Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 10

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Side 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson,Friðrik Þór Guðmundsson, Helgi Már Arthursson, Jóhanna Sveins- dóttir, Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útgefandi: Goðgá h/f. Framkvaemdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson. Oreifing: Garðar Jensson (heimasimi: 74471). Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Berglind Nanna Burknadóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Þjóðernishyggja í hvalveiðum Hvalveiðar íslendinga verður að skoða í Ijósi þess að hvalveiðibann ríkir til ársins 1990. Engu að síður veiða íslendingar enn hvai — ívísindaskyni. Gagnrýnendur hval- veiða hafa spurt: Hver er munurinn að veiða hval í ábataskyni og að veiða hval í ábataskyni þar sem hagnaðinum er varið til rannsókna? Þessari spurningu hefur enn ekki verið svarað né heldur hvort hægt sé að halda uppi rannsóknum á hvala- stofninum án veiða. I ítarlegri grein sem birt er í Helgarpóst- inum í dag er beint nýju Ijósi á umræðuna um hvalveiðar í vísindaskyni og þeirri spurningu varpað fram hvort Islendingar hafi ekki í rauninni snúið málinu við og stundi vísindi íhvalveiðiskyni. Umfjöllunin byggir m.a. á grein sem nýlega birtist í einu af ritum Alþjóða hvalveiðiráðsins eftir Jóhann Sigurjónsson og Þorvald Gunn- laugsson. Grein íslendinganna fjallar um merkingar á hvölum við ísland og tilraun til að meta stærð hvalastofnsins við Island. Það sem mesta athygli vekur er að stað- bundinn stofn langreyða við ísland er að- eins talinn vera um 2 þúsund dýr en ekki á bilinu 8—10 þúsund eins og áður hefur verið haldið. Þessar niðurstöður hafa m.a. verið ræddar í Náttúruverndarráði sem hefur farið fram á fund með sjávarútvegs- ráðherra. Friðunarmenn hvala hafa fullyrt að veið- ar Islendinga hafi miðast við tvennt; að tryggja Hval hf. rekstrargrundvöll og að fjármagna aðra þætti rannsóknanna með hagnaði af sölu hvalafurða til Japan. Á móti stendur fullyrðing talsmanna hval- veiða að drepa þurfi ákveðinn fjölda dýra til að stunda vísindarannsóknir. I Ijósi nýrra upplýsinga vakna ýmsar spurningar. Er nauðsynlegt að veiða hval til að mæla stofninn? Er nauðsynlegt að drepa dýrin til að komast að aldursdreif- ingu, þungunartíðni eða dánartíðni? Er það verjandi að stunda veiðar á hval með- an alls er óljóst um stærð stofnsins? Hvers vegna hafa íslensk stjórnvöld lagt undir og jafnvel fórnað miklum hagsmunum á fisk- mörkuðum erlendis til þess að afla fjár til kostnaðarsamra rannsókna og til að tryggja hagsmuni Hvals hf.? Þá má einnig spyrja hvort íslensk yfirvöld hafi haldið öll- um upplýsingum að almenningi sem snerta hvalveiðar. Hvort blásið hafi verið í herlúðra gegn friðunarmönnum hvala á röngum og beinlínis villandi forsendum, þ.e. að vekja upp eins konar þjóðernis- hyggju og föðurlandsofstæki gegn rétt- mætri gagnrýni á þau vinnubrögð íslend- inga að samþykkja hvalveiðibann í ábata- skyni en skjóta sér bak við veiðar í vísinda- skyni. Hinar nýju upplýsingar benda sterklega til þess að hvalveiði íslendinga hafi ekkert með vísindahugsjónir að gera, heldur sé stunduð til að verja og tryggja hagsmuni stjórnvalda og einkaaðila í hvalveiðum. VETTVANGUR eftir Halldór Halldórsson Gorbatsjoff leiddi Reagan í — Hugleiðingar að loknum blaðamannafundi Sovétleiðtogans í Háskólabíói gildruna Þaö fer ekki á milli mála, að Gorbatsjoff er nýrrar kynslóöar sov- ézkra þjóbarleiðtoga. Þetta sýndi hann svo ekki varð um villzt á fundi með fréttamönnum í Háskólabíói á sunnudagskvöld. En það fór heldur ekkert á milli mála, að þarna var á ferðinni vel upp alin afurð sovézka kerfisins. Engu að síður