Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 23.04.1986, Blaðsíða 16
,,Hvað segirðu, er svona erfitt að fá Elíasdóttir og það tístir í henni eins og og aftur fyrir jáyrðið, mœtt með skri vangi 33 í Hafnarfirðinum. „Það er alveg ótrúlegt hvað þœr en hefur mér aldrei fundist réttmætt að ástatt er fyrir konum. Oft er það þeirr nógu langt. Sjálfget ég ekki kvartað i sem ég hefstarfað með um œvina,“ se lega að verkalýðsmálum, stjórnmált fjörutíu ár. Hún hefur verið formað innar íHafnarfirði frá 1967 en hafði þ an þann tíma var hún jafnframt virk í í bœjarstjórn um tíma. Og í fyrra var varaforseti ASÍ, fyrst kvenna. „Ég hef alltaf verið félagslynd," segi þegar ég var stelpa.“ Guðríður býður okkur Jim að ganga til stofu innan um mikið blómahaf og fjölda útsaumaðra púða og klukkustrengja og ber okkur kaffi, kex, salat og heitar kleinur. „Elskurnar, geriði svo vel,“ segir hún. „Varla fitniði af þessu meðlæti. Ég er löngu hætt að hafa tíma til að baka. Þetta er ekki eins og fyrstu búskaparárin þegar maður bakaði fleiri sortir fyrir hverja helgi.“ Ég bið Guðríði að segja mér fyrst ofurlítið frá uppvaxtarárunum. Hún er fædd og uppalin á Akranesi, en fluttist til Hafnarfjarðar 1945 ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Sigurðssyni sjómanni, og ungri dóttur. Alltaff nægur matur ffyrir systkinin ffimmtán „Pabbi minn, Elías Níelsson, vann ýmist til sjós eða lands en móðir mín, Klara Sigurðardótt- ir, hugsaði náttúrulega ,,bara“ um heimilið, en við systkinin vorum hvorki meira né minna en fimmtán sem var ekki óalgengt í þá daga,“ segir Guðríður. „Ég er næstelst. Ég varð aldrei vör við sérstaka fátækt á okkar heimili, húsakynnin voru að vísu lítil en þrifaleg, og alltaf var nóg af mat. En ég vissi um fátækt á nærliggjandi heim- ilum. Faðir minn var geysilega duglegur við að afla okkur matar. Nú — maður gekk í sinn barnaskóla og síðan gekk ég einn vetur í kvöldskóla. Við systkinin vorum öll afskaplega ung þegar við fórum að vinna til að afla einhvers til heimilisins, létta undir. Ég vann aðallega við saltfiskbreiðslu, en síðar einnig við síldarsöltun á haustin þótt ég hafi verið svo lág í loftinu að ég náði varla niður á botninn. Sem betur fór var einn vinur mömmu og pabba sem fylgdist gjarnan með mér á plan- inu og setti í botninn fyrir mig,“ segir Guðríður og hlær. — Kom kreppan illa vid fjölskyldu þína? „Já, hún kom náttúrulega hart við svo stórt heimili. Faðir minn fór dag eftir dag að leita að vinnu. En hann var þó heppinn að því leyti að einn vinur hans rak verslun og gat oft veitt pabba vinnu við afgreiðslu. Hann fékk svo að taka launin út í vörum. Fyrir nokkrum árum fann sonarbarn þessa.manns matarreikninga okkar frá þessum árum og gaf okkur. Það var gaman að fara í gegnum þá og bera saman við reikningana í dag!“ — Lastu mikib á uppvaxtarárunum? „Já, talsvert. Ég hafði gaman af að lesa ýmsar bækur sem þá voru á boðstólum. Það voru eink- um til bækur á heimili einnar kunningjakonu minnar. Mér þótti t.d. ógurlega gaman að grípa í Islendingasögurnar." — Var lesid upphátt á kvöldin á þínu heimili? „Já, það var einkum pabbi sem gerði dálítið af því. Það er óhætt að segja að hann hafi verið frekar vel gefinn maður. Hann var t.d. mikill reikningsmaður. En hann missti foreldra sína mjög ungur og gat ekkert menntað sig. Hann var eiginlega á hálfgerðum flækingi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.