Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 2

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 2
ÚRJÓNSBÓK Með hátign og höfðaletri Áhrif leiðtogafundar í Reykjavík hafa ekki enn verið metin til fulls. Þó er ljóst, svo að dæmi sé nefnt, að heimsbyggðin verður aldrei söm og áður eftir að birtist á skjám milljóna heimila um veröld alla viðtal við for- sætisráðherra á sundskýlu einni fata. Fram að leiðtogafundi höfðu útlendingar ekki hið minnsta hugboð um að fyrirfyndist nokkur forsætisráðherra á íslandi, en héðan í frá heyrir það til grundvallaratriða á almennri þekkingu þjóða á málefnum heimsins að uppi á Islandi er forsætisráðherra og ekki einungis það heldur einnig hitt að hann get- ur ekki dregið það öllu lengur að kaupa sér nýja skýlu. Vegna hins síðastnefnda verður samt að leggja áherslu á að enda þótt sund- skýla forsætisráðherra hafi ekki staðist inn- virðuleg gæðapróf vandfýsinna kvenna um víða veröld, þá tókst forsætisráðherra að sýna fram á með sundskýiu sinni að á Islandi búa ekki skinnklæddir eskimóar heldur fjall- myndarleg karlmenni. Áhrif leiðtogafundarins á hvert og eitt okk- ar hafa einnig orðið mikil. Við erum ekki söm og áður. Ég verð að játa í fyllstu hrein- skilni að ég var til dæmis hættur að trúa innst inni að væri eitthvað sérstakt við það að vera íslendingur. Ég var eiginlega kominn að þeirri niðurstöðu að ég væri sannast sagna ekki neitt ýkja sérstakur maður. Mér leið rétt eins og forsætisráðherra sem var far- ið að gruna í lok september að hann væri ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, neitt sér- stakur forsætisráðherra. Ég þóttist geta við- urkennt það sem ég ímyndaði mér að væru blákaldar staðreyndir, semsé að ég með alla mína yfirburði á heimsmælikvarða hefði fyrir sakir gráglettni örlaganna fæðst — eins og Jón Baldvin — á þessu guðsvolaða landi norður undir heimsskautsbaug og í návígi við Framsóknarflokkinn þar sem nokkrar hræður eru að berjast fyrir lífi sínu í ótryggri veðráttu við misgjöfult haf og eru í flestum greinum eftirbátar annarra; hafa ekkert fram yfir aðrar þjóðir nema ef vera skyldi meira álit á meðalmennskunni, rótgrónari íhaldssemi, svartnættislegri þröngsýni, brot- gjarnari menningargrundvöll, ranglátari skattheimtuaðferðir og lægri laun. Eg var hallur orðinn undir þá skoðun að íslendingar væru ekki að neinu leyti einstök þjóð, að því undanskildu þó að þeir mynda fámennasta þjóðríki heims og eru sannfærðari um það en aðrar þjóðir að þeir séu einstök þjóð. Leiðtogafundurinn gerbreytti þessari af- stöðu minni og núna, eftirá, er mér að verða ljóst að það gerðist nær því ómeðvitað. Gat það átt sér stað, spurði ég sjálfan mig um leið og ég horfði á borgina umturnast í miðdepil heimsins, að við Islendingar þrátt fyrir allt hefðum haft á réttu að standa; að við værum þrátt fyrir vísbendingar okkar sjálfra um hið gagnstæða útvalin og einstök þjóð, borin til að takast á hendur lykilhlutverk i sögu mannkynsins? Var hugsanlegt að hefði ekki orðið neinn leiðtogafundur, hefðum við ís- lendingar ekki verið til og ekki átt heima hérna í kringum Höfða. Voru spádómar í Gamla testamentinu að rætast uppi á íslandi? Höfðu Gyðingar rangtúlkað hinar helgu bækur og mátt þola í aldaraðir ofsóknir fyrir þá sannfæringu sína að drottinn hefði kjörið þá til að skipta sköpum í sögu heimsins þegar staðreyndin væri hins vegar sú að drottinn kaus Islendinga til þess hlutverks? Ég leitaði ekki beinna svara við ofantöld- um spurningum með þvi að setjast niður og ígrunda málið í botn, heldur gerðist það smám saman í umhleypingum