Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST UM DAGINN sögðum við frá tveimur einstaklingum, sem væru komnir í „exklúsívan" hóp rithöf- unda í Rithöfundasambandinu vegna ritverka sinna, sem annars vegar fjölluðu um ,,gómsæta“ og „ljúffenga" átrétti og hins vegar um alls kyns gátur. Staðreyndin er víst sú, að ekki er búið að sam- þykkja þetta fólk inn, heldur hefur það einvörðungu sent inn um- sóknir. Hins vegar má geta þess í leiðinni, að danski rithöfundurinn Klaus Rifbjerg, sem var staddur hér á dögunum sagði við kollega sína hérlendis, að í Danmörku þyrftu menn bara að hafa skrifað ávísun til þess að komast inn í danska rithöfundasambandið. Hann tók ekki fram hvort tékkinn þyrfti að vera falsaður eða ekki, en íslenskur rithöfundur, sem á hlýddi taldi, að það hlyti að vera skilyrði, að ávísunin væri fölsuð, því þá væri hægt að flokka hana mánaðar en átti að vera þar 15. apríl. Námsmenn eru fokillir, sér- staklega þó út í Sverri Hermanns- son menntamálaráðherra sem hafði svo tekið var eftir lofað bættri þjónustu sjóðsins. Ástæðan ina að gera og er það hluti hinnar miklu yfirvinnu þeirra sem Sverrir gagnrýndi mjög. Pétur gekk út þegar Sigurjón var rekinn og því voru góð ráð dýr í LÍN. Enginn gat unnið þau verk sem Sigurjón og Pétur höfðu innt af hendi. Pví var útreikningurinn færður yfir til SKÝRR. Þeir byggðu svo á forriti Sigurjóns en það tók allt saman mjög langan tíma, lengri tíma en hinn nýi framkvaemdastjóri hafði reiknað með. SKÝRR hefur nefni- lega fleira að gera en vinna fyrir LIN. Lánasjóðurinn þarf t.d. oft að bíða eftir því að komast inn í tölvuna hjá SKÝRR. Þetta veldur því að þeir sem þurfa að fá leið- réttingu á sínum málum geta þurft að bíða í hálfan mánuð. Áður gátu starfsmennirnir pikkað upplýs- ingar beint á útstöðvarnar á borð- inu hjá sér og nýtt skuldabréf varð til samstundis. Núna verða þeir að bíða eftir tíma hjá SKÝRR. Þjón- ustan sem átti að batna hefur þvert á móti versnað um allan helming . . . UPPI VARÐ fótur og fit meðal mæðra drengja úr níunda bekk í einum grunnskóla borgarinnar fyrir stuttu. Inn um bréfalúguna hafði nefnilega dottið bréf til drengjanna frá PAN s/f. Bréfið innihélt umsóknareyðublað og voru drengirnir hvattir til að sækja um svo framarlega sem þeir hefðu ahuga á kynlífi, að koma fram á sýningum og á hjálpartækjum. Samkvæmt bréfinu þurftu dreng- irnir að vera bæði líkamlega og andlega eðlilegir. Þeir voru einnig spurðir hvort þeir væru tilbúnir að taka þátt í sýningum með hinni einmana ambátt þar sem hún væri sýnd í notkun. Hinir ungu drengir voru þéraðir af PAN s/f en ekki á kórréttan hátt enda tíðk- ast ekki mjög þéringar nú til dags. Þrátt fyrir þennan ágalla bréfsins létu margar mæður blekkjast. Synirnir létu ekki blekkjast þó það hafi eflaust verið hugmyndin hjá þeim sem sendu bréfið. Flestir drengjanna hafa gert sér grein fyrir því að um gabb væri að ræða þar sem þeir vissu að fyrir- tækið sem gefið er í skyn að hafi sent bréfið heitir í raun Póst- verslunin Pan en ekki PAN s/f. Einnig hafa þeir vitað sem var að umrætt tól heitir ekki hin ein- mana ambátt heldur útlimalausa ambáttin. En það er ekki nema von að margar mæður hafi látið blekkjast a.m.k. þær sem ekki eru vel inni í málum hjálpartækja ástarlífsins. . . undir „fiksjón", uppspuna, þ.e. skáldskap. STARFSMENN Ftugleida hafa veitt því athygli, að þeir sem feng- ið hafa stöðuhækkanir við skipu- lagsbreytingarnar á undanförnum mánuðum, hafa flestir átt eitt sam- eiginlegt. Þeir hafa gengið með gul hálsbindi. Slík bindi voru seld á útsölu í Herraríkinu fyrir skömmu og fréttist af einum starfsmanni Flugleiða, sem festi þar kaup á sex gulum hálsbindum fyrir fólk í ákveðinni deild félags- ins. Er bindunum nú flaggað ákaft á göngunum en enginn hefur verið hækkaður í tign enn sem komið er. .. í ÞESSARI VIKU komu loks- ins skuldabréf frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna til þúsunda námsmanna. Fé þetta kemur inn á bankabækur í fyrsta lagi 25. þessa HELGARPUSTURINN ■Örninn er sestur Gaddafí er góður sómadrengur, grunar mig að okkur vel hann dugi. Það yrði nú heldur happafengur ef hlutabréf hann keypti í Arnarflugi. Niðri SMARTSKOT fyrir þessari seinkun námslánanna nú mun einmitt vera verk ráðherr- ans. Hann rak Sigurjón Valdimars- son framkvæmdastjóra sjóðsins en Sigurjón hafði hannað forritið