Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 12
Sérfræðingar telja vinsældalista Rásar 2 hreina dellu: II ÞEKKJUM ii SVINDiJP segir Páll Þorsteinsson dagskrárgerðarmaður f?o\ rijlÍtMsL rash 2.(2) LITTLE GIRL Sandra 3 (_) GLEÐIBANKINN lcv 4 (9) ÖNNUR SJÖNARNIIÐ Hilmar Oddsson & 5. (4) AB%HLUÍÉÚBEG'NNTRS 6 (3) WAITING FORTHE MORN- ING Bobbysocks leftir G. Pétur Matthíasson myndir: Jim Smarti Þœr sögur ganga fjöllunum hœrra að vinsœldalistinn sé mein- galladur. Þad virdist vera á allra vit- orði að listamenn komi lögum sín- um í efsta sœti listans með því að fá vinisína og kunningja til að hringja inn sitt lag. ,,Það er báið að fara lengi í taugarnar á okkur hér á Rás- inni að vinsœldalistinn er ekki áreiðanlegur," sagði Páll Þorsteins- son þegar HP hóf að kanna hvernig komið vœri fyrir Vinsældalista hlustenda Rásar 2. Páll kynnir tíu vinsœlustu lögin á fimmtudags- kvöldum. „Við vitum það líkt og allir aðrir að vinsœldalistinn er ekki mjög ör- uggur. Við kynnum hann sem heil- agan sannleik þó að við vitum að hann sé ekki mjög áreiðanlegur. Listinn gefur ákveðnar vísbending- ar. En hann virkar öfugt. I öllum öðrum skoðanakönnunum er hringt í fólk en þegar vinsœldalist- inn er báinn til er hringt í okkur. Það er þetta sem er fyrst og fremst að." Vinsœldalisti hlustenda Rásar 2 varð til í morgunþætti þeirra Jóns Olafssonar, Asgeirs Tómassonar og Páls Þorsteinssonar snemma árs 1984. í bríaríi datt Jóni þessi hug- mynd í hug. í fyrstu var fólk beðið að hringja inn þrjú vinsælustu lögin á milli 12 og 2 á fimmtudögum, síð- an voru tíu vinsælustu lögin spiluð í morgunþættinum daginn eftir. Þetta vatt síðan upp á sig. Með út- sendingu á fimmtudagskvöldum færðist þátturinn í það horf sem hann er í núna. Tíu vinsælustu lögin leikin á fimmtudagskvöldum og þau 30 vinsælustu á sunnudögum. Lögin eru enn þannig valin að fólk hringir inn þau þrjú lög sem það telur best. Þetta á sér stað milli 4 og 7 á fimmtudögum. A annað þúsund manns ná sambandi við Rásina. Síð- an er einfaldlega lagt saman, lagið sem fær flest atkvæði lendir í fyrsta sætinu. Erlendis er annar háttur hafður á. I Bretlandi er miðað við sölu á smá- skífum. í hverri viku kannar Gallup- stofnunin sölu á smáskífum í 250 plötuverslunum. Þetta er ekki hægt hér á landi þar sem engin sala er í smáskífum. í Bandaríkjunum er svipaður háttur hafður á nema hvað þar er listinn blandaður. Hvorttveggja könnuð sala smáskífa og líka spilun í útvarpi. Þar í landi eru reyndar þúsundir útvarps- stöðva. Enn sem komið er eru ekki margar útvarpsstöðvar á íslandi þannig að ekki gengur þetta fyrir- komulag hér á landi. Páll Þorsteinsson sagði: „Við höf- um gert kannanir á því hvað það er gamalt fólk sem hringir í okkur. Nið- urstaðan hefur verið sú að langflest- ir sem hringja eru á aldrinum 12—14 ára og dæmi hafa verið um 5—6 ára krakka sem eru að hringja inn lög. Listinn gefur því helst hugmynd um vinsælustu lögin hjá þessum aldurs- hóp. En það er að sjálfsögðu fólk á öllum aldri sem hlustar á dægurlög. Rolling Stones eiga t.d. engan séns á listanum þrátt fyrir að platan sé efst á DV-listanum yfir seldar plötur. Það er vegna þess að sá hópur sem hringir inn lög hefur engan áhuga á Rolling Stones. Það er hending ef maður eldri en tvítugur hringir inn. Sama átti sér stað í fyrra með lag einsog Just a Gigolo sem maður vissi