er Gorbat- sjoff fulltrúi nýs hugsunarháttar og nýrra hugmynda, sjálfstæöur leið- togi, sem ekki þarf að ráðfæra sig við œðsta ráðið áður en hann talar. Munurinn á Gorbatsjoff og forver- um hans er einnig aldurinn. Hann er kvikari á fœti og fljótari að hugsa. Þá hefur hann komið sér upp vest- rœnum pólitískum sjarma, sem komið hefur Vesturlandabúum hálf- gert í opna skjöldu. í stað hinnar þunglamalegu ímyndar er kominn líflegur, brosmildur náungi, sem get- ur jafnframt státað af myndarlegri konu í dýrum fötum. Og hann kann svolítið í péerri. Hann efnir til blaðamannafunda, greinir skýrt frá máli sínu, getur m.a.s. svarað hnitmiðað. Satt að segjaminntiGorbatsjoff mig svolítið á Jón Baldvin Hannibalsson, þegar hann gerði grein fyrir niðurstöðu- leysi leiðtogafundarins í Höfða: „Lít- LÆRÐU SLÖKUNARTÆKNl Snœlda og bœklingur fást í bóka- og hljómplötudeildum um allt land. DREIFING KREATOR SÍMI 687075 um á eftirfarandi..." „Tökum dæmi...“, o.s.frv. Munurinn er sá, að Gorbatsjoff er með valbrá á enni og Jón Baldvin með meira hár. í heimsókninni til íslands slógu Rússar Bandaríkjamönnum algjör- lega við i áróðursstríðinu. Sovétleið- toginn byrjaði á því að gefa stutta yfirlýsingu við komuna, hann hafði Raisu með, sovézka sendinefndin varð fyrri til að efna til blaðamanna- fundar, síðari viðræðudaginn láku Rússarnir fréttum til fjölmiðla og juku á vonir manna um árangur, en þegar allt kom til alls stóðu Banda- ríkjaforseti og Sovétleiðtoginn í sömu sporunum um afvopnun og slökun spennu. Eini munurinn var sá, að áróðurslega séð sýnist manni það hafa verið Reagan og stífni hans að kenna, að árangur varð a.m.k. ekki áþreifanlegur. Bandaríkjamenn létu Ieiða sig í gildru. Gorbatsjoff tókst að koma þeim skilaboðum til heimsins, að hann legði svo mikið upp úr afvopn- un, að hann vildi fá vinnufund í Reykjavík áður en kæmi til leiðtoga- fundar í Washington. Það yrði að leggja allt í sölurnar til þess að ár- angur yrði af Washington-fund- inum. „Við komum með pakka af til- lögum,“ sagði hann í Háskólabíói. „En Bandaríkjaforseti kom með tóma vasa og sama gamla ruslið frá Genf.“ Sama kvöld lét Reagan í sér heyra. En þá var það of seint, ef hugsað er til áhrifa áróðurs augna- bliksins. „Við komum með tillögur til Reykjavíkur," sagði Bandaríkja- forseti síðar í ávarpi tii þjóðarinnar. „Við vildum eyða langdrægum kjarnavopnum á 10 árum,“ sagði hann líka. „En við vildum ekki gera það samkvæmt skilmálum Sovét- manna, sem voru þeir að stjörnu- stríðsáætlunin (SDI) yrði bundin innan tveggja rannsóknastofa. SDI er líftrygging okkar,“ sagði Reagan. í Háskólabíói og raunar áður, í Genf, nánar tiitekið, gerði Gorbat- sjoff ákaflega lítið úr stjörnustríðs- áætluninni og kvaðst undrandi á Bandaríkjaforseta að hanga svo stíft í henni. En þegar honum var bent á í spurningu fréttamanns hvers vegna í ósköpunum hann hefði látið svona ómerkilega varnaráætlun stöðva sögulegan samning um stöðvun víbúnaðarkapphlaupsins og vel það, þá varð fátt um merkileg svör. Eftir að hafa fylgzt með þessum tveimur valdamestu þjóðarleiðtog- um heims lýsa sömu viðræðunum í Höfða í Reykjavík, þá sýnist manni, að fátt stórt hafi skilið á milli. Báðir séu sammála um brjálæði kjarn- orkukapphlaups í vígbúnaði, en þessir tveir menn geti ekki komið sér saman vegna geimvarnaáætlun- ar Bandaríkjamanna, sem hinum sovézka finnst ekkert merkileg og alls ekki stórmál, og hinum banda- ríska mikilvæg vegna þess eins, að falli hann frá henni eða takmarki, líti hann pólitískt illa út heimafyrir. Æðsta ráöið I Sovét þurfti ekki að leggja blessun sina yfir það sem Gorbatsjoff sagði á blaðamannafundinum I Háskólablói — mynd Jim Smart. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.