Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.10.1986, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Qupperneq 6
GRENSÁSVEGI 5, SÍMI 30600 Allar vinsaelustu myndirnar opið fró 13:00 til 23:30 alia daga. NÝTT! Videotœki + 3 spólur kr. 600 pr. sólarhring Videotæki + 7 spólur kr. 800 pr. sólarhring HVER KJÚKLINOABITI sérstaka skoðanakönnun á stöðu stjórnmálaflokkanna í Austfjarða- kjördæmi nýverið. Niðurstöðurnar hafa farið mjög leynt, en HP hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að niðurstöðurnar hafi leitt í ljós: ef Jón Baldvin Hannibalsson fer í framboð eystra muni Alþýðuflokk- urinn fá mann kjörinn. Framsóknar- fjokkurinn fengi tvo menn (Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjáns- son), Sjálfstæðisfiokkurinn einn, Sverri Hermannsson og Alþýðu- bandalagið einn, Hjörleif Gutt- ormsson(?). Fari hins vegar Jón Baldvin ekki í framboð eystra lítur dæmið öðruvísi út: Alþýðuflokkur- inn fengi engan þingmann (langt í hann) Framsókn tvo og Sjálfstæðis- flokkurinn tvo (Egil Jónsson til viðbótar við Sverri) en Alþýðu- bandalagið áfram einn. Þannig virð- ast niðurstöður skoðanakönnunar- innar stilla Jóni Baldvin uppvið vegg: Það er í hans eigin hendi hvort hann vill fjölga þingliði Al- þýðuflokksins um einn þingmann og draga úr þingstyrk Sjálfstæðis- flokksins sem því nemur... í annað sætið er talið að Bolli Héd- insson muni stefna. Hins vegar telja flokksmenn þörf fyrir konu í þetta sæti og meðal þeirra sem nefndar hafa verið til sögunnar er Óiína Þorvaröardóttir fréttamað- ur. í þriðja sætið stefnir Helgi S. Guðmundsson markaðsfulltrúi. Helgi var virkur í baráttu húsnæðis- hópsins og var í sjöunda sæti borg- arstjórnarlistans. Helga er talið það til tekna að vera ekki klifrari úr flokknum, heldur komi hann af mál- efnaástæðum inní pólitíkina. . . E ■■litthvað virðast norskir fjöl- miðlar vera svekktir út í að leiðtoga- fundurinn var haldinn í Reykjavík. Um daginn birti Þjóðviljinn klausu úr stórblaðinu Aftenposten þar sem fimmaurabrandarar voru sagðir um íslenska lögregluþjóna og forsetann okkar. Nú berast HP þær fréttir frá Noregi að fyrrum forstjóri Norræna hússins, Ivar Eskeland (sá sem þýddi bækur Laxness þangað til nóbelsskáldinu fannst nóg um og setti hann í þýðingabann sem enn stendur), hafi haldið útvarpspistil í morgunútvarpi norska ríkisútvarps- ins um leiðtogafundinn. Eskeland er frægur fyrir létta morgunpistla í útvarpi og nú brást honum ekki bogalistin heldur. Hann mun hafa haldið háðska tölu um að íslending- ar hafi alltaf viljað vera nafli heims- ins og nú hafi þeim loksins tekist að sjá langþráðan draum rætast, o.s.frv. o.s.frv. En mannorðs norska út- varpsins vegna, gerum við eins og Laxness og setjum Eskeland í þýð- ingabann og segjum ekki meira af pistlinum.. . l^^Llagafrumvarp ríkisstjórnar- innar er komið út. A blaðsíðu 363 er gerð grein fyrir athyglisverðum aukafjárveitingum — tveimur. í fyrsta lagi er Biskupi íslands út- hlutað með heimild í fjárlögum tæp- um þremur milljónum og í öðru lagi er veitt í Kristnisjóð skv. fjárlaga- heimild fjórum milljónum. í skýr- ingum vegna þessara fjárveitinga eru milljónirnar sex bundnar því að þær renni til bókaútgáfunnar Skálholt — þ.e. vegna skuldbind- inga bókaútgáfunnar... N ■ okkrar hræringar eru með- al framsóknarmanna í Reykjavík. Um fyrsta sætið keppa Haraldur Ólafsson og Finnur Ingólfsson og fara sigurlikur Haraldar vaxandi. NÝTT Á ÍSLENSKA MARKAÐNUM PARKETGÓLFEIGENDUR Getum nú boðiö gæðalakkið PACIFIC PLUS, sem hefur 40-50% betra slitþol en venjulegt lakk. NÝR OG GIRNILEGUR MATSEÐILL. SKIPHOLTI 70 PÖNTUNARSÍMI 686838 er án nokkurra HARÐVIÐARVAL HF Krókhálsi 4, Reykjavík. Sími 67-10-10. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.