að var gífurlega vinsælt, sér- staklega hjá fólki 25 ára og uppúr, það lag náði aldrei að komast í fyrsta sætið. Það höfðaði ekki til 12—14 ára krakka. Það er ákveðinn kjarni sem hefur svarað hér í símann lengi og við erum farin að þekkja svindlið sem er í gangi. Það hefur gengið svo iangt að við þurftum t.d. að útiloka eitt lag með Duran-Duran. Sama átti sér næstum stað með eitt íslenskt lag en með því að hóta því að taka lagið af listanum hætti svindlið. Það er ef til vill eitt gott við svindlið að aðallega er um íslensk lög að ræða. Páll Þorsteinsson: „Það fer (taugarnar á okkur að vinsældalistinn er ekki áreið- anlegur." Þannig að þau fá athygli en það væri skemmtilegra ef það væri á annan hátt. Við erum alltaf að ræða þetta okkar á milli á Rásinni. Það væri bæði skemmtilegra og smekklegra að standa öðruvísi að valinu á list- ann. Mér finnst sem útvarpsmanni mjög mikilvægt að vera með réttan lista. Þetta er söguleg heimild um vinsældir dægurlaga. Og það er vitnað í listann langt aftur í tímann. Við erum að miðla ákveðnum upp- lýsingum sem eru ekki nema að litlu leyti sannar. En listinn er síðan not- aður í viðskiptum o.s.frv. Þannig að það er mjög mikilvægt að hann sé réttur. Ég vil að listinn sé unninn á vís- indalegan hátt fyrst á annað borð er verið að safna heimildum. Það væri hægt að gera það með því að við hringdum út til fólks. Við færum eft- ir ákveðnu úrtaki sem væri byggt á ákveðinni aldursdreifingu. Að sjálf- sögðu ætti stærsti hópurinn að vera unglingar en einnig eldra fólk. Þannig fengist mun réttari mynd af vinsældum laganna en með listan- um einsog hann er uppbyggður í dag. Það er kominn tími til að vinna þetta almennilega þannig að hægt verði að treysta listanum. Það er komin ákveðin hefð á vinsældalist- ann og hætt við því að hún festist í sessi. Því er nauðsynlegt að kýla á þessa breytingu. Vinsældalistinn er stærsta tekju- lind Rásarinnar og víst er að áhug- inn fyrir listanum er mikill, það vantar ekki. Núna er t.d. mikil stemmning fyrir Gleðibankanum. Og í því tilviki er listinn örugglega réttur. Þannig að hann getur gefið rétta mynd en maður veit bara ekki hvenær það er,“ sagði Páll Þorsteins- son að lokum. Áhugi hlustenda skiptir mestu Aðspurður um Vinsældalista hlustenda Rásar 2 og fyrirkomulag það sem notað er við val á listan- um sagðist Markús Örn Antons- son útvarpsstjóri ekki hafa þaul- kannað í öllum einstökum atrið- um hvernig vœri háttað tilurð vin- sœlda lista Rásar 2. „Þetta er fyr- irbœri sem stöðugt er í mótun og verið er að vinna að vikulega. Ég hef ekki gert nákvæmar at- huganir á því hvernig að því hafi verið staðið hverju sinni, hinsveg- ar hef ég vitaskuld fylgst með um- ræðum sem hafa orðið um vin- sældalistann í blöðum. Einnig hafa farið fram umræður hér inn- an stofnunarinnar sem ég hef ver- ið þátttakandi í um það að hugsan- lega tækju sig saman einhverjir til- teknir hópar úti í bæ um það að reyna að hafa áhrif á hvernig þessi listi líti út. Á móti hafa menn verið að benda á einhverja möguleika á því að fara aðrar leiðir en hér hafa verið reyndar við að búa listann til. Þeim vangaveltum vil ég svara á þann hátt að ég tel það vera höf- uðatriði að sem stærstur hópur manna taki þátt í vali á listanum. Það er mikilvægt að það fólk sem leggur á sig að hringja til Ríkisút- varpsins til að láta í ljós áhuga