Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.10.1986, Qupperneq 9

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Qupperneq 9
HVALVEIÐASKYNI HVALASTOFNINN MINNI EN GERT VAR RÁÐ FYRIR VEIÐARNAR ERU EKKI NAUÐSYNLEGAR VIÐSKIPTAHAGSMUNIR - EKKI VÍSINDAHUGSJÓNIR Nýlega birtist í eirtu af ritum Al- þjóda hvalveiöiráösins grein eftir Jóhann Sigurjónsson og Þorvald Gunnlaugsson. Grein þessi fjallar um merkingar á hvölum við Island og er tilraun til að segja til um stoerð hvalastofnsins við ísland. Grein þessi vakti mikla athygli innlendra og erlendra vísindamanna sem hafa fylgst með hvalarannsóknum á undanförnum árum. Það sem mesta athygli vekur t grein þessari er, að staðbundinn stofn langreyðar við fsland er aðeins talinn vera um 2000 dýr, en fram til þessa hafa menn yfirleitt reiknað með að langreyðarstofninn við ís- land vœri á bilinu 8—10 þúsund dýr. Grein þessi vakti mikla athygli nátt- úru- og líffrœðinga hérlendis. Hún hefur verið rœdd í Náttúruverndar- ráði og hefur ráðið farið fram á fund með sjávarútvegsráðherra vegna niðurstöðunnar sem lesa má úr greininni. VÍSINDAVEIÐAR Menn hafa deilt um hvalveiðar við ísland. Friðunarmenn gefa lítið fyrir þá skýringu íslendinga, að nauðsyn- legt sé að veiða tiltekið magn hvala til að geta stundað vísindalegar rannsóknir á stofninum. Þeir benda á, að ekki sé nauðsynlegt að veiða þann fjölda hvala sem Islendingar gera, og að þær upplýsingar sem brýn þörf er á megi fá án þess að veiða einn einasta hval. Friðunar- menn fullyrða, að veiðar íslendinga miðist við tvennt, að tryggja Hval hf. rekstrargrundvöll og að fjár- magna aðra þætti rannsóknanna með hagnaði af sölu hvalafurða til Japan, en þangað fer lang mestur hluti þess sem selt er úr landi af hval. Talsmenn hvalveiða hafa bent á að nauðsynlegt sé að drepa ákveð- inn fjölda dýra, ella gætu menn ekki stundað vísindarannsóknir. Að skot- inn hvalur sé forsenda vísindarann- sókna. Gagnrýnendum veiða hefur verið svarað á þá leið, að þeir sem andvígir eru veiðum séu um leið andvígir vísindarannsóknum. Tals- menn hvalveiða hafa m.ö.o. spyrt saman veiðar og vísindi. Ríkisstjórn og sjávarútvegsráðherra hafa sett dæmið upp þannig, að þeir hafa sagt við vísindamenn: þið setjið upp rannsóknaráætlun — og við sjáum til þess að þið fáið fjármagn til rann- sóknanna með sölu hvalkjöts. Og vísindamenn setja upp mikla rannsóknaráætlun. Því dýrari rann- sóknir, þeim mun meira verður að veiða af hval. Það ofurkapp sem menn leggja á að veiða hvalinn verður aðeins skilið í þessu sam- hengi. Rannsóknarhugarfar þetta heldur uppi hvalveiðum. Hvalveiðarnar verður að skoða í því ljósi, að ríkjandi er hvalveiði- bann. Bannað er að veiða hval til 1990 og íslendingar eru aðilar að banni þessu. Gagnrýnendur hafa spurt: Hver er munurinn á veiðum í ábataskyni og veiðum í ábataskyni, þar sem hagnaði er varið til rann- sókna? