Helgarpósturinn - 16.10.1986, Page 11
Síðan er hann þveginn með mjúkum burst-
um (vélþvottur), þar á eftir kemur hand-
þvotturinn (svampar og sápa). Hægt er að
sleppa burstum og fá bílinn eingöngu
handþveginn.
BREF TIL RITSTJORNAR
Gód kvik-
myndagagnrýni
í HP
Til HP-manna.
Ég er mikill unnandi kvikmynda
og langar að koma á framfæri þakk-
læti mínu til ykkar Helgarpósts-
manna fyrir góða þjónustu við les-
endur á því sviði. Þó svo Helgar-
pósturinn sé aðeins vikublað stend-
ur hann sig gott betur en reykvísku
dagblöðin í birtingu á kvikmynda-
gagnrýni, en ég hef einmitt tekið
eftir því að þau hafa flest hver látið
deigan síga að þessu leyti í sumar.
Aftur á móti þætti mér líka vænt um
ef þið sæjuð ykkur fært að birta
öðruhvoru fræðandi greinar um
þessa listgrein, svona í bland við
gagnrýni á einstökum myndum. Ég
hygg að það væri vel þegið hjá
mörgum lesendum ykkar.
Med vinsemd,
Jón Steinar Jónasson
Sudurnesjum.
Síld, fiskur og
myndlist
Kæru ritstjórar.
í tilefni lítillar fréttaklausu sem
birtist í síðasta tölublaði HP vil ég
taka fram eftirfarandi:
Mér er heiður af því að vera
bendlaður við Þorvald í Síld og fisk,
en ég er hvorki sérstakur ráðgjafi
hans né annarra í myndlistarmál-
um. Þorvaldur þarf heldur ekki á
slíkri ráðgjöf að halda. Hins vegar
hef ég sett saman sýningarskrá fyrir
Þorvald eins og marga aðra.
Adalsteinn Ingólfsson
Útgefandi, ekki
trúboói
Helgarpósturinn birti í síðasta
tölublaði grein um prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. í grein-
inni sem bar yfirskriftina Einvígi um
fyrsta sœtid, var Helgi Vigfússon titl-
aður sem trúboði. Helgi rekur út-
gáfufyrirtækið Dyngjan og hið rétta
atvinnuheiti hans því bókaútgef-
andi. Helgarpósturinn biður Helga
forláts á þessari heitabrenglun.
Ritstj.
Nýr teiknari HP
Nýr teiknari hefur bæst í hinn
fríða hóp teiknara Helgarpóstsins.
Það er Árni Elfar sem löngu er þjóð-
VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLI 21 - PÓSTHÓLF 8620 - 128 REYKJAVÍK
SÍMAR: VERSLUN 686455, SKRIFSTOFA 685966
VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK
Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Að þessu loknu er þurrkun og snyrt-
ing.
8 bílar eða fleiri geta verið i húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og
öruggari á hreinum bíl.
Tíma þarf ekki að panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeður á stuttum tima (15 mínútum).
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3,
Sfmi 14820.
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3
AUGLYSIR:
kunnur fyrir hljóðfæraleik og mynd-
list. Árni mun aðallega sjá um að
myndskreyta gagnrýni og umsagnir
blaðsins. Aðrir fastir teiknarar HP
eru Haukur Halldórsson, Jón Óskar
og Ingólfur Margeirsson. Við bjóð-
um Árna Elfar velkominn til starfa.
Ritstj.
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aðeins 15 mínútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
Ath. eftirfarandi:
Fyrst fer bíllinn í hinn ómissandi há-
þrýstiþvott, þar sem öll lausleg óhrein-
indi, sandur og því um líkt, eru skoluð
af honum, um leið fer hann í undir-
vagnsþvott. Viðskiptavinir eru mjög
ánægðir með þá þjónustu, þvi óhrein-
indi safnast mikið fyrir undir brettum
og sílsum.
Móttakan er í austurenda hússins, þar er
bíllinn settur á færiband og leggur síðan af
stað í ferð sína gegnum húsið. £igendur
fylgjast með honum.
ÍÞRÖTTIR
Máttvana
skothríd á
nýkastalann
Spámaður er nú í góðu skapi eftir
velgengni um síðustu helgi. Með
hliðsjón af þremur mjög óvæntum
úrslitum dæmist það harla gott að
hafa náð 8 réttum. Og nú eru línurn-
ar farnar að skýrast í hiiðarkeppni
Helgarpóstsins við þá fjölmiðla sem
eru í náðinni hjá Jóni Armanni,
Birnu og kompaníi hjá íslenskum
getraunum.
Eftir 3 umferðir er Helgarpóstur-
inn efstur með 20 rétta. DV hefur tek-
ist að hanga í okkur er einnig
með 20 rétta og hefur allar umferð-
irnar verið með nákvæmlega jafn
marga rétta og HP. Dularfullt. Með
18 rétta eru Morgunblaðið, Ríkisút-
varpið og Bylgjan, en Dagur á Akur-
eyri er með 17. Tíminn og Þjóðvilj-
inn virðast strax ætla að dragast aft-
ur úr. Málgagn sósíalisma og þjóð-
frelsis er með 14 rétta en málgagn
SÍS er með aðeins 13 — heilum 7
réttum á eftir undirrituðum. FÞG
LEIKVIKA 9 Leikir 18. október 1986 K
1 X 2
1 Charlton - Leicester 2 Chelsea - Man. City 3 Liverpool - Oxford X
-■
4 Manchester Utd. - Luton 5 Newcastle - Arsenal 6 Norwich - West Ham
X
7 Notting’m Forest - Q.P.R. 8 Southampton - Everton 9 Tottenham - Sheff. Wed
10 Watford - Aston Villa 11 Birmingham - Cr. Palace 12 Leeds - Portsmouth
I X
LAUSNÁ
SKAKÞRAUT
27 Niels Höegh
Þessi þraut er snotur þótt ekki sé
hún flókin. Hrókurinn þarf að kom-
ast á fjórðu reitaröð:
1 Hh8 og 2. Hh4.
Vandinn er að sjá að ekki er önnur
leið fær (1. Hf8 strandar á 1. - Kd4 2.
Hf4+ Ke3).
28 Áki Pétursson
Hér þarf ógnandi leik:
1. Dc5I Kb2 2. Da3 + ! Kxa3 3.Rc4
1. — Kxbl 2. Da3 Bc2 3. Rd2.
1. — B eitthvað 2. Hcl og 3. Dc3
eda Da3.
HELGARPÓSTURINN 11