sinn hafi mótandi áhrif á þennan iista en ekki vélræn tölvuúrtök. Það er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér að þessir yngri aldurshópar, 12—14 ára, setji mark sitt meira á svona lista heldur en aðrir. Vita- skuld væri mjög æskilegt að aðrir aldurshópar áhugamanna um þessi efni hefðu sitt að segja í þessu. Það er þá frekar Ríkisút- varpsins að sjá til þess að hér skap- ist skilyrði til þess að taka á móti skoðunum og ábendingum frá sem stærstum hópi og breiðum fjölda," sagði Markús Órn að lok- um. Markús örn Antonsson: „Tek frekar mark á því fólki sem leggur á sig að hringja inn til okkar heldur en vél- rænum tölvuúrtökum." íslenskir flytjendur koma sér í efsta sæti ,,Okkur finnst hann í fyrsta lagi vera ágœtismál að því leytinu til að það skuli eitthvað vera gert í þá átt að kynna hvaða lög eru vinsœl- ust hverju sinni," sagði Steinar Berg hljómplötuútgefandi að- spurður um Vinsœldalista Rásar 2. „En hvernig sem að þessum málum er staðið, þ.e. vali á vin- sœldalista, hvar sem er í heimin- um verður það alltaf umdeilt. Mín gagnrýni á Vinsœldalista Rásar 2 er sú að þar er greinilega gífurlegt ósamrœmi á milli sölu platnanna og þeirra vinsœlda er lögin njóta á vinsœldalistanum. Þetta blasir við núna þessa vikuna með La-líf og var einnig greinilegt um síðustu jól. Og það er athyglisvert að þau lög erlend sem ná vinsœldum á listanum ná jafnframt mikilli sölu, þar gætir ekki neins ósamrœmis." — Hefur La-líf þá lítið selst? „Það hefur ekkert selst. En það er greinilegt með íslenska lista- menn, í sumum tilfellum a.m.k., að það á sér það sama stað með Vinsœldalista Rásar 2 og átti sér stað með Tíu á toppnum hér áður fyrr. Þá skrifuðu heilu vinnustað- irnir, kannski hundrað manns, undir sama lagið sem var síðan sent inn. Það er greinilegt að það á sér stað einhverskonar smölun af hálfu íslenskra flytjenda til þess að koma sínum lögum inn á list- ann. Þeir vita að svo lengi sem þeir eru á leið upp listann eru þeir mikið spilaðir í útvarpi. Það getur hugsanlega síðan leitt til meiri sölu, þó að sú raunin hafi ekki orð- ið á með fjölda þeirra laga sem hafa notið mikilla vinsælda á list- anum. Sérstaklega þó það sem flutt hefur verið á ensku. Það virð- ist sem margir íslenskir listamenn haldi að eftir þeir eru búnir að smala laginu sínu upp listann sé mjög stutt í heimsfrægðina." Steinar Berg: „La-líf hefur ekkert selst þó það sé í efsta saati Vinsældalista Rásar 2." — Þú ert sem sagt ánœgður með vinsœldalistann að einu leyti en óánœgður með hann að öðru leyti? „Það verður alltaf einhver krítík á svona vinsældaval. Ég þekki til í Bretlandi og þar eru alltaf ákveðn- ar deilur í gangi. Svona kerfi eins- og hér er býður að sjálfsögðu upp á það að menn reyni að ýta sér upp listann. Og það geta þeir sem eru í þessu sjálfir. Hljómplötufyrir- tæki einsog mitt getur ekki verið þekkt fyrir að biðja fólk að hringja inn þau lög sem við höfum á okkar snærum. Það myndi strax verða alkunna ef slíkt væri. En fólk hefur miklu meiri samúð með lista- mönnum sem eru að standa í þessu sjálfir en t.d. okkur sem er- um að reka fyrirtæki. Eflaust finnst fjölskyldum og vinum þess- ara listamanna það vera skylda sín að sýna þeim tryggð og hringja inn. Það er skiljanlegt að vissu marki" sagði Steinar Berg að lok- um. 12 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.