sem notað var við útreikning námslán- anna. Sigurjón og Pétur Antonsson höfðu haft mest með forritun- UÓSMYND JIM SMART Ertu að líða undir lok? Ómar Ragnarsson „Það fer eftir því hvað þú kallar að líða undir lok. Ég er dálítið að draga saman seglin, hætti að ralla í fyrra og í Sumargleðinni núna í vor. Og frá og með miðvikudeginum hætti ég með þætt- ina „Á líðandi stundu". En ég verð eitthvað áfram að rölta hérna í húsinu." — Þetta eru umdeildir þættir. Hvernig finnst þér sjálfum hafa til tekist? „Ætli ég sé ekki manna síst dómbær á það. Það fór náttúr- lega ekki hjá því að þættirnir yrðu umdeildir, við máttum alltaf eiga von á því. Þetta var tilraun, en ekki hugarfóstur sem stökk alskapað út úr kollinum á okkur þremenningunum. Ég veit að ýmsar sjónvarpsstöðvar hafa átt í erfiðleikum með að finna heppilegt form á svona þætti og kannski er það á mörkunum að lítil sjónvarpsstöð geti haldið úti fyrirtæki af þessu tagi til lengdar. En ég fer ekki ofan af því að þetta hafi verið tilraunar- innar virði." — Þið hafið fengið óhemju mikla gagnrýni — líklega er þetta umtalaðasta þáttaröð í sögu íslenska sjón- varpsins. . . „Jú, jú, við fengum þá gagnrýni að þetta væru of litlir skemmtiþættir og þá gagnrýni að þetta væru of miklir skemmtiþættir. Við fengum ákúrur fyrir að tala við of mikið af pólitíkusum og líka fyrir að tala við of lítið af pólitíkusum. Svo fékk Agnes skammir fyrir að vera alltof grimm við Gvend Jaka í fyrsta viðtalinu sínu og viku síðar var hún aftur skömmuð — í þetta sinn fyrir að taka á Jóhannesi Nordal með silkihönskum. Það er ekki hlaupið að því að gera öllum til hæfis í svona þætti." —> Stundum hefur manni fundist þetta vera hálfgerð- ur hrærigrautur, ekki satt? „Eftilvill höfum við brennt okkur á því að leita fanga of víða, þeir hafa máski eitthvað til síns máls sem segja að við höfum stundum seilst svolítið of langt. En við fengum líka að heyra frá öðrum sem mislíkaði við það efni sem tók langan tíma og héldu því fram að það væri ekki nógu gott tempó í þáttunum." — Nú er fyrirhugað að svipaðir þættir verði á dagskrá sjónvarpsins næsta vetur, tvisvar í viku — er nokkurt vit í því? „Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að sjónvarpið eigi að hafa beinar útsendingar reglulega. Raunar vorum við líka gagn- rýnd fyrir að hafa efni í beinni útsendingu sem hefði verið hægt að taka upp fyrirfram — jú, það er svosem hægt að taka allt upp fyrirfram, fréttirnar líka. En ég stend ennþá á því föstum fótum að beinar útsendingar séu iðulega besta og skemmtilegasta sjónvarpsefnið. Ég á von á því að öll aðstaða verði miklu betri næsta vetur — við lögðum upp með tækjakost sem engin sjón- varpsstöð hefði vogað sér að nota i þessum tilgangi, tvær myndavélai í Volkswagenrúgbrauði. í sumar á sjónvarpið loks- ins von á almennilegum upptökubíl sem hlýtur að auðvelda alla vinnuna næsta vetur. En náttúrlega verður það líka einhvers konar tilraun." — En þú ætlar ekki að vera með í þeim slag? „Nei, ég ætlaði bara að gera þessa fjögurra mánaða tilraun, það var alltaf ráðgert að mínu hlutverki yrði lokið eftir það." — Hvernig er þér svo innanbrjósts, nú þegar þessu áhlaupi er að Ijúka? „Auðvitað er maður aldrei ánægður, og þó — þetta hefði getað farið miklu verr... Þetta hefur verið mjög erfitt og krefj- andi og ég er guðslifandi feginn að sjá fyrir endann á þessu. Nú er ég farinn að hlakka til að komast i langþráð sumarfrí sem ég hef ætlað að taka mér í mörg ár. Það er skömm frá því að segja, en blessuð börnin hafa aldrei farið með pabba til út- landa." — Hvað tekur svo við? „Ég verð áfram hérna á sjónvarpinu, tvískiptur; hálfur á fréttastofunni og hálfur á dagskrárdeildinni. Svo verð ég á ein- hverjum lausagangi í skemmtibransanum einsog hér áður fyrr. .." — Stikluþættirnir vinsælu? „Ég á ennþá stikluefni sem mér tókst ekki að Ijúka í fyrra, ætli ég fari ekki að líta á það einhvern tíma á næstunni..." Tólf þaettir sem hafa gengið undir samheitinu „A Ifðandi stundu" eru líklega umdeildasta efni í sögu íslenska sjónvarpsins, og kannski líka það vinsaelasta. Síðasta vetrardag ösla þau í síðasta skipti fram á hring- sviðið, Sigmundur Ernir, Agnes og Ómar. Hvernig skyldi þeim gamal- vana sjónvarpsmanni Ómari Ragnarssyni vera innanbrjósts eftir þessa miklu þolraun? HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.