (Dödspolare). ★★★ Sænsk bíómynd frá því í fyrra í leik- stjórn Mats Arehn. Aðalleikarar Gösta Ekman og Sten Ljunggren. Á köflum fantavel skrifaður díalógur um tvo fé- laga sem sitja uppi með konulík að af- stöðnu partýi á heimili annars þeirra! Leikur Gösta og Stens með dásemd- um. Úrræðaleysi í endann. 00.50 Háttatími. Laugardagurinn 26. apríl 16.00 Iþróttin mín. Bjarni Felixson velur og kynnir uppáhaldssportið sitt. 19.20 Búrabyggð. Þáttur úr svampi. 19.50 Fréttir af fingrum fram. . . 20.00 Fréttir að fótum komnar. . . 20.35 Dagbók Dadda. 21.05 Ævintýri í Austurlandahraðlestinni (Minder on the Orient Express). Ný bresk sjónvarpsmynd um söguhetjur vinsælla sjónvarpsþátta sem býðst óvænt tækifæri til að ferðast með nefndum farskjóta með furðulegum afleiðingum. . . Leikstjóri Francis Megahy. Aðalleikarar Dennis Water- man og George Cole. 22.50 Innrásin frá Mars (The War of the Worlds). ★★★ Bandarísk bíómynd frá '53 eftir sögu H.G. Wells. Leikstjóri Byron Haskin. Aðalleikarar Gene Barry og Ann Robinsson. Augngæti fyrir fantasíuunnendur. Sígild saga á því sviði, sem óþarft er að rekja hér. Brellur af bestu gerð (miðað við aldur) en allt að því asnalegur leikur í sumum tilfellum (maður nefnir engin nöfn...) 00.25 Stillimynd af fjalli með fullt af snjó í. Og getiðinú hvar það er á landinu, þið þarna þumbararnir með ferhyrndu augun sem hafið legiö í keng fyrir framan kassann allt þetta kvöld. Huh! Sunnudagurinn 27. apríl 18.00 Mariníseruð bæn Orly. 18.10 Stundin okkar? „Ja, það er nú það," eins og maöurinn sagði nánast varla. 18.45 Úr safni sjónvarpsins. Diddú og pabbi Hjálmtýr plús mamma Margrét. 19.30 Hlé. 19.50 Hlénu lokið hvað myndina snertir en ekki hljóðið! 20.00 Fréttir fluttar af Páli Magnússyni (án gleraugna) og Eddu Andrésdóttur (án nælu). Efni: Eitthvað sem til fellur og allavega eitthvað með börnum í lokin. Svo sætt, finnst fólki. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Guðmundi Inga býöur viö, en lætur sig samt hafaða. 20.50 Verk Jökuls Jakobssonar endursýnd. öll sjónvarpsleikrit eftir meistarann flutt aftur til að sem minnst beri á end- ursýningu þess síðasta, Vandarhöggi, sem ,,ja, það er nú það" leik- stýrði. . . 21.35 Söngvakeppnin. Toggi Lovepower gerir gys að nokkrum ekki næstum því eins góðum lögum og því sem við sendum (ef pósturinn klikkar ekki). 22.00 Kristófer Kólumbus. Nýr flokkur um þann fundvísa fír. ítalsk-þýsk- fransk-bandarískur íleikstjórn Alberto Lattuada. Aðalleikendur Gabriel Byrne sem Krissi, Fay Dunaway, Rossano Brazzi, Oliver Reed, Max von Sydow, Raf Vallone, Virna Lisi og Nicole Williamsson. 23.10 Fundi slitið. © Fimmtudagskvöldið 24. apríl 19.00 Fréttir af sprungnum blöðrum á fyrsta sumardagshátíðarhöldum á Höfn í Hornafirði og nágrenni. 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson les nokkur tugþúsund atkvæði á mín- útu. 20.00 Leikritið „Brunnur dýrlinganna" eftir John M. Synge í leikstjórn Þor- steins Gunnarssonar. 21.35 Michael John Clarke Ijóðar að norðan við undirleik Soffíu Guð- mundsdóttir sem kann svoldiö á pjanó. 22.20 Grætur með öðru, hlær með hinu. Þáttur um og með Árna Tryggvasyni í umsjón Stefáns Jökulssonar. 23.00 Túlkun í tónlist. 