Helgarpósturinn - 16.10.1986, Síða 3

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Síða 3
FYRST OG FREMST HOFÐI í Reykjavík, laugardags- morguninn 11. október. Á pressu- pallinum gegnt húsinu er beðið. Og beðið. í nepjunni ræðast við ástraiskur fréttamaður og íslensk- ur ljósmyndari, svona rétt til að drepa tímann. Við grípum snöggv- ast niður í samtalið, þar sem Ástralanum er spurn: „By the way, could you tell me what this name of the house, „Hoefdi' means?" íslendingurinn: „Yes, its means... ö, what can I say? Ö... Head, yes head maybe. 1 dont think I can translate it better." Ástralinn: „Really?" íslendingurinn: „Head, yes!“ Ástralinn: „You mean the same thing we got above our should- ers?“ íslendingurinn: „Ö... no, not exactly, but yes, almost." Ástralinn: „1 see, I think. ..“ OG AF ÞVÍ að við erum á annað borð farin að ræða um Höföa, er ekki úr vegi að greina frá þessum sem gekk um helgina: „Iss, á meðan við höfum Reagan- og Gorbasjoff-Höfða hafa Kanarnir bara Kennedy-höfða!" I EINA tíð bjó danskur maður á Akureyri, Boye Holm að nafni. Hann var trúaður vel, en hrökklaðist þó aungvu að síður úr Hjálprœdishernum fyrir norðan. Boye bjó á Caroline Rest og gaf sig að líknarstarfi eftir að hann hvarf úr þjónustu hersins. Liður í fjáröflun Boye Holm var útgáfa blaðsins Nútídarinnar, sem hann seldi. Gekk hann á milli heimila á Akureyri og rukkaði á sinni dönsku íslensku: „Ja, nú er det gjalddagi." Einhverju sinni var hann spurður hvernig líknarstarfið gengi og ekki stóð á svarinu: „Það borgar sig ekki að standa í líknar- starfsemi." Hirti hann svo áskrift- argjaldið og hélt áfram að safna... AKUREYRI já, stoppum aðeins við á þeim slóðum. Nú líður brátt að lokum lagningar á svonefndum Leiruvegi sem gengur þvert á miðja Drottningarbraut og yfir í skógivaxna Vadlaheidi, hvaðan fagurt er að líta höfuðstaðinn. Leiruvegurinn gerir það að verkum að einungis nokkurra mínútna akstur er úr miðbænum á umræddar slóðir. Nú eru spekúlantar nyrðra farnir að velta því fyrir sér hvort það verði ekki akkúrat þarna sem Akureyringar eignast sinn Laugarás-, nefnilega snobbhill, svoldið útúr og með þvílíku útsýni að jafnvel harð- gerðustu menn klökkna. KIRKJUNA varðar að sjálf- sögðu mest um andleg verðmæti, eins og börnum er reyndar kennt í biblíutímum. En eitthvað virðist efnishyggjan vera í sókn hjá þeim í Hallgrímskirkjusókn, ef marka má hvatningarorð formanns byggingarnefndar guðshússins á Skólavörduholti til vina og vel- gjörðarmanna þess. Hann spyr í nýlegri Morgunblaðsgrein hvernig almenningur geti best hjálpað til við lokaáfanga kirkjunnar sem nú er hafinn. Og kemur svo með þessar og eftirfarandi tillögur: „Sumir eiga e.t.v. umframbirgðir af spariskírteinum? Ýmsir hafa í gegnum árin ánafnað kirkjunni íbúðum sínum. Þú gætir gefið eitt sæti í Hallgrímskirkju. Það kostar kr. 2500,- Eða kannski 10 sæti?“ Og aðrir — að vísu — eiga erfitt með að verðleggja trúna sína. DAUÐATEYGJUR Bandalags jafnaðarmanna hafa ekki enn fjar- að út. Nú stendur nefnilega stríð um aðgang að kontór BJ-manna, en leigusamningnum hefur verið sagt upp af hinum brotthlaupnu þingmönnum með tilskildum fyrir- vara. Eftirlegukindurnar Þorsteinn Hákonarson og Þorgils Axelsson telja hins vegar að þrenningin hafi ekki neitt leyfi til þess að skipta sér af skrifstofunni, þar sem hún sé í nafni Bandalagsins sem þeir hafi yfirgefið. Létu kumpánarnir því skipta um lás á kontórnum, sem reyndar er í næsta húsi við Þórshamar, skrifstofu- og funda- húsnæði Alþingis. Um síðustu helgi komu þeir Þorgils og Þorsteinn þó að læstum dyrum, sem lykill þeirra gekk engan veginn að, og hafa þeir nú kært innbrot á skrifstofu Banda- lags jafnaðarmanna fyrir yfir- völdum. Segja þeir að nú hafi öll merki BJ verið fjarlægð úr gluggum skrifstofuhúsnæðisins