októberdag- anna að ég breytti um fas og hugsunarhátt*’ Það var engu líkara en einhver ofurmagnað- ur innri kraftur gagntæki sál mína. Hátignar- legur kuldahrollur hrislaðist um mig allan þar sem ég sat við útvarpstækið og hamaðist á stuttbylgjunni, heyrði landið og þjóð mína og borgina nefnda á sérhverri tíðni og öllum tungum. Ég fann til klökkva þar sem ég sá ís- Ienska þjóðfánann blakta í útsynningshryðj- um. Ég varð smám saman háleitari þar sem ég stikaði um göturnar í miðbænum og gat orðið með slíkum hætti sýnishorn handa veröldinni af útvalinni þjóð. Aldrei þessu vant þótti mér ægifagurt að sjá langar raðir af svartklæddum íslenskum lögregluþjón- um, mönnum sem ég hafði í barnaskap van- metið og skopast að en stórveldin treystu fyr- ir öryggi sínu. Starfsmenn pósts og síma, sem eftir Jón Örn Marinósson ég hafði bölvað ævinlega fyrir seinagang þegar ég þurfti að halda á þeim persónulega, vöktu nú einvörðungu aðdáun mína þar sem þeir héldu upp heiðri íslenskrar verkmenn- ingar og tengdu miðdepil veraldar við um- heiminn. Esja breyttist úr venjulegu fjalli í baksvið heimssögulegra viðburða. Höfði varð helgur reitur. Ég fékk kökk í hálsinn og heyrði í hugskoti mér óm af þjóðsöngnum um leið og mér var hugsað til þess að einmitt nú væru heillavættir íslands að reyna að koma á sáttum milli leiðtoga stórveldanna inni í stássstofunni þar sem ég hafði nokkr- um vikum fyrr sötrað brennivín í boði borg- arstjóra. Ég var að springa af sómatilfinn- ingu. Allt til septemberloka hafði mér staðið svo hjartanlega á sama um þessa déskotans íslendinga og allt þeirra fánýta brambolt, en nú fór ég að biðja þess heitt og innilega að ekkert færi úrskeiðis hjá okkur. í huganum grátbændi ég íslenska kaupahéðna að þeir reyndu að stilla sig um að græða á gestkom- andi útlendingum; létu sér nægja að blóð- mjólka mig. Á hverjum morgni átti ég þá ósk heitasta að nýbyrjaður dagur mætti líða að kvöldi án þess að forsætisráðherra útvalinn- ar þjóðar segði eitthvað sem hann hefði bet- ur átt að láta ósagt. Ég gætti þess í öllu dag- fari að leiðtogarnir fengju algert næði til þess að taka sínar örlagaríku ákvarðanir; fór ekki út fyrir húss dyr nema í brýnustu erinda- gjörðum, hastaði á leik barnanna og fór nið- ur í kjallara til þess að rífa fisk úr roði. Síð- degis á sunnudag var ég orðinn sannfærður um að ég gegndi svolitlu hlutverki í gangi heimsmálanna; ekki vegna þess að ég er hann, sem ég er, heldur vegna þess að ég er þegn útvalinnar þjóðar undir rótum regn- bogans við Skúlatún. Þannig — með harla dulmögnuðum hætti —■ varð ég smám saman fyrir áhrifum frá leiðtogafundinum. Ég er ekki samur og áður. Mér hefur opnast sýn út og upp fyrir skatta- misréttið og lágu launin. Og hver veit nema við íslendingar eigum aftur fyrir höndum að skipta sköpum fyrir umheiminn. AHt getur gerst. Einhverju sinni var gömul kona sem gerði sér til dundurs í fásinninu á Islandi að trúa á álfa og sagði litl- um dreng sögur af þessum vinum sínum í hulduheimum. Engan grunaði þá og síst af öllu gömlu ömmuna, litla drenginn og álfana þeirra að þau yrðu síðar fréttaefni handa víðri veröld, amman í mósku fortíðarinnar, álfarnir í klettum sínum og drengurinn í skýl- unni sinni; þeim yrði öllum teflt fram til vitn- is um hversu þjóðin er einstök. En þetta gerð- ist, og ekkert er eins og áður var, fyrir leið- togafundinn, nema fortíðin, klettarnir og skýlan. HAUKURÍHORNI x&X - • V t{‘wi |||I STJÓRNMÁLA MAÐURINN ,,Þá hafa þeir sett alþingi og grímudansleikurinn getur hafist á ný..." 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.