Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 7
HAFSKIPSRANNSÓKNIN AFTUR Á HREYFINGU STJÓRNSKIPAÐA RANNSÓKNARNEFNDIN Á LOKASPRETTINUM SUMUM MÁLSGÖGNUM HEFUR VERIÐ SKILAÐ AFTUR — ÖÐRUM HALDIÐ EFTIR MEINT PÓLITÍSK SPILLING ER HVERGI TIL OPINBERRAR ATHUGUNAR ER SJÚKRASTYRKURINN TIL RANNSÓKNAR HJÁ SKATTRANNSÓKNASTJÓRA? Hafskipsmálid hefur legid í þagn- argildi nokkurn tíma. Rannsókn málsins lauk fyrir nokkrum uikum hjá rannsóknarlögreglunni og var vísað til ríkissaksóknara. En á mál- inu eru margir angar. Er verið að kanna þá? Hvar er Hafskipsmálið statt í kerfinu í dag? Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn málsins samkvæmt er- indisbréfi frá embætti ríkissaksókn- ara, svo sem lög gera ráð fyrir. Við rannsókn málsins kunna ný atriði að hafa komið í ljós, sumum grun- semdum verið eytt o.s.frv. í slíkum tilfellum getur ríkissaksóknari vísað málum til ítarlegri rannsóknar hjá rannsóknarlögreglunni, öðrum at- riðum kann að verða komið til skattayfirvalda o.s.frv. áður en tekin er endanleg ákvörðun um ákæru. 100 ÞÚSUNDÁ HULDU Þá er og hugsanlegt að atriðum úr rannsókn málsins hafi þegar verið vísað til annarra stofnana. HP kann- aði hvort svo væri um hugsanleg skattalagabrot Alberts Guðmunds- sonar og Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Einsog lesendur muna fékk Guðmundur J. a.m.k. 100 þúsund króna styrk frá Hafskip og Eimskip fyrir milligöngu Alberts árið 1983. Reyndar ber málsaðilum ekki sam- an um upphæðina, Albert og bók- haldsgögn skipafélaganna telja upp- hæðina hafa verið 120 þúsund krón- ur. Guðmundur kvað þessa styrk- veitingu ekki hafa verið gefna upp til skatts, og lögfræðingur í Reykja- vík sagði í blaðagrein að hann teldi ekki ástæðu til að telja fram „sjúkra- styrki" einsog hér væri á ferðinni. Ef Iögfræðingurinn hefur rétt fyrir sér væri rökrétt að álykta sem svo, að allir launamenn geti samið við atvinnurekendur og ákveðið að gefa ekki upp ákveðinn hluta laun- anna en kalla sjúkrastyrk ef þeir yrðu spurðir síðarmeir. HP leitaði til Guðmundar Guð- bjarnarsonar Skattrannsóknastjóra og spurði hvort þessi mál Alberts og Guðmundar J. hefðu komið til at- hugunar hjá hans embætti. „Við gef- um nú aldrei upplýsingar um það hvaða mál eru hér til athugunar," sagði Guðmundur. Hins vegar kvað hann upplýsingastreymi nokkurt milli stofnana, þannig að þær vissu hver af annarri og ef ástæða þætti til að láta kanna eitthvað betur færu mál milli stofnana. Skattrannsókna- stjóri kvað sjúkrastyrki almennt vera framtalsskylda. Um mál Al- berts annars vegar og Guðmundar J. hins vegar kvaðst hann ekki geta sagt hvort þau væru til umfjöllunar, yrðu það eða hafi verið tekin til umfjöllunar. GÖGNUM SKILAÐ Við upphaf rannsóknar var lagt hald á gífurlegt magn skjala og ann- arra heimildagagna. Rannsóknar- lögreglan flokkaði þau sem vörð- uðu meint sakarefni, en önnur gögn voru látin liggja. Upp hafa komið vangaveltur um hvað bæri að gera við gögn, sem hugsanlega heyrðu undir hugtakið „pólitísk spilling". Rannsóknarlögreglan hefur ekkert að gera með atriði sem ekki heyra undir grunsemdir um saknæm atriði, og einbeitir sér því einungis að slíkum heimildum. HP spurði Þóri Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóra um þetta atriði. „Al- menna reglan