og greinilegt sé hverjir hafi verið þarna að verki. Guðmundur Einarsson hefur gefið út þá yfir- lýsingu að hann viti ekkert um þetta mál og standi ekki í slíkum bófahasar, en óvíst er hverju hinir þingmennirnir tveir svara ásök- unum um lásaskipti og innbrot.. . SMARTSKOT HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Reagan-nes Ef að flokknum fylgi þver finnur Denni leik hans: Gefur hann Könum kost á sér í kjördæminu hans Reagans. Niðri. „Hann talaði að vísu á rússnesku, en það var augljóst á raddblœnum að hann var ekki að skammast." - ÖSKAR ÓLASON YFIRLÖGREGUJÞJÓNN VIÐ MOGGA Á MIOVIKUDAG, UM SAMTAL SITT VIÐ GORBASJOFF VIÐ BROTTFÖRINA í KEFLAViK ÞAR SEM AÐALRITARINN GAF KOMMENT A ÍSLENSKU ÖRYGGISGÆSUJNA. Ertu eitthvað tengdur Stöð tvö? Gurmel Singh tæknifræðingur „Ég hef unnið við að koma taekjunum fyrir, öllum raftækjum, búinn að vera að tengja alla vírana saman. Ég er taeknifræð- ingur." — Þjóðin öll hefur séð þér bregða fyrir á skjánum og spyr: Hver ert þú? „Ég er ættaður frá Indlandi, úr Punjab-héraði og er Sikhi, en ég starfa í Danmörku og það eru ein 16 ár síðan ég fluttist þang- að. Ég er menntaður á Indlandi og vann þar rafvirkjastörf. Síðan hefur maður haldið áfram námi, á Englandi, í Hollandi, Belgíu og víðar. I þessum bransa verður maður sífellt að læra, það stoðar lítt að segja að nú hafi maður menntað sig og þá er það búið. Ég er á námskeiðum á 3—4 mánaða fresti." — Hvað varð til þess að þú komst hingað til lands? „Hingað hef ég komið oft áður, ég hef unnið við uppsetn- ingu tækja víða, svo sem fyrir Saga-film, Myndform og fleiri. Fyrir þremur mánuðum vann ég hjá Ríkissjónvarpinu. Þannig að vera mín hér og nú hefur talsverðan aðdraganda." — Hvaðan ertu nánar tiltekið? „Ég kem frá Ludhiana, borg í Punjab-héraði." — Sjónvarpsáhorfendur hafa séð þig með vefjarhött. Fylgir hann trúarbrögðunum? , Já, ég er Sikhatrúar. Við erum ávallt með túrbíninn á höfð- inu." — Er ekki óþægilegt að vera með hann í vinnunni? „Nei, nei, hann er þægilegur. Samkvæmt trúarbrögðum okkar eigum við að vera eins og Guð skapaði okkur. Því fylgir náttúrulega að hárið er sítt. Við þurfum að vernda hárið og um- fram allt að halda því hreinu, það er mjög nauðsynlegt. Túrbín- inn er til að vernda hreina hárið. Um leið er hann tákn fyrir trú okkar." — Hefur þú ferðast víða um heiminn? ,Já, það hef ég gert, nánast um heiminn þveran og endilang- an. En það eru auðvitað til staðir sem ég hef ekki enn heimsótt. Ég hef meðal annars unnið við uppsetningu sjónvarpsstöðva á Grænlandi og í Færeyjum." — Hvert ferðu svo að afloknu verki hér? „Til Danmerkur. Þar er okkar reglulega starf, en einnig liggur fyrir stórt verkefni [ Svíþjóð." — Er gott upp úr því að hafa að koma hingað í svona verkefni? „Já, það er mjög ánægjulegt að vinna við svona verkefni. Nýja stöðin er fín, hún á eftir að verða mjög góð. Það hafa kom- ið upp vandkvæði, en á þessum stutta tíma var svo sem ekki við öðru að búast, fyrirvarinn var aðeins um mánuður. í rauninni var þetta algjört met, því þegar við komum var húsið ekki klárt, hér var ekkert. Það var því met að geta gert allt þetta á einum mánuði. Ég er bjartsýnn, það er búið að leysa öll meiriháttar vandamál, þó stöðin sé tæknilega ekki fullkomin enn. Fólkið verður að læra inní notkun tækjanna, flestir hér hafa ekki unn- ið við slík tæki eða höfðu vanist frábrugðnum vinnubrögðum." Það hefur ekki fariö framhjá neinum aö ný sjónvarpsstöö er komin (gagniö. Eftir nokkra byrjunarerfiðleika er Stöö tvö komin á fullt skrið og áhugamenn um sjónvarpsgláp panta afruglara I hrönnum. Á skján- um hafa sést myndir af undirbúningsvinnunni, meöal annars af túrbín- klæddum Indverja innan um vlra- og kapalflækjur. Hver er þessi maður? spyr þjóðin. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.