Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 27
l^ri I yrirtækið Japis i Brautarhoiti auglýsti í síðustu viku ódýrar vídeó- spólur „með upptökubónus". Þetta þýðir með öðrum orðum, að um- ræddar spólur eru ekki í umbúðum, heldur hefur verið tekið upp á þær eitt lag í Skonrokk-stíl. Þar með eru spólurnar „áteknar" og losnar kaupandinn þannig við að borga svonefndan kassettuskatt, sem lagður er á óáteknar spólur. Svona er hægt að fara í kringum reglur í þjóðfélaginu með alls kyns lögleg- um hundakúnstum. . . c ^^amkvæmt óstaðfestum heimildum höfðum við á HP fregnir af því, að hvorki meira né minna en 1400 manns hefðu sótt um hin ýmis- legustu störf hjá hinu nýja hóteli Helga Þórs Jónssonar, Hótel Örk, þegar auglýst var eftir starfsfólki. Hætt er við, að margir hafi orðið fyr- ir vonbrigðum, því ,,aðeins“ 100 störf voru auglýst. Annars heyrðum við, að bæði hjá elliheimilinu í Hveragerði og Náttúrulækninga- hælinu hefðu menn óttast stórfelld- an flótta þaðan yfir á nýja hótelið. . . | gærmorgun, þriðjudag, var rík- isstjórnarfundur, þar sem eina mál- ið á dagskrá voru málefni Arnar- flugs og þá einkum og aðallega hvort veita ætti félaginu ríkis- ábyrgð. Það var samþykkt að því til- skildu að hlutafjáraukning í Arnar- flugi verði eins og fyrirhugað var. Annars vakti það að sjálfsögðu tals- verða athygli ráðherranna, að Al- bert Guðmundsson iðnaðarráð- herra var ekki mættur á fundinn og spyrja menn sig nú hvort Albert sé í raun og veru að láta verða af þvi að mæta ekki á ríkisstjórnarfundi, eins ^ og hann lét í veðri vaka að hann hygöist gera. Eins og menn muna lentu þeir í opinberri rimmu, Albert og Steingrímur, vegna þess að í Tím- anum var Albert sagður hafa gengið út af ríkisstjórnarfundi og skellt hurðum. Steingrímur setti ofan í við Albert opinberlega, en Albert neit- aði frásögn Tímans og sagði dag- skrá ríkisstjórnarfundarins tæmda þegar hann gekk út. Við sjáum hvað setur. . . 25. apríl 26. aprll 30. apríl 2. maí 3. mal 4. maí 7. maí 9. maí 10. maí 11. maí 16. maí 17. mal 19. maí 23. maí 24. maí T~iim ISLENSKA OPERAN __mn KORT Enginn korta- kostnaður Opið til kl. 4 laugardagf ijtt**'*0*’ -J L Jli Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.