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað, né heldur hvort mögu- legt sé að framkvæma fyrirhugaðar rannsóknir án veiða. Þeir sem gagn- rýnt hafa rannsóknaráætlun sjávar- útvegsráðuneytis telja, að upplýs- ingar þær sem fást með veiðunum sjálfum, séu ekki nauðsynlegar, enda liggur fyrir mikið af upplýsing- um sem safnað hefur verið saman á undanförnum árum. VÍSINDI ÁN VEIÐA Fyrir liggja upplýsingar um aldurs- dreifingu þeirra dýra, sem veidd hafa verið við ísland undanfarin ár og hægt að segja til um þungunar- tíðni dýranna að svo miklu leyti sem veiðar skila þessum upplýsingum yfirleitt. Það sem hins vegar bráð- vantar, m.a. í ljósi hinna nýju upplýs- inga um staðbundinn stofn við land- ið, eru upplýsingar sem geta gefið niðurstöður um stofnstærð. Helgar- pósturinn spurði Arna Einarsson líf- fræðing um veiðar og vísindi. Hann sagði m.a.: „Veiðarnar undanfarin ár hafa skilað miklum upplýsingum. Þessi gögn eru fyrirliggjandi og þau verð- ur að skoða vei. Veiðarnar sjálfar eru hins vegar ekki nauðsynlegar. Þær upplýsingar sem okkur vantar eru upplýsingar sem við getum afl- að án veiða. Þær má fá með beinum athugunum, talningum, á hafi úti. Við verðum að fá frekari upplýsing- ar um útbreiðslu hvala og ferðir þeirra. Á þessu byggist allt mat á stofnstærð hvalanna. Við höfum þessar upplýsingar ekki og vitum þar af leiðandi ekki nógu mikið um stofninn. Að minu áliti snúast veiðar fyrst og fremst um það að afla fjár til að standa undir kostnaðarsömum talningum og merkingum." Á næsta ári eru fyrirhugaðar um- fangsmiklar rannsóknir á stofn- stærð hvala. Víðtækar talningar verða gerðar á stóru hafsvæði um- hverfis ísland og víðar á NA-Atlants- hafi. íslendingar, Færeyingar, Norð- menn, Spánverjar, og e.t.v. Banda- ríkjamenn, munu taka þátt í þessum rannsóknum. íslendingar eru eina þjóðin, sem tengir saman veiðar og vísindarannsóknir. Jóhann Sigurjónsson, annar höf- unda greinarinnar sem rædd var í upphafi, sagði í samtali við HP, að stærð langreyðarstofnsins væri eitt af rannsóknarefnunum næsta sumar. „Við álítum að stofninn sé á bilinu 3—6 þúsund dýr. Og þetta mat á stofninum byggist annars veg- ar á merkingum og hins vegar á óbeinum mælikvarða á stofnstærð sem er afli á sóknareiningu. Um er að ræða upplýsingar allt frá árinu 1948, eða frá upphafi veiða við Is- land," sagði Jóhann Sigurjónsson. Hann bætti því við, að 3 þúsund dýra stofn væri algjört lágmark og miðað við þetta lágmark væri óhætt að taka 3—4% úr stofninum sem langtímamarkmið. „Þegar talað er um stofnstærð, þá verða menn að hafa í huga, að annars vegar erum við að tala um staðbundinn stofn og hinsvegar heildarstofn sem er á miklu stærra svæði. Og við gerum ráð fyrir því að um sé að ræða inn- flutning í staðbundna stofninn við ísland," sagði Jóhann Sigurjónsson. AFLI Á SÓKNAREININGU Sú óbeina stofnstærðarmæling, sem Jóhann Sigurjónsson talar um, er mælikvarði á þéttleika hvala á miðunum. Fækki hvölum þá verða menn að leita lengur að honum. Þessi aðferð segir því e.t.v. meira um þær breytingar sem verða á stofni, eða hegðunarmynstri hvala, en um stofnstærð. Og ef menn vilja meta stærð með þessum hætti þá er það ekkert skilyrði að veiða hvalinn. Menn geta einfaldlega leitað að honum og fundið þannig afla á sóknareiningu. Þessi aðferð krefst þess m.