24.00 Búkalú. Föstudagurinn 25. apríl 07.00 Og vakna þú mín Islands þjóð, íslands þjóð.. . 07.15 ...íslands þjóð! 09.05 Barnatími. * Eg mœli meö Rás 1, Iaugardaginn26. apríl klukk- an 9.30: Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir slöppustu lögin um þessar mundir. 09.45 Þingfrétt. 10.40 „Ljáðu mér eyra". Málmfríður Sigurð- ardóttir tekur á móti framlögum nyrðra. Rúvak. 11.10 Fáein orð í einiægni. Þórir S. Guð- bergsson talar eins og sannur sjar- mör af Suðurnesjum. 11.30 Morguntónleikar að hætti hússins. 12.20 Hádegissólin og frétt um hana. 14.00 Miðdegissagan eins og mamma vill hafa hana. 14.30 Upptaktur. Gvendur Ben og Big Ben í takti. .. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. 17.40 Úr atvinnulífinu. 19.00 Fréttir. 19.45 Þingmál. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Allt annað mól, þ.e.a.s. Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskáldum. 22.20 Kvöldtónleikar. 23.00 Heyrðu mig — eitt orð. 00.05 Djassþáttur til dagskrárloka... Laugardagurinn 26. apríl 07.00 Veður, fréttir, bæn og hósti (þular). 07.30 Islenskir einsöngvarar og kórar kyrja! 09.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir slöppustu lögin um þessar mundir. 11.00 Á tólfta tímanum. 12.20 Hádegisfréttir. 13.50 Hér og nú. Fréttamenn útvarpsins viðraðir undir eftirliti útvarps- ráðs! 15.00 Miðdegistónleikar af sjálfu sér. 15.50 íslenskt mál. 16.20 Listagrip. 17.00 Stígvélaða kattasagan lesin upphátt (vonandi). 17.40 Síðdegistónleikar í hljóöi (vonandi). 19.00 Kvöldfrétt af feitum fressköttum sem herja á Hlíðahverfi. . . 19.35 „Sama og þegið," sagði hlustand- inn og slökkti. 20.00 Nikkan dregin sundur og saman með og án hávaða. 20.30 Atvinnusaga frá kreppuárunum. 21.05 Óperettutónlist. (Loksins) 21.35 „Lögregla og fólk". Steingrímur Sig- urðsson les hátt þátt úr bók sinni „Spegill samtíðar". 22.20 í hnotskurn. 23.00 Danslög. 00.05 Miðnæturmúsík með Marinós- syni. Jón örn kynnir. 01.00 Samtenging rásanna. Sunnudagurinn 27. apríl 08.00 Morgunandakt. Séra Þórarinn Þór grípur andann á lofti. 08.35 Létt morgunlög. 09.05 Þung klassík. 10.25 Út og suður. Friðrik F*áll stjórnar sigldu fólki. 11.00 Messa. Séra Geir Waage stjórnar villtum sauðum. 12.20 Frétt og frétt. 13.30 Snorri Hjartarson áttræður. 14.30 Að ferðast um sitt eigið land. Páll Heiðar Jónsson startar tímabærum þætti um þarft málefni. 16.20 Vísindi og fræði. 17.00 Síðdegistónleikarnir. 19.00 Frétt. 19.35 Stefán Jónsson gasprar um stund.. . 20.00 . .. en bregður sér svo á Stefnumót, kallinn. 21.00 Ljóð og lag. Hermann Ragnar hjalar á milli. 21.30 Útvarpssagan. 22.20 Iþróttir. 23.20 Kvöldtónleikar. 00.05 Milli svefns og vöku. Magnús Einars- son talar mjúklega til hlustenda milli þess sem hann leikur graöhestatón- list. 00.55 Graðhesta góð nótt. eftir Sigfinn Schiöth £ Fimmtudagskvöldið 24. apríl 20.00 Listi. 21.00 Losti. 22.00 Leisti. 23.00 Last. .. 24.00 „Hárrétt, það var einmitt svarið, James Last fæddist ári seinna. . /' Föstudagurinn 25. apríl 10.00 Morgunþáttur. Ásgeir og Páll hreyta ónotum í Georg tæknimann sem ullar á móti (án þess þó að það heyrist nú...l) 12.00 Tveggja tíma hádegisverðarhlé að hætti hússins. 