er sú að þeim gögn- um sem ekki varða rannsóknina beint um grunuð sakarefni er skil- að“, sagði Þórir. í þessu tilfelli, kvað Þórir, að flestum slíkum gögnum hafi verið skilað en kannski ein- hverju haldið eftir, tímabundið, þar- til ljóst verður hvort efnt verður til hugsanlegrar framhaldsrann- sóknar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort t.d. stjórnskipaða rannsóknarnefnin hefur haft aðgang að þeim umfram- skjölum sem hér um ræðir? „Hún hefur fengið ákveðin gögn varðandi okkar rannsókn og þau gögn sem henni fylgja en ekki önnur gögn. Hún hefur að vísu fengið það sem hún hefur beðið um, ekkert umfram það en það er bara hluti af málinu", segir Þórir Oddsson. En fara mál einsog Alberts og Guðmundar án sérstakra ráðstafana til skattrannsóknastjóra, t.d. beint frá rannsóknarlögreglu? „Ekki frá okkur. Ríkissaksóknari er með allt málið til skoðunar og það er ekki okkar að segja til um hvort rann- sókn er lokið. Hann er núna með málið til umfjöllunar, — og ef hon- um þykir eitthvað á skorta getur hann beðið um framhaldsrannsókn á tilteknum atriðum. Við fram- kvæmdum aðeins frumrannsókn í samræmi við bréf saksóknara, sem lagði línurnar. Hann er auðvitað æðsti handhafi rannsóknarvalds í landinu og þar með hefur hann tví- mælalausan fyrirmælarétt gagnvart allri lögreglu í landinu — og það er því þess embættis að taka af skarið um framhaldið,“ sagði vararann- sóknarlögreglustjórinn. HAFSKIPSMÁLIÐ í BIÐSTÖÐU Hafskipsmálið er gífurlegt að umfangi og það er nú komið til embættis ríkissaksóknara. Helgar- pósturinn spurði Braga Steinarsson vararíkissaksóknara hvernig með- ferð málsins gengi hjá embættinu. „Málið er nýlega komið inn, og við þurfum að komast í stellingar til að vinna það. Hér er verið að endur- skipuleggja bæði mannskap og ann- að, þannig að þetta kemur á versta tíma. Það er mikil vinna framund- an, við þurfum að berjast í gegnum rannsókn sem fram fór í allt sumar og við stefnum á því að komast í málið sem allra fyrst," sagði Bragi. Bragi kvað svona mál auðvitað taka langan tíma en væntanlega væri hægt að sökkva sér niðrí það á næstunni og einhverjar línur skýrð- ust um framhald rannsóknar eða áframhald málsins með öðrum hætti. Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður Hafskips hefur sent frá sér skýrslu, þarsem hann ber skiptaráð- endur, fjölmiðla og rannsóknarað- ilja þungum sökum. Og Helgi V. Magnússon hefur boðað útkomu bókar um Hafskipsmálið, þarsem hann ber skiptaráðendur og rann- sóknaraðila sökum. SKÝRSLA Á LEIÐINNI „Við látum nú ekkert uppi um það, skilum bara okkar skýrslu og svo hafa menn hana“, sagði Jón Þorsteinsson formaður hinnar stjórnskipuðu nefndar sem fjallar um samskipti Útvegsbankans og Hafskips." En hvenær verður skýrsl- unni skilað? „Ekki er það nú vitað nákvæmlega en það er stutt í það að við skilum henni, vonandi í kring- um mánaðamótin", segir Jón Þor- steinsson. Jón kvað nefndina hafa eytt mikl- um tíma í þetta starf og starf hennar tengjast framgangi hjá öðrum rann- sóknaraðilum. Samkvæmt lögum ber nefndinni að skila viðskiptaráð- herra þessari skýrslu — og síðan leggur viðskiptaráðherra skýrsluna fyrir Alþingi. leftir Óskar Guðmundsson mynd Jim Smartl HELGARPÖSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.