ö.o. ekki að hvalur sé veidd- ur. Ef menn hins vegar vilja veiða hval til að komast að aldursdreif- ingu, þungunartíðni, eða dánar- tíðni, þá verða menn að veiða hval. Gagnrýnendur hvalveiða fullyrða að þessar upplýsingar liggi fyrir og því sé ekki nauðsynlegt að veiða hval á þessu stigi málsins. Fyrir utan það, að ef menn vilja komast að ald- ursdreifingu hvala þá verða menn að skjóta allan hval — ungan og gamlan. Þetta er ekki gert nú. Og hefur ekki verið gert lengi. Oheimilt er að veiða hval sem er styttri en 55 fet, þessar veiðar skila því ekki jöfnu úrtaki hvala á miðunum. HP spurði Árna Einarsson, líf- fræðing, hvort hann teldi hvala- stofninni í hættu. Hann sagði: „Okk- ur hefur verið úthlutað 80 dýra kvóta og hér er ég að tala um lang- reyði. Við höfum enga vitneskju um það hve mikið má taka úr þess- um stofni til þess að tryggja að hann standi undir sér. Reynsla hvalveiða er sú, að ekki sé hægt að halda uppi hvalveiðum í atvinnuskyni. Það hefur enginn hvalastofn staðið und- ir slíkum veiðum til langframa. Is- lenski langreyðarstofninn er sá sem lengst hefur staðið undir því, en ég tel það ekki fullreynt, hvort hann geriri það til frambúðar miðað við 80 dýr. Til þess að skera úr um það skortir okkur þekkingu. Það er ríkj- andi hvalveiðibann. Við megum ekki gleyma því. Það er bannað að veiða hval í ábataskyni. Og ef við getum verið án þeirra gagna sem fást með veiðum, þ.e. upplýsingar um aldur og kynþroska, þá ber okk- ur að halda þetta hvalveiðibann. Það má ekki rugla saman veiðum og rannsóknum. Ef við gerum það, þá erum við ekki að veiða hval í vís- indaskyni, heldur að stunda vísindi í hvalveiðiskyni." STOFNSTÆRÐIN ÓÞEKKT Fyrir nokkrum árum var gengið út frá því að langreyðarstofninn við Island væri 8—10 þúsund dýr. Nú hefur verið sýnt fram á, af sérfræð- ingum sjávarútvegsráðuneytis, að stofninn við ísland er aðeins 2 þús- und dýr. Fullyrt er að stærri stofn veiti ár- lega einhverju magni af dýrum inní staðbundna stofninn. Hins vegar er ekki vitað hve mikill samgangurinn er. í þessu sambandi má geta þess að einn hvalur útaf Islandi hefur verið radíómerktur. Stuttu eftir merkingu tók hann strikið til Grænlands. Rannsóknarmenn eltu hvalinn í nokkra sólarhringa, en þegar sýnt þótti að hann hygðist halda sig við Grænland var eftirförinni hætt. Þessi hegðan hvalsins kom mönn- um á óvart og færði þeim heim sanninn um að hvalurinn kemur og fer — og umfram allt skilaði þessi eina radíómerking þeirri vitneskju að við vitum sáralítið um hegðan og ferðir hvala. í Ijósi þeirrar vitneskju sem ís- lendingar ráða yfir er óskiljanlegt að ekki skuli gætt meiri varfærni við veiðar — og svokallaðar — rann- sóknir á tíma þegar hvalveiðar hafa verið bannaðar. Stjórnvöld eru til- búin að fórna miklum hagsmunum í sambandi við fiskmarkaði erlendis að því er virðist í þeim tilgangi ein- um, að afla fjár til kostnaðarsamra rannsókna á næsta ári og til að tryggja hagsmuni Hvals h.f. eftir Helga Md Arthúrsson HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.