14.00 Pósthólfið. 16.00 Léttir sprettir. 18.00 Tveggja tíma kvöldverðarhlé að hætti hússins. 20.00 Músíktilraunir rásar tvö og Tónabæjar 1986. Bein útsending frá lokakvöldi þessa húllumhæs. Sonur minn spilar þarna í einni grúppunni sem vinnur, spái ég. 24.00 Á næturvakt með Vigni og Togga. 03.00 Á næturvakt án Vigga og Togna. Laugardagurinn 26. apríi 10.00 Morgunþáttur dýranna í Hálsaskógi. 12.00 Mikki refur fær sér löns. 14.00 Laugardagur til lukku með Svabba klifurmús. 16.00 Listapopp. Gunni Sal með pipar- kökusöngvana sína. 17.00 Hringborð bangsamömmu. 18.00 Baddi broddgöltur fær sér dinner. 20.00 Bylgjur í skóginum. 21.00 Venni Linn dillar sér með Héraðs- stubbi bakara. 22.00 Bárujárn fyrir litlu bangsabörnin. 23.00 Svifflugur. Amma komin langleiðina á regnhlífinni. 24.00 Á næturvakt með hundinum Habba- gú. . . 03.00 .. .en allt fer (svo) vel að lokum. Sunnudagurinn 27. apríl 13.30 Salt í samtíðina. 15.00 Jón krossgátufari. 16.00 Vesældarlistinn. 18.00 Tími til aö skafa utan af hryggnum frá í gær og hita upp í illa þefjandi sós- onnh Svæðisútvarp virka daga 17.03-18.00 Reykjavík og nágranni — FM 90,1 MHz. 17.03-18.30 Akureyri og nágrannar — FM 96,5 MHz. ÚTVARP Helgarhryllingurinn eftir Jónínu Leósdóttur SJÖNVARP Nú klikkaöi sjónvarpið ekki Ungt fólk, sem ekki hefur enn hellt sér út í barneignir, er oft algjörlega ómeðvitað um það hvort yfirleitt er útvarpað á morgn- ana um helgar. Þessir lukkunnar pamfílar sofa þá svefni hinna ballþreyttu og lái þeim hver sem vill. Við hin, sem annað hvort þjá- umst sökum elli eða ómegðar, vitum hins vegar allt of vel hvernig útvarpsdagskráin er á laugardags- og sunnudagsmorgnum. Til skamms tíma var ekki boðið upp á annað snemma á laugardögum en „létt lög“ að smekk þulsins, sem var svo óhepp- inn að vera á vakt. Síðan tóku óskalög sjúklinganna við, en vistmenn slíkra stofn- ana virðast með eindæmum íhaldssamir og andlausir, ef lagavalið telst marktækur mælikvarði. A hinum síðri tímum má hins vegar stilla á rás 2 á milli tíu og tólf á iaug- ardagsmorgnum. Þar hefur Sigurður Blöndal verið við stjórnvölinn að undan- förnu og hann er að minnsta kosti nær nú- tímanum og hugmyndaríkari en fyrrnefnd- ir sjúklingar. Hins vegar finnst mér að Sig- urður mætti alveg að ósekju hætta að rabba símleiðis við unga áheyrendur í þess- um þáttum. Þetta er oft svo innilega and- og tilgangslaust hjal, sem umsjónarmaður- inn virðist kreista fram með svita og erfið- ismunum. Mikið er um endurteknar spurn- ingar, þagnir, misskilning og alls kyns vandræðagang. Dauðpínlegt oft á tíðum! Það syrtir hins vegar í álinn, þegar sunnudagsmorgunn rennur upp. Þá er fátt, sem maður gæfi ekki fyrir að hlusta á Sig- urð Blöndal rekja garnirnar úr dauðfeimn- um krökkum úti á landi. Eftir morgun- andakt, fréttir og „Þetta er Veðurstofa Is- lands", byrja ,,léttu“ morgunlögin. Nú síð- ast voru þau leikin af útvarpshljómsveit- inni í Berlín og Fílharmoníusveitinni í Var- sjá. Þarf frekari vitnanna við? Eftir fimm mínútna fréttir, tóku morguntónleikar við: Frá alþjóðlegu orgelvikunni í Nurnberg, hvorki meira né minna. Það má vel vera að einhver hafi enn haft kveikt, þegar næsti skammtur af fréttum og veðri var látinn flakka. Viðkomandi hefur þá kannski einnig hlustað á ferðasögu í umsjón Frið- riks Páls Jónssonar, en síðan var spólan með messunni sett í gang. Persónulega náði ég ekki Iengra en í alþjóðlegu orgelvikuna, áður en tilvistarkreppan heltók mig. Ætlar enginn að stofna þrýstihóp um léttara út- varpsfóður á sunnudagsmorgnum? Það er nánast sáluhjálparatriði, finnst mér. Það sem bar hæst í sjónvarpsdagskrá síð- ustu viku var að sjálfsögðu íslenska lagið í Eurovision, Gleðibankinn, sem var miklu betra en hin lögin. Sérstaklega bar mynd- bandið af, en það var mjög vel unnið. Það var eins og keppinautar okkar hefðu alveg látið vera að vinna myndband. En þetta segir meira um keppnina en hæfileika ís- lendinga. Alveg frá upphafi fannst mér Gleðibankinn hreinlega lélegt lag og mér finnst svo enn. Það yrði því til að kóróna allt að ísland ynni keppnina. Það vekur síð- an ýmsar spurningar um Eurovision og dægurlagatónlist í Evrópu að lélegt ís- lenskt lag skuli bera höfuð og herðar yfir lög annarra þjóða. Sjónvarpið stóð sig vel um síðustu helgi. Kvikmyndavalið var alveg frábært. Á föstudagskvöld naut maður þess fyrst að sjá Skakkt númer frá 1948. Barbara Stan- wyck átti fullkomlega skilið að fá Óskarinn fyrir frábæran leik. Myndin er frá því tíma- bili í sögu Hollywood þegar menn gerðu bestar myndir þar. Síðan hefur þeim farið aftur, Könunum. Skiptir þá ekki máli hvort myndin heitir Innrás í Ameríku eða Jörd í Afríku. Þættirnir um Adrian Mole eru hreint út sagt frábærir. Virkilega vel unnir þættir sem koma sögunni mjög vel til skila. Þætt- irnir eru mjög gott dæmi um hvernig á að færa efni af bók yfir á myndband. Og hafi sjónvarpið þökk fyrir að fá til sýninga svo gott efni og glóðvolgt. Þannig á það að vera. Á laugardaginn kom svo strax á eftir Adrian Mole annað glóðvolgt sjónvarps- efni, einnig breskt: Monsjör Kíkóti. Þessi mynd var gerð í fyrra eftir bók Grahams Greenes sem kom út einu eða tveimur ár- um áður. Sjónvarpið virðist því hafa lagt af þá stefnu sem stundum hefur verið ríkjandi að sýna einungis tíu ára gamlar myndir. Sem sagt gott. Á sunnudagskvöldi lauk síðan mjög ágætum þætti um kjarnakonuna Emmu Harte. Enn einn sjónvarpsmyndaflokkur- inn sem sannar yfirburði Breta í gerð slíkra þátta. Sjónvarpið kórónaði síðan þessa öndvegis sjónvarpshelgi með austurrísk- um/ítölskum þætti í tveimur hlutum. Bréf med bláu bleki hét hann. Enn eitt skiptið frábært efni á ferðinni. Dálítið langdreginn þáttur en yfir seinni hlutanum sat ég límd- ur við kassann. Það er einnig rétt stefna að sýna svona þætti tvö kvöld í röð í stað þess að láta líða viku á milli sýninga á fyrri og seinni hluta. Sem sagt allt gott og yfir fáu að kvarta. En í öllum bænum, ágæta sjónvarpsfólk, hættið að láta veðurfræðingana okkar standa einsog hálfvita fyrir framan veður- kort sem þeir sjá ekki. Hættið að láta þá benda á auðan hvítan vegginn. Þar að auki standa þeir alltaf fyrir hálfu kortinu, sem hefur ekki stækkað þó manni finnist það ef til vill. Nei, leyfið þeim að benda á lægðirn- ar og allar sólirnar sem verða á lofti í sum- ar í stað